Morgunblaðið - 04.06.1987, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 04.06.1987, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1987 Um burðarþolshönnun bygginga eftir Halldór Jónsson Að undanfömu hafa sjónir manna mjög beinst að hönnun burð- arþols í byggingum á höfuðborgar- svæðinu. I ljós hefur komið, að ýmsum byggingum er ábótavant hvað burðarþolshönnun varðar. I öðrum hafa byggingameistarar ekki fylgt fyrirmælum eða gert óheimilar ráðstafanir á eigin spýtur, t.d. að saga úr burðarveggjum o.s.frv. Sjónvarpsþáttur Halls Svo sem venja er þegar blaða- menn fara að ræða tæknileg málefni, þá er moldrokið þvílíkt, að ekki verður auðvelt að greina hism- ið frá kjamanum. Þeir Hallur Hallsson og Jónas Kristjánsson gátu því sameinast um að sauma að byggingafulltrúanum í Reykjavík ( Kastljósþætti Halls í sjónvarpinu þann 1. júní sl., vænt- anlega til að skemmta lýðnum. Til allrar hamingju var Davíð Oddsson borgarstjóri staddur í þættinum og gat borið blak af byggingafulltrúa, sem þeir kumpánar settu upp að vegg og töluðu digurbarkalega við hann um hluti, sem þeir bera lítið skynbragð á. Mér fannst að Gunnar Torfason verkfræðingur hefði átt að leggja meira faglega til mál- anna, þar sem hann á þó að þekkja vel til allra mála og þeirra erfið- leika, sem við er að glíma í starfi byggingaeftirlitsins. Fjölgun burðar- þolshönnuða Ekki skal dregið úr því, að vegna mjög örrar fjölgunar í stétt burðar- þolshönnuða, þá virðist meðalþekk- ingu þeirra hafa hrakað. Samtímis hefur sá siður verið tekinn upp, að byggjendur, sem í flestum tilvikum eru byggingameistarar eða svo- nefndir „braskarar", þ.e.a.s. byggja til að selja, láta hönnuði bjóða í teikningar. Afleiðingin er sú, að sá fær verkið, sem ódýrast býður og þá væntanlega hefur minnst fyrir verkinu. Þar að auki dettur „bygg- ingabraskara“ síst í hug að leita tilboðs hjá hönnuði, sem er þekktur fýrir að nota mikið jám og háa álagsstuðla. Vönduð hönnun hverf- ur þannig af markaðnum og allt miðast við lágmark eða hreinan „drullusokkafrágang" eins og þetta hefur verið skilgreint af Gunnari Torfasyni. Og því miður komast slíkar hannanir í gegnum sigtið hjá byggingafulltrúanum, ekki bara í Reykjavík heldur um ailt land. Þetta er löngu vitað, en yfírvöld hafa ekkert gert í málinu, hvorki borgar- verkfræðingurinn í Reykjavík, ráðherra né önnur staðbundin yfir- völd. Ýmsar ástæður fyrir þessu komu fram í máli byggingafulltrúa í þættinum. Hönnunaraðilum hefur einfaldlega verið treyst of langt til þess að skila fullnægjandi vinnu og annaðhvort orðið uppvísir að van- kunnáttu eða hyskni. Sé fyrri ástæðan rétt, þá hefur löggildingar- aðilanum yfírsést. „Stóru verkfræði- stofurnar“ Á meðan „stóru verkfræðistof- umar“ höfðu nóg að gera í virkjana- framkvæmdum, eftir fyllstu töxtum væntanlega, þá litu þær jrfirleitt ekki við „fimmeyringabissness" eins og húshönnun. Nú er virkjana- tíminn liðinn í bili. Því vantar verkefni en fá of fá, vegna þess að verðlag á markaðnum er orðið fyrir neðan þeirra mælikvarða. Því eru þessir aðilar núna óðfúsir að rétta fram hjálparhendur sínar til að taka að sér verke’fni á þessu sviði. Þó er það engan veginn sjálfgefíð, að öll hin besta þekking sé samankom- in á þessum stofum. í gegnum tíðina hef ég oft séð hönnunargalla hjá háum sem lágum á þessu sviði og gat þá sjálfur. Svo menn skyldu nú hafa fyrirvara í takmarkalausri trú sinni á alhæfni þessara aðila. Þama vinna bara menn eins og eru annarstaðar, koma og fara þó að nafnið á hurðinni sé óbreytt. En hvað er nú til ráða? Borgar- stjóri er sleginn yfir niðurstöðu burðarþolskönnunar þessara tíu húsa. Þessi hús eru ekki úrtök, heldur valin sérstaklega með það fyrir augum að finna að þeim. Gula pressan notar svo þessar skýrslur til þess að ráðast á byggingafulltrú- ann í Reykjavík, sem sjálfur er í hópi reyndustu og samviskusöm- ustu burðarþolshönnuða landsins. Reynt er jafnvel að gefa almenningi þá mynd af honum, að hann viti ekkert hvað hann er að gera og það leysi málið að reka hann. Allt eftir- lit sé í molum og allar byggingar séu að hrynja. Tæknimaður getur yfirleitt ekki rökrætt við ýlfrandi úlfahóp blaðamanna um tæknimál, það þekkir undirritaður af eigin reynslu. Það er því mikilvægt fyrir almenning að gera sér grein fyrir hvemig þetta mál er vaxið og hvemig stjómmálaleg yfirvöld ætla að bregðast við. Borgarstjóri fékk Gunnar Torfa- son í áminnstum sjónvarpsþætti til þess að samþykkja þá fyrirætlun sína, að fela 4 útvöldum verkfræði- stofum að yfirfara allar teiknin'gar og útreikninga burðarþolshönnuða. Gott og vel, þetta gæti orðið til bóta ef vel til tækist. En hvemig er líklegra að þetta verði í fram- kvæmd? , ■ Framkvæmdin Segjum svo, að ég taki að mér hönnun fyrir byggingameistara A, sem ætlar að byggja hús til að selja í samkeppni við byggingameistara B. Ég skila mínum teikningfum inn til byggingafulltrúa til samþykktar. Hann sendir þær til yfirferðar til verkfræðistofu C, sem getur ekki farið yfir þær fyrr en seinna, því hún er að hanna samkeppnishús fyrir byggingameistara B. Segjum svo, að hún gæti fyllsta réttlætis gagnvart mér og láti viðskipta- tengsl sín við B ekki hafa fagleg áhrif á sig. Ég hlýt samt að Ienda aftur í röðinni og hafa verri stöðu. Afleiðingin verður sú, að bygginga- meistari A felur mér ekki hönnun aftar heldur fer beint í verkfræði- stofu C, sem hefur gott samband við verkfræðistofur D, E og F og fær þar fljóta yfirferðarafgreiðslu. Ég verð þá að fara að gera eitthvað annað. Fjórar verkfræðistofur borgar- stjóra munu þannig fyrirsjáanlega leggja undir sig allan markað í lagnahönnun á svæðinu og stimpla hver fyrir aðra. Og hveiju höfum við þá breytt? Prófunarverk- fræðingar Erlendis taka sérstakir burðar- þolsverkfræðingar sérstök hæfni- próf hjá ríkinu til þess að hljóta löggildingu prófunarverkfræðinga. Þetta eru erfið próf og ekki alltaf framkvæmd af fyllsta hlutleysi. Besti maðurinn í árganginum hjá Halldór Jónsson „ Af þessu má glögglega sjá, að borg-arstjórn Reykjavíkur er tæplega að stefna rétta leið í þessu máli. Réttara hefði ég talið, að fá reyndustu og færustu verkfræðinga okkar á sviði burðarþols til þess að setja upp óháð fyrir- tæki, helst fleiri en eitt, til þess að taka að sér yfirferð reikninga og teikninga eingöngu. Þá væri fyllsta hlutleysis gætt.“ mér í burðarþolsfræði féll t.d. á svona prófi, þó hann hefði hlotið ágætiseinkunn í skólanum. Kunnin- gjamir segja okkur að hann hafi ekki átt frændur á réttum stöðum. Það er víða hjálp í því að vera skyld- ur kardinálanum. Enda kemur einhver klíkuskapur í þessari grein fram í Þýzkalandi, sem annarstað- ar. Þessi stétt manna gerir hins vegar ekkert annað, í flestum tilvik- um, en að fara yfir hjá burðarþols- hönnuðum, enda fá þeir þannig betra verð fyrir yfírburðaþekkingu sína en venjulegir puðarar. Þeir stunda því ekki almenna hönnun í samkeppni við hina, sem gætu í því tilviki skipt við aðra prófunarverk- fræðinga, þó að um vissa einokun sé að ræða. Í stóru borgunum vinna menn með þessi próf beint hjá embættum byggingafulltrúa. Burðarþolshönn- un í Þýzkalandi fær því yfirleitt hlutlausa umfjöllun og skjóta af- greiðslu, sem skiptir verulegu máli á markaðnum, t.d. ef skjótra breyt- inga er þörf við byggingu. Og einmitt það atriði gæti ráðið úrslit- um um val byggjanda á burðarþols- hönnuði. Hvað er til ráða? Af þessu má glögglega sjá, að borgarstjóm Reykjavíkur er tæp- lega að stefna rétta leið í þessu máli. Réttara hefði ég talið, að fá reyndustu og færustu verkfræðinga okkar á sviði burðarþols til þess að setja upp óháð fyrirtæki, helst fleiri en eitt, til þess að taka að sér yfir- ferð reikninga og teikninga ein- göngu. Þá væri fyllsta hlutleysis gætt. Þetta kerfi má telja nauðsyn- legt öryggisins vegna, því öllum getur yfirsést og betur sjá augu en auga. Með þessu móti er öryggi borgaranna betur tryggt og allir munu sitja við sama borð. Að mínu mati er þetta hin rétta leið til þess að taka á þessu máli. Það er algerlega ósanngjamt að kenna byggingafulltrúanum í Reykjavík einum um það, sem mið- ur hefur farið. Hvemig þessum málum hefur verið háttað er líka á ábyrgð borgarverkfræðings sem er yfirmaður byggingafulltrúa og skammtar tæknimönnum slík launakjör, að nægilega hæfir starfsmenn fást ekki. Svo og félags- málaráðherra, sem veitir mönnum löggildingu til þess að bera ákveðin starfsheiti, sem eiga að vera trygg- ing borgarans fyrir kunnáttu viðkomandi, rétt eins og læknis- heiti, flugstjóratitill, og svo má lengi telja. Þetta sama gildir um byggingar í öllum sveitarfélögum landsins, ekki bara í Reykjavík, þar sem ástandið er jafnvel betra en annars staðar. Ég hef víða séð byggingar, sem hægt væri að skrifa æsifréttir um. En blaðamenn leysa ekki vandamál byggingariðnaðarins í landinu, það verða tæknimenn að gera með fulltingi stjómmála- manna. Höfundur er verkfrœðingur. ..... Morgunbiaðið/Bjami Nokkrar hinar verðandi barnfóstra fylgjast með leiðbeinendunum. Gerður Pálsdóttir, Berglind Bjamadóttir, Eva Dögg Knstbjömsdottir, Eydís Elmjóns- dóttir og Ragnar Freyr Ingólfsson. Rauði kross íslands: Námskeið fyrir verðandi barnfóstrur UNDANFARIN ár hefur Rauði kross íslands haldið barafóstm- námskeið á sumrin og munu 52 krakkar sækja slfk námskeið í sumar. Hvert námskeið tekur fjögur kvöld og em krökkunum kennd ýmis gmndvallaratriði í sambandi við meðal annars starfsaðferðir, þroskaskeið baraa, matarvenjur og skyndi- hjálp ef slys bæri að höndum. Leiðbeinendur era þær Bryndís Markúsdóttir, fóstra, og Sigrún Sigurðardóttir, hjúkmnarfræð- ingur. Morgunblaðið leit inn á eitt þess- ara námskeiða nú í vikunni þar sem saman voru komnir 29 krakkar. 28 stelpur og einn strákur. Við tókum fimm þeirra tali þau Gerði Pálsdóttur, 14 ára, Eydísi Elínjónsdóttur, 11 ára, Evu Dögg Kristbjömsdóttur, 12 ára, Ragnar Frey Ingólfsson, 11 ára og Berg- lindi Bjamadóttur, 13 ára. Þetta var fyrsta kvöld nám- skeiðsins og sögðust þau hingaðtil hafa lært ýmislegt um kurteisi, hreinlæti og stundvísi. Berglind hafði einnig sótt síðasta kvöldið á fyrra námskeiði og lært m.a. hvem- ig bregðast ætti við þegar eitthvað hrykki ofan í bam og stæði í því. Krakkamir voru sammála um að gaman væri á námskeiðinu þó að svolítið strembið væri að þurfa að skrifa jafn mikið og þau þyrftu að gera. Einungis Gerður hafði passað töluvert áður, en flest voru krakk- amir búin að fá vinnu við pössun nú í sumar. Það að hafa sótt þetta námskeið töldu þau vera mikin kost, bæði hvað varðaði atvinnuleit og að geta sinnt starfínu sem best.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.