Morgunblaðið - 04.06.1987, Page 74

Morgunblaðið - 04.06.1987, Page 74
74 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1987 Ásgeir Sigurvins- son: Úrslitin tala * sínu máli „ÞAÐ er ekki hægt að neita því að við áttum frekar slakan leik. Úrslitin tala sfnu máli um þennan leik, en við erum betri en þau gefa til kynna,“ sagði Ásgeir Sig- urvinsson. „Við byrjuðum illa og eitthvað varð þess valdandi að menn voru óöruggir og taugaóstyrkir að fá boltann. Það hefði skipt sköpum að skora, þegar staðan var 2:0, við fengum færin, en misnotuðum þau. Þetta var langt fyrir neðan allar væntingar, en við getum ekkert annað gert en komið okkur yfir þetta.“ Svíar unnu SVÍÞJÓÐ vann Ítalíu, 1:0, í 2. riðli EM í Svíþjóð f gærkvöldi. Peter Larsson skoraði sigurmarkið á 25. mfnútu. Staðan í riðlinum er þessi: Svlþjóð 5 4 1 0 10:1 9 Ítalía 5 4 0 1 11:3 8 Sviss 4 1 1 2 7:7 3 Portúgal 4 0 3 1 4:5 3 Malta 6 0 1 5 3:19 1 Sovétmenn unnu Norðmenn SOVÉTMENN tryggðu enn frekar stöðu sína í efsta sæti 3. riðils Evrópukeppninnar með 1:0 sigri á Norðmönnum í Osló f gær- kvöldi. En þessi lið leika í sama riðli og íslendingar. Alexander Zavarov skoraði sig- urmarkið á 16. mínútu leiksins. ' Áhorfendur voru 10.473. Danir og Tékkar gerðu jafntefli, 1:1, í 6. riðli EM í Kaupmannahöfn í gærkvöldi. Jan Molby skoraði fyr- ir heimamenn á 16. mínútu en Ivan Hasek jafnaði fyrir Tékka í upphafi seinni hálfleiks. Áhorfendur voru, 46.600. Staðan í 6. riðli er þessi: Danmörk 4 2 2 0 3:1 6 Tékkóslóvakía 4 1 3 0 5:2 5 Wales 3 1 2 0 6:2 4 Finnland 5 0 14 1:10 1 Arnór Guðjohnsen: . „Orðlaus" „ÉG ER orðlaus eftir þetta. Ég held ég hafi aldrei spilað lélegri landsleik," sagði Arnór Guðjo- hnsen. „Það vantaði allan hress- leika, alla yfirferð - sem einkennt hefur leiki okkar á heimavelli hing- að til. Það var fínn mórall í hópnum fyrir leikinn, allt virðist vera í lagi og svo fer þetta svona. Þetta er rosalegt áfall; mér hefur gengi vel í vetur, unnið næstum hvern ein- asta leiki þannig að það mikið andlegt áfall að lenda í þessu,“ sagði Arnór. - Ásgeirátti ekki að spila allan tímann ÞAÐ var ákveðið áður en lands- leikurinn í gærkvöldi hófst að Ásgeir Sigurvinsson léki ekki með allan tímann. „Ásgeir er ekki með það í samningi sínum við Stuttgart að liðið þurfi að gefa hann lausan í landsleiki. Ég talaði við þjálfara Stuttgart um daginn og þá gaf hann Ásgeir lausan með því skilyrði að hann yrði ekki með nema hluta leiksins. Liðið á að leika í þýsku deildinni á föstudaginn, það er skýringin á þessu,“ sagði Sigi Held í gær- kvöldi. Morgunblaðiö/Júlíus • Ómar Torfason í dauðafæri. Á sfðustu mínútu fyrri hálfleiks komst Ómar einn inn fyrir austur-þýsku vörnina eftir sendingu Péturs Péturs- sonar, en skaut beint í Múller markvörð. Rassskelling Sambærilegt og 14:2 tapiðgegn Dönum 1967 STÆRSTA tap fslenska landslis- ins í knattspyrnu á heimavelli leit dagsins Ijós á Laugardalsvelli í gærkvöldi. Austur-Þjóðverjar sigruðu með sex mörkum gegn engu og þarf að fara langt aftur í ti'mann til að finna sambærilegar tölur. Aðeins einu sinni hafa ís- lendigar tapað jafn stórt á heimavelli, það var gegn Eng- lendingum 1963. Það má helst líkja þessu tapi við hið fræga tap gegn Dönum, 14:2, árið 1967. Það er óhætt að fullyrða að íslenska landsliðið hefur sjaldan eða aldrei leikið eins illa hér á Laugardalsvelli. Liðið átti aldrei möguleika gegn ákveðnu og létt- leikandi liði Austur-Þjóðverja og var sigurinn síst of stór. Best er að gleyma þessum leik sem fyrst. Austur-Þjóöverjar komu ákveðnir til leiks og voru ákveðnir í að selja sig dýrt. Spiluðu léttleik- andi knattspyrnu og réðu gangi leiksins frá fyrstu mínútu. Það kom því ekki nokkrum manni á óvart er þeir skoruðu fyrsta markið á 15. mínútu. Ralf Minge skoraði þá af stuttu færi eftir að Tomas Doll hafði átt gott skot að marki sem Bjarni hélt ekki. Andreas Thom, besti leik- maður vallarins, skoraði annað markið með viðstöðulausu skoti fyrir utan vítateig eftir laglegan udnirbúning Júrgen Raab á 36. mínútu. Texti: Valur B. Jónatansson Mynd: Júlíus Sigurjónsson Ómar Torfason fékk sannkallað dauðafæri á síðustu mínútu fyrri hálfleiks er hann komst einn innfyr- ir eftir sendingu frá Pétri en Muller, markvörður, sá við honum og bjargaði með úthlaupi. Þarna hefði leikurinn getað snúist okkar mönn- um í hag. Heilladísirnar voru heldur ekki með okkur í upphafi seinni hálf- leiks. Þá var brotið á Atla innan vítateigs og vítaspyrna dæmd. Morgunblaöið/Einar Falur • Vítaskot Péturs - Muller markvörður var ekki í neinum vandræðum með að verja lélegt skot hans. Pétur Pétursson: Brugðumst áhorfendum „ÁRANGUR kemur ekki sjálf- krafa. Væntingar voru miklar fyrir þennan leik, en við stóðum ekki undir þeim að þessu sinni og brugðumst því áhorfendum," sagði Pétur Pótursson. „Okkur gekk vel á heimavelli í fyrra, en við lifum ekki á fornri frægð. Menn verða að mæta í hvern leik með því hugarfari að leggja sig alla fram, annars gengur dæmið ekki upp. Við fáum ekki stig eða vinnum leiki, nema hugur fylgi máli.“ - Gerðu menn ekki sem þeir gátu? „Nei, við getum mun meira. Þetta jaðraði við áhugaleysi og það gengur ekki. Við verðum að vinna allir fyrir einn og einn fyrir alla. Það eru 11 menn í liðinu og þeir verða allir að vinna saman. En við getum engum um kennt nema sjálfum okkur.“ - Hvað með vítið? „Ég hef tekið meira en hundrað víti og aldrei klikkað og tók þetta ekkert öðruvísi en áður, en það er búið og gert. Ég treysti mér til að taka víti hvenær sem er, en ef menn vilja svo við hafa að vítið hafi ráðið úrslitum, þá tek ég það á mig." Pétri Péturssyni mistókst að skora úr henni, lét Múller verja frá sér frekar laust skot. Skömmu síðar átti Atli skalla af stuttu færi sem Múller varði vel. Eftir þetta var um algjöra upp- gjöf að ræða hjá íslensku leik- mönnunum og þeir játuðu sig sigraða. Austur-Þjóðverjar röðuðu þá inn fjórum mörkum til viðbótar áður en flautað var til leiksloka. Fyrst skoraði Doll eftir auka- spyrnu þar sem íslenska vörnin var illa á verði. Andreas Thom skoraði fjórða markið með lúmsku skoti af 25 metra færi yfir Bjarna sem var kominn of langt út úr markinu. Döschner skoraði fimmta markið eftir aukaspyrnu af 20 metra færi, neðst í bláhornið. Thom setti svo endahnútinn á þetta er hann skor- aði sitt þriðja mark með öruggu skoti úr vítateignum eftir góða sendingu frá Ernst. Áhorfendur klöppuðu gestunum lof í lófa fyrir góðan leik og er það sjaldséð hér á landi. En það er ekki hægt annað en að hrífast af leik liðsins, slíkir voru yfirburðirnir. Vörnin var lakasti hluti íslenska liðsins. Ágúst Már og Gunnar virk- uðu óöruggir og þungir miðað við léttleikandi og snögga mótherja. Sævar var góður framan af en dalaði eins og aðrir er líða tók á. Ómar og Ragnar voru slakir, eins kom ekki mikið út úr Atla og Ás- geiri. Sigurður var góður í varnar- hlutverkinu en nýttist ekki sem skildi. Arnór og Pétur áttu við ofur- efli að etja í framlínunni. Þær fáu sendingar sem þeir fengu vcru langar og ónákvæmar. Framherjinn ungi, Andreas Thom, var besti leikmaður vallar- ins. Einn besti leikmaður Evrópu um þessar mundir. Félagi hans úr framlínunni, Thomas Doll, var einnig góður og áttu varnarmenn- irnir íslensku í miklu basli með þessa tvo leikmenn. Múller, mark- vörður, var öryggið uppmálað allan tímann og lét ekkert koma sór á óvart. Eins var vörnin sterk og hélt Arnóri og Pétri niðri. Dómari var Hennig Lund-Sör- ensen frá Danmörku og hafði hann góð tök á leiknum. Hann sýndi Agústi Má gula spjaldið og var hann sá eini sem það fékk. Áhorfendur: 8.758.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.