Morgunblaðið - 04.06.1987, Side 21

Morgunblaðið - 04.06.1987, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1987 21 Rúnar G. Sigmarsson ar“ lægstum kostnaði þessara þriggja þátta! Þegar teikningar eru síðan af- hentar, meira og minna ófullkomn- ar eða beinlínis rangar, er kannski ekki von að byggingaraðili, sem oftast er leikmaður á þessu sviði, geri sér grein fyrir því að hann er að kaupa gallaða vöru. Vegna menntunarskorts og reynsluleysis eða manneklu hjá byggingarfulltrú- unum víða á landinu er síðan ekki við öðru að búast en að rangar teikningar komist í gegnum eftirlit- skerfíð átölulaust. Margir starfandi verkfræðiráð- gjafar í Reykjavík muna þá tíð er núverandi byggingarfulltrúi hafði með höndum eftirlit með burðar- þolsteikning^um og úttektir á byggingarstöðum. Þá var yfírleitt gott samband milli hönnuða og eft- irlitsins og fuilur trúnaður og fengu menn gjaman upphringingu frá eft- irlitinu ef hlutimir vom ekki í lagi. Á síðustu árum hefur það orðið æ algengara, að því er virðist, að tæknimenn byggingarfulltrúa á ýmsum stöðum hafa stundað verk- fræðiráðgjöf í tómstundum. í Reykjavík hefur mönnum oftar en einu sinni verið sagt upp störfum af þessum sökum. Það getur varla vafíst fyrir neinum að ekki getur ríkt trúnaður milli manna við þær aðstæður að maður, sem hefur með höndum eftirlit í umboði stjóm- valds, stundar aukastörf í sam- keppni við þann sem á að hafa eftirlit með. Það verður að gera ráðstafanir sem duga til að þetta verði stöðvað, og sveitarfélögin, smá og stór, verða að gera ráðstaf- anir til að greiða tæknimönnum þau laun að þeir fáist til starfa. Gleggsta dæmið um hversu nú- verandi ástand er óþolandi hafa menn hér i Reykjavík, en svo virð- ist sem einn starfsmaður bygging- arfulltrúa hafí átt hlut að máli í einu húsanna sem skýrsla Rb Ijallar um. Menn geta svo velt fyrir sér hvers vegna byggingaraðili leitar til starfsmanns byggingarfulltrúa um verkfræðiþjónustu. Það hefur borið á góma að höf- undar skýrslunnar hafí reiknað með óþarflega háu jarðskjálftaálagi við athuganir sínar og hærra en bygg- ingarfulltrúinn í Reykjavík gerir kröfu um. Nú er það svo að auk eins verkfræðings hjá Rb, sem er höfundur skýrslunnar f.h. stofnun- arinnar, unnu sex verkfræðingar að gerð skýrslunnar, sem allir em starfandi ráðgjafarverkfræðingar hjá viðurkenndum verkfræðistofum í Reykjavík. Þessir menn hafa allir áratuga reynslu í hönnun burðar- virkja. Mönnum er nokkur vandi á höndum við ákvörðun á jarð- skjálftaálagi í Reykjavík, en það hlýtur að vera eðlilegt að hönnuðir, sem fulla ábyrgð bera á verkum sínum, hafi síðasta orðið um álags- forsendur þótt opinberir aðilar setji fram lágmarkskröfur. Lesendum til glöggvunar er hér birt sú grein ís- lensks staðals, ÍST 13, jarðskjálftar, álag og hönnunarreglur, sem fjallar um jarðskjálftasvæði: „13.4 Jarðskjálftasvæði Við hönnun skal ákvarða svæðis- stuðul, Z, fyrir það svæði, sem byggingin skal reist á. Svæðisstuðl- ar, Z, skulu ákvarðaðir með hliðsjón af svæðakorti á mynd 13.1. Eftirtalin gildi á Z skulu notuð: fyrir svæði 3, Z = 1,00 fyrir svæði 2, Z = 0,50 fyrir svæði 1, Z = 0,25 Til álita kemur að