Morgunblaðið - 04.06.1987, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 04.06.1987, Blaðsíða 17
V9P r TMTTT K fTTTr> A fU TTA/TMTriT aiílt T«T/TTOíTOT/ MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1987 Við dymar að helli fjársjóðanna eftirÁrna Johnsen Lyfjafræðingur, Haukur Inga- son, ungur maður á upleið að því er virðist, ritar grein í Mbl. 12.5. Líklegast er hann kominn í biðröð- ina eftir að fá apótek, a.m.k. hefur hann kynnt sér hvað og hvar má og ekki má leggja á lyf. Hann fer heldur niðrandi orðum um vanþekk- ingu landlæknis, annarra embættis- manna og þingmanna í lyfjaverzlun (og lyfsölugróða). Hann ætti nú samt að vara sig á því að tala illa um þessa menn. Það verður nefni- lega þingmaður, heilbrigðisráð- herra, sem veitir honum apótekið dýrmæta, ef til kemur, eftir að hafa eflaust ráðfært sig við emb- ættismenn eins og landlækni. Það virðist ekki veita af að hafa velvilja í hveiju homi og þungavigtafjöl- skyldu, frændur og vini, fyrir lyfjafræðinga sem sækja um apó- tek. Það þarf nefnilega oft að leggjast á ráðherrann, þó að menn séu komnir að dyrunum á helli fjár- sjóðanna og kunna töfraorðin til að opna, eins og Ali Baba forðum. Dæmi eru til um lyfjafræðinga, ættlausa og án sambanda, sem í fjögur skipti voru orðnir fremstir í biðröðinni áður en þeir komust inn. 40 apótekarar, hinn bezti (opitmal) hópur nettótekjur og raunar vita það líka allir. Nú þarf ekki endilega að setja dæmið upp þannig að því hærri sem nettótekjur apótekara séu þeim mun dýrari séu lyfin. Alveg sjálf- sagt að vel rekin apótek skili hagnaði eins og annar góður rekst- ur. En það er nú aldeilis ekki trygging fyrir góðum rekstri og réttlátum hagnaði að einhver nefnd ákveði álagningu þannig að „með- alstór apótek standi undir sér“. (H.I.) Verðlagsráðin eru nú að týna tölunni vegna þess að þau hafa ekki reynst vera trygging fyrir lágu vöruverði. Þannig mun ljrfjaverð- lagsráð hverfa líka. Staðhæfing H.I. að aukin sam- keppni í lyfsölu þýði eingöngu aukinn tilkostnað og hærra verð stenst auðvitað ekki. Aukin sam- keppni í verzlun hefur yfirleitt alltaf og alls staðar, m.a. í dreifbýli ís- lands, haft í för með sér vöruverðs- hækkun. Þeir sem veita beztu þjónustuna fá viðskiptin og bezt reknu verzlanimar standast sam- keppnina. Hinar fara á höfuðið eins og gjaman hendir verzlanir, oftast allra tegunda fyrirtækja á Islandi. Ábyrg-ð og skyldur Því skal ekki mótmælt „að nauð- synlegt er að lyfjadreifingin sé í höndum fagfólks, þ.e. lyfja- fræðinga“, eins og H.I. segir. Þá er gert ráð fyrir að hann eigi við faglega meðferð og afhendingu lyfj- anna, ekki endilega það að annast lyfjaverzlunarreksturinn enda em lyfjafræðingar ekkert færari um það en aðrir, nema ef vera skyldi að upplagi. Hitt er ekki viðunandi í lok 20. aldar að fólk einnar stétt- ar skuli úthlutað eftir aldri og samböndum af mönnum, sem bráð- um tekur enginn mark á, sbr. H.I., einkaleyfi til verzlunarreksturs sem skilar vemlegum gróða, er hlýtur að lcoma frá samborgumnum. Ábyrgðin á lyfjasmásölu virðist ekki þungbær og frá lyfjafram- leiðslu og heildsölu em dæmin um ábyrgðarleysið alveg skuggaleg. Hvað um handalausu thalidomid- bömin? Hvað um fólkið í Soveso á Ítalíu og Bophal á Indlandi? Rétt er það að lyfjaframleiðendur bera ekki ábyrgð á því hvaða lyf læknar ráðleggja, en þeir hafa ansi mikil áhrif á það. Lyfsalar ráða heldur ekki hve mikið af lyfjum er notað, en þeir hafa að sjálfsögðu ekkert á móti því að það sé mikið. Það þjónar engum tilgangi að jag- ast um forsendur samanburðar á lyfjanotkun eða t.d. um kostnað við magaskurð sem kannski þyrfti að gera ef viðkomandi notaði ekki Arni Johnsen „Það er feikilega ábata- samt að framleiða og selja lyf. Á því er eng- inn vaf i. Hvort lyf eru svo dýr eða ekki, það er svo afstætt, því heilsuleysi er óbætan- legt. En það er galið að leyfa stórgróða á sjúk- dómum fólks.