Morgunblaðið - 04.06.1987, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 04.06.1987, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1987 63 María Davíðs- dóttir - Minning Fædd 8. september 1905 Dáin 27. maí 1987 María var fædd í Höfn í Mela- sveit hinn 7. september 1905. Voru foreldrar hennar hjónin Einína Sig- urðardóttir og Davíð Ólafsson, hún átti sínar ættir að rekja til Borgar- fjarðar, en hann var ættaður af Kjalarnesi. Þau hjón eignuðust átta börn og lifa nú aðeins tvö þeirra, dætumar Emelía, sem búsett er á Akureyri, og Lovísa, sem býr í Reykjavík. María ólst því upp í hópi margra og góðra systkina, en foreldrar hennar fluttu snemma á öldinni til Reykjavíkur, þar sem von var betri afkomu og vinnu en víðast annars staðar á landinu. I Reykjavík átti María heimili sitt ætíð síðan að undanskildum stuttum tíma er hún bjó með manni sínum á Akranesi. María var ung að árum, rétt rúm- lega fermd, er hún fyrst kom til starfa á heimili foreldra minna. Komu þá þegar í ljós þeir kostir er einkenndu hana ætíð síðar í lífinu, hjartahlýja, samviskusemi og dugn- aður og öllum á heimilinu lærðist fljótt að meta hana og virða, en tryggð hannar og vinátta hefir ekki brugðist öll þau ár sem síðan eru liðin, jafnt í blíðu sem stríðu. Við bræður eigum því fjölda góðra minninga tengdar henni og hennar fjölskyldu. Hún var einnig glaðlynd og átti auðvelt með að sjá hinar spaugsömu hliðar tilverunnar. Á yngri árum hafði María mikinn áhuga á íþróttum og stundaði þær sjálf eins og tími og tómstundir leyfðu, sérstakan áhuga hafði hún á fimleikum og var þá framarlega í úrvals sýningarflokki Ármanns í fimleikum undir stjórn hins ágæta íþróttafrömuðar Jóns Þorsteinsson- ar. Voru sýningar flokksins vinsæl- ar á hátíðar- og tyllidögum í Reykjavík í þá daga, en sjálf var hún vel vaxin og létt í hreyfingum. Á Vatnsholtinu í Reykjavík hafði Kvöldúlfur á sínum tíma mikla fisk- verkunarstöð og stóra þurrkreiti út um allt holtið í nágrenni við núver- andi Sjómannaskóla. Þarna ríkti Bjami Árnason verkstjóri og stjóm- aði vinnu fjölda fólks en María var hans hægri hönd og aðstoðaði þá sérstaklega við stjórnun vinnu á fiskreitunum, enda voru þar oft við- vaningar og unglingar að störfum. Var hún þar sem annars staðar trú- verðug og dugleg og eiga margir góðar minningar um hana frá þeim tímum, ekki síst unga fólkið, sem var þama margt að stíga sín fyrstu spor til vinnu og eigin tekna og var ég m.a. einn af þeim og minnist þess að heyra Bjama verkstjóra eitt sinn segja: „Það þarf ekki að ganga í verkin hennar Maríu." Slík' hrósyrði fengu ekki allir frá þeim manni. í júní árið 1935 giftist María ungum sjómanni, Aðalsteini Jó- hannssyni, sem ættaður var frá Akranesi og þar var heimili þeirra um tíma, en í Reykjavík hefir bú þeirra staðið síðan árið 1937. Aðal- steinn hóf hér fljótlega störf í Vélsmiðjunni Héðni, lærði þar síðan rennismíði, sem lengi síðan var hans megin starf. Hann var maður vel greindur og smiður góður. Aðalsteinn andaðist í aprílmánuði á þessu ári eftir erfið veikindi og má því segja að skammt hafi verið á milli andláts þeirra hjóna. Á heimili þeirra ar ætíð ánægju- legt að koma, þar ríkti gestrisni og vinsemd, þar sem dægurmálin vom rædd og kmfin til mergjar. Þau María og Aðalsteinn eignuð- ust eina dóttur bama, Sjöfn, sem giftist Halldóri Halldórssyni núver- andi fulltrúa hjá SÍS í Reykjavík, en fyrmm kaupfélagsstjóra á Vopnafírði, en þau eiga fjögur böm, sem öll em uppkomin og hið mann- vænlegasta fólk. Ég votta venslamönnum öllum mína innilegustu samúð. — Agnar Ludvigsson Minning: Helgi Hólm Halldórsson Fæddur 12. júní 1897 Dáinn 22. maí 1987 Afi, Helgi Hólm Halldórsson, fæddist á Ögri við Stykkishólm 12. júní árið 1897, og var einn af fjór- um bömum hjónanna Halldórs Guðfinnssonar og Jóhönnu Helga- dóttur. Hann ólst upp á Hólum í Helgafellssveit hjá móðursystur sinni, Geirríði, og fóstra sínum Sveini í Hólum. Honum þótti alltaf mjög vænt um sveitina sína og sagði manni margar skemmtilegar sögur þaðan. En hann fór ungur að ámm til Ísaíjarðar, þar sem hann kynnt- ist ömmu minni, Helgu Ragnheiði Hjálmarsdóttur, sem lést fyrir rúm- um tveimur ámm. Þeim varð fimm bama auðið. Afí var múrari að mennt og vann við það alla sína starfsævi. Hann tók þátt í að múra merka staði á Vestfjörðum. Mér mun aldrei líða úr minni hve gott var að koma á Hlíðarveginn til ömmu og afa á sumrin, alltaf var maður jafn velkominn. Þegar ég hugsa aftur til þess tíma er ég dvaldi hjá þeim, get ég ekki sleppt því að minnast á blómagarðinn, en það kölluðum við garðinn þeirra, þær em ófáar minningarnar sem ég á þaðan innan um öll fallegu blómin og trén sem svo ríkulega var hlúð að. Afí hafði yndi af garð- rækt og hjálpaði það honum mikið þegar aldurinn fór að færast yfir. Árið 1978 fluttu þau til Reykjavíkur vegna heilsubrests, sem urðu afa mikil viðbrigði. En hann gat þá unað sér úti í garði tímunum sam- an, ekki leið sá dagur að hann færi ekki í garðinn þegar hann hafði aðstöðu til. Fyrir um sjö ámm fór að bera á erfiðum sjúkdómi hjá afa, hann var búinn að heyja marga baráttuna áður en yfír lauk, oft varð hann svo veikur að honum var vart hugað líf. Þær vom ekki fáar ferðimar í spítala, en honum lá alltaf mikið á heim, þar sem honum leið best, enda fékk hann þar ævinlega mjög góða umönnum elstu dóttur sinnar og kunni hann það vel að meta. Hann bjó yfír ótrúlegri þrautseigju og krafti, ekki var verið að kvarta eða æðrast yfír hlutunum. Þó að afi hafí verið orðinn gamall, var hann ætíð svo hress og skýr and- lega, hann átti það jafnvel til að bregða á leik með litlu langafa- drengjunum sínum, sem eflaust eiga eftir að sakna „langa“, en það kölluðu þeir afa alltaf. Mig langar til að kveðja hann afa minn með þessum fátæklegu orðum, ég veit að honum líður vel núna og bið algóðan Guð að geyma þau afa og ömmu. Hólmfríður Sigurðardóttir t Minningarathöfn um móður okkar, tengdamóður og ömmu, SIGRÍÐI JÓNSDÓTTUR, Þrastargötu 7, verður í Fossvogskapellu föstudaginn 5. juní kl. 15.00. Jarðsett verður frá Reyniskirkju, Mýrdal, laugardaginn 6. júní kl. 14.00. Börn, tengdabörn og barnabörn. t Útför móður okkar, STEINÞÓRU GRÍMSDÓTTUR, og móðursystur, SIGLINNAR GRÍMSDÓTTUR \ frá Nykhól, Bjarmalandi 19, Reykjavfk, hefur farið fram í kyrrþey að ósk þeirra látnu. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug. Sórstakar þakkir eru færðar hjúkrunar- og starfsfólki Hrafnistu í Reykjavík fyrir frábæra umönnun. Steingrfmur Guðjónsson, Eyjólfur Guðjónsson, Guðjón Guðjónsson. t Maðurinn minn, GUNNAR GUÐMUNDSSON, Álfhólsvegi 66, Kópavogi, lést í Borgarspítalanum 28. maí. Jarðarförin ákveðin kl. 13.30 frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 4. júni. Fyrir hönd aettingja. Friðrika Beta Líkafrónsdóttir. t Eiginmaöur minn, sonur, faðir, tengdafaðir og afi, GUNNARHVANNBERG, verðurjarðsunginnfrá Dómkirkjunni kl. 13.30föstudaginn 5.júní. Ebba Hvannberg, Margrét Hvannberg, Jónas Hvannberg, Ebba Þóra Hvannberg, Gylfi Björn Hvannberg, Guðrún Hvannberg, Baldvin Einarsson, Þorbjörg Guðmundsdóttir, Helgi Þorbergsson, Margrét Erna Þorgeirsdóttir og barnabörn. t Eiginmaöur minn, ÞÓRÐUR H. HALLDÓRSSON bóndi, Laugarholti, Nauteyrarhreppi, verður jarðsunginn frá Melgraseyrarkirkju laugardaginn 6. júní kl. 14.30. Helga Marfa Jónsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t LÁRUS BJÖRNSSON, Grfmstungu, verður jarðsunginn frá Undirfellskirkju laugardaginn 6. júní kl. 14.30. Jarðsett verður í heimagrafreit í Grímstungu. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeir sem vildu minnast hans láti Undirfellskirkju njóta þess. Minningarkort í síma 95-4547. Börn hins látna og fjölskyldur þeirra. t Móðir mín, MARÍA DAVÍÐSDÓTTIR, Hverfisgötu 104b, verður jarösungin frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 4. júní kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Sjöfn Aðalsteinsdóttir. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN ANDREA EINARSDÓTTIR, Bogahlfð 8, Reykjavfk, verður jarðsungin frá Neskirkju föstudaginn 5. júní kl. 15.00. Jarð- sett verður í Gufunesi. Sólveig Clausen, Finnur Hermannsson, Kristján Hermannsson, Óskar Hermannsson, Sjöfn Kristjánsdóttir, Stella Raatz, Harold L. Raatz, Björgvin Hermannsson, Annetta Hermannsson, Hermann Kristjánsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega auösýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar og móður okkar, GUÐBJARGAR BJÖRNSDÓTTUR, Dagsbrún, Eskifirði. Sveinn Sörensen, Björn Grétar Sveinsson, Guðni Magnús Sveinsson, Skúli Unnar Sveinsson. Lokað Lokað föstudaginn 5. júní frá kl. 9.00-14.00 vegna jarðar- farar ÓSKARS A. SIGURÐSSONAR bakarameistara. Guðlaugur A. Magnússon, Skartgripaverslun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.