Morgunblaðið - 04.06.1987, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.06.1987, Blaðsíða 4
I 4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1987 310 milljón kr. saltfiskfarmur HIÐ nýja saltfiskflutningaskip m.s. ísnes sigldi í gærkvöldi áleiðis til Portúgal og Italíu með verðmætasta saltfiskfarm, sem héðan hefur farið. Skipið lestaði 1600 tonn af salt- fiski á höfnum allt frá Homafírði norður um til Þorlákshafnar og er verðmæti farmsins um 8 milljónir dollara eða um 310 milljónir íslenzkra króna. Þetta er fyrsta farmur sem hið nýja og glæsilega saltfískflutninga- skip Neskips hf. flytur fyrir Sölu- samband íslenskra fiskframleið- enda. Morgunblaðið/Sverrir í gærdag skoðaði kínverska sendinefndin starfsemi Granda h.f. og á myndinni sést Brynjólfur Bjama- son, forsljóri, sýna Zhu Xun og nefndinni hvemig þorskurinn er geymdur ísaður í kössum. Kínversk sendinefnd í heimsókn: Rætt um samsterf á sviði orkumála M.s. í snes. SENDINEFND frá Kínverska alþýðulýðveldinu er nú stödd hér á landi i boði iðnaðarráðherra. VEÐUR IDAGkl. 12.00: Heimild: Veðurstofe Islands (Byggt á veðurspá M. 16.15 í gær) 1/EÐURHORFUR I DAG, 04.06.87: YFIRLIT á hádegi í gær: Grunnt lægðardrag yfir austanverðu landinu þokast vestur. Yfir norðaustanverðu Grænlandi er 1027 millibara hæð. SPÁ: Austan- og norðaustanátt um mest allt land, kaldi eða stinn- ingskaldi (5-6 vindstig) um norðvestanvert landið en gola í öðrum landshlutum. Súld verður við norðurströndina en smáskúrir á víð og dreif um suðvestanvert landið. Hiti á bilinu 4 til 8 stig norðan- lands en 10 til 14 stig syðra. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: FÖSTUDAGUR og LAUGARDAGUR: Fremur hæg breytileg átt, skýjað með köflum en víðast þurrt. Hiti á bilinu 12 til 16 stig yfir daginn inn til landsins en annars 5 til 8 stig. X, Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * # * * * * Snjókoma * * * ■j Q° Hitastig: 10 gráður á Celsíus \J Skúrir * V El — Þoka = Þokumóða Súld •> ? 5 OO Mistur —j- Skafrenningur Þrumuveður VEÐURVIÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma Akureyri hiti 7 veður súld Reykjavlk 11 skýjað Bergen 12 hálfskýjað Helsinki 14 skýjað Jan Mayen 2 alskýjað Kaupmannah. 12 skýjað Narssarssuaq 7 skýjað Nuuk 4 alskýjað Osló 15 skúr Stokkhólmur 8 rigning Þórshöfn 9 hálfskýjað Algarve 25 heiðskírt Amsterdam 15 alskýjað Aþena 22 lóttskýjað Barcelona 21 láttskýjað Berlin 15 alskýjað Chicago 18 skýjað Feneyjar 21 þokumóða Frankfurt 16 rignlng Hamborg 11 þokumóða Las Palmas 28 heiðskírt London 17 skýjað LosAngeles 15 mistur Lúxemborg 14 skúr Madríd 28 léttskýjað Malaga 24 mistur Mallorca 25 láttskýjað Miami 27 skýjað Montreai 20 skýjað NewYork 16 súld Parfs 19 skýjað Róm 23 hálfskýjað Vín 18 skýjað Washington 22 þokumóða Winnipeg 4 léttskýjað Mun hún dvelja hér fram á mánu- dag og eiga viðræður um orkumál við opinbera aðila og fulltrúa einkafyrirtækja um möguleika á samstarfi íslenskra og kínverskra aðila á þessu sviði. Heimsókn þessarar sendinefnd- ar, sem er undir forystu Zhu Xun, ráðherra jarðfræði og jarðauðlinda, er í framhaldi af heimsókn sendi- nefndar iðnaðarráðuneytisins til Kína fyrir tæpu ári, en sú sendi- nefnd kynnti sér jarðhitamál í Tíbet og Tjanjin. Þá var gert samkomulag um að sendinefnd heimsækti ísland, að fleiri kínverskir nemendur kæmu til þjálfunar í Jarðhitaskóla S.Þ. og að hingað kæmu kínverskir jarð- hitavísindamenn til að kynna sér íslenskar stofnanir. Þá gerði sam- komulagið einnig ráð fyrir að Islendingar tækju að sér sérstök rannsóknarverkefni og áætlana- gerð við jarðhitavirkjun í Kína. Á þriðjudag áttu þeir Þorsteinn Pálsson, iðnaðarráðherra, og Zhu Xun formlegan fund með sér, og segir í fréttatilkynningu frá ráðu- neytinu að á fundinum hafi komið fram gagnkvæmur vilji til þess að auka samvinnu þjóðanna á sviði jarðvísinda og jarðhitamála. V estmannaeyjar: Alitlegur kostur að leigja svifnökkva til reynslu í 5 mánuði V estmannaeyj um. NEFND sú er starfað hefur undanfarna mánuði og kannað mögu- leika á að koma á samgöngum milli Eyja og lands með svifnökkva, hefur skilað áliti. Telja nefndarmenn það álitlegan kost að leigja slíkt skip næsta sumar til reynslu. Nefndarmenn eru sammála um að miðað við þær forsendur sem kannanir og áætlanir nefndarinnar gefa til kynna væri hægt að reka svifnökkva til fólksflutninga milli Eyja og lands fimm mánuði ársins. í meðalárferði er eðlilegur starf- rækslutími álitinn mánuðina frá maí og út september og á þessu timabili er það álit nefndarmanna að treysta megi á 80-90 prósent áætlunaröryggi. Nefndin aflaði sér upplýsinga hjá þremur framleiðendum svifnökkva, Textron í Bandaríkjunum, Griffon í Skotlandi og British Hovercraft í Englandi. Tveir fyrrtöldu valkost- imir voru fljótlega afskrifaðir en athyglinni beint að A.P.N.-188- nökkva frá British Hovercraft. Sá nökkvi er aðeins útbúinn til far- þegaflutninga og fóru nokkrir nefnarmanna utan til Danmerkur til þess að kynna sér nánar sams- konar nökkva sem SAS-flugfélagið starfrækir til farþegaflutninga milli Kastrup-flugvallar og Malmö-hafn- ar í Svíþjóð. Slíkur gripur mun kosta milli 130 og 150 milljónir með öllum fylgi- hlutum. Hann rúmar um 100 farþega og gengur 35 mflur á fullri keyrslu. Tæki ferð með nökkvanum stystu leið til lands um hálfa klukkustund frá því hann er ræst- ur. í áætlunum nefndarinnar er reiknað með að fastakostnaður við leigu og rekstur slíks nökkva í fimm mánuði verði rúmar 14 milljónir króna og þar af er leigugjald rúmar 8 milljónir. Miðað við að fargjald kosti 1.000 krónur þarf skipið að flytja 19.500 farþega á tímabilinu til að standa undir kostnaði. Reikn- að er með að fara 24 ferðir á viku, þtjár ferðir á dag virka daga en upgí fímm ferðir á dag um helgar. Á fundi með fréttamönnum í vik- unni kom það fram að þorri nefndarmanna leggur á það ríka áherslu að Herjólfur hf. annist rekstur nökkvans og samtvinni nýt- ingu hans sem best við eigin rekstur. Sögðu nefndarmenn. að næsta skrefið í þessu máli væri að fá fram viðhorf Heijólfs hf. til málsins, en stjórn fyrirtækisins mun fjalla um það innan tíðar. Einn nefndarmanna, Pálmi Lórensson veitingamaður, sagðist þess fullviss að hver sem afstaða Heijólfs hf. yrði þá væri öruggt að út í þennan tilraunarekstur verði farið á næsta ári, reksturinn væri það álitlegur kostur. í nefndinni áttu sæti: Pálmi Lór- ensson, Páll Zóhóníasson, Páll Helgason, Friðrik Már Sigurðsson, Gunnlaugur Axelsson, Amaldur Bjamason og Magnús Jónasson. Töldu nefndarmenn að þessi nýstár- legi samgöngumáti muni vekja mikla og endumýjaða athygli á Vestmannaeyjum sem ferðamanna- stað og stuðla að mikilli fjölgun ferðamanna. Þessi valkostur muni því byggja rekstur sinn að verulegu leyti á nýjum markaði sem ekki mundi skila sér með hefðbundnum samgönguháttum. — hkj.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.