“ kostnaður sé ekki nema 10% af heilbrigðiskostnaði öllum? Sesam opnist þú! Það er engin tilviljun að lyfja- framleiðsla heimsins er að lang- mestu leyti í höndum örfárra aðila. Það er engin tilviljun að þessi fyrir- tæki eru kölluð samsteypur, risafyr- irtæki eða auðhringir. Það er engin tilviljun að alþjóðleg einkaleyfi í lyfjagerð og líftækni eru stöðugt og jafnharðan gleypt af þessum alþjóða-hákörlum. Það er engin til- viljun að hart er sótt eftir hvetju apóteki sem losnar hérlendis. Það er feikilega ábatasamt að framleiða og selja lyf. Á því er enginn vafi. Hvort ljrf eru svo dýr eða ekki, það er svo afstætt, því heilsuleysi er óbætanlegt. En það er galið að leyfa stórgróða á sjúkdómum fólks. Það hvílir mikil leynd yfir lyfja- framleiðslu og -sölu. „Upplýsingar um notkun á einstökum lyfjum eru hins vegar trúnaðarmál framleiðanda og heildsala, enda túlkun á þeim oft vandmeðfar- in,“ segir Haukur Ingason. Það segir ósköp lítið þó að til séu gaml- ar eða nýlegar tölur um sölu lyfja í ákveðnum lyfjaflokkum. Enginn óviðkomandi fær að koma inn í hellinn þar sem fjársjóðimir eru geymdir. Ali Baba kunni formúlu: Sesam, Sesam, opnist þú, sem hann komst yfir hjá ræningjunum 40. Það verður erfiðara að komast að formúlunni sem gengur að lyfjahell- inum. Skrýtið að ræningjamir skyldu vera nákvæmlega 40 í Þús- und og einni nótt. ákveðið magn af lyfjum. Til hvers er að miða við það að við eyðum meiru í tóbak en lyf eða að lyija- Höfundur er blaðamaður og fyrr- verandi aiþingismaður. Það er e.t.v. eðlilegt að þeir sem búnir eru að fá sitt apótek, sem aðeins dauðinn getur svipt þá, leggi fæð á alla sem vilja endurskoða lyfsölukerfið. Apótekarar era til sem sögðu sig úr Sjálfstæðisflokkn- um fyrir kosningar í vor og sögðu hveijum sem heyra vildi, að þeir hefðu gegnum tíðina greitt mikið í kosningasjóði flokksins. Aðrir þjörmuðu að frambjóðendum þessa flokks og kusu þá sjálfsagt ekki í hefndarskyni fyrir það að nokkrir sjálfstæðisþingmenn fluttu á Al- þingi tillögu um endurskoðun á lyfjadreifingu. Sú tillaga vakti þjóð- arathygli og slíkur varð óttinn í herbúðum lyfjasölunnar að sum inn- lend lyf vora í snatri lækkuð um 20%. Það var virðingarvert, en er aðeins brot af því sem hægt er að gera til að létta af lyfjaokrinu, sem nemur hundraðum milljóna króna á ári. Ungir og ötulir lyfjafræðingar ættu að gera sér grein fyrir því að selstöðulyfjaverzlun verður ekki eilíf fremur en önnur lénsskipulagn- ing hefur orðið. Ungir lyfjafræðing- ar era orðnir margir, þrátt fyrir harða baráttu stéttarinnar, gegn fjölgun. Aðeins hluti þeirra fær nokkum tímann afhent sitt apótek, a.m.k. ef þau verða ekki nema 40, sem nú virðist bezta talan. Það er miklu skynsamlegra fyrir unga lyíjafræðinga að ganga til sam- starfs við stjórnvöld, sem „ennþá er tekið eitthvert mark á“, eins og H.I. segir um endurskoðun lyf- sölukerfisins, því að það verður gert hvað sem apótekaramir 40 segja. Eru lyf ekki dýr? „Lyf eru ekki dýr,“ segir H.I. í grein sinni. Slíkar afstæðar skoð- anir er alltaf erfitt að sanna eða afsanna, a.m.k. er það alls ekki „almennilega" gert í grein H.I. Það skiptir engu máli hve mikinn hluta 1700 milljóna heildarlyfja- kostnaðar ríkið greiðir. Lyf verða ekki ódýr við það. „ Allir vita að sumir apótekarar eru nokkuð skattháir," segir H.I. Hitt vita líka margir með saman- burði við nágrannalönd að skattar af háum tekjum era tiltölulega lág- ir á íslandi og frádráttarsmugur margar. Það er því líklegt að skyn- samir apótekarar hafi mjög góðar ab-mjólk styrkir stöðu þíns innri manns! Lestu textann á umbúð- unum og sjáðu hvað stendur á bak við a og b. ab-mjólk er kalk- og prótein rík eins og aðrar mjólkur- afurðir og kjörin sem morgunverður eða skyndi- máltíð, í hádegi eða að kvöldi, þá ýmist með blöndu af korni og ávöxtum eða ávaxtasafa. ab-mjólk - morgunverður sem stendur með þér!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.