Morgunblaðið - 04.06.1987, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1987
41
Viðræður Jóns Baldvins fara fram í fundarsal Dagsbrúnar:
Formenn flokkanna þriggja
hittast einir á fyrsta fundi
bak við þennan samning væri þing-
meirihluti, en alþýðuflokksmenn
myndu vilja ræða framkvæmd
samnmgsins
hans.
við ábyrgðarmenn
Viðræðurnar verða fjórþættar
JÓN Baldvin Hannibalsson,
formaður Alþýðuflokksins
greindi fréttamönnum frá því í
gær að hann hefði ákveðið að
kveðja forystumenn Sjálfstæðis-
og Framsóknarflokks til við-
ræðna við alþýðuflokksmenn um
myndun ríkisstjórnar þessara
þriggja flokka. Fyrsti fundurinn
fer fram í fundarsal Dagsbrúnar
við Lindargötu nú fyrir hádegi
og munu formenn flokkanna
verða þeir einu sem sitja þann
fund.
Jón Baldvin sagði á fundi með
fréttamönnum síðdegis í gær, að
hann hefði haft samráð við formenn
Sjálfstæðisflokks og Framsóknar-
flokks um efni viðræðnanna, og
niðurstaða þess samráðs væri sú
að hann legði til að efni viðræðn-
anna yrði fjórskipt:
1. Meginmarkmið fyrirhugaðs
stjómarsamstarfs.
2. Fyrstu aðgerðir.
3. Verkefnaskrá fyrir kjörtímabi-
lið.
4. Verkaskipting milli ráðuneyta
og skiptin starfa milli ráðuneyta.
Jón Baldvin ræddi við Steingrím
Hermannsson, formann Framsókn-
arflokksins íu rúman klukkutíma í
gærmorgun og lýstu báðir sig án-
ægða með þær viðræður að fundin-
um loknum. Steingrímur hélt síðan
þingflokksfund kl. 13 í gær, þar
sem afstaða var tekin til þátttöku
í formlegum viðræðum við Alþýðu-
flokk og Sjálfstæðisflokk. Var
samþykkt að ganga til þeirra við-
ræðna, en greinilegt var á þing-
mönnum, að fundi loknum að
skoðanir eru skiptar um það hvort
þessi tilraun geti borið árangur.
Greinilegt var af máli Páls Péturs-
sonar, formanns þingflokks Fram-
sóknarflokksins að hann hafði ekki
ýkja mikla trúa á að ný ríkisstjóm
yrði ávöxtur þessara viðræðna.
Sagðist hann fremur hafa kosið að
ræða fyrst við Borgaraflokkinn.
Allur þingflokkur Framsoknar-
flokksins segist einhuga um að ekki
komi til greina stjómarþátttaka
Framsóknarflokksins undir forsæti
Jóns Baldvins Hannibalssonar.
„Þegar við göngum til einhvers
hlutar, þá stöndum við yfirleitt sam-
an,“ sagði Steingrímur Hermanns-
son er hann var spurður hvort það
yrði ekki erfitt fyrir forystu Fram-
sóknarflokksins að fara út í þessar
viðræður með svo mikla andúð við
samstarf við Alþýðuflokk innan
Framsóknarflokksins.
Steingrímur sagði að Framsókn-
arflokkurinn hefði ekki hafnað þeim
möguleika að Þorsteinn Pálsson
yrði forsætisráðherra í slíkri þriggja
flokka ríkisstjórn, en það kæmi
ekki til greina að samþykkja Jón
Baldvin Hannibalsson, sem forsæt-
isráðherra.
A blaðamannafundi síðdegis í
gær, sagði Jón Baldvin um þetta
atriði: „Við höfum sagt að við viljum
að það sé gengið þessara viðræðna
á algjörlega nýjum grundvelli, þ.e.
a.s. við ræðum um málefni, við
ræðum um verkaskiptingu og við
ræðum um foiystu og það er allt
til umræðu og samkomulags.“
Jón Baldvin sagði að alþýðu-
flokksmenn legðu höfuðáherslu á
nýtt fjármálakerfi og umbætur á
stjórnkerfi íslands. í öðru lagi legðu
þeir áherslu á einn lífeyrissjóð fyrir
alla landsmenn, traustan fjárhags-
grundvöll húsnæðislánakerfisins og
löggjöf um kaupleiguíbúðir. Jón
Baldvin tíundaði einnig önnur
áhersluatriði Alþýðuflokksins, en
sagði jafnframt að í viðræðum
Hvítasunnukappreiðar Fáks:
Góð þátttaka
í skeiði en lak-
ari í stökkinu
í DAG hefst hvítasunnumót Fáks-
manna eða öllu heldur „Hvíta-
sunnukappreiðar Fáks“ eins og
þessi samkoma hefur verið kölluð
í áraraðir. Dagskráin byijar
klukkan sex í dag með dómum á
B-flokki gæðinga, þ.e. klárhestar
með tölti. Mótið stendur yfir í fjóra
daga en því lýkur mánudag, ann-
an í hvítasunnu. Þátttaka í
stökkgreinum kappreiða er mjög
lítil og gæti jafnvel farið svo að
250 metra unghrossahlaup falli
niður þar sem einungis tveir hest-
ar eru skráðir til leiks. Er þessi
lélega þátttaka talin afleiðing af
því að flestir fremstu kappreiða-
menn landsins hafa nú sagt skilið
við stökkgreinamar og ekki talið
ósennilegt að þessar greinar heyri
fortíðinni til ef ekki verður eitt-
hvað að gert.