nota meðal- gildi svæðisstuðla tveggja aðliggj- andi svæða á allt að 20 km breiðu belti við jaðra þeirra (þ.e. 10 km til hvorrar hliðar). Fyrir ' mannvirki, sem mestu varða fyrir almennt öryggi, sérstak- lega ( náttúmhamfömm, svo sem sjúkrahús, ijarskipta- og orkudreif- ingarkerfí, bmnavamir, vatns- og hitaveitur o.s.frv., skal hækka stuð- ulinn um þriðjung." Nú vill svo til að Reykjavík ligg- ur á mörkum svæða 2 og 3. Þetta er auðvitað vemlegur galli á staðlin- um, sem verður væntanlega lag- færður við næstu endurskoðun hans. Hvork mörkin liggja um Kópavogslæk eða t.d. Digranesveg skiptir hér engu máli. Ekki verður séð annað en að sú ákvörðun skýrsluhöfunda að velja meðalgildið eða 0,75 sé skynsamleg og ekki gagnrýni verð enda er eðli- legt og í samræmi við viðurkennd vinnubrögð að túlka vafaatriði þannig að öryggið sitji ávallt í fyrir- rúmi, að ákvörðun sé „paa den sikre side". Að lokum þykir höfundi þessarar greinar ástæða til að þakka bæði núverandi félagsmálaráiðherra fyrir hversu duglega hann hefur tekið á málinu frá byijun og borgarstjóm Reykjavíkur ásamt borgarverk- fraeðingi fyrir þeirra viðbrögð og þær úrbætur sem væntanlega verða ákveðnar á næstu vikum og mánuð- um. Höfundur er ráðgjafarverkfræð- ingur og starfar hjá verkfræði- stofunni Hönnun hf. Samtök eig- enda íbúða í verkamanna bústöðum HINN 1. maí 1987 voru stofn- uð í Reykjavík Samtök eigenda íbúða í verkamanna- bústöðum. Tilgangur samtakanna er að gæta hagsmuna félagsmanna sem forsvarsaðili gagnvart lög- gjafar- og framkvæmdavaldi og veita félagsmönnum sínum ráð- gjöf. Samtökin eru landssamtök. Aðildarrétt á sérhver eigandi íbúðar í verkamannabústað og umsækjendur slíkra íbúða. Framhaldsstofnfundur sam- taka verður haldinn í sumar þegar fyrir liggur félagaskrá og drög að lögum samtakanna hef- ur verið kynnt félagsmönnum. Stjóm samtaka eigenda íbúða í verkamannabústöðum hefur opnað skrifstofu á Smiðjustíg 13 í Reykjavík. í BÁTINN — BÚSTAÐINN OG GARÐINN 'A Olíulampar og luktir, gas- LUKTIR, GAS OG OLÍUPRÍMUS- AR, HREINSUÐ STEINOLÍA, OLÍU- OFNAR ARINSETT, ÚTIGRILL, GRILLKOL OG VÖKVI, RAFHLÖÐ- UR, VASAUÓS. Hlífðarfatnaður, REGNFATNAÐUR, GÚMMÍSTÍGVÉL HÁ OG LÁG, PEYSUR, BUXUR, SKYRTUR, NORSKU ULLAR- NÆRFÓTIN. SUMARFATNAÐUR. Ananaustum, Grandagarði 2, sími 28855. Og í bátinn eða skútuna BJÖRGUNARVESTI FYRIR BÖRN OG FULLORÐNA. ÁRAR, ÁRAKEF- AR, DREKAR, KEÐJUR, AKKERI, VIDLEGUBAUJUR, KJÖLSOGDÆL- UR. ALLUR ÖRYGGISBÚNAÐUR. ÖLL SMÁVARA FYRIR SKÚTUNA, BLAKKIR O.M.FL. BÁTALÍNUR.I FATADEILDIN Hitamælar, KLUKKUR, BARÓMETER, SJÓNAUKAR. UARÐYRKJUVERKFÆRI í ÖLL STÖRF, HJÓLBÖRUR, SLÖNGUR, SLÖNGUKLEMMUR OG TENGI, ÚÐARAR, SLÁTTUVÉLAR, ORF OG UÁIR. Slökkvitæki OG REYKSKYNJ- ARI, VATNSBRÚSAR OG FÖTUR. Fánar, FLAGGSTANGARHÚNAR OG FLAGGSTENGUR, 6-8 METRAR. SlLUNGANET, NÆLONLÍNUR, SIGURNAGLAR, ÖNGLAR, SÖKK- UR. FúAVARNAREFNI, LÖKKj MÁLN- ING - ÚTI- INNI- - MALNING- ARÁHÖLD — HREINLÆTISVÖRUR, KÚSTAR OG BURSTAR. Vatns-olíudælur. KEÐJUR, MARGAR GERÐIR, OG VÍRAR, GRANNIR OG SVERIR, GIRNIALLSKONAR. Handverkfæri,' RAFMAGNS- VERKFÆRI TIL ALLRA MÖGU- LEGRA OG ÓMÖGULEGRA NOTA.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.