Morgunblaðið - 04.06.1987, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 04.06.1987, Blaðsíða 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1987 Minning: Hildignnnur Einars dóttir læknaritari Fædd 17. júní 1947 Dáin27. maí 1987 Hildigunnur Einarsdóttir var fædd á Akureyri 17. júní 1947. Hún var dóttir hjónanna Guðrúnar Kristjánsdóttur frá Holti í Þistilfírði og Einars Kristjánssonar, rithöf- undar frá Hermundarfelli í Þistil- fírði. Hún var fjórða í röðinni af fímm systkinum. Að Hildigunni stóð hæfíleikafólk í báðar ættir. Hildigunnur hlaut skólamenntun sína í Bama- og gagnfræðaskóla Akureyrar, þar sem hún lauk gagn- fræðaprófí árið 1964. Jafnhliða var hún nemandi í Tónlistarskólanum á Akureyri og lærði fíðluleik þar. Hún stundaði nám við Húsmæðraskól- ann á ísafírði veturinn 1965—1966. A Akureyri ól hún lengstum aldur sinn. Hún gegndi störfum læknarit- ara á lyflækningadeild Fjórðungs- sjúkrahússins 1966—1969, svo og á Kleppsspítala í tvö ár, síðan á sjúkrahúsi í Örebro, Svíþjóð, í eitt ár, þar sem hún var valin í stöðu læknaritara ein úr hópi 90 umsækj- enda. Eftir það vann hún aftur í starfsgrein sinni í eitt ár á Klepps- spítala 1972—1973. Það ár giftist hún Steinari Þorsteinssyni, tann- lækni frá Hrísey, og settust þau að á Akureyri. Voru þau síðan búsett þar. Eignuðust þau þijú böm, sem nú eru 13, 9 og 6 ára gömul. EVá 1973 vann hún endmm og sinnum störf læknaritara á sjúkrahúsinu á Akureyri jafnhliða húsmóðurstörf- um sínum, ýmist í hlutastarfí eða afleysingum, síðast fyrri hluta árs 1985. Sá sem þetta ritar kynntist Hildi- gunni í starfí á Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri. Þegar í upphafí starfs hennar komu í ljós óvanaleg- ir hæfíleikar hennar og starfshæfni. Sameinaði hún með undraverðum hætti hraða og nákvæmni í verki og þar með skipulag, afköst og smekkvísi í öllu sem hún tók sér fyrir hendur. Einkum vakti athygli hraði hennar í vélritun samfara fullkomnun í stafsetningu og rétt- ritun. Þó vann hún öll sín störf án asa og ákafa og virtust rósemi, jafn- lyndi og yfírlætisleysi vera ríkir þættir í fari hennar. Háttvísi var henni í blóð borin og traust var hún í hvívetna. Óhætt er að segja, að hún var snilldarkona til orðs og æðis, í framkomu og athöfn. Arið 1981 fannst hjá henni mein það, sem varð henni að aldurtila. Gekk hún þá undir aðgerð og geisla- meðferð á eftir. Engu að síður tók mein hennar sig upp aftur í árslok 1984 og eftir það hallaði smám saman undan fæti hjá henni þrátt fyrir alla meðferð hjá sérfræðingum og á sjúkrahúsum á Akureyri og í Reykjavík, uns yfír lauk 27. maí sl. Brást hún við örlögum sínum með jafnaðargeði og stakri rósemi og fór hún í leikhús fímm dögum fyrir andlát sitt. Heyrðust aldrei kvartanir eða æðruorð frá henni. Dauðinn snertir okkur oftast ónotalega, þegar einstaklingar hníga í valinn áður en starfsdegi þeirra og hlutverki í lífínu er lokið og minnir okkur harkalega á fall- valtleika lífsins. Grimmd dauðans og „hans beiska heiftarþel" kemur óþyrmilega við okkur þegar ungir falla, þeir sem eru í blóma lífsins. Við fínnum tilfínnanlega fyrir eyðslu og sóun náttúrunnar, þegar hæfíleikafólk hverfur endanlega af sviðinu langt fyrir aldur fram. Við verðum okkur þess meðvitandi hve líf fólks getur orðið átakanlegt og hlutskipti þess hörmulegt, þá er móðir og eiginkona er rifín burtu af dauðanum frá bömum sínum ungum og lífsförunaut snemma á ævi, þegar sól er í hádegisstað. Þó að sagt sé, að tíminn græði flest sár, er slíkt tjón í rauninni óbætan- legt þeim, sem í hlut eiga. Þó er það ef til vill nokkur huggun harmi gegn, að skír og björt mynd Hildi- gunnar lifír áfram um aldur og ævi í hugum ástvina hennar. Mikill mannskaði er að Hildi- gunni, nú þegar hún hefír verið kvödd héðan af heimi. Þeir sem störfuðu með henni eiga einungis góðar minningar um hana, bar þar aldrei skugga á, og sakna þeir sam- starfsins við hana. Þó hverfur sú eftirsjá vissulega í skuggann hjá hinum mikla missi bama hennar, eiginmanns, foreldra og systkina, nú þegar Hildigunnur hefur verið frá þeim tekin, sá þáttur af þeim rakinn, sem hún var og ekki verður endurheimtur. Fjölskyldu hennar og öðrum ástvinum er vottuð dýpsta samúð í þeirra þunga harmi, þeirri sáru sorg. Blessun sé með minningu hennar. Ólafur Sigurðsson En þar brástu vængjum á fagnandi flug, sem frostnætur blómin heygja. Þar stráðirðu orku og ævidug, sem örlög hvem vilja beygja. - Mér brann ekkert sárar í sjón og hug en sjá þínar vonir deyja. (E.Ben.) Við hittumst hér á ytri-brekkunni vorið 1976, báðar með litla syni okkar í kermm. Við þekktumst lítið en tókum tal saman, enda þremenn- ingar ættaðar úr Þistilfírði. Þá var vor í lofti, brekkan ómaði af fugla- söng og napur gustur dauðans víðs tjarri. Við vorum hreyknar hús- mæður, nýfluttar í gömul hús; mikið starf var fyrir höndum og vorum við sammála um gildi þess að leggja rækt við uppeldi bama og heimilis- hald svipað því sem við höfðum hamingjusamlega notið í bamæsku. Synir okkar urðu síðar miklir vinir og spannast vinátta okkar Hildi- gunnar út frá því. Þau eru óteljandi samtölin á milli okkar mitt á milli heimilanna eða í síma og bar þá margt á góma. Ýmislegt þurfti að ræða vegna drengjanna, útbúa öskudagslið og leikbúninga, halda bekkjarveislur svo eitthvað sé talið. Oft hafa bekkjarfélagar drengjanna notið þess að vera heima hjá Hildi- gunni. Hún lagði alltaf gott til málanna og dæmdi mildilega. Það var mannbætandi að hafa sam- skipti við hana og einstakt að sjá hve vel hún notaði tímann fyrir bömin sín, en hún vissi að hann var naumur. Síðasta kvöldið sem hún var heima kom ég til hennar. Við rædd- um sem endranær um börnin okkar, lífið og tilvemna. Hildigunnur spurði um kórinn en tvö börn henn- ar em í Kór Barnaskóla Akureyrar. Hún sagðist fegin því að hafa getað starfað fyrri part vetrar með for- eldrum bamanna að fjáröflun fyrir kórinn. Glaðlyndið og kjarkurinn var enn til staðar enda þótt tápið og fjörið væri á þrotum. Hildigunnur var næstyngsta barn foreldra sinna, þeirra Guðrúnar Kristjánsdóttur frá Holti í Þistilfirði og Einars Kristjánssonar, rithöf- undar frá Hermundarfelli i sömu sveit. Systkini Hildigunnar em: Angantýr kennari, Óttar kennari, Bergþóra blaðamaður og Einar Kristján tónlistarmaður við nám í Bretlandi. Á því heimili var í orðs- ins fyllstu merkingu lagt meira upp úr manngildi en auðgildi. Tónlist og bókmenntir var jafn sjálfsagt og kaffí og kleinur. Margur gestur og gangandi hefur notið frásagnar- listar og kímnigáfu við þeirra borð. Hildigunnur lauk prófi frá Gagn- fræðaskóla Akureyrar og fór síðan í Húsmæðraskólann Ósk á ísafírði. Hún vann sem læknaritari á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri og í Svíþjóð. Mikið lofsorð fór af afköst- um hennar og vandvirkni, enda var hún einstaklega skörp til munns og handar. Hildigunnur unni góðri tónlist og lærði sjálf að leika á fiðlu. 16. júní 1973 gengu þau í hjónaband Hildi- gunnur og Steinar Þorsteinsson tannlæknir frá Hrísey. Þau eignuð- ust þijú böm: Þór, f. 1974; Guðrúnu Siiju, f. 1977; og Þórdísi, f. 1980. Þau fluttu á Bjarkarstíg 3 árið 1976 og þar hefur heimili þeirra staðið opið og hlýtt. Hetjulegri baráttu er lokið við ósigrandi sjúkdóm. Umhyggja Steinars var einstök fyrir konu sinni og börnum og þeim og öllum öðmm ástvinum hinnar látnu sendir fjöl- skyldan á Oddeyrargötu 28 einlæg- ar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Hildigunnar Einarsdóttur. Kristín Sigfúsdóttir t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, HJÖRTUR GUÐMUNDSSON, Elliheimilinu Jaðri, Ólafsvfk, andaðist 2. júní. Fyrir hönd vandamanna, Zakarías Hjartarson, Hjörtfríður Hjartardóttir, Gunnar Hjartarson. t Eiginmaður minn, NIKULÁS MAREL HALLDÓRSSON, fyrrv. verkstjóri 1 Hamri, Reynimei 61, andaöist 2. júní. Rose Halldórsson. t Eiginmaður minn, ÞORSTEINN EGILSON, lést í Landakotspítala þann 3. júni. Þóra Óskarsdóttir. t AGNES GUÐFINNSDÓTTIR, Skólabraut 39, Seltjarnarnesi, andaðist á öldrunarlækningadeild Landspítalans 14. maí. Jarðarförin hefur farið fram. Björn Jónsson, Guðrún Magnúsdóttir. t Eiginmaður minn, faðir, sonur, bróöir og mágur, GÍSLI SIGHVATSSON, Birkihvammi 13, Kópavogi, sem lóst miðvikudaginn 27. maí, verður jarðsunginn frá Lang- holtskirkju í Reykjavík föstudaginn 5. júní kl. 13.30. Ólöf Helga Þór, Gunnar Svelnn, Elfn Ágústsdóttir, Sighvatur Bjarnason, Kristín Sighvatsdóttir Lynch, Charles Lynch, Bjarni Sighvatsson, Aurora Friðriksdóttir, Viktor Sighvatsson, Ásgeir Sighvatsson, Elfn Sighvatsdóttir. t Ástkær faðir minn, bróðir og móðurbróðir, ÁRNI ÁGÚST ÞORLEIFSSON, andaðist í Landspítalanum 26. maí 1987. Jarðarförin hefur farið fram. Björn Árnason, Marta Þorleifsdóttir og börn. t Faðir okkar, tengdafaöir, afi og langafi, EGGERT Ó. SIGURÐSSON, Smáratúni, Fljótshlfð, lést í sjúkrahúsi Suðurlands 31. maí. Jarðarförin fer fram að Breiðabólsstað í Fljótshlíö laugardaginn 6. júní kl. 14.00. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Bálför eiginmanns míns, ÓSKARS A. SIGURÐSSONAR bakarameistara, Felismúla 4, fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 5. júní kl. 10.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaöir, en þeir sem vildu minnast hans, láti Hallgrímskirkju njóta þess. Fyrir hönd aðstandenda, Hrefna Pálsdóttir. t Móðir min, tengdamóðir, amma og langamma, KATRÍN KRISTJÁNSDÓTTIR, Melabraut 5, Seltjarnarnesi, andaöist í Borgarspítalanum 1. júní. Jarðarförin fer fram frá Nes- kirkju miðvikudaginn 10. júní kl. 15.00. Sverrir Guðjónsson, Erna Guðjónsdóttir, Nfna K. Sverrisdóttir, Jón Ingólfsson, Sigrfður G. Sverrisdóttir, Jón Gunnarsson og barnabarnabörn. Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn- arstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.