Morgunblaðið - 04.06.1987, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 04.06.1987, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1987 13 Fólkí landslagi Myndlist Bragi Ásgeirsson Það er dálítið undarlegt hve manneskjan er ríkur þáttur í mál- verki um þessar mundir en er þó mjög eðlilegt þegar öllu er á botn- inn hvolft. Um árabil var hún útlæg í málverki framúrstefnumálara nema þá í mjög afskræmdu formi svo sem við sáum í art brut- málverkinu og seinna cobra. Afskræmingin er enn í fullu gildi en fígúran hefur þó öðlast fastan tilvistarrétt í nýmálverkinu vestan hafs og austan, og í fjölþættri mynd. Hér á landi hafa myndlistar- menn verið með á nótunum hvað þennan þátt nýviðhorfa snertir og tengja þá fígúruna gjaman goð- sagnarlegri frásögn um mikilleika mannsins og smæð ... Það fer mikið fyrir manneskj- unni í myndum Guðrúnar Svövu Svavaredóttur í hinu nýja hús- næði FÍM við Garðastræti þar sem hún sýnir 26 myndir í blandaðri tækni fram til 8. júní. Myndir Guðrúnar byggjast á mannverum í landslagi og þá í nær öllum tilvikum einni mann- eskju, sem situr, liggur, flýgur eða flatmagar í hinum margvíslegustu tilbrigðum af landslagi. Guðrún leitast við að bregða upp ýmsum stemmningum og hughrifum í þessum myndum sínum og það tekst henni því að myndir hennar eru mjög breyti- legar þrátt fyrir að starfíð sé svipað. Fyrir sumt geta þessar myndir Guðrúnar Svövu minnt á ýmsar tilraunir annarra mjmdlistar- manna á þessum vettvangi og í einstaka mynd nálgast hún súr- realisma svo sem við þekkjun hann í myndum Dalís — t.d. í myndinni „Hvfld á ljalli“ (7). En fígúruteikningin í þessum myndum listakonunnar er mun sterkari og ákveðnari en áður hefur sést frá henni og er þar um ótvíræða framför að ræða. Það er þó vandasamt verk að tengja á þennan hátt fígúru og landslag svo vel fari og hér á Guðrún Svava eðlilega ýmislegt ólært. Það er viss þokki yfír þessum myndum Guðrúnar Svövu og vil ég hér einkum nefna myndir svo sem nr. 1, „Inn í sortann", „Af moldu" (5), „Hún rís úr sumar- sænum" (9), „Nýrdagur" (20) svo og myndimar tvær i glugganum Garðastrætismegin, „Él“ og „Rosi“ (25 og 26). Allar þessar myndir undirstrika að Guðrún Svava er í örum vexti á listasviði. Guðrún Svava við verk sitt „Af moldu“. Morgunbiaðið/ói.K.M. Jacek Sroka Myndlist Bragi Asgeirsson Gallerí Hallgerði gistir um þessar mundir grafíksýning pólsks listamanns, Jacek Sroka að nafni, og stendur hún til 10. júní. Ekki þekkir listrýnirinn neitt til þessa listamanns, en hann mun vera af yngri kynslóð pólskra grafíklistamanna með nám við listaháskólann í Kraká í malnum. Sroka hefur tekið þátt í samsýn- ingum víða um heim, hlotið verðlaun og viðurkenningar, enda er það með nokkru stolti, sem þær Langbrækur kynna þetta framtak sitt. Hin pólska erfðavenja um myndefni og framsetningu þess er mjög rík í myndum listamanns- ins og sömuleiðis tæknin, og þannig séð fer hann troðnar slóð- ir f list sinni. Fram kemur lúmskur húmor, sem blandast frekar fráhrindandi- veruleika úr nútíð og fortíð, og þannig leggur Sroka m.a. út af galdraofsóknum miðalda, tekur fyrir sögufræg atvik eins og May- erling-harmleikinn og fleira í þeim dúr. Sroka er þannig stöðugt að segja frá einhveiju í myndum sínum, svo að þær verða eins kon- ar myndlýsingar og bera keim af sviðsetningum, eða eins og það heitir á fagmáli, eru að hluta til „teatralskar“. Myndefnið er þannig þvert og í gegn hrákaldur veruleikinn með ákveðnum skammti af ísmeygi- legum, kaldranalegum húmor og þessu fylgt eftir með dijúgum skammti af tæknigaldri. Veigurinn í þessu er hvemig listamaðurinn hrærir þessu öllu saman, svo að úr verður ærsla- fenginn leikur, er vekur skoðand- ann til umhugsunar og þá ekki einungis um myndimar sjálfar heldur mannlífið vítt og breitt. Gildi sýningarinnar fyrir okkur hér uppi á Islandi felst fremur öðru í því hve þessi leikur er frá- brugðinn öllu því, sem við eigum að venjast í grafík heimamanna, sem leggja meira upp úr tækninni og óbeinni, táknrænni frásögn. Það má hafa mikið gaman af myndum Jacek Sroka og einkum held ég að myndir hans séu tilval- in uppfylling á veggi innan um íslenzka grafík. Fleiri virðast og hafa uppgötvað þetta, því að margir hafa þegar fest sér eintök af myndum listamannsins, sem er ánægjuleg þróun í landi, þar sem list útlendinga gengur frekar treglega út. Þetta er vissuiega sýning, sem á erindi til margra og þá ekki síst íslenzkra grafíklistamanna. Fegurðardrottning Fegurðardrottning íslands 1T987Í1 Reykjavíkur KYNNINGARKVÖLD í annað kvöld, föstudag, kl. 20:00. Kynntar verða þær 10 stúlkur, sem taka þátt í vali um fegurðardrottningu íslands og Reykjavíkur 1987. Stúlkurnar munu koma fram í síðkjólum og sundbolum. \ J \ i i ! > míi í Rokksýningin glæsilega M'rvító sem gjör- samlega hefur tryllt gesti BROADWAY upp úr skónum verður á sínum stað. Þar munu listamenn sýningarinnar flytja allmarga og vel valda kafla úr rokksögunni sem við þekkjum svo vel. Styrktaraðililar:___1_______________________________ MATSEÐILL: Forréttur: Súpa „SJÁVARSINFÓNÍA" Aðalréttur: GRÍSAHNETUSTEIK Eftirréttur: SÍTRÓNUÍS Pantið miða í BROADWAY í dag ísíma 77500. Verið tímanlega því síðast seldist upp. 5 SrEl^^ljÖM Heimilistækl hf T) W &C|TT Cleó I EGGERT /Wtlsfo’h SEIKO /Vbarabou iSkotid' cLir<t. <01111 & &il(tir u/f r" SftÆÐi FLUGLEIDIR . 5TJARNAN E?EffY StoneArt * tiskuhús SALON VEH 'éf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.