Morgunblaðið - 04.06.1987, Blaðsíða 50
50
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1987
Morgunblaðið/Einar Falur
Sveinn Gunnarsson afhendir Ingvari Gíslasyni skólastjóra Iðnskólans í Reykjavík málverk af Óla Vest-
mann Einarsyni fyrrverandi yfirkennara og deildarstjóra prentdeildar. Málverkið gáfu 15 og 20 ára
nemendur úr prentdeild.
Iðnskólinn í Reykjavík;
Brýn þörf er á
viðbótarhúsnæði
IÐNSKÓLANUM í Reykjavík var
slitið miðvikudaginn 27. maí
síðastliðinn. A þessu skólaári út-
skrifast 326 nemendur.
Ingvar Ásmundsson skólameist-
ari hélt ræðu við slit skólans og í
upphafí ræðu sinnar minntist hann
Sigurðar Skúlasonar magisters,
sem starfaði við skólann í rúma
hálfa öld.
Ingvar vakti athygli á því, að
skólinn hefði tekið stöðugum breyt-
ingum á undanförnum árum og
áratugum og að hann mætti ekki
staðna. Rifjaði hann upp helstu
breytingar, sem orðið hefðu í skóla-
starfínu, sem orðið hafa á undanf-
ömum árum með tilkomu
áfangakerfís og aukinna tengsla við
aðra skóla og vakti athygli á því,
að til þess að áfangakerfíð nyti sín
til fulls, þyrfti að efla mjög náms-
ráðgjöf, persónulega ráðgjöf við
nemendur, umsjón með námi þeirra
og styrkja í hvívetna tengsl nem-
endanna og skólans. Hann taldi að
þetta þyrfti að vera forgangsverk-
efni skólans á næstu árum.
Tæknibraut hefur verið sett á
stofn, en hún samsvarar uppeldis-
og raungreinadeild tækniskólanna.
Um síðustu áramót fékk skólinn
heimild til þess að útskrifa stúdenta
af tæknibraut. Horfur eru á að
fyrstu stúdentamir af tæknibraut
útskrifíst á næsta ári. Tölvbraut
hefur verið starfrækt í tvö ár. Þetta
er þriggja ára nám og munu fyrstu
nemendumir af brautinni útskrifast
að ári. Öldungadeildir í rafeinda-
virkjun og bókagerðargreinum tóku
til starfa s.l. haust. Eftirmenntun
iðnaðarmanna hefur verið efld í
formi námskeiða við skólann og
sóttu þau á annað hundrað iðnaðar-
menn á liðnu skólaári.
Næst ræddi skólastjóri um hús-
næðismál skólans, sem hann sagði
að stæðu þróun skólans fyrir þrif-
um. „Húsnæðismálanefnd, sem
menntamálaráðherra skipaði hefur
nýlokið störfum. í áliti hennar kem-
ur fram, að skólinn þurfi þegar í
stað húsnæði, sem nemur 3.000
fermetmm, en þegar til nokkurra
ára er litið um 7.000 fermetra til
viðbótar.“
Nokkrar breytingar hafa orðið á
kennaraliði skólans, en þar er helst
að nefna, að vegna aldurs lét af
störfum Bergljót Ólafsdóttir, kenn-
ari í fataiðnaðardeild, af störfum
um síðastliðin áramót og Guðmund-
ur Jensson yfírkennari mun láta af
störfum í sumar. Ingvar þakkaði
þeim Bergljótu og Guðmundi fyrir
góð störf í þágu skólans og Guð-
mundi fyrir gott og náið samstarf.
Verðlaun fyrir bestan námsár-
angur voru veitt úr verðlaunasjóði
Iðnnemafélagsins Þráins. Fýrstu
verðlaun úr þeim sjóði hlaut Guð-
björg Bjömsdóttir, nemi í kjötiðn,
en önnur verðlaun hlaut Sigmar
Reynisson, einnig nemandi í lqötiðn.
Aðrir nemendur, sem hlutu verð-
laun skólans fyrir góðan námsár-
angur voru: Guðmundur Valsson,
rafvirkjun, Jósep Gíslason, prent-
setningu, Kjartan Kjartansson,
húsasmíði, Magnús Arason tækni-
teiknun, Pétur Valur Olafsson
bifvélavirkjun og Ragnheiður
Sverrisdóttir, tæknitejknun.
Ársæll Þorvaldur Ámason, hús-
asmíði, hlaut verðlaun Iðnaðar-
mannafélagsins, Hjálmar Ólafsson,
húsasmíði hlaut verðlaun Minning-
arsjóðs Finns Ó. Thorlacius, Valgeir
Sigurgeirsson, vélvirkjun, hlaut
verðlaun úr Menningarsjóði Helga
Hermanns Eiríkssonar, Þórhallur
T. Tryggvason, rafeindavirkjun,
hlaut verðlaun Skýrslutæknifélags
íslands, Lilja Bergsteinsdóttir,
prentsetningu, hlaut verðlaun
Danska sendiráðsins og Þóra Guð-
mundsdóttir, tækniteiknun, hlaut
verðlaun frá Pennanum.
15 og 20 ára nemendur úr prent-
deild heimsóttu skólann og gáfu
honum málverk af Óla Vestmann
Einarssyni fyrrverandi yfírkennara
og deildarstjóra í prentdeild. Ólafur
Ingi Jónsson hafði orð fyrir þeim,
en Sveinn Gunnarsson afhenti gjöf-
ina. Málverkið er gert af Gísla
Sigurðssyni listmálara. Skólastjóri
þakkaði þessa veglegu gjöf.
Gestir við útskrift Iðnskólans í Reykjavík.