Morgunblaðið - 04.06.1987, Blaðsíða 73

Morgunblaðið - 04.06.1987, Blaðsíða 73
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1987 73 PSG býður Hoddle 380 þúsund í vikulaun! Frá Bob Hennessy f Englandl. FRANSKA knattspyrnuliðið Paris St. Germain hefur boðið Glenn Hoddle, enska landsliðs- manninum hjá Tottenham, tveggja ára samning en nú strandar á að félögin nái að semja um kaupverðið. Frakk- arnir eru tilbúnir að borga 500 þúsund pund, 600 þúsund í mesta lagi, en Spurs vill fá eina milljón punda fyrir Hoddle. Þess má geta að Parísar-liðið hefur Hoddle 6.000 pund í laun á viku - en það er andvirði um 380 þúsund íslenskra króna! Það er ríflega helmingi meira en Hoddle hefur í laun hjá Spurs. McQueen stjóri GORDON McQueen, skoski landsliðsmaðurinn fyrrverandi sem lék með Leeds og Manc- hester United á sínum tíma, hefur verið ráðinn stjóri í knatt- spyrnuliðs í fyrsta skipti. Hann tók við Airdrie í skosku 1. deild- inni, samdi við liðið til tveggja ára, eftir að hafa dvalið í 18 mánuði í Hong Kong. McQueen er sá fyrsti í 20 ár sem verður í fullu starfi hjá Airdrie sem stjóri. ORIENT, sem leikur í 2. deild, mun héðan í frá heita Levton Orient, eins og félagið hét í upphafi. 21 ár er nú síðan Lev- ton var skorið af en nú hafa forráðamenn félagsins ákveðið að taka það upp aftur. DENNIS Smith hefur ráðinn stjóri hjá Sunderland. Hann er mikill harðjaxl, lék með Stoke á sínum tíma, og var þá einna frægastur fyrir hrakfallasögur - hafði brotið nánast hvert bein í líkamanum a.m.k. einu sinni áður en hann lagði skóna á hill- una. Hann kemur til Sunder- land frá York City, og lækkar launum. Hafði 45.000 pund á ári en fær 40.000 hjá Sunder- land. Ef hann kemur liðinu upp í 2. deild bíða hans svo meiri peningar. Stapleton til Ajax? JOHAN Cruyff, stjóri Ajax, seg- ir að fljótlega verði gengið frá kaupum félags síns á írska landsliðsframherjanum Frank Stapleton frá Manchester Un- ited. Stapleton er þrítugur að aldri. Alex Ferguson er að end- urskipuleggja United-liðið og Ijóst er að ekki verður lengur pláss fyrir Stapleton lengur á Old Trafford. Beardsley til Li- verpool? Háværar raddir eru nú uppi um það í Englandi að Liverpool kaupi enska framherjann Peter Beardsley frá Newcastle áður en næsta keppnistímabil hefst. Liverpool bauð 1,4 milljón punda í hann í síðustu viku en forráðamenn Newcastle höfn- uðu því boði. Kenny Dalglish, stjóri meistaranna fyrrverandi, hefur fengið leyfi frá stjórn fé- lagsins, til að eyða þremur milljónum punda til kaupa á nýjum mönnum fyrir næsta tímabil - það á sem sagt að leggja allt í sölurnar til að ná titlinum frá nágrönnunum aftur. Þess má geta að heyrst hefur að Ray Houghton, miðvallar- leikmaður Oxford, sé einnig á innkaupalista Dalglish, svo og Kenny Sansom, enski lands- liðsbakvöröurinn hjá Arsenal. Liverpool vantar vinstri bak- vörð í stað Jim Beglin sem brotnaði illa í fyrra, en Ronnie Whelan lék í stöðu bakvarðar síðari hluta síðasta keppn- istímabils. Opna franska meistaramótið ítennis: Evert og Navratilova mætast í 72. skipti Keppa í undanúrslitum mótsins. Lendl gegn Mecir, Becker gegn Wilander NÚ er langt liðið á opna franska meistaramótið í tennis; komið er að undanúrslitum bæði f einliða- leik karla og kvenna. „Gömlu" kempurnar Chris Evert og Martina Navratilova mætast