Á föstudag klukkan 18.00 hefj-
ast dómar á A-flokki gæðinga og
laugardag klukkan 9.00 mæta
unglingar 13-15 ára til leiks á
Asavelli og strax á eftir þeim
yngri flokkur unglinga. Klukkan
10.00 hefst töltkeppni á Hvamm-
svelli en dagskrá eftir hádegi
byijar með úrslitum í báðum
flokkum unglinga á Asavelli.
Dagskrá laugardagsins lýkur
með báðum sprettum í 150 metra
skeiði og 300 metra brokki. Á
annan í hvítasunnu byijar dag-
skráin klukkan 13.00 með úrslit-
um í A- og B-flokki gæðinga og
úrslitum í töltkeppninni. Verðlaun
verða afhent strax að loknum
úrslitum. Dagskráin endar síðan
með kappreiðum og verða það
stökkgreinar og báðir sprettir í
250 metra skeiði. Þótt stökkið
eigi í vök að veijast virðist ekkert
lát á vinsældum skeiðsins og má
búast við spennandi keppni nú um
helgina. Þess er skemmst að
minnast að á síðustu Hvítasunnu-
kappreiðum á síðasta ári var sett
met í 250 metra skeiði og var þar
að verki Leistur frá Keldudal og
nú er bara að bíða og sjá hvað
gerist næstkomandi mánudag.
þriggja aðila væri eðlilegt að hver
um sig legði áherslu á sín sérmál,
ekki síst flokkur sem verið hefði í
stjórnarandstöðu, en ætlaði sér að
ganga til samstarfs við flokka sem
verið hefðu ábyrgir fyrir stjóm
landsins. Hann kvaðst því fastlega
gera ráð fyrir að hinir flokkarnir
myndu leggja áherslu á sín sérmál.
„En við erum líka að ræða um mál
sem hljóta að sameina þessa flokka,
ella væri ekki grundvöllur fyrir
þ^ssum viðræðum," sagði Jón Bald-
Jón Baldvin var spurður hvort
hann mæti svör framsóknarmanna
í gær á þann veg að þeir hygðust
af fullri alvöm taka þátt í þessari
tilraun, og kvaðst hann ekki vilja
væna neinn aðila sem gengi til svo
alvarlegs hlutar sem stjórnarmynd-
unarviðræður væru að hann gerði
það með hangandi hendi eða hálfum
huga.
Hann sagði að landbúnaðarmálin
yrðu erfíð í þessum viðræðum, en
búvöruverðssamningurinn væri
staðreynd sem ekki yrði breytt. Á
Sjálfstæðismenn hafa lýst sig
reiðubúna til þátttöku í þessum við-
ræðum og þeir gera sér vonir um
að þær geti skilað þeim árangri að
starfhæf meirihlutastjóm verði
mynduð, samkvæmt upplýsingum
Morgunblaðsins. Þeir leggja mikla
áherslu á að farið sé út í þessar
viðræður af fullri alvöru, en að þær
séu ekki eins konar millileikur fyrir
einhveija aðra stjómarmyndunartil-
raun.
Þeir sem taka þátt í þessum við-
ræðum fyrir hönd Alþýðuflokks eru
Jón Baldvin Hannibalsson, Jóhanna
Sigurðardóttir og Jón Sigurðsson.
Fyrir hönd Sjálfstæðisflokk verða
þeir Þorsteinn Pálsson, Friðrik Sop-
husson opg Ólafur G. Einarsson og
fyrir hönd Framsóknarflokks þeir
Steingrímur Hermannsson, Halldór
Ásgrímsson og Guðmundur Bjama-
son.
Morgunblaðið/KGA
Það var fjölmenni á fundi Jóns Baldvins Hannibalssonar formanns Alþýðuflokksins í gær, þar sem
hann greindi fréttamönnum frá því að formlegar stjómarmyndunarviðræður Alþýðuflokks, Sjálfstæðis-
flokks og Framsóknarflokks hæfust í dag.
'~-rxT "hzr ’ST "1S8r '’rer *’?£>' 'ra *^T 'ast ■rer' 'vsf •rer
13 14 13 16 17 ‘ * 18 19 ’ 20 21 22 25 24 ~ 25
■sar ‘%5r *55T
27 28 29
Encyclopædia
Britannica 1987^
Fyrsta sendingin af 1987 útgáfunni er komin.
32 bindi + 1987 árbókin.
Útborgun aðeins kr. 7.600,- og kr. 3.950,- á
mánuði í 12 mánuði.
Fjárfesting sem vit er L
Bókabúð Steinars, 3S"7’