Morgunblaðið - 04.06.1987, Síða 57

Morgunblaðið - 04.06.1987, Síða 57
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1987 57" Hljómsveitin Pónik, frá vinstri: Úlfar Sigmarsson, Þorleifur Gísla- son, Ari Jónsson, Hallberg Svavarsson og Kristinn Sigmarsson. Hljómsveitin Pónik ráðin í Þórscafé HLJÓMSVEITIN Pónik hefur verið ráðin til að leika fyrir dansi i veitingahúsinu Þórscafé í júní- mánuði. Félagar í hljómsveitinni hafa starfað saman um árabil og leikið víða, meðal annars í Þórsc- afé á árunum 1984 til 1986. Hljómsveitin mun leika í Þórscafé um helgar út júnímánuð en eftir það verða mannabreytingar en hana skipa Úlfar Sigmarsson hljómborð, Kristinn Sigmarsson gítar og trompet, Þorleifur Gíslason saxa- fón, Ari Jónsson trommur og Hallberg Svavarsson bassa. Tveir þeir síðastnefndu eru jafnframt aðalsöngvarar hljómsveitarinnar. (Úr fréttatilkynningu) Þorlákshöfn: Kiwanis- menn af- henda söfn- unarfé Þorlákshöfn. EITT AF verkefnum Kiwanis- klúbba er að safna fé til styrktar félags- og líknarmálum i sinu heimahéraði. Nú fyrir stuttu af- henti Kiwanisklúbburinn Ölver i Þorlákshöfn hluta af þvi fé sem þeir hafa safnað og aflað á ann- an hátt. Þeir sem urðu styrksins aðnjót- andi að þessu sinni voru: Björgunar- sveit Þorlákshafnar, sem fékk 80.090 kr., auk 16.000 kr. sem voru prósentur af sölu flugelda Kiw- anismanna um áramót. Afreksfólk í sundi fékk 90.000 kr., Tónlistar- skóli Amessýslu, Þorlákshafnar- deild, fékk 30.000 kr. til stólakaupa í húsnæði skólans hér í Þorlákshöfti. Einnig gefa Kiwanismenn árlega skákverðlaun í Grunnskólann svo og verðlaun fyrir bestan árangur í ensku í 9. bekk. JHS Á myndinni eru talið frá vinstrí: Hrafnhildur Guðmundsdóttir sund- þjálfarí, Þorleifur Björgvinsson forseti Kiwanis og Kristján Frið- geirsson formaður Björgunarsveitar Þorlákshafnar. Morgunblaöið/JHS Jóna Sigursteinsdóttir, skólastjóri Tónlistarskólans i Þorlákshöfn, þakkar Kiwanismönnum veittan stuðning. Sumarið er í kjallara Nýjabæjar í kjallara Nýjabæjar er núr.a nýopnaður sumarvörumarkaður. Þar færð þú allt sem tengist sumri og sól; grill og grillvörur, garðvörur, tjöld, létt húsgögn og margt, margt fleira. Til hátíðarbrigða munum við grilla ýmis konar góðgæti fyrir við- skiptavini okkar hvenær sem færi gefst. Nyr opnimartími í sumar verður opið alla virka daga til kl. 19, nema á föstudögum, en þá verður opið til kl. 22. Á laugardögum verður opið frá kl. 9-13. Lokað verður á sunnudögum. Gildir frá 1. júní. \YI IV1R

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.