Morgunblaðið - 04.06.1987, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 04.06.1987, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1987 New York-bréf: eins og langir málmskildir, sem á eru framkallaðar ljósmyndir, og kann ég ekki að lýsa þeim galdri sem þar f felst. Verk sín nefnir Sveinn eftir fyrstu línum tímans og vatnsins, sem Steinn Steinar reit: „Tíminn er eins og vatnið / og vatnið er kalt og djúpt," I—II. En á öðru þeirra er mynd af hönd sem heldur á rýtingi hálfum á kafi í vatni— og það minnti mig óneitan- lega öllu meira á gamla kvikmynd Romans Polanskis, Knife in the Water, en ljóðaflokk Steins. Slík skfrskotun er auðvitað út í hött. En hvað sem vatninu líður, get ég ekki sagt að þessi verk Sveins hafi snortið mig djúpt; kannski eru þau of köld. En það kann raunar að vera út í hött líka. Boltar og- vængjarær Guðjón Bjamason var hinn eini listamannanna sem ég náði ekki tali af við opnun sýningarinnar, en ég spjallaði við hann í síma fáum dögum síðar. Hann kvaðst vera Reykvíkingur úr Vesturbænum og hafa, eins og Brynhildur og Sveinn, sótt The School of Visual Arts í tvö ár, en vera nú að Ijúka námi þar. Af annarri plánetu Þau Brynhildur og Sveinn eru systkin, Amesingar ættaðir frá Hrafnkelsstöðum í Hrunamanna- hreppi, og hafa stundað nám um nokkurt skeið við The Scool of Visu- al Arts. Bæði gera verk sín úr því sem þau kalla multimedia, sem nánast þýðir að þau eru ekki við eina fjölina felld, heldur taka efni og vinnubrögð úr öllum áttum og Frá opnun sýningarinnar í New York. Morgunblaðið/Jón Ásgeir Sigurðsson Af ungimi íslenskum myndlístarmönnum Þegar annir og pennaleti hald- ast í hendur vill einatt verða lítið um bréfaskriftir, og það hefur sannast á mér undanfaraa mán- uði. Síðast þegar ég hripaði linu héðan var varla komið haust. Nú er trjágróður aftur i skrúða, sumarið á næsta leiti, og mig undrar mest, eins og flesta sem komnir eru á minn aldur, „hvera- ig tíminn hefur flogið.“ En í stað þess að rifja upp allt sem á dagana hefur drifið frá haust- mánuði fram á hörpu, ætla ég í þetta skiftið aðeins að minnast á einn atburð, sem reyndar er enn að gerast: dálitla listsýningu fímm ungra landa okkar, og verða mun fram á 5. júní. Að sýningu þessari standa sameiginlega íslendingafé- lagið hér í borg— sem er nýendur- skipulagt og heitir nú fullu nafni The Icelandic-American Society of New York, Inc.— og The Americ- an-_Scandinavian Society. Ég nefndi sýninguna „dálitla" bæði vegna þess að ég vil ekki gefa í skyn að hér sé um að ræða stórvið- burð í listaheiminum, en þó einkum sökum þess að húsakynni þau sem Privatbanken hefur góðfúslega lán- að til sýningarinnar— sem raunar er fordyri bankahússins— rúmar ekki nema fá verk í einu. Þeir ungu listamenn sem þátt taka í sýning- unni eru Brynhildur Þorgeirsdóttir, Guðjón Bjamason, Hallgrímur Helgason, Sigurbjöm Jónsson og Sveinn Þorgeirsson. flétta saman eftir því sem þeim gott þykir. Þannig sýnir Brynhildur t.d. tvo skúlptúra (og ég nota það orð vegna þess að „höggmyndir" væri hreint rangnefni meiningunni samkvæmt), sem gerðir eru úr steinsteypu, gleri, og hrosshári. Ekki er ég frá því að Bleik mundi brugðið, ef hann sæi hár sitt á kykvendi því sem þessi unga kona hefur af sér getið, en í alvöru verð ég að játa að sköpunarverk Bryn- hildar tvö verkuðu undarlega aðlaðandi á mig, þótt sýnast mættu hijúf og kostuleg í fyrstu og svo sem eins og undarlegar skepnur af annarri plánetu. „Well, it’s certa- inly different," sagði kona ein á sýningunni við mig, sem frítt útlagt þýðin „Ja, ég skil nú bara hvorki upp né niður i þessu, svo ég veit ekki hvað ég á að segja." Nú, það geri ég auðvitað ekki heldur, nema hvað mér hefur löngum skilist að óhlutlæg list höfðaði öllu fremur til tiifinninga manna og kennda, sem og form- og litaskyns, heldur en beinlínis til skilnings í rökfræðilegri merkingu. Af þeim sökum get ég notið verka Biynhildar, þótt ég hafí ekki hugmynd um hvað þau eiga að merkja— ef þau eiga þá eitthvað að