annars vegar í undanúrslitunum og hins vegar hinar ungu og upp- rennandi Steffi Graf, Vestur- Þýskalandi, og Geraldina Sabatini, Argentínu. í undanúrslitunum í karlaflokki leika Tékkinn Ivan Lendl, Svíinn Mats Wilander, Boris Becker frá Vestur-Þýskalandi og Tékkinn Miroslav Mecir. Lendl, sem er besti tennisleikari heims í dag skv. lista alþjóöasambands- ins, mætir landa sínum Mecir í undanúrslitunum og Wilander leik- ur gegn Becker. Til gamans má geta þess að viðureign Navratilovu og Evert í undanúrslitunum verður sú 72. í röðinni síðan þær mættust fyrst árið 1973. Navratilova hefur vinn- inginn, 37:34. Þær hafa mætst í úrslitum opna franska meistara- mótsins í tvö síðustu skipti og Evert hefur sigrað í bæði skiptin. Leikið er á leirvöllum á þessu móti og samtals hefur Evert vinn- inginn, 10:2, í leikjum þeirra á lein/öllum. í átta manna úrslitum sigraði Lendl Andres Gomez frá Ekvador (5:7, 6:4, 6:1, 6:1), Mecir sigraði landa sinn Karel Novacek (7:6, 6:1, 6:2), Becker sigraði Jimmy Con- nors, gömlu stjörnuna frá Banda- ríkjunum (6:3, 6:3, 7:5), og Wilander sigraði Frakkann Yannick Noah (6:4, 6:3, 6:2). Tveir síðar- nefndu leikirnir fóru fram í gær, tveir hinir fyrri í fyrradag. Leið kvennanna í undanúrslit var þann- ig: Martina Navratilova sigraði Claudie Kohde-Kilsch, Vestur- Þýskalandi (6:1, 6:2), Chris Evert bar sigurorð af Raffaella Reggi, Italíu (6:2, 6:2), Gabriela Sabatini sigraði Arantxa Sanches, Spáni (6:4, 6:0) og Steffi Graf vann Manuela Maneeva frá Búlgaríu. Óvænt úrslit ÍSRAEL kom heldur betur á óvart í úrslitum Evrópukeppni landsliða í körfuknattleik, sem hófust f Aþenu í gær. ísraelsmenn gerðu sér lítið fyrir og unnu Tékka 99:83 í fyrsta leik f B-riðli. Tékkar höfnuðu í 2. sæti á eftir Sovétmönnum 1985, en þjálfari þeirra, Pavel Petera, sagðist ekki hafa gert ráð fyrir Tékkunum svo sterkum. „En við lékum líka illa, bæði í vörn og sókn," sagði Pet- era, sem var ósáttur við tímasetn- inguna, en leikurinn hófst klukkan 10 í gærmorgun. Tímasetningin féll ísraelsmönn- um ekki heldur í geð, en Svi Sherf, þjálfari þeirra, var að vonum án- ægður með sína menn. Doron Jamchee var þeirra stigahæstur, skoraði 37 stig. Pólland vann Holland 91:84 og í þriðja leiknum í B-riðli sigraði ít- alía Vestur-Þýskaland 84:78. í A-riðli vann Spánn Frakkland 111:70. Chris Evert gefur upp og eins og sjá má vantar ekki einbeitnina. Það er líka elns gott að slaka ekki á f tennismótum - mlklir pen- ingar og heiður eru f veði. Evert mætir Martinu Mavratilovu f und- anúrslitunum - Navratilova hefur vinninginn samanlagt f viðureign- um en Evert hefur verið betri á möl hingað til, en leikið er á möl f París. Ivan Lendl, einbeittur á svip, sendir knöttinn áleiðis yfir til Andres Gomez í fyrradag. Símamyndir/Reuter • Boris Becker, sigurreifur, eftir að hafa lagt Bandarikjamanninn Jimmy Connors að velli f gær. A Leiðrétting ÞAU mistök urðu hjá okkur f gær að við birtum mynd af stúlkum f 3. flokki UMFN og sögðum þær vera íslandsmeistara f hand- knattleik. Njarðvfkurstúlkur urðu meistarar f fyrra en Vfkingar f ár og er það hér með leiðrétt. Verð kr. 3.430.- Stærðir 3-9 — Litir: Hvítir/grænir — Hvítir/bláir smmwmsLUN INGÖLFS ÓSKARSSONAR Klapparstfg 40 ÁmwnLMmncs og mmsGóni s:im
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.