Morgunblaðið - 10.09.1987, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1987
31
Kosningarnar í Færeyjum:
Erfiðara en áður - höldum samt áfram
-sagði Poul
Schliiter eftir
kosningaúrslitin
eftirAxel
Pihl-Andersen
STJÓRN borgaraflokkanna fjög-
urra með Poul Schlliter forsætís-
ráðherra í broddi fylkingar beið
ósigur í þingkonsingunum í Dan-
mörku. Hins vegar bendir flest
til þess að Schlllter muni stjórna
viðræðum um myndun nýrrar
ríkisstjórnar í Danmörku. Anker
Jörgensen, leiðtogi flokks jafn-
aðarmanna, vill hins vegar láta
á það reyna hvort flokkur hans
getí myndað meirihlutastjórn
með Sósialíska þjóðarflokknum
og Radikale venstre.
Poul Schluter hefur ákveðið að
he§a viðræður við fulltrúa hinna
ýmsu flokka til að glöggva sig á
stöðu mála og kanna möguleikana
á stjómarmyndun. Stjóm borgara-
flokkanna fjögurra þarf nú að reiða
sig á stuðning Framfaraflokks
Mogens Glistrup en talsmenn Rad-
ikale venstre, sem hefur varið
stjómina fram að þessu, hafa marg-
lýst yfir því að ekki komi til greina
að styðja stjóm sem Framfaraflokk-
urinn á aðild að. „Stjómin tapaði
en stjómarandstaðan vann ekki,“
sagði Niels Helveg Pedersen, leið-
togi Radikale venstre, er úrslit
kosninganna lágu fyrir. Hann ítrek-
aði enn og aftur að flokkur hans
gæti ekki átt samstarf við Fram-
faraflokkinn og vísaði jafnframt á
bug myndun ríkisstjómar Radikale
vesntre, Jafnaðarmannaflokksins
og Sósíalíska þjóðarflokksins, sem
Anker Jörgensen kveðst vera
hlynntur.
Óvænt fall stjórnarinn-
ar
Fall stjómar borgaraflokkanna,
sem töpuðu samtals sjö þingmönn-
um, kom á óvart. Hins vegar tapaði
flokkur jafnaðarmanna einnig fylgi
og missti tvo fulltrúa á danska Þjóð-
þinginu. Sósíalíski þjóðarflokkurinn
vann umtalsverðan sigur og bætti
við sig sex þingmönnum en það
nægir ekki til að mynda meirihluta-
stjóm rneð jafnaðarmönnum.
Á hinn bóginn fengu flokkar,
sem skipað hafa sér yst á báðum
vængjum stjómmála, stuðning kjós-
enda. Framfaraflokkur Glistrups
vann verulega á og hinn nýi flokkur
„Fælles kurs", sem er vinstri sinn-
aður og lýtur fomstu Prebens
Möller Hansen, formanns danska
sjómannasambandsins, fékk fjóra
menn kjöma. Staðan verður enn
flóknari en ella vegna sigra þessara
tveggja flokka og mannanna sem
þeim stjóma.
Helsta skýringin á óvæntu falli
stjómarinnar, sem virtist ætla að
halda velli samkvæmt skoðana-
könnunum, er sú að borgaralega
þenkjandi kjósendur snem við henn
baki. Mörgum þykir Poul Schliiter
hafa starfað meira í anda jafnaðar-
mennsku en borgaralegra hugsjóna.
Skattheimta hefur aukist í tíð ríkis-
stjómar borgaraflokkanna og
stjómin hefur ekki staðið við loforð
um að selja ríkisfyrirtæki, sem var
eitt helsta kosningamálið árið 1983.
Að auki hefur ríkisstjómin neyðst
til að gefa eftir í öryggis- og vamar-
málum og hvað eftir annað hafa
jafnaðarmenn og Sósíalíski þjóðar-
flokkurinn getað ráðskast með
utanríkisstefnu Dana.
Enn tapar Jörgensen
En Jafnaðarmannaflokkurinn
tapaði einnig fylgi og Anker Jöreg-
ensen, sem var bæði vonsvikinn og
þreyttur er úrslitin lágu fyrir, varð
að sætta sig við tap þriðja skiptið
í röð. Fylgi flokksins er nú aðeins
29,3 prósent og vera kann að Ank-
er Jörgensen ákveði að draga sig í
hlé og eftirláti þeim Svend Auken
og Ritt Bjerregard að stýra flokkn-
um. Þótt Jörgensen biðli nú ákaft
til Radikale venstre og Sósíalíska
þjóðarflokksins er staða hans veik
og ólíklegt að honum auðnist að
gegna embætti forsætisráðherra.
Poul Schlúter verður áfram for-
sætisráðherra. Spumingin virðist
aðeins vera sú hvort sömu fjórir
flokkamir mynda stjóm eða hvort
fleikri flokar verða fengnir til að
treysta hana. Staðan í dönskum
stjómmálum er nú flóknari en nokk-
um tíma áður. Þegar úrslit kosning-
anna vom ljós sagði Poul Schluter:
„Þetta verður erfiðar en áður, en
við viljum halda áfram“.
Höfundur er blaðamaður og star-
far við Reportagegruppen í
Árósum.
Nordfoto
Anker Jörgensen, leiðtogi dan-
skra jafnaðarmanna, heldur á
gjöf frá flokksmönnum að
afloknum kosningunum.
Hann lét þó í það skína að hann
myndi ekki gegna báðum embætt-
um, þingmennsku og lögmanns-
starfi.
Kosningaþáttaka var góð, kjör-
sókn var 67 prósent en einungis
61 prósent við síðustu kosningar.
Þetta kom einkum Fólkaflokknum
og Javnaðarflokknum til góða. Þó
að Sambandsflokkurinn fengi nú
hlutfallslega færri atkvæði en við
síðustu þjóðþingskosningar fékk
flokkurinn 700 fleiri atkvæði nú en
þá.
Flestir stjómmálaskýrendur líkja
ástandinu eftir kosningamar við
stöðu flokkanna í Bretlandi. í þeim
skilningi að tveir stærstu flokkamