Morgunblaðið - 04.06.1987, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 04.06.1987, Blaðsíða 66
MORGÚNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1987 HÁTÍÐARFUNDUR FLUGLEIÐA Á AKUREYRI Flugleiðir gefa Akureyrarbæ útilistaverk Akureyri. GUNNAR Ragnars forseti bæjarstjórnar Akureyrar veitti viðtöku skjali úr hendi Sigurðar Helgasonar stjórn- arformanns þar sem Flugleiðir stofna til samkeppni listamanna um gerð útilistaverks til þess að minnast stofnunar Flugfélags Akureyrar. „Ég er stoltur yfír því að atvinnuflug íslendinga skuli hafa hafíst hér á Akureyri. Flugið er einn af stærstu þáttunum í daglegu lífi bæj- arbúa. Þjónusta hér hefur sífellt verið að batna. Ég óska Flugleiðum til hamingju á þessum tímamótum," sagði Gunnar. Hann kvaðst einnig samgleðjast fulltrúum Bo- eing-verksmiðjanna, sér væri málið skylt þar sem hann hefði vegna starfa síns í Slippstöðinni oft undirritað slíka verksamninga og þekkti þá tilfinningu sem því fylgdi. í gærkvöldi sátu afmælis- gestir hóf Flugleiða á hótel- inu. Héldu þeir aftur suður á bóginn í Heimfara á tólfta tímanum. Borge Boeskov framkvæmda- stjóri Evrópusöludeildar Boeing og Sigurður Helgason forstjóri Flugleiða undirrita þotusamninginn. koma félaginu út úr erfiðleikum og á svo góðan skrið sem raun ber vitni,“ sagði forsætisráð- herra. Borge Boeskov sem undirrit- aði kaupsamninginn fyrir hönd Boeing-verksmiðjanna er Is- Flugleiðamenn og gestir þeirra komu til Akureyrar frá Reykjavík með þotunni Heim- fara. lendingur í móðurætt og ólst upp í Mosfellssveit til 10 ára aldurs. Hann er altalandi á móðurtungu sína og ávarpaði. samkunduna á íslensku. Bo- eskov sagði að framlag Loft- leiða til flugs yfir Atlantshafið og brautryðjendastarf þeirra í lágum fargjöldum væri ákaf- lega þýðingarmikið framlag Islendinga til alþjóðaflugmála. Hann minntist þess að hafa sjáífur átt þess kost að fljúga til Evrópu vegna ódýrra far- gjalda Loftleiða á námsárunum í Bandaríkjunum. „Þau flugfélög sem eftir standa eftir þær breytingar sem nú ganga yfir verða risafélögin og sérhæfð flugfélög eins og Flugleiðir. Ég er ánægður að Flugleiðir hafi nú tekið ákvarð- anir til þess að tryggja félaginu framtíð í alþjóðlegu flugi,“ sagði Borge. Morgunblaðið/ÓI.K.M. Náðuni einstak- lega hagstæð- um samningnm — segir Sigurður Helgason forstjóri Flugleiða Akureyri. „VIÐ gerð þessa samnings höfðum við mjög góða samnings- aðstöðu. Allir stærstu flugvélaframleiðendur heims hafa sýnt þessum kaupum mikinn áhuga. Því náðum við einstak- lega hagstæðum samningi í alla staði,“ sagði Sigurður Helgason forstjóri Flugleiða í samtali við blaðamann eftir undirritun samningsins um þotukaup félagsins. „Þessar vélar verða notaðar á Évrópuleiðum flugfélagsins. Þar liggur vaxtarbroddur í áætlunarflugi félagsins um þessar mundir. Nú eru tvö ár þangað til nýju vélamar koma til afhendingar og þróunin fram að þeim tíma mun ráða því hvort við höldum eldri flugvél- unum áfram í rekstri, seljum þær eða leigjum til tímabund- inna verkefna." Tilefni afmælisfundarins var að þann dag fyrir hálfri öld var stofnað á skrifstofu Vilhjálms Þórs bankastjóra við Hafnar- stræti 91 Flugfélag Akureyrar. Markar sá atburður upphaf óslitins atvinnuflugs á Islandi, en fyrsta vél félagsins lenti við Höfnes-bryggju réttu ári síðar. Fundinn, sem haldinn var á Hótel KEA, sátu á annað hundrað gesta. Boeing 727-þota Flugleiða, Heimfari, flutti gestina til Akureyrar frá Keflavíkurflugvelli fyrir fund- inn og heim aftur í gærkvöldi. í hópi afmælisgestanna voru Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra, Matthías Bjarnason samgönguráðherra og forverar hans í embætti, Sigfús Jónsson bæjarstjóri og Gunnar Ragnars forseti bæjar- stjómar, Nicholas Ruwe sendi- herra Bandaríkjanna og margir af forvígismönnum flugsins fyrr og nú. Fulltrúar fyrstu stjórnar Flugfélags Akureyrar, sem stofnað var 3. júní 1937, voru Borghildur Vilhjálmsdóttir Þórs stjómarformanns, Margrét Guðmundardóttir Péturssonar læknis og Friðrik Kristjánsson Kristjánssonar forstjóra. Þá var einnig viðstödd Björg Kofoed Hansen, ekkja Agnars Kofoed Hansen aðalhvatamanns fél- agsins og fyrsta flugmanns þess, og Margrét Johnson ekkja Amar 0. Johnson fyrsta fram- kvæmdastjóra Flugfélags Akureyrar. „Þessi tímamót minna okkur á hversu hratt íslenska þjóð- félagið hefur þróast á þessari hálfu öld, það kemur hvergi betur fram en einmitt í flug- inu,“ sagði Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra í samtali við Morgunblaðið. „Flugið hefur ekki aðeins flutt saman hinar dreifðu byggðir landsins, heldur einnig flutt okkur inn í hringiðu heimsins." Steingrímur sagði að sér væri mikil ánægja að Flugleiðir væri eitt örfárra stóm flugfélaganna í álfunni rekið án íhlutunar ríkisins. „Ríkið keypti hlutabréf í Flugleiðum í tíð minni í sam- gönguráðuneytinu og seldi þau aftur á liðnu kjörtímabili. Að því stefndi ég frá upphafi. Við þessi flugvélakaup hefur ekki verið óskað eftir ríkisábyrgð á lánum og mér er kunnugt að bankar hafi boðið Flugleiðum að auðvelda því að fjármagna þau á eigin spýtur. Ég fagna því að við höftim átt þátt í að Frá hátíðarfundi Flugleiða á Akureyri í gær. Á efri myndinni eru stjómarmenn félagsins og gestir á þeirri neðri og sitja þar í fremstu röð samgönguráðherra, Matthias Bjarnason, og forsætisáð- herra, Steingrímur Hermannsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.