Morgunblaðið - 04.06.1987, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 04.06.1987, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1987 Sovétríkin: Rust ekki talinn hafa verið einn í ráðum Leitað sátta Penaia Ganilau, landstjóri Fijieyja, hefur að undanfömu rætt við ráðamenn á eyjunum um leiðir til sátta milli stríðandi fylkinga, eftir að frumbyggjar steyptu nýkjörinni ríkisstjóm. Hér sjáum við hann (annan frá hægri) er hann ferðaðist um helsta sykurræktarhérað eyj- anna og ræddi við sykurræktendur, sem flestir em af indverskum ættum og hvatti þá tií að hefja aftur störf. Öll vinna á sykurekrunum hefur legið niðri í mótmælaskyni við brottrekstur ríkisstjómar Timoci Bavadra, forsætisráðherra. Alþjóðabankinn stöðv- ar lántökur til Perú Moskva, Bonn, Washington. Reuter. MATHIAS Rust, hinn 19 ára gamli Vestur-Þjóðverji er lenti flugvél sinni á Rauða torgi í Moskvu sl. fimmtudag, mun að öllum líkindum dreginn fyrir rétt sakaður um að ijúfa loft- helgi Sovétríkjanna. Yflrheyrslur yfir Rust standa enn yflr og sagði vestur-þýskur sendi- ráðsstarfsmaður er fékk að heim- sækja hann í fangelsið í gær, að Rust hefði ekki látið neitt uppi um ástæður flugferðarinnar. Sam- kvæmt sovéskum lögum geta yfirheyrslur af þessu tagi staðið í allt að níu mánuði og Rust gæti fengið allt að 10 ára fangelsisdóm. Gennadi Gerasimov, talsmaður sovéska utanríkisráðuneytisins, gaf til kynna í viðtali við bandaríska sjónvarpsstöð að Rust yrði dreginn fyrir rétt og bætti því við að ekki yrði honum þökkuð heimsóknin. Gerasimov sagði að þrennt gæti komið til greina sem ástæða flug- ferðarinnar. Að Rust hafí bara verið að leika sér, að hann hafí gert þetta til að auglýsa eitthvað eða einhvem eða að hann hafl verið sendur til að láta reyna á loftvamir Sovét- manna. Síðasta tilgátan virðist eiga fylgi að fagna í Kreml og hafa ýmsir málsmetandi menn látið hafa það eftir sér að þeir teldu að_ Rust hafi ekki verið einn að verki. í gær birt- ist ritstjómargrein í blaðinu Moskvufréttir eftir Yegor Yakovly- ev, ritstjóra, sem talinn er í nánum tengslum við Gorbachev aðalritara. Þar sagði að Rust yrði að koma fyrir rétt og gefa skýringar á ferð- um sínum. Yakovlyev gaf í skyn að Rust hefði notið aðstoðar fyrir ferðina, sem hefði verið vandlega undirbúin í Hamborg og hefðu til þess verið notuð bæði kort og líkön. Einnig hefði verið rætt hvaða fleiri leiðir en sú sem var valin, kæmu til greina. Ritstjórinn hefur eftir sjónar- votti, ungum lögregluforingi sem var við skyldustörf á Rauða torgi umrætt kvöld, að Rust hefði nærri því flogið á Sögusafnið á torginu. Er þetta fyrsti sjónarvotturinn sem tjáir sig í sovéskum Qölmiðli um flugferðina og birt er mynd af flug- vélinni. Lögregluforinginn segist hafa heyrt vélarhljóð og séð flugvél með einkennis merkjum er hann kannaðist ekki við. Vélin hefði hringsólað yflr torginu og flugmað- urinn greinilega ætlað sér að lenda á miðju torginu, en vegna mannfjöl- dans hefði hann ekki getað það og því lent í útjaðri þess. Lima, Reuter Seðlabankastjórí Perú upp- lýsti í gær að Alþjóðabankinn hefði ákveðið að neita Perú- mönnum um frekari lán. Astæð- an er sú að Perústjórn hefur ekki greitt afborganir af fyrri lánum undanfarna tvo mánuði. Bankastjórinn, Hector Neyra, sagði fréttamönnum að ríkisstjómin hefði ákveðið að stöðva afborganir fyrir tveim mánuðum þar sem þau lán sem landsmenn áttu rétt á hjá Alþjóðabankanum hefðu ekki dugað fyrir afborgunum á þessu tímabili. Alan Garcia, forseti Perú, hefur takmarkað afborganir af erlendum lánum við 10% af virði útfiutnings Perú. Neyra bankastjóri sagði að Perú- menn hygðust ekki hætta viðskipt- um við Alþjóðabankann en þeir hefðu í meira en hálft ár reynt að ná hagstæðari samningum við bankann. Ronald Reagan: Styrkja þarf sam- stöðu Vesturlanda -á leiðtogafundinum í Feneyjum Washington. Reuter. FUNDUR leiðtoga sjö helstu iðnríkja Vesturlanda verður haldinn í Feneyjum 8.-10. júni nk. Ronald Reagan, Bandaríkjafor- seti, sagði í gær við brottför frá Washington að á þessum fundi þyrftu ríkin að styrkja samstöðu sína til þess að geta betur leyst ágreiningsmál sin við kommún- istaríkin. „Við munum ræða hvemig bæta má samskipti austurs og vesturs og hvemig draga á úr vígbúnaðar- kapphlaupinu. Mannréttindamál verða einnig á dagskrá, svo og stað- bundin átök auk efnahagsmála", sagði forsetinn. Hann sagði að við- fangsefni fundarins yrði að ræða Ieiðir til þess, að næstu 40 ár yrðu þessum ríkjum jafn hagstæð og síðustu 40 ár hefðu verið. Minnti forsetinn á þann þátt er Marshall- aðstoðin hefði átt í endurreisn efnahagslífs ríkjanna eftir heims- styijöldina síðari. Reagan sagði að ljóst væri að breyta þyrfti um stefnu í landbúnaðarmálum, koma á meira jafnvægi í viðskiptum milli ríkja og stuðla að stöðugleika á gjaldeyris- mörkuðum. Vaxandi spenna á Persaflóa verður einnig til umræðu og má búast við að leiðtogamir láti í ljósi skoðanir sínar á því hvemig tryggja má öryggi skipa á þeim slóðum. Bandaríkjamenn hafa þegar sagt að þeir muni veija skip er sigla undir bandarískum fána, þ.á m. 11 olíuskip frá Kuwait. Hvort voru það eldfjöll eða hala- stjörnur sem drápu risaeðlurnar? LEYNDARDÓMURINN um út- rýmingu risaeðlanna er jafnsér- kennilegur og eðlurnar sjálfar. Einmitt þegar menn voru orðnir nokkura veginn á eitt sáttir um, að ástæðan fyrir brotthvarfi þeirra væri sú, að halastjarna hefði rekist á jörðina, fóru efa- semdaraddirnar að heyrast á ný. Nú á önnur skýring einnegin fylgi að fagna: að eldfjöll hafi spúð brennisteini, sem át upp ósonlagið, oUi súru regni og kóln- andi loftslagi og útrýmdi risaeðl- unum. Vegna þeirra, sem ekki hafa fylgst með þessari morðsögu, skal getið helstu málsatvikanna: •Tíminn: Það gerðist fyrir um 65 milljónum ára. •Vettvangur glæpsins: Jörðin. •Fómarlömbin: Ekki aðeins risa- eðlumar, heldur einnig fjölmargar tegundir sjávardýra — kórallar, ammonítar (lindýr) og svif. •Vísbendingan Oræk merki um heiftarlegt ofbeldi. Sjaldgæft efni, sem kallast irridín, fínnst víða í bergi frá þessum tíma. Einnig hefur fundist sót, svo og kvarskristallar með áverka sömu tegundar og get- ur að líta eftir höggbylgju frá kjamorkusprengingum. Allt þar til irridínið uppgötvaðist, vom uppáhaldsútskýringaman loftslagið breyttist; yfírborð sjávar breyttist; ísöld; slys. Irridínið kveikti miklu frumlegri hugmynd í kollinum á Sérláki Hólms, þ.e. dr. Walter Alvarez, sem starfar við Berkeley-háskóla í Kalifomíu. Hann hélt fram, að halastjama hefði rekist á jörðina — með svipuð- um afleiðingum og kjamorkustríð mundi hafa í för með sén Ryk- og reykjarský þyrluðust upp, byrgðu fyrir sól og breyttu loftslaginu. í fyrstu fékk kenning hans dræmar undirtektir. Svo var það árið 1984, að hún fékk allt í einu byr undir báða vængi. Þá þóttust tveir vísindamenn frá Chicago- háskóla hafa komist að raun um, hvemig í glæpnum lá: Fjöldaútrým- ing átti sér reglulega stað með um 26 milljón ára millibili. Þetta virtist í mörgum tilfellum hafa gerst á þeim tímabilum, þegar jörðin var rík að irridíni, eftir því sem berglög sýndu. Eitthvað hlaut að hafa vald- ið því, að hryðja halastjama dundi á jörðinni með vissu millibili. í tvö ár leituðu vísindamenn að sökudólg- inum — nýrri stjömu eða nýjum himinhnetti, einhverri flökkukind í vetrarbrautinni — en urðu einskis vísari. í fyrra þóttist svo annar hópur visindamanna hafa reiknað út, að skýringarinnar á útrýmingunni gæti engan veginn verið að leita í reglubundinni ofankomu hala- stjama. Þær hefðu þurft að vera svo margar, að þeirra dómi, til að víst væri, að einhver þeirra rækist á jörðina hveiju sinni. Þar að auki hefðu margar halastjömur skilið eftir meira af irridíni og dreifst á lengra tímabil. Þannig hefði hala- stjama að vísu getað drepið risaeðl- umar, en það hefði ekki verið þáttur í reglubundinni framvindu. Hala- stjaman hlyti að hafa verið frávill- ingur, einfari. Jafnframt bentu nú andstæðing- ar halastjömukenningarinnar á óþægilegar staðreyndir, sem ekki var unnt að útskýra á grundvelli hennar. Bentu þeir m.a. á, að morð- vopnið vantaði gersamlega, auk þess sem 65 milljón ára gamall gígur eftir halastjömu fyrirfyndist enginn. Kannski lenti hún í sjónum, sögðu árekstrasinnamir. En margir jarðvísindamenn þráuðust við og héldu fram, að risaeðlunum hefði farið fækkandi á þessum tíma og útrýming þeirra hefði gerst stig af stigi, e.t.v. á 10.000 ámm. Þar að auki virtist sem margar lífvemr hefðu algerlega sloppið: spendýr, slöngur, froskar og flestar plöntur. Nú hafa áhangendur hægfara þróunarinnar fylkt sér um nýja út- gáfu morðsögunnar. Telja þeir, að gífurleg eldgos hafí staðið sam- fleytt í árþúsundir, spúið brenni- steini út í andrúmsloftið, valdið súm regni og lagt risaeðlumar að velli. Eldgosamenn hafa gert betur en halastjömumenn að því leyti, að þeir hafa fundið morðvopn: Dekan- hásléttuna í Suður-Indlandi, milli Hyderabad og Bombay. Basalt- bergið, sem þekur sléttuna, kom upp sem hraun á umræddum tíma. Dr. Vincent Courtillot, sem starfar við Jarðeðlisfræðistofnunina í París, hefur aldursgreint basaltið þama og telur það vera 66 milljón ára gamalt. Hann álítur, að hraungosið á Dekan hafí staðið jrfír í u.þ.b. 500.000 ár. Basalt-hraungos, eins og það sem varð á Dekan, getur valdið gífurlegri reykjar- og brenni- steinsmengun. Dr. Richard Stot- hers, sem starfar hjá Goddard- geimrannsóknastofnuninni í Bandaríkjunum (einni af dóttur- stofnunum NASA), bendir í því sambandi á áhrif gossins í Laka á íslandi 1783. Enda þótt það hafí verið lítið í samanburði gosið á Dekan-hásléttunni, hafi það samt leyst nógu mikinn brennistein úr læðingi til að valda uppskerubresti og vetrarhörkum. Eldfjallamenn hafa nú birt yfir- lýsingu um þetta efni í tímaritinu Nature. Þeir reyna að sýna fram á, að þeir geti útskýrt allt, sem árekstrarmenn hafí útskýrt, og gott betur. Auk þess falli þróunarferli náttúmnnar sjálfrar betur að eld- gosakenningunni en árekstrarkenn- ingunni. Það er rangt að einblína ailtaf á risaeðlumar, sem vom stórar og Arekstrar- kenningin Eldgosa kenningin [1] Arekstur halastjörnu [2] Gífurleg sprenging ... [3]Reykur og ryk byrgja l'l fyrir sólina @] Plöntur deyja, loftslag kólnar, sjávarlifi hnignar H] RISAEÐLURNAR DEYJA ÚT HJAndrúmsloftið mengast af brennisteins- díoxíði og ryki frá eldgosum [2]Gasuppstreymi eyðir ósonlag- inu, útfjólubláir geislar ná til jarðar lúrt regn sýrir höfin, jávarlífi hnignar ur og ryk byrgja fyrir sólina, loftslag kólnar, plöntur deyja [5] RISAEÐLURNAR DEYJA ÚT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.