Morgunblaðið - 10.09.1987, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1987
BETRI
ÁRANGUR MEÐ
ATLAS COPCO
Öruggur búnaöur fyrir:
1. Mannvirkjagerð
2. Verktakastarfsemi
3. Þungaöiönaö
4. Léttan iðnað
Loftþjöppur með eða án loftkúts
KOSTIR:
Eftirlit auövelt
Fyrirferðarlitlar
Margar stæröir
FYLGIHLUTIR:
Loftsíur
Loftþurrkarar
Þrýstiminnkarar
Loftslöngur
Slöngutengi
Loftkælar
Fullbúin
LE 8 loftþjappa
VERKFÆRI:
Borvélar
Slípivélar
Herzluvélar
Gjallhamrar
Brothamrar
Ryöhamrar
Fræsarar
Loftbyssur
Sagir
Klippur
Sandblásturstæki
Máln.sprautur
Fylgihlutir
Afköst 6-23 i/s — vinnuþrýstingur 10-30 bar
ATLAS COPCO er stærsti framleiðandi í heimi á loftþjöppum
og tækjabúnaði fyrir þrýstiloft. Fyrirtækið þekkir hvernig
minnka má framleiðslukostnað með notkun á loft- og gas-
þjöppum, þurrkurum, síum, kælum, iðnaðarverkfærum og
tækjum til yfirborðsmeðhöndlunar.
■■■iDHHi Fyrirtæki með framleiðslu er
JLtlasCopcc tfyggir Þér bætta arðsemi og JLtlasCopcc
góða þjónustu.
y-s Allar nánari upplýsingar gefur
LANDSSMÐJAN HF.
'^ISÓLVHÓLSGOTU 13 - REYKJAVlK
f SÍMI (91) 20680
VERSLUN: ÁRMÚLA 23
1ÖT1IIMIM i1
HÖFÐABAKKA 9 REYKJAVIK
SÍMI: 685656 og 84530
Athugið:
Eigum fyrirliggjandi nokkra
einfasa rafmótora á mjög
hagstæöu veröi.
Greiðsluskilmálar.
Takmarkaö magn.
SÚCÞURRKUNAR-
MÓTORAR
Einokun afsiðar
Athugasemdir varðandi fréttatilkynningu Sölufélags garðyrkjumanna
vegna úrskurðar Verðlagsráðs um verðlagningaraðferð félagsins
eftir Jónas Bjarnason
Með úrskurðinum, sem tilkynnt-
ur var Neytendasamtökunum í bréfi
dags. 1.9.’87, er Sölufélagi garð-
yrkjumanna gert að hætta afskipt-
um af verðlagningu afurða
garðyrkjumanna vegna þess, að
aðferðin brýtur í bága við verðíags-
lögin. Þessi úrskurður fékkst vegna
kæru Neytendasamtakanna frá 1.7.
1987.
Af tilefni úrskurðarins hefur
Sölufélag garðyrkjumanna sent frá
sér fréttatilkynningu, sem birt hef-
ur verið að hluta til í einstökum
fjölmiðlum að undanfömu. í frétt-
unum hefur eftirfarandi komið
fram:
1. Sölufélagið (SFG) telur furðu-
legt, að stjómvöld telji nú fyrst eftir
47 ára starf SFG ástæðu til að
banna verðlagningaraðferð félags-
ins.
2. SFG segir úrskurð Verðlags-
ráðs hafa verið tilkynntan án
rökstuðnings og byggðan á rangri
túlkun á verðlagslögunum.
3. SFG fullyrðir, að verð á afurð-
um félagsins hafi ráðist af framboði
og eftirspurn.
4. SFG segir líka furðulegt, að
Verðlagsráð hafi ekki getað beðið
fram á næsta vor með úrskurð sinn,
en þá á svokallaður „grænmetis-
markaður" að taka til starfa.
5. SFG telur, að ekki megi ráða
af úrskurði Verðlagsráðs, hvemig
framkvæma megi (verðlagninguna
væntanlega) samkvæmt úrskurðin-
um.
6. SFG íhugar að áfrýja ákvörðun
Verðlagsráðs til dómstóla.
Með þessari grein er ekki ætlun-
in að svara fyrir Verðlagsráð, en
málið er Neytendasamtökunum
skylt af mörgum ástæðum. Þess
vegna vill undirritaður leyfa sér að
koma eftirfarandi athugasemdum
að varðandi málflutning SFG.
Athugasemdir
1. Það er ekkert furðulegt, að
Verðlagsráð úrskurði núna, að SFG
stundi ólöglega verðlagningu. í
fyrsta lagi kærðu Neytendasamtök-
in 1.7. sl., en þau hafa ekki gert
það áður. I öðru lagi er búið að
nema gömlu framleiðsluráðslögin
úr gildi með setningu núgildandi
búvömlaga (46/1985). Með gömlu
lögunum ríkti óþolandi einokunar-
ástand á umræddu sviði, en land-
búnaðarráðuneytið réði öllu.
Grænmetisverslun landbúnaðarins
sáluga réði síðan öllum málum á
sviði garðávaxta í umboði ráðuneyt-
isins með sérstakri reglugerð, en
SFG fékk að ástunda sína einokun
í skjóli Grænmetisverzlunarinnar.
Þessi tími er liðinn, og hefur hann
skilið eftir sig biturt eftirbragð í
„SFG segist íhuga aö
áfrýja úrskuröi Verð-
lagsráðs til dómstóla.
Það er skynsamlegast
að reiða sig heldur á
úrskurð íslenskra neyt-
enda. Það gæti verið,
að sölumálin rynnu úr
greipum SFG á meðan
það er að berjast fyrir
dómstóium. Islenskir
neytendur eru ekkert
bundnir við að láta úr-
elta viðskiptahætti hjá
einu fyrirtæki skammta
sér rétt úr hnefa.“
Jónas Bjarnason
munni íslenskra neytenda. Ástand
á öllum sviðum garðávaxta, þ.e.
kartaflna, grænmetis og annarra
garðávaxta, var og er með öllu
óviðunandi og ósambærilegt við
það, sem gengur og gerist í okkar
heimshluta. Forráðamenn SFG
virðast engu hafa gleymt og ekkert
hafa lært.
Til viðbótar þessu voru sett ný
verðlagslög (56/1978), sem kveða
á um forsendur ftjálsrar verðlagn-
ingar. Samkvæmt þeim lögum er
samráð bannað, ef varðlagning skal
vera fijáls. Svo einfalt er það. Á
síðustu mánuðum hafa garðyrkju-
bændur reynt að bijóta alla fram-
leiðendur undir eitt félag og eitt
heildsölufyrirtæki. Forráðamönnum
SFG og Sambandi garðyrkjubænda
átti að vera það ljóst, að þeir yrðu
stöðvaðir á þessari braut. Lögfræð-
ingar segja, að menn geti ekki
brugðið fyrir sig vanþekkingu á
lögum. Þótt SFG hafi um sinn kom-
ist upp með einokunartök á gróður-
húsaafurðum, er ekki þar með sagt,
að þeim eigi að takast að ná til
allra útiræktenda einnig og jafnvel
innflutnings til viðbótar.
2. Rökstuðningur fyrir fijálsri
verðlagningu stendur einfaldlega í
verðlagslögunum. Það verður að
teljast mikið upp í sig tekið af SFG
að segja Verðlagsráð þekkja verð-
lagslögin verr en SFG. Að sjálf-
sögðu er Verðlagsráð engin sérstök
kennslustofnun fyrir forystumenn
SFG í undirstöðuatriðum verðlags-
laganna. Vel má vera, að einn
lögfræðingur hjá Verðlagsstofnun
hafí gefið SFG falskar vonir vegna
tiltekinna formsatriða, sem lesa má
út úr búvörulögunum, en þar er
gert ráð fyrir því, að leitað skuli
eftir því sem kostur er, samráðs
og umsagnar samtaka framleið-
enda. Þetta atriði er matsatriði
varðandi málarekstur en ekki leið-
beinandi um efnisniðurstöðu.
3. Verðsveiflur hafa að sjálf-
sögðu verið nokkrar á garðávöxtum
hjá SFG á þeim tegundum, sem
félagið hefur einokun á í reynd.
„ Sópran-blokkflaut-
an“ - ný kennslubók
KOMIN er út kennslubók í blokk-
flautuleik eftir Jón G. Þórarins-
son tónmenntakennara. Nefnist
hún „Sópran-blokkflautan“.
Jón rekur í formála stuttlega
sögu blokkflautunnar, en segir
síðan m.a.: „Blokkflautan er hljóð-
færi, hvorki leikfang né tæki sem
eingöngu þjónar þeim tilgangi að
kenna bömum að þekkja nótur.
Sópranblokkflautan er auðveld í
meðförum og því hentug fyrir smá-
ar hendur. Auðvelt er að blása í
flautuna og ekki erfítt að mynda
hreinan og fallegan tón ef unnið
er að því frá byijun.
Þótt blokkflautan hafi orðið að
víkja um stund, er hún nú aftur
viðurkennt hljóðfæri sem nýtur
mikilla vinsælda.
Það verður að taka blokkflautuna
eins og hún er, en krefjast ekki
Kennsla
hefst í
byrjun
október
Byrjenda- og framhalds-
flokkar frá 5 ára aldri.
Innritun í síma 611459
kl. 10.00-14.00 daglega.
Félag ísl. listdansara.
LLETT
Royal
Academy
ofDancing
Kennslukerfi
BALLETTSKÓLI
Gudbjargar Björgvíns
íþróttahúsinu
Seltjarnarnesi.
<><><►