Morgunblaðið - 10.09.1987, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.09.1987, Blaðsíða 1
96 SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 203.tbl.75.árg. FMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1987 Prentsmiðja Morgunblaðsins Nýtt sáttatilboð Bandaríkjastjórnar í hvalveiðideilunni: Gengið til móts við óskir íslenskra stjórnvalda Á FUNDI með íslensku sendi- nefndinni í Ottawa í Kanada í gær afhentí dr. Anthony Calio, sjávarútvegsráðherra Banda- ríkjanna, Ingva S. Ingvarssyni, sendiherra íslands i Washington, sem var í forsvari fyrir islensku nefndinni vegiia fjarveru Steingríms Hermannssonar, ut- anríkisráðherra, sáttatilboð til lausnar hvalveiðideilu islenskra og bandarískra stíórnvalda. í sáttatilboðinu felst að Banda- ríkjamenn geta fallist á að Islendingar veiði 20 sandreyðar auk fyrirheits um meira sam- starf rikjanna innan Alþjóða- hvalveiðiráðsins en verið hefur undanfarið. Þannig eru bandarísk stjórnvöld reiðubúin til að styðja vísindaveiðar íslendinga en þó með þeim hætti að íslensk stjórnvöid leggi vísínda- áætlun sína fyrir vísindanefnd Alþjóðahvalveiðiráðsins til sam- þykktar. Bandarísk stjórnvöld eru reiðubúin að styðja Islendinga á þeim vettvangi en ganga ekki gegn þeim eins og þau gerðu á síðasta þingi hvalveiðiráðsins. Þess má geta að ( dag eiga að hefjast yfirheyrslur þingnefnda yfir William Verity, sem Bandaríkjafor- seti hyggst skipa viðskiptaráðherra í stað Malcolm Baldridge, sem lést í sumar, en skipun forsetans verður að hljóta staðfestingu sérstakrar nefndar þingsins eins og komið Engin áhætta tekin Reuter Meðfylgjandi mynd var tekin í Dtisseldorf i gær þegar hundr- uð breskra knattspyrnuáhuga- manna komu þangað tíl þess að fylgjast með landsleik Eng- lands og Vestur-Þýskalands. Minnugir blóðbaðsins á Heys- el-leikvanginum í Belgiu árið 1985 tóku yfirvöld enga áhættu þegar áhorfendum var hleypt inn á leikvanginn. Eftir hðrm- ungarnar á Heysel-Ieikvangin- um þar sem knattspyrnubullur, áhangendur Liverpool og Ju- ventus, börðust með vopnum og öðru tíltæku, hefur öryggis- gæsla á knattspyrnuvöllum Evrópu verið hert tíl muna með góðum árangri. Sjá ennfremur síður 33 og 65. hefur fram í fréttum. íslenska ríkisstjórnin og utanrík- ismálanefnd Alþingis munu funda um hvalveiðideiluna í dag. Sjá ennfremur fréttir á bls. 2, 4 og baksíðu. Filippseyjar: Ráðuneyti Aquino biðst allt lausnar Manilu, Reuter. ALLIR 26 ráðherrar Corazon Aquino sögðu af sér i gær. Gerðu þeir það til þess að hún ætti hægar með að endurskipuleggja ráðuneyti sitt i kjölfar uppreisn- arinnar á dögunum. Að sögn blaðafulltrúa ríkisstjórnarinnar, Teodoro Begnino, gerðist þetta sjálfkrafa án þess að nokkur bæri tillögu um fjöldaafsögnina fram. „Nær allir okkar virtust hafa fengið hugmyndina sam- stundis, vegna þess að okkur fannst að undir þessum kringum- stæðum væri nauðsynlegt að við legðum fram lausnarbeiðni," sagði Begnino. Enn hefur ekki verið ákveðið hvenær Aquino leggur fram nýjan ráðherralista, en gamla ráðuneytið mun starfa áfram þar til forsetinn hefur fallist á lausnarbeiðnirnar. Ofangreint bar til eftir að sérleg- ur aðstoðarmaður Aquino sakaði þrjá viðskiptajöfra og einn háttsett- an herforingja um að hafa stuðlað að óstöðugleika á Filippseyjum í því skyni að fá almenningsáíitið gegn stjórn Aquino. Nú eru 13 dagar liðn- ir frá því að uppreisnin var brotin á bak aftur. Áður hefur svipuð uppstokkun orðið í ráðuneyti Filippseyja. Hún varð í nóvember á síðastliðnu ári þegar upp komst að herforingjar, sem taldir voru sérlega hliðhollir Juan Ponce Enrile, þáverandi varn- armálaráðherra, lögðu á ráðin um valdarán. Sovétríkin: Verður Mathias Rust náðaður? Moskvu, Reuter. í GÆR var getum að þvi leitt í vikuritinu Moskvufréttum að hinn 19 ára gamli Mathias Rust kynni'að verða náðaður, en hann var í síðustu viku dæmdur til fjögurra ára þrælkunar fyrir að hafa rofið sovéska lofthelgi og lent á Rauða torginu án leyfis. Vikuritið hefur stutt viðleitni Sovétleiðtogans Mikhails Gorba- ehevs til aukinnar opinberrar umræðu með ráðum og dáð. Þar sagði að ef Rust væri náðaður af einhverjum háttsettum embættis- manni væri þar einmitt sú tegund af geðþóttaskriffínsku, sem Sovét- stjórnin berðist hvað harðast gegn. „Algerlega öðru máli gegnir hins vegar um náðun, sem byggð er á lagalegri forsendu," sagði í blaðinu. Almennt var farið betri orðum um Rust en í öðrum blöðum. Sagt var að hann væri ungur og ístöðu- laus drengur í flóknum heimi. „Aðrir í hans aðstöðu hefðu orðið skríll, eiturlyfjaneytendur eða gengið í sértrúarsöfnuði, en Rust flaugtil Moskvu," sagði að lokum. Danmörk: Schluter fær umboð til stjórnarmyndunar Sagði af sér sex stundum fyrr KaupmannahöfD, Reuter. POUL Schlttter, forsætisráð- herra Danmerkur, skýrði frá þvi í gær að Margrét II. Danadrottn- ing hefði kvatt sig á sinn fund og falið sér að mynda nýja ríkis- stjórn. Aðeins sex thnum áður hafði Schlttter sagt af sér vegna fylgistaps i þingkosningunum á þriðjudag, þrátt fyrir fyrri yfir- lýsingar hans um að fjórflokka- stjórnin myndi sitja áfram hvað sem kosningaúrslitum liði. Þegar Schluter kom frá fundi við drottningu í Amalienborgarhöll til- kynnti hann að minnihlutastjórn hans myndi sitja enn um sinn, enda þótt hún hafi aðeins 70 þingsæti af 179 á bak við sig. Schliiter hyggst birta ráðherralista sinn i dag eftir að hafa rætt við hina stjórnar- flokkana. Schliiter, sem er fyrsti forsætis- ráðherra íhaldsflokksins á þessari öld, sá sig tilneyddan til afsagnar eftir að fjórflokkastjórn hans tapaði sjö þingsætum í kosningunum í fyrradag. Leiðtogar sex flokka af níu á þingi báðu hann hinsvegar að freista þess að koma saman starfhæfri ríkisstjórn að nýju. Jafnaðarmannaflokkurinn, undir stjórn Ankers Jergensen, tapaði minna fylgi en áður hafði verið spáð og fékk 54 menn kjörna. Hann er því enn stærsti flokkur Dan- merkur. Stjórnmálaskýrendur eru al- mennt á því að hin óvænta lausnar- beiðni Schluters í gær hafi verið til þess ætluð að knýja Radikale venstre og Framfaraflokkinn til stuðnings við sig. Á síðasta kjörtímabili varði Radikale venstre stjórn Schluters falli. Sá þingmeiri- hluti var þó naumur, aðeins eitt sæti. Eftir kosningarnar í fyrradag varð þó ljóst að til þess að stjórnin héldi velli þyrfti hún að reiða sig á Framfaraflokk Mogens Glistrup, en fyrir kosningar höfðu allir stuðn- ingsflokkar Ihaldsflokksins lýst því yfir að þeir myndu ekki undir nokkrum kringumstæðum taka þátt í samkrulli með Framfaraflokknum. Hvort Schliiter tekst ætlunarverk sitt ætti að koma í ljós í dag. Sjá einnig siðu 31. íranirhóta hefndum Bahrain, Reuter. ÍRASKAR herflugvélar gerðu loftárásir á Iran f gær og voru skotmörkin inni i landi, en ekki við Persaflóa eins og til þessa. íransstjórn sagðist myndu hefna árásanna grimmilega. Friðarvæntingar á flóanum þykja nú hafa fokið út í veður og vind eftir að bundnar höfðu verið vonir við vopnahléskröfu Oryggisráðs SÞ. Á flóanum eru nú saman komin herskip fimm rfkja auk flota að- liggjandi ríkja. Þá eru ítalskir tundurduflaslæðarar einnig á leið til Persaflóa. :!/ í '
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.