Morgunblaðið - 10.09.1987, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1987
wVr mssicóLM
SÉRHÆFÐIR DANSKENNARAR í:
ViSA
WSBMSM
Barnadanskennslu,
þar sem kennd er leikræn tjáning i þvi gamla og
nýja sem gerir lærdóminn léttan og skemmtilegan.
Gömludansakennslu,
Standard danskennslu,
Latíndanskennslu.
Sérnámskeið: Tjútt — Bugg — Rokk.
Nýtt:
Sérstakir Latín danstímar.
Lokaðir tímar þar sem fjöldi í tíma er 26 nemendur
NÁMSGJALD: Ein kennslustund í viku,
Börn 4-5 ára kr. 840 per. mánuð.
Aðrir kr. 1.052 per. mánuð 1 kennslustund í viku.
AFSLÁTTUR:
Nýjung. Allt að 40% afsláttur á ýmsum dðgum og
ýmsum tímum.
ELDRI BORGARAR:
Sérstakir siödegisdanstimar allt að 50% afsláttur.
Nýjung.
GreiAslufyrirkomulag fyrir þá sem þess
óska.
Forráðamenn grunnskóla, héraðsskóla og aðrir sem
hug hafa á að fá danskennslu í sitt byggðarlag, haf-
ið samband, við gerum gott og sanngjarnt tilboð.
KENNSLUSTAÐIR:
Reykjavík. Ármúli 17 a, simi 38830.
Hafnarfj. Linnetstigur 3, sími 51122.
Ýmsir aðrir staðir á landinu.
nnritun og upplýsingar virka daga kl. 13-19.
F.I.D. Símar 38830— 51122.
Einleikur á bassa
— og nám í París
Viðtal við Hávarð Tryggvason kontrabassaleikara
Annað kvöld kl. 20.30 verða tónleikar í Norræna hús-
inu. Ekki er það nú óalgengt, en hljóðfæraskipunin er
sjaldséð. Þarna verður spilað á kontrabassa og píanó,
bassinn sumsé í hlutverki einleikshljóðfæris. Þetta ku
vera fyrstu einleikstónleikar með kontrabassaleik hér
og eru líka fyrstu einleikstónleikar bassaleikarans. Hann
heitir Hávarður Tryggvason. Undirleikari er Brynja
Guttormsdóttir, píanókennari í Tónskóla Sigursveins. Á
Isafirði verða þau 15. september.
En það er ekki aðeins að Há-
varður hafí valið sér sjaldséð
hljóðfæri, heldur hefur hann einnig
farið í framhaldsnám, þar sem lítið
er af íslendingum í tónlistamámi
og reyndar öðru námi yfírleitt.
Hann nemur sín fræði í París. En
byrjum á bassanum, hvers vegna
fór hann að læra á þetta myndar-
lega_ hljóðfæri?
„Eg byijaði á bassa því ég flækt-
ist inn í poppið á unglingsárunum.
Byijunin var öll hin frumstæðasta.
Bróðir minn átti gítargarm, svo
það var sjálfgefið að hann spilaði
á hann, einn félaginn var alltaf að
slá taktinn, svo hann var settur á
trommur. Það var svo ákveðið að
ég færi á bassa, svo ég keypti mér
fínan bassa fyrir lítinn pening.
Þessi hljóðfæri, ásamt einum gítar
og söngvara til, voru tengd inn á
lítinn gítarmagnara og svo var æft
í smáherbergjum hér og þar. Leið-
in lá svo bara lengra inn í poppið
og á skemmtistaðina.
Mig langaði hins vegar að vita
meira um tónlist almennt, svo ég
fór í Tónskóla Sigursveins 1980
og þá lá beint við að halda áfram
á bassanum. Þama uppgötvaði ég
klassíkina og hætti þá í poppinu,
fannst þett tvennt of ólíkt til að
eiga samleið. Ég fór líka að æfa
mig og hef haldið því áfram síðan.
Annars byija bassaleikarar oft
seint á hljóðfærið. Líkt og lágfíðlu-
leikarar byija oft á sitt hljóðfæri,
eftir að hafa hætt við fiðlu, þá eru
margir sem taka bassann eftir
sellóið. Þó það sé unnið vel, eftir
að byija seint og um síðir, þá kem-
ur það sjaldan í stað þess að byija
ungur. Núna em dæmi þess að
krakkar byiji að læra á bassa allt
niður í níu ára.“
Hvað er að segja um bassa sem
einleikshljóðfæri?
„í hugum flestra er bassinn að-
allega jazz- eða hljómsveitarhljóð-
Adidas Challenger
Ný sending.
Litir: Dökkblátt,
Ijósblátt,
svart,
rautt m/dökkbláum buxum,
grátt m/dökkbláum buxum,
grátt m/svörtum buxum,
Stærðir: 138-150-156
-162-168-174-180
-186-192-198
Kr. 6.290.-
Opið laugardag
til kl. 16.00.
Póstsendum samdægurs.
EURO/VISA.
SPORTVÓRUVERSLUNIN
LAUGAVEGI 49 SIMI 12024
Listalíf í Holliday Inn
TÓNLIST og myndlist eru fastir
þættir i starfsemi Holliday Inn
hótelsins, sem fyrir skömmu hóf
starfsemi sína í Reykjavík. Jónas
Þórir leikur fyrir matargesti á
flygil og orgel og myndlistarsýn-
ingar verða fastur liður í starf-
semi hótelsins. Næstkomandi
laugardag opnar Pétur Friðrik,
listmálari sýningu innan veggja
hótelsins.
Höfðar til
.fólks í öllum
starfsgreinum!
Jónas Þórir leikur á flygil fyrir
gesti í andyri hótelsins frá klukkan
19 til 21 á fimmtudögum til sunnu-
dags og til klukkan 23 leikur hann
á orgel fyrir matargesti í kvöldverð-
arsalnum Teigi.
Tónlist er einnig leikin á bar
hótelsins á efstu hæð sömu kvöld.
Þar leika bræðumir Helgi og Her-
mann Ingi Hermannssynir ásamt
Jónasi Þóri.
Veggi hótelsins prýða málverk
eftir íslenzka og erlenda málara,
en á jarðhæðinni er gallerí Sigtún.
Torfí Haraðarson hefur þegar sýnt
þar og laugardaginn 12. september
hefst sýning Péturs Friðriks, list-
málara.
Úr fréttatilkynningu
BRUNNDÆLUR
= HEÐINN =
VÉLAVERSLUN SlMI 624260
SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA - LAGER