merkja. Steinn eöa Polanski? Sveinn bróðir hennar á einnig tvö verk á sýningunni, og mætti kannski kalla þau kynblendinga skúlptúrs og ljósmyndar. Þau eru Blaðburðarfólk óskast! VESTURBÆR AUSTURBÆR Lynghagi Fálkagata ÚTHVERFI Hraunbær 178-198 Austurbrún Álftamýri Laugavegur 1 -33 o.fl. Leifsgata Gnoðarvogur KÓPAVOGUR Grenigrund JHtfgutiIrliiMfe Byggjum sumarhús 30 mismunandi gerðir og stærðir. Húsasmíða- meistarinn. Uppl. í síma 71704 frá kl. 7-10 á kvöldin Næst hyggst hann stunda fram- haldsnám í arkítektúr við Columbia háskólann hér í borg, en hann hef- ur áður lokið prófí í þeim fræðum. Sú fortíð kemur raunar vel heim og saman við eina verk Guðjóns á sýningunni, stóran veggskúlptúr (haut-relief) úr málmi, sem hann kallar „Fimmta glataða hlekkinn" (The Fifth Missing Link)— hvort sem það heiti höfðar nú til þróunar- sögunnar eða einhvers annars. Hitt er víst, að hlekkur þessi er bæði stór í sniðum og margslunginn, samansoðinn og sundurétinn sem hann er og njörvaður málmspöng- um með boltum og vængjaróm. Óhætt er að segja, að verk Guðjóns sé einna þroskaðast þeirra sem á sýningunni eru, og fiirðuþægilegt var það í mínum augum, enda þótt það sé í rauninni helst til stórt í svo litlu húsrými. Það þyrfti stærri sal til að njóta sín til hlítar. í framaleit Hallgrímur Helgason, sem á þijú málverk og nokkrar teikningar á sýningunni, er einnig Reykvíkingur, en hann kom hingað ekki til náms í skóla, heldur í leit að „frægð og frama" eins og það mundi orðað í ævintýrunum. Og ef New York er tekin við af París sem höfuðborg listaheimsins, þá getur fátt verið eðlilegra en að ungt listafólk leiti hingað sér til gengis á ferli sínum. En fátt er líka harðsóttara en frægð og frami í slíkri samkeppni sem hér er á öllum sviðum. Samt gerast ævintýrin enn. Myndir Hallgríms eru af tvenn- um toga. Annars vegar eru mál- verkin: fíngerð mynstur i daufum bleikum og bláum litum sem enginn gæti amast við— samspil lita og forma ósköp róandi en láta mig ósnortinn; kannski vantar í þau þá snerpu sem mínum smekk hæfir. Hins vegar eru svo teikningamar, sem bera vitni súrrealisku hug- myndaflugi og kannski mætti segja að ættað væri jafnt frá Hierony- musi Bosch og nútíma hryllings- myndum. En það er meira líf í þeim en málverkunum, og því Iíkar mér þær betur. Ég gæti sem best trúað að Hallgrímur sé líka nokkuð leik- inn skopteiknari, því að mér virðist skopskjm hans vera í góðu lagi. Hikandi en geðþekkar „Fimmti hlekkurinn“ í þessari keðju listamanna, en engan veginn glataður, er Sigurbjöm Jonsson, málari ættaður frá Akureyri. Hann stundaði nám í tvö ár við Parsons School of Design hér í næsta ná- grenni við mig, og þá að nokkru leyti undir handleiðslu Lelands Bell, eiginmanns Louísu Matthíasdóttur, en er nú við The New York Studio School of Drawing, Painting, and Sculpture, sem einnig er í næsta nágrenni við mig. Sigurbjöm á fímm eða sex lítil málverk á sýning- unni, öll á mörkum hins hlutlæga og óhlutlæga. Að sumu leyti minna þessi verk hans mig á myndir ýmissa íslenskra málara frá fímmta áratugnum, sem þá vom að leita fyrir sér með form— ennþá eins og hálffeimnir við algera abstraksjón en nálguðust óhlutlægt myndmál æ meira. Mér fannst þannig eitthvað leitandi og jafnvel hikandi við þessi málverk Sigurbjamar, og þó vom það þau sem ég dróst að aftur og aftur— meira en til annarra verka á sýningunni. Þetta em geðþekkar myndir og vel gerðar, sem ég held að beri vitni góðum hæfileikum. Ekki get ég svo lokið bréfi þessu að ég minnist ekki á þær fyrirmynd- armóttökur við opnun sýningarinn- ar, sem forseti íslendingafélagsins, Bima Thorsteinsson, hafði veg og vanda af að skipuleggja. En veiting- amar, þar á meðal indælis íslenskur kavíar og brennivín, vom framlag Iceland Waters Industries, sem að- setur hefur handan við Hudsonfljót- ið í New Jersey-fylki. Mikill fy'öldi manna var við opnunina, og hef ég varla fyrr séð svo margt fólk saman komið á þessum stað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.