Morgunblaðið - 04.06.1987, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 04.06.1987, Blaðsíða 31
31 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1987 Brynja Benediktsdóttir leikstjóri, Hjálmar H Ragnarsson tónskáld og Siguijón Jóhannsson leikmyndateiknari. Sigurjón Jóhannsson, leikmyndateiknari: Lít á starfið sem myndlistarvinnu dag á öllum þorrablótum, í átthaga- veislum, árshátíðum og skóla- skemmtunum. Hvað er grínið með karlþjóðina í kvenfotum, klæðskipti karlanna hlægilegu, átið, drykkjan og ofbeldið í lokin, annað en upp- suða og leifar af Þrymskviðunni gömlu? „Ekkert er nýtt undir sólinni," svo ég tali nú í orðskviðum eins og Þrymur í leikritinu. Hversvegna ætti fólkið hér áður fyrr að hafa skemmt sér, hugsað og hagað sér öðruvísi en við í dag? Nei, eflaust hefur lítið breyst, nema þá helst að við höfum tapað hæfileikanum til að skilja táknmál hugmynda- fræðinnar um hið mannlega eðli. Jú, reyndar hefur það þróast í sjón- varpsauglýsingum, en það táknmál skynjum við ómeðvitað." Aðverðina máttu kalla gleðileikj- astíl, ærslafengna og grófa, ég nota gömul og ný leikbrögð, jafnvel sirk- usnúmer, alþýðumúsík og anakrón- isma. En það er fleira á ferðinni, svo sem þegar ég læt Þrym birtast með tvö höfuð og Freyju stækka í reiði sinni. Það er reynt að kallast á við fortíðina eins og textinn býður upp á, skrefið er jafnvel gengið til fulls með því að fá inn sjálfa Þryms- kviðuna á nokkrum stöðum. Ég reyni að minna á eitt og ann- að, svo sem netið hans Loka, viðskipti hans við stóðhest borgar- smiðsins og fleira og fleira, tæpa á ýmsu til að vekja forvitni og vanga- veltur áhorfandans og ekki síst minna á táknin öll, hinar persónu- gerðu hugmyndir: Freyju sem kvenímynd, ekki bara ásatníar manna, heldur líka okkar, Loka með hin mörgu andlit slægðarinn- ar. Hann bregður sér í laxalíki til að sleppa, hvað gerir hann í dag? Hann er kafbátur í orðsins fyllstu merkingu. Svo er það búrinn Þrym- ur sem syngur um gullið sitt í þessu leikriti en snyrtir húsdýrin í Þryms- kviðunni. Við skulum sleppa Þór. Það er svo augljóst fyrir hvað hann stendur. Annars vona ég að sýning- in skýri sig sjálf. Mér er nóg að hún veki hlátur og gleði og umfram allt forvitni. Svörin finna áhorfend- ur annars staðar." A M—hátíðinni verða tvær sýn- ingar á „Hamrinum." Síðan verður hlé á sýningum til 19. júní. Þá hefst leikför Þjóðleikhússins með sýningu i Bolungarvík. Sðan verða sýningar á Flateyri, Þingeyri, Bíldudal, Pat- reksfirði, Króksfjarðamesi, Búðard- al, Stykkishólmi, Grundarfirði, Hellissandi, Borgamesi og Akra- nesi. „FYRIR réttum 20 árum datt ég inn í leikhúsið frá maleríinu og hef síðan gert um 60 leikmyndir. En nú fer að verða mál að hætta því og taka upp þráðinn þar sem frá var horfið,“ sagði Siguijón Jóhannsson, leikmyndateiknari, í stuttu spjalli sem ég átti við hann vegna frumsýningar á „Hvar er hamarinn," eftir Njörð P. Njarðvík. Leikmynd „Hamarsins" er þriðja leikmyndin sem Siguijón gerir fyrir Þjóðleikhúsið í vetur. Sú fyrsta var „Uppreisn á ísafirði" og eftir þriggja mánaða frí frá leikhúsinu, hin margróm- aða leikmynd „Yermu.“ En hvað gerir leikmyndateiknari í þriggja mánaða fríi frá leikhúsinu? Ég var, og er, að mála það sem ég átti ómálað. Það er vonandi byij- un á sýningu. Ég stefni að því að geta sýnt fljótlega á næsta ári. Það má eiginlega segja að ég sé að taka upp þráðinn þar sem frá var horfíð fyrir 20 árum. Ég vil þó ekki meina að ég hafi hætt í myndlistinni, því ég lít á starf mitt í leikhúsinu sem myndlistarvinnu. “ Ætlarðu þá að hætta að starfa sem leikmyndateiknari? „Nei. Ég hlýt að halda áfram að starfa við leikhús, en minnka það og fara að sinna sjálfum mér. Maður verður nefnilega þræll leikhússtarfs- ins ef maður lendir í því. Það er allt eða ekkert ef maður ætlar að ná árangri." Nú er það stundum svo að þegar maður kemur í leikhús, fínnst manni ekki vera nein leikmynd, heldur bara samansafn af dóti á sviðinu. Er þá hægt að tala um leikmyndahönnun? „Vissulega. Maður beitir mjög mismunandi aðferðum við hönnun leikmynda, því leiksýningu verður að gefa form, eins og skúlptúr. Efn- ið sem maður notar hverju sinni helgast af þeirri aðferð sem maður velur. Hver sýning verður að hafa sína lögun og form. Ef við tökum, sem dæmi, „Upp- reisn á Ísafírði," þá er götuvígið lykillinn að þeirri leikmynd. Það kall- ar á þann samtíning sem götuvirki er búið til úr. Hinsvegar er umgjörð- in um „Yermu" „konstrueruð" og ströng og hörð til þess að undristrika klassíska byggingu þeirrar sýningar. Þessi sýning, „Hamarinn," er gamanmál og tekið slíkum tökum og dregið mjög skýrum línum með megináherslu á búninga, eins konar „karikatúr." Þetta er fyrst og fremst mjög léttbyggð leikmynd og auðveld í flutningum, því sýningunni er frem- ur ætlað að ferðast um, en eiga sér fast aðsetur." Hvað með litaval? „Það er með liti eins og annað, að maður velur sér yfirleitt einhvern skala eða höfuðlit sem maður gengur út frá og tónar svo eftir honum. Svo brýtur maður það allt, eins og núna í „Hamrinum," þar sem ég nota fána- liti við svartan grunn, afþví mér finnst það eiga við. Maður verður sparsamari á litina með árunum vegna þess að þá eru hlutimir miklu skýrari og ákveðnari. Miklir litir rugla vegna þess að með litum sem maður velur sér, ætlar maður að egja eitthvað. Þeir eru engin tilviljun. í „Hamrinum" nota ég þennan svargráa bakgrunn á móti hvítu, rauðu og bláu, fánalitunum. Ætli það sé ekki til að vera þjóðlegur. Þetta er jú menningararfleifðin sem við erum að fást við.“ ssv UÓSASTILLINGA- VERKSTÆÐI OSRAM bflperur WAGNER Ijósa samlokur Eigum fyrirliggjandi Ijósastillingatæki [1] JÓHANN ÓLAFSSON & C0. HF. Sundaborg 13, sími 688588. HONDA CIVIC SHUTTLE 4 WD REAL TIME Bylting í gerð aldrifsbíla Velur sjálfvirkt hvenær þörf eráframhjóla- .afturhjóla- eða aldrifi. Kynnist þessumfrá- bæru eiginleikum. Honda, merki hinnavandiátu. Verð kr. 587.500.- HONDA Á ÍSLANDI, VATNAGÖRÐUM 24 S.689900
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.