Morgunblaðið - 04.06.1987, Side 73

Morgunblaðið - 04.06.1987, Side 73
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1987 73 PSG býður Hoddle 380 þúsund í vikulaun! Frá Bob Hennessy f Englandl. FRANSKA knattspyrnuliðið Paris St. Germain hefur boðið Glenn Hoddle, enska landsliðs- manninum hjá Tottenham, tveggja ára samning en nú strandar á að félögin nái að semja um kaupverðið. Frakk- arnir eru tilbúnir að borga 500 þúsund pund, 600 þúsund í mesta lagi, en Spurs vill fá eina milljón punda fyrir Hoddle. Þess má geta að Parísar-liðið hefur Hoddle 6.000 pund í laun á viku - en það er andvirði um 380 þúsund íslenskra króna! Það er ríflega helmingi meira en Hoddle hefur í laun hjá Spurs. McQueen stjóri GORDON McQueen, skoski landsliðsmaðurinn fyrrverandi sem lék með Leeds og Manc- hester United á sínum tíma, hefur verið ráðinn stjóri í knatt- spyrnuliðs í fyrsta skipti. Hann tók við Airdrie í skosku 1. deild- inni, samdi við liðið til tveggja ára, eftir að hafa dvalið í 18 mánuði í Hong Kong. McQueen er sá fyrsti í 20 ár sem verður í fullu starfi hjá Airdrie sem stjóri. ORIENT, sem leikur í 2. deild, mun héðan í frá heita Levton Orient, eins og félagið hét í upphafi. 21 ár er nú síðan Lev- ton var skorið af en nú hafa forráðamenn félagsins ákveðið að taka það upp aftur. DENNIS Smith hefur ráðinn stjóri hjá Sunderland. Hann er mikill harðjaxl, lék með Stoke á sínum tíma, og var þá einna frægastur fyrir hrakfallasögur - hafði brotið nánast hvert bein í líkamanum a.m.k. einu sinni áður en hann lagði skóna á hill- una. Hann kemur til Sunder- land frá York City, og lækkar launum. Hafði 45.000 pund á ári en fær 40.000 hjá Sunder- land. Ef hann kemur liðinu upp í 2. deild bíða hans svo meiri peningar. Stapleton til Ajax? JOHAN Cruyff, stjóri Ajax, seg- ir að fljótlega verði gengið frá kaupum félags síns á írska landsliðsframherjanum Frank Stapleton frá Manchester Un- ited. Stapleton er þrítugur að aldri. Alex Ferguson er að end- urskipuleggja United-liðið og Ijóst er að ekki verður lengur pláss fyrir Stapleton lengur á Old Trafford. Beardsley til Li- verpool? Háværar raddir eru nú uppi um það í Englandi að Liverpool kaupi enska framherjann Peter Beardsley frá Newcastle áður en næsta keppnistímabil hefst. Liverpool bauð 1,4 milljón punda í hann í síðustu viku en forráðamenn Newcastle höfn- uðu því boði. Kenny Dalglish, stjóri meistaranna fyrrverandi, hefur fengið leyfi frá stjórn fé- lagsins, til að eyða þremur milljónum punda til kaupa á nýjum mönnum fyrir næsta tímabil - það á sem sagt að leggja allt í sölurnar til að ná titlinum frá nágrönnunum aftur. Þess má geta að heyrst hefur að Ray Houghton, miðvallar- leikmaður Oxford, sé einnig á innkaupalista Dalglish, svo og Kenny Sansom, enski lands- liðsbakvöröurinn hjá Arsenal. Liverpool vantar vinstri bak- vörð í stað Jim Beglin sem brotnaði illa í fyrra, en Ronnie Whelan lék í stöðu bakvarðar síðari hluta síðasta keppn- istímabils. Opna franska meistaramótið ítennis: Evert og Navratilova mætast í 72. skipti Keppa í undanúrslitum mótsins. Lendl gegn Mecir, Becker gegn Wilander NÚ er langt liðið á opna franska meistaramótið í tennis; komið er að undanúrslitum bæði f einliða- leik karla og kvenna. „Gömlu" kempurnar Chris Evert og Martina Navratilova mætast annars vegar í undanúrslitunum og hins vegar hinar ungu og upp- rennandi Steffi Graf, Vestur- Þýskalandi, og Geraldina Sabatini, Argentínu. í undanúrslitunum í karlaflokki leika Tékkinn Ivan Lendl, Svíinn Mats Wilander, Boris Becker frá Vestur-Þýskalandi og Tékkinn Miroslav Mecir. Lendl, sem er besti tennisleikari heims í dag skv. lista alþjóöasambands- ins, mætir landa sínum Mecir í undanúrslitunum og Wilander leik- ur gegn Becker. Til gamans má geta þess að viðureign Navratilovu og Evert í undanúrslitunum verður sú 72. í röðinni síðan þær mættust fyrst árið 1973. Navratilova hefur vinn- inginn, 37:34. Þær hafa mætst í úrslitum opna franska meistara- mótsins í tvö síðustu skipti og Evert hefur sigrað í bæði skiptin. Leikið er á leirvöllum á þessu móti og samtals hefur Evert vinn- inginn, 10:2, í leikjum þeirra á lein/öllum. í átta manna úrslitum sigraði Lendl Andres Gomez frá Ekvador (5:7, 6:4, 6:1, 6:1), Mecir sigraði landa sinn Karel Novacek (7:6, 6:1, 6:2), Becker sigraði Jimmy Con- nors, gömlu stjörnuna frá Banda- ríkjunum (6:3, 6:3, 7:5), og Wilander sigraði Frakkann Yannick Noah (6:4, 6:3, 6:2). Tveir síðar- nefndu leikirnir fóru fram í gær, tveir hinir fyrri í fyrradag. Leið kvennanna í undanúrslit var þann- ig: Martina Navratilova sigraði Claudie Kohde-Kilsch, Vestur- Þýskalandi (6:1, 6:2), Chris Evert bar sigurorð af Raffaella Reggi, Italíu (6:2, 6:2), Gabriela Sabatini sigraði Arantxa Sanches, Spáni (6:4, 6:0) og Steffi Graf vann Manuela Maneeva frá Búlgaríu. Óvænt úrslit ÍSRAEL kom heldur betur á óvart í úrslitum Evrópukeppni landsliða í körfuknattleik, sem hófust f Aþenu í gær. ísraelsmenn gerðu sér lítið fyrir og unnu Tékka 99:83 í fyrsta leik f B-riðli. Tékkar höfnuðu í 2. sæti á eftir Sovétmönnum 1985, en þjálfari þeirra, Pavel Petera, sagðist ekki hafa gert ráð fyrir Tékkunum svo sterkum. „En við lékum líka illa, bæði í vörn og sókn," sagði Pet- era, sem var ósáttur við tímasetn- inguna, en leikurinn hófst klukkan 10 í gærmorgun. Tímasetningin féll ísraelsmönn- um ekki heldur í geð, en Svi Sherf, þjálfari þeirra, var að vonum án- ægður með sína menn. Doron Jamchee var þeirra stigahæstur, skoraði 37 stig. Pólland vann Holland 91:84 og í þriðja leiknum í B-riðli sigraði ít- alía Vestur-Þýskaland 84:78. í A-riðli vann Spánn Frakkland 111:70. Chris Evert gefur upp og eins og sjá má vantar ekki einbeitnina. Það er líka elns gott að slaka ekki á f tennismótum - mlklir pen- ingar og heiður eru f veði. Evert mætir Martinu Mavratilovu f und- anúrslitunum - Navratilova hefur vinninginn samanlagt f viðureign- um en Evert hefur verið betri á möl hingað til, en leikið er á möl f París. Ivan Lendl, einbeittur á svip, sendir knöttinn áleiðis yfir til Andres Gomez í fyrradag. Símamyndir/Reuter • Boris Becker, sigurreifur, eftir að hafa lagt Bandarikjamanninn Jimmy Connors að velli f gær. A Leiðrétting ÞAU mistök urðu hjá okkur f gær að við birtum mynd af stúlkum f 3. flokki UMFN og sögðum þær vera íslandsmeistara f hand- knattleik. Njarðvfkurstúlkur urðu meistarar f fyrra en Vfkingar f ár og er það hér með leiðrétt. Verð kr. 3.430.- Stærðir 3-9 — Litir: Hvítir/grænir — Hvítir/bláir smmwmsLUN INGÖLFS ÓSKARSSONAR Klapparstfg 40 ÁmwnLMmncs og mmsGóni s:im

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.