Morgunblaðið - 10.09.1987, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 10.09.1987, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1987 33 Sovétríkin: Aðskilnaðar kírkju og ríkis krafist Moskvu, Reuter. VIRTUR sovéskur fræðimaður, Dmitry Likhachyov, hvatti í ítalía: Flutninga- bíll rændur Bologna Italiu, Reuter. VOPNAÐIR menn rændu bryn- varinn flutningabíl á einum af aðal þjóðvegum ítalíu aðfaranótt þriðjudags. Að sögn lögreglu höfðu ræningjarnir á brott með sér skartgripi og silfurhluti að verðmæti um þriggja milljóna Bandaríkjadala. Tíu grímuklæddir menn á þremur bflum neyddu ökumann flutn- ingabílsins til að nema staðar um 12 km utan við borgina Bologna á ítalíu. Hótuðu mennirnir bflstjóran- um og ógnuðu með byssum og blysum. Að sögn lögreglu voru bflstjóri og gæslumaður í flutn- ingabílnum bundnir og keflaðir og fleygt utan vegar skammt frá ráns- staðnum. Mennirnir náðu að losa sig sjálfir og náðu í hjálp. Hvorugan þeirra sakaði. Ekki er hægt að gefa upp ná- kvæmt verðmæti þýfisins sem var í eigu margra aðilja og var flutn- ingafyrirtækið Battistolli að flytja varninginn frá Vicenza til Napólí. grein, sem birtist f vikuritinu Literaturaaya Gazeta í gær, til aðskilnaðar rússnesku rétttrún- aðarkirkjunnar og sovéska kommúnistaríkisins. „Ríki okkar ætti í raun og sann að vera utan trúarinnar, það ætti ekki að láta sig málefni kirkjunnar varða," sagði Likhachyov í grein- inni, sem skrifuð var af tilefni þess að á næsta ári verða eitt þúsund ár liðin frá kristnitöku Rússa. Fréttaskýrendur sögðu að Lik- hachyov virtist hafa svipaða afstöðu til þessara mála og trúaðir andófs- menn á borð við föður Gleb Yakunin. Hann skoraði á Mikhail Gorbachev að veita kirkjunni meira svigrúm en á síðasta ári. Likhachyov hefur löngum varið frelsi rithöfunda og hvatt til þess að menn bæru meiri umhyggju fyr- ir umhverfi sínu. Sagði hann í greininni að engin ástæða væri til þess að ríkið gæti takmarkað út- gáfu Biblíunnar og annarra trúar- rita. Bætti hann því við að andúð í garð trúaðra í Sovétríkjunum staf- aði fyrst og fremst af þekkingar- leysi. Vörn fyrir Bukharin Sovéskur sagnfræðingur birti í gær gagnorða varnarræðu fyrir bolsevikann Nikolai Bukharin, sem Josef Stalín lét taka af lífi og orðið hefur tákn endurbóta fyrir komm- únistaflokka um víða veröld. Sagnfræðingurinn Yuri Afanasy- ev, yfirmaður Skjala- og sagnfræði- ritasafns Sovétríkjanna í Moskvu, sagði í grein, sem birtist í vikuritinu Moscow News, að Bukharin hefði ekki verið glæpamaður. Bukharin var tekinn af lífi í mars árið 1938 eftir sýndarréttarhöld og var nafn hans eftir það þurrkað út úr opin- berum sagnfræðiritum. Grein Afanasyevs er gagnorðasta varnar- ræða fyrir Bukharin, sem birst hefur frá því að sovéskir höfundar hófu að gagnrýna stjórnartíð Stalíns eftir að barátta Gorbachevs fyrir auknu upplýsingastreymi hófst. Þykir greinin tíðindum sæta vegna þess að Bukharin var einn helsti andstæðingur Stalíns í lok þriðja og í upphafí fjórða áratugar- ins. Frá því að hann lést hafa hugmyndir hans verið þeim, sem töldu kúgun og ofriki Stalíns vera hryllilegt frávik frá kommúnisma, mikið veganesti. Reuter Beðið eftír brottrækum knattspyrnuáhangendum BRESK yfirvöld hafa visað tutt- ugu og fimm knattspyrnuáhang- endum úr landi og komu þeir til Belgíu í gær. Verða þeir dregnir fyrir rétt og bornir sökum um að hafa átt aðild að óeirðunum á Heysel-leikvanginum í Brussel þar sem þrjátíu og níu manns létu lífið. Knattspyrnubullurnar komu til Belgíu umkringdar vopnuðum vörðum. Þær komu í flutningavél belgíska hersins og var ekið á brott í þremur fangavögnum með skyggðum rúðum í fylgd átta lög- reglubifreiða. Voru Englending- arnir færðir fyrir dómara í dómshöllinni í Briissel. Til óláta kom í tveimur fangels- um í Brussel í þessari viku er spurðist að knattspyrnuáhang- endurnir kæmu til Belgíu. Ástæðurnar að baki óeirðunum voru þær að aðbúnaður belgískra fanga er sýnu verri en sá að- búnaður, sem Bretarnir eiga í vændum. Á myndinni sjást belglskir lög- reglumenn standa vörð og bíða þess að knattspyrnubullurnnar frá Bretlandi lendi. Alusuisse: ítalía: Gamli álrisinn orð- inn að álkaupanda ZUrich, frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morg^inblaðsins. Óhreinindi á glugga - en ekki Jesús Rómaboi-g, Reuter. ÍTALSKIR rannsóknarlögreglu- menn sem voru beðnir að kanna frásögn af því að Jesús Kristur hefði birzt á glugga í þorpinu Supino, segja að það sem hafi virzt vera frelsarinn hafi reynzt vera óhreinindi. Við endurkast sólargeisla á óhreinindin hafi þorpsbúar með fjörugt ímyndun- arfl talið sér trú um, að þeir greindu jesúmynd í glerinu. Eftir að spurðist út að Jesús Kristur birtist alltaf öðru hverju í glugganum, tóku pílagrímar að streyma til þorpsins. Ákveðið var að lokum að kveðja til sérfróða menn og var niðurstaða þeirra birt í ftölskum blöðum í gær. Rannsókn- armennirnir tóku gler og glugga- karm á brott til rannsóknar en engu að síður héldu sanntrúaðir áfram að vitja þorpsins. REKSTUR svissneska álfyrirtæk- isins Alusuisse hefur gengið vel það sem af er þessu ári. Eftirspurn eftir framleiðslu þess á efna- og álsviði hefur verið mikil, verð á áli hefur farið hækkandi og endur- skipulag fyrirtækisins er byrjað að bera tilætlaðan árangur. S<jórn- endur þess sögðu á blaðamanna- fundi i Zttrich í gær að þeir byggjust við hagnaði á rekstrinum í ár, nema eitthvað óvænt gerist í viðskiptaheiminum á næstu mán- uðum, en sögðu að Alusuisse myndi þó ekki geta greitt hluthöf- um arð í ár frekar en í fyrra. Verð á áli hefur hækkað verulega í dollurum undanfarna mánuði en ekki haft mikil áhrif í Evrópu vegna veikrar stöðu dollarans. Meðalverð á áli í vestur-þýskum mörkum fyrri hluta þessa árs er lægra nú en það var á sama tíma í fyrra. Álverðið í mörkum fer þó hækkandi og Dr. Theodor M. Tschopp, framkvæmda- stjóri álsviðs, á von á að sú þróun haldi áfram. Alusuisse hefur skorið álfram- leiðslu sína niður um þriðjung síðan í fyrra og er nú orðinn álkaupandi í Bandaríkjunum. Fyrirtækið svarar enn eigin eftirspurn eftir áli í Evr- ópu. Aframhaldandi niðurskurður álframleiðslunnar mun fara nokkuð eftir þróun álverðs en þegar hefur verið akveðið að loka álverinu í Chipp- is, sem framleiðir 11.000 tonn á ári, og minnka framleiðsluna í Rheinfeld- en úr 63.000 tonnum í 40.000 tonn. Alusuisse framleiðir nú um 350.000 Bretland: Frakkar vildu inn- göngu í samveldið St. Andrew's, frá Guðmundi Heiðari Frbnannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. ÁRIÐ 1956, rétt áður en Súez- deilan náði hámarki, lagði Guy Mollet, þáverandi forsætisráð- herra Frakklands, til við Anthony Eden, forsætisráð- herra Breta, að Frakkland yrði tekið inn í Breska samveldið, að þvi er segir f The Sunday Times síðastliðinn sunnudag. Þetta kemur fram i skjölum, sem heimilaður var aðgangur að fyrr á árinu. Mollet spurði Eden fyrst hvort hægt yrði að endurvekja hug- myndina um einingu ríkjanna, sem komið hafði fram 1940. Breska ríkisstjórnin taldi að slík sameining kæmi ekki til greina árið 1956. Þá stakk Guy Mollet upp á því á fundi í París með Eden að Frakklandi yrði heimilað að ganga í Breska samveldið. Eden sagði sir Norman Brook, sem þá var ráðuneytisstjóri í for- sætisráðuneytinu, að engum erfiðleikum yrði bundið fyrir Frakka að fallast á drottninguna sem þjóðhöfðingja. Anthony Eden var mjög áhuga- samur um þessa hugmynd og sá í henni ýmsa möguleika fyrir Breta. Á þessum tíma höfðu Bret- ar nýlega hafnað þátttöku í Evrópubandalaginu, sem þá var tekið að ræða um að stofna. Hann taldi að Frakkar gætu orðið mót- vægi við sjónarmið ýmissa Asíuþjóða í samveldinu, sem hann var ekki viss um að hefðu sömu sjónarmið í alþjóðamálum og Bretar. Hann taldi einnig að sjón- armið Breta í alþjóðamálum yrðu áhrifameiri en sjónarmið Frakka innan samveldisins. Breska ríkisstjórnin hafnaði þessari hugmynd vegna ýmissa örðugleika, sem óhjákvæmilega fylgdu veru Frakka í samveldinu. Innrásin í Súez varð einnig til þess að þessar hugmyndir voru lagðar á hilluna. Stjórnmálamenn beggja vegna Ermasunds hafa lýst undrun vegna þessara tillagna Mollets. Christian Pineau, sem var ut- anrikisráðherra í stjórn Mollets, segir að hugmyndin um samein- ingu ríkjanna hafi ekki verið formleg tillaga og hann hafi aldr- ei heyrt um tillöguna um að ganga í samveldið. Oðrum frönskum stjórnmálamönnum þótti það broslegt að Eden hafi tekið þessar hugmyndir svo alvarlega. 11. september 1956 lagði Guy Mollet til að ríkin yrðu sameinuð. Eden fór þegar fram á að fjár- málaráðuneytið og utanríkisráðu- neytið mætu kosti og ókosti slíkrar sameiningar, enda vissi hann að síðar í þeim mánuði vildi Mollet fá svar. Utanríkisráðuney- tið var ekki hrifið af hugmyndinni og taldi að ólíkir siðir, tungumál og viðhorf ynnu gegn henni. Sam- band Bretlands við Bandaríkin myndi veikjast og sömuleiðis sam- bandið við samveldið. „Við munum erfa óvinsældir Frakka í Austurlöndum fjær og nær og styrkja fordóma gegn nýlendu- stefnu okkar," segir í skýrslu um málið. Einnig var talið að samein- ingin myndi vekja andúð Þjóð- verja, Skandinava og íbúa Benelúx-landanna. Fjármálaráðuneytið lagðist gegn sameiningunni vegna þess að efnahagslíf Frakka væri þunglamalegt, andsnúið breyting- um og framförum og framleiðni væri lítil. Mannafla væri sóað í landbúnaði og ýmsum iðnaði. Niðurstaðan varð því sú að Eden sagði Mollet að Bretar hygð- ust styrkja samband sitt við Vestur-Evrópu, sem leiddi á end- anum til nánara stjórnmálasam- bands. Þegar Mollet fékk þetta svar stakk hann upp á inn- göngunni í samveldið. tonn á ári, þar af framleiðir ISAL 85.000 tonn. Dr. Tschopp sagði á fundinum að Alusuisse hyggðist ekki breyta rekstri álversins á íslandi næstu fimm til tíu árin. Fyrirtækið vinnur nú að því að festa sig í sessi sem framleiðandi markaðsvöru úr áli. Alls kyns umbúð- ir og iðnaðarvörur eru mest áberandi en fjórðungur framleiðslu álsviðsins tengist umbúðum. Al hefur óorð á sér meðal um- hverfissinna fyrir að vera orkufrekur málmur sem eyðist ekki og er sjaldn- ast endurnýttur. Dr. Tschopp þekkir dæmi um að kennarar ráðleggi skóla- börnum að pakka nestinu ekki í álpappír af umhverfisastæðum. Alusuisse hefur nú ákveðið að hefja áróðursherferð í Sviss til að kynna ágæti málmsins og leiðrétta misskiln- ing neytenda um galla vörunnar. Knattspyrna: Viðbúnaður í Dusseldorf Dusseldorf, Reuter. LÖGREGLAN i Dilsseldorf hand- tók niu enskar knattspyrnubullur aðfaranótt gærdagsins og hefur verið gripið tíl óvenju mikils við- búnaðar vegna landsleiks Vestur- Þjóðverja og Englendinga, sem leikinn var i gærkvöldi. Búist var við mörg hundruð stuðn- ingsmönnum enska liðsins á Rhein- leikvanginn í gærkvöldi og ætluðu yfirvöld að sjá til þess að ekkert bæri útaf, minnugir úrslitaleiks Liverpool og Juventus í Evrópukeppni meistaraliða á Heysel-leikvanginum í Brussel árið 1985 þegar 39 menn létu lífið. Áhangendur Liverpool áttu upp- tökin að harmleiknum í Heysel og voru tuttugu og fimm þeirra fluttir frá Bretlandi til Belgíu í gær. Verða þeir sakaðir um að hafa framið morð. Lögreglan í Dússeldorf sagði að mennirnir níu hefðu verið handteknir fyrir drykkjuskap á almannafæri. Þeir hefðu haft full hátt miðað við hversu áliðið hefði verið nætur. -
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.