Morgunblaðið - 04.06.1987, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 04.06.1987, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1987 47 Minning: Guðmundur Hall- dórsson, Akranesi Fæddur 6. desember 1911 Dáinn 29. maí 1987 Menningarstofnun Bandaríkjanna Frægar bandarísk ar kvikmyndir sýndar í kvöld í dag er til moldar borinn mágur minn, Guðmundur Halldórsson, Jaðarsbraut 41, Akranesi. Hann var Bolvíkingur að uppruna sonur hjón- anna Halldórs Benediktssonar og konu hans, Guðríðar Víglundsdótt- ur. Halldór var ættaður úr ísafjarð- ardjúpi en Guðríður frá Rauðasandi á Barðaströnd. Gummi, en svo kallaði ég hann, var fæddur 6. desember 1911 í Bolungarvík og var fjórða bam for- eldra sinna. Hin systkinin vom Halldór, maðurinn minn, fæddur 1907, Margrét, fædd 1908; Ásta, fædd 1910; Kristín, fædd 1913; og Guðríður, fædd 1915. Hálfsystir þeirra var Helga Sveinsdóttir frá Sæbóli í Kópavogi. Systur Guð- mundar eru á lífi nema Helga, en Halldór andaðist í janúar 1979 eft- ir erfið veikindi. Þeir bræður voru alla tíð mjög samrýndir og voru þær ófáar ferðimar sem Gummi fór frá Akranesi til Reykjavíkur til að heimsækja veikan bróður sinn þau tvö ár sem hann lifði eftir að við fluttum til Reykjavíkur. Gummi fór alfarinn frá Bolung- arvík 1941 til Akraness, en þar átti hann tvær búsettar systur er tóku honum opnum örmum, því öll- um systkinum Gumma þótti mjög vænt um hann, því hann var svo Ijúfur og góður. Ég saknaði hans mjög er hann flutti, hann var okkur svo mikils virði og til hans var allt- af leitað ef eitthvað þurfti að lagfæra, því hann var einstaklega laghentur og velvirkur. Árið 1949, 10. desember, kvænt- ist Gummi danskri konu, Önnu Júlíu. Þau eignuðust fallegt heimili og vom mjög samhent, til þeirra var gott að koma og gistum við hjónin þar oft og tókst góð vinátta með okkur Önnu. Anna dó 28. maí 1971 og var hennar sárt saknað af eiginmanni og vinum. Síðan hefur Gummi búið einn í íbúð sinni og haldið þar öllu í sömu skorðum og kona hans skildi við. Heimili hans ber þessu vitni hversu mikið snyrtimenni hann var alla tíð. Guðríður, systir Gumma, og Hall- Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tekin til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfílegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar get- ið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu lfnubili. Leiðrétting í Morgunblaðinu í gær þar sem birt var mynd frá afhendingu baðvagna sem Kvennadeild Styrktarfélags lamaðra og fatl- aðra afhenti stjórn félagsins láðist að geta nafns annarrar konunnar sem á myndinni voru. Konan heitir Dóra Wilde og er forstöðukona sumardvalarheimilis Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra í Reykjadal í Mosfellssveit. dór Guðmundsson, maðurinn hennar, hafa verið honum sérlega góð og þar hefur hann ávallt átt athvarf ef hann hefur þurft ein- hvers með, og börnin þeirra alltaf tekið hann sem einn af fjölskyld- unni og veit ég að hann var þeim sérlega þakklátur. Ég sá Gumma síðast við ferm- ingu hjá einu barna Guðríðar fyrir rúmum mánuði og var hann þá sæmilega hress og glaður, en auð- séð var að hann gekk ekki heill til skógar. Nú er hann horfinn yfir móðuna miklu. Gummi var góður maður í orðsins fyllstu merkingu, vann sín verk bæði til sjós og lands með sérstakri samviskusemi. Hann kvaddi þennan heim 29. maí sl. eftir stutta sjúkrahúsvist. Blessuð sé minning hans. Ósk Olafsdóttir KVIKMYNDIRNAR „The Treasure of the Sierra Madre“ og „Stagecoach" verða sýndar í kvöld í húsnæði amerísku menningar málastofnunarinnar á Neshaga 16 kl. 19.00 og 21.00. Myndirnar eru sýndar á vegum amerísku menningarmálastofnun- arinnar, Leikfjallsins, mynd- bandaklúbbs Menntaskólans við Hamrahlíð, og KMK, kvikmynda- klúbbs Menntaskólans í Kópavogi. „The Treasure of the Sierra Madre“ er frá árinu 1948 og er John Huston leikstjóri ásamt því að hafa skrifað handritið, en myndin fékk Óskarsverðlaun sem besta mynd og fyrir besta hand- rit. I aðalhlutverkum eru Hump- rey Bogart og Walter Huston. „Stagecoach" er frá árinu 1939 og er leikstjóri þeirrar myndar John Ford, en í aðalhlutverkum eru John Wayne og Clair Trevor. Aðgangur að sýningunum er ókeypis. lupar JARÐVEGSDUKUR Hindrar vöxt illgresis TYPAR kemur í veg fyrir illgresisvöxt í blómabeöum og matjurtagöröum. TYPAR hleypir regnvatni í gegnum sig. TYPAR er efnafræöilega aögerðarlaus þ.e. gefur ekki frá sér neinar efnablöndur. TYPAR kemur í veg fyrir óæskilega dreifingu róta lóörétt og lárétt t.d. viö hlaðna veggi. TYPAR ver t.d. framræslukerfi fyrir ágangi róta. TYPAR ver t.d. ný beð fyrir rótum trjáa. Ræktun á lélegum jarövegi ö I * ° »^ 'i/.' * 1 0.' ° SMS&Zl Síöumúla 32 Sími: 38000 Þegar gróöurmold er sett ofan á lélegan (grófan) jarðveg er gott aö nota TYPAR dúk á milli til aö koma í veg fyrir jarövegs- blöndun eða sig. TYPAR hindrar rótarvöxt niður í undirlagiö. TYPAR heldur gróöurmoldinni á sinum staö t.d. í vatnsveðrum. TYPAR er sparnaður — minnkar undir- vinnu, minna magn gróðurmoldar, t.d. þegar ræktaö er ofan á hraun. 691140 691141 Með einu símtali er hæqt að breyta innheimtuaðferðinni. Eftir það verða áskriftargjöld- in skuldfærð á viðkomandi greiðslukortareikning manað- a VERIÐ VELKOMINI r—~ GREIÐSLUKORTA- VIÐSKIPTI.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.