Morgunblaðið - 04.06.1987, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 04.06.1987, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ1987 Austur-Eyjafjöll: Vígsluhátíð orlofshúss Rangæinga á Hamragörðum Holti. FÉLAGSMENN Rangæingafél- agsins fjölmenntu á Hamragarða 30. maí sl. til að taka í notkun orlofshús, sem félagsmenn hafa reist af miklum myndarskap í sjálfboðavinnu. Um kvöldið var haldin vígsluhátíð á Heimalandi með einsöng, kórsöng og ræðum. Hátíðin hófst síðdegis með því að um 200 burtfluttir Rangæingar komu að hinu nýreista húsi, þar sem blásarar léku undir stjóm Jóhanns Ingólfssonar. Síðan bauð Dóra Ingvarsdóttir, formaður Rang- æingafélagsins, alla félagsmenn og gesti velkomna. Hún sagði daginn HÁÞRÝSTI- VÖKVAKERFI SérhæfÓ þjónusta. Aóstoóum vió val og uppsetningu hvers konar háþrýstibúnaóar. REGGIANA RIDUTTORI Drifbúnaður fyrir spil o.f I mikinn fagnaðardag því markmið- um sem sett hefðu verið á hálfrar aldar afmæli félagsins 1985 væri nú náð með byggingu þessa húss. Húsið væri fullbúið og reist af bjart- sýni og trú félagsmanna. Síðan gaf hún formanni byggingamefndar Hamragarða, Einari Agústssyni, orðið, en hann lýsti byggingarsögu hússins. I máli hans kom fram að á stjóm- arfundi á heimili formanns félgsins haustið 1984 hafi formaður fyrst sett fram þessa bjartsýnishugmynd að reisa orlofshús í Hamragörðum. Síðan hafi allt gengið ótrúlega hratt með samhjálp og ótrúlegum styrk félagsmanna. Byggingamefndin hafí verið skipuð Olafi Auðunssyni og Dóru Ingvarsdóttur. Fyrsta skóflustungan var tekin 7. júlí 1985 og viku seinna vom undirstöður steyptar. í ræðulok afhenti hann formanni félagins lyklana að hús- inu. Næstur tók til máls Ragnar Jóns- son, formaður Hamragarðanefndar. Óskaði hann félagsmönnum og öll- um Rangæingum til hamingju með þennan áfanga. Sagði hann síðan frá þessu sjálfboðastarfí, sem hefði fyrst og fremst verið hjá þeim „fóst- bræðrum" Einari Ágústssyni og Ólafi Auðunssyni. Þó hefðu 48 aðil- ar komið við sögu, ferðimar úr Reykjavík verið 30 og gefín dags- verk verið 380. Síðan endaði Ragnar mál sitt með hvatningu til þeirra sem ættu eftir að njóta húss- ins og sagði: „Takið daginn snemma þegar sól skín og gangið upp á heiði og jafnvel á Fagrafell. Þaðan sést jrfír allt suðurlandsundirlendi. Það er dýrleg sýn að standa á heið- arbrún í glitrandi næturdögginni og sjá sína eigin mynd falla í sólar- geislum morgunsins á iðgrænt túnið. Er þið hafíð lokið slíkri morg- ungöngu getið þið sest í stofu eða á verönd og fengið ykkur hressingu og virt fyrir ykkur djásnið í suðri, sem em Vestmannaeyjar, sem hafa oft á fögrum dögum eins og tyllt sér á tá á hafflötinn. Og á kvöldin er hægt að una sér við þá dýrðar- sýn, er síðdegisgeislar sólar lýsa upp hamravegg og fossa, sem end- ar með roðagylltum geislum sólar- lagsins. Slík sjón er auganu hátíð." Að lokinni ræðu Ragnars heiðr- aði formaður félagsins, Dóra Ingvarsdóttir, Ólaf Auðunsson yfír- smið hússins, Einar Ágústsson og Ragnar Jónsson. Þá fluttu einnig hátíðarræður Pálmi Eyjólfsson sem færði að gjöf frá sýslunefnd Rang- árvallasýslu fána Rangárvallasýslu og fánastöng og Guðjón Ólafsson, oddviti Vestur-Eyjafjallahrepps, en hann gaf til hússins fallega mynd frá V-Eyfellingum. Að lokum var sungið undir stjóm Njáls Sigurðssonar. Síðan var haldið að Heimalandi, drukkið kaffi og um kvöldið fór þar fram hátíðardagskrá. = HÉÐINN = VÉLAVERZLUN-SIMI: 24260 LAGER-SÉRPANTANIR-ÞJÓNUSTA Fjölmenni var við vjgsluhátíðina. Einar Ágústsson formaður byggingamefndar afhenti Dóru Ingvarsdóttur formanni Rangæingafélagsins lykla hússins. Sumarhús Rangæinga á Hamragörðum. Morgunblaðið/H.G. Guðjón Ólafsson oddviti Vestur-Eyjafjallahrepps flutti ræðu og af- henti mynd að gjöf. Kantatan Gunnars- hólmi frumflutt Hátíðardagskráin hófst með kór- söng samkórs Rangæingafélagsins, en honum stjómuðu til skiptis hjón- in Kjartan Ólafsson og Elín Ósk Óskarsdóttir. Jafnframt sungu þau bæði einsöng með kómum, svo og Ámi Sighvatsson og Stefán Amgrímsson. Píanóleikari var Ólaf- ur Vignir Albertsson. Síðan söng Elín Osk Óskarsdóttir einsöng og því næst söng kórinn kantötuna Gunnarshólma eftir Helga Helga- son. Kom fram að þessi söngdrápa hefði verið útgefin af prentsmiðju Gutenbergs 1914, en aldrei verið sungin fyrr. Var flytjendum þakkað með miklu lófataki og stjómendum og píanóleikara færðir blómvendir að gjöf fyrir þeirra sérstaka fram- lag. Þá flutti formaður félagsins ávarp, Bjöm Loftsson flutti Ijóð, karlakór Rangæingafélagsins söng undir stjóm Njáls Sigurðssonar og síðan fluttu Þórður Tómasson í Skógum og sr. Halldór Gunnarsson ávörp og þakkir fyrir hönd Eyfell- inga, Að lokum var stiginn dans fram eftir nóttu. _ Fréttaritari Ný afmælisútgáfa af SKUTLUNNI sérhönnuö fyrir LANCIA af hinu heimsþekkta sportvörufyrirtæk' FILA. Nýtt, spennandi útlit, hvítur litur, hvítir stuðarar og hjólkoppar,sportrönd áhliöum og hárautt áklæði á * I sætum. Aöeins örfáir bílar koma til BILABORG HF FOSSHALSl 1,S 68-1299 i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.