Morgunblaðið - 04.06.1987, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 04.06.1987, Blaðsíða 76
Fróðleikur og skemmtun fyrirháa semlága! STERKTKORT FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1987 VERÐ í LAUSASÖLU 50 KR. Þotukaup Flugleiða: Stærsti kaupsaimrnigur íslenzks einkafyrirtækis Flugleiðir í viðræð- um um samstarf 20 flugfélaga um far- miðakerfi Akureyri, frá blaðamanni Morgunblaðs- ins, Benedikt Stefánssyni. EFTIR samþykkt stjórnar Flugleiða á afmælisfundi á Akureyri í gær undirrituðu Sigurður Helgason forstjóri fyrir hönd félagsins og Borge Boeskov framkvæmdastjóri Evrópusöludeildar Boeing- flugvélaverksmiðjanna samn- ing um kaup á tveimur þotum af gerðinni Boeing 737-400. Þetta er stærsti kaupsamn- ingur sem einkafyrirtæki á Islandi hefur gert. Andvirði vélanna tveggja er um 2,5 milljarðar króna en þær ' '■ verða afhentar Flugleiðum í april og maí árið 1989. Fyrir- tækin hafa einnig gert með sér samning um rétt Flug- leiða til kaupa á tveimur samskonar þotum til viðbótar sem yrðu afhentar í mars árið 1990 og í sama mánuði ári síðar. Við undirritun samningsins sagði Borge Boeskov að á næstu árum myndu stærstu flugfélögin standa upp úr og þau flugfélög sem sérhæfðu sig eins og Flug- leiðir. í samtali við blaðamann > Morgunblaðsins tók Sigurður Helgason forstjóri undir þessi ummæli og sagði að hann sæi Þegar samningar Flugleiða og Boeing höfðu verið undirritaðir á Akureyri í gær afhenti Borge Boeskov, f ramkvæmdasfjóri Evrópusöludeildar Boeing, Flugleiðum afmælisgjöf, málverk af fyrstu þotu íslendinga, Gullfaxa á flugi yfir Akureyri. Þeir nafnar, Borge Boeskov og Sigurður Helgason undirrita samninginn á Akureyri í gær. fram á það að á næstu árum myndu Flugleiðir eiga aukna samvinnu við erlenda aðila. „Þessi þróun er þegar hafín,“ sagði Sigurður. „A síðasta ári tóku Flugleiðir þátt í stofnun krítarkortafyrirtækis þrettán flugfélaga og nú tökum við þátt í viðræðum 20 flugfélaga í Evr- ópu um nýtt dreifikerfi farmiða sem mun valda straumhvörfum á þessu sviði". Sjá frásögn af fundinum á bls. 66 og frétt og myndir á bls. 2 og 3. Morgunblaðið/ÓI.K.M. Sigurður Helgason forstjóri Flugleiða, og Sigurður Helgason stjórnarformaður virðast kunna vel að meta þessa gjöf. Viðræður þriggja flokka hefjast í dag: Stemgrímiir á förum til Portúgals á laugardagimi Halldór hefur fullt umboð í fjarveru Steingríms ÞRIGGJA flokka stjórnarmynd- unarviðræður Alþýðuflokks, Sjálfstæðisflokks og Framsókn- arflokks hefjast kl. 10 árdegis í dag, með fundi formanna þess- ara þriggja flokka. Það vekur athygli þeirra sem í viðræðunum verða fyrir hönd Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks að Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokks er að líkindum á förum til Portú- gals á laugardag í boði Da Silva forsætisráðherra Portúglas til þess að flytja ræðu um efnahags- þróun hér á landi. Steingrímur Byggðastofnun þarf að leita láns til útlanda FORSTJÓRI Byggðastofnunar hefur sent forsætisráðherra bréf þar sem farið er fram á að stofnunin fái heimild til að taka 255 milljóna króna erlent lán. í lánsfjárlögum fyrir 1987 var gert ráð fyrir að stofnunin aflaði þessarar upphæðar á innlendum lána- markaði, en það hefur ekki tekist. Guðmundur Malmquist forstjóri laust fjármagn. Byggðastofnunar sagði í samtali við Morgunblaðið að stofnunin hefði að undanfömu athugað hvort hægt væri að fá þessa upp- hæð að láni hjá lífeyrissjóðum. Hann sagði að þau svör hefðu fengist hjá þeim að lítið væri um „Vegna dræmra undirtekta og hárrar ávöxiunarkröfu lífeyris- sjóðanna skrifaði ég forsætisráð- herra og fór fram á að Byggðastofnun fengi að taka þessar 255 milljónir króna að láni erlendis til viðbótar öðrum erlend- um lántökuheimildum. Bréfið var sent í byrjun vikunnar og svar hefur ekki borist enn“ sagði Guð- mundur. í útlánaáætlun Byggðastofnun- ar er gert ráð fyrir að hún láni 830 milljónir króna og hefur þeg- ar verið gefin loforð fyrir um 600 milljónum. Búið var að lofa 430 milljónum króna um síðustu ára- mót. 520 milljóna króna átti að afla á erlendum mörkuðum og 255 milljóna innanlands. sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkveldi að hann færi ekki nema hann teldi það vera í lagi, viðræðnanna vegna, en Halldór Asgrímsson, varaformaður Framsóknarflokksins myndi í fjarveru hans, leiða viðræðurnar fyrir hönd Framsóknarflokksins og hafa fullt umboð. Steingrímur er væntanlegur aftur til landsins á mánudag. Jón Baldvin, sem nú fer með stjórnarmyndunar- umboðið sagði um þessa áætlun Steingríms: „Hann er frjáls ferða sinna.“ Steingrímur sagðist hafa lofað því fyrir hálfum öðrum mánuði að flytja þetta erindi og neitaði hann því alfarið að hann væri með þessu að tefja stjórnarmyndunarviðræður eða gefa Alþýðuflokknum langt nef. „Halldór fer með fullt umboð í fjarveru minni," sagði Steingrím- ur. Jón Baldvin Hannibalsson, for- maður Alþýðuflokksins greindi fréttamönnum frá því í gær að hann og formenn hinna flokkanna hefðu orðið ásáttir um að efni við- ræðnanna yrði fjórþætt: Megin- markmið fyrirhugaðs stjómarsam- starfs, fyrstu aðgerðir, verkefnaskrá fyrir kjörtímabilið og verkaskipting milli ráðuneyta og skipting starfa milli ráðherra. Steingrímur Hermannsson sagði að loknum þingflokksfundi Fram- sóknarflokksins í gær, að þing- flokkurinn hefði samþykkt að ganga til þessara viðræðna, en Framsóknarflokkurinn treysti Al- þýðuflokknum ekki fyrir forsætis- ráðuneytinu. Páll Pétursson, formaður þingflokksins tók í sama streng og sagði Framsókn aldrei mundu samþykkja Jón Baldvin Sv.m forsætisráðherra í ríkisstjóm sem Framsóknarflokkur ætti aðild að. Páll lýsti jafnframt þeirri skoðun sinni að hann hefði fremur kosið samstarf við Borgaraflokk en Al- þýðuflokk, og aö hann teldi afstöðu Sjálfstæðisflokksins í þeim efnum vera ranga. Jón Baldvin sagði um afstöðu framsóknarmanna í sinn garð: „Steingrími er fijálst að segja það sem hann vill.“ Hann kvaðst hafa þann skilning eftir viðræður sínar við formenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, að í þeim við- ræðum sem hæfust í dag væri allt til umræðu og samninga: málefni, verkaskipting og stjómarforysta. Sjá frásögn á bls. 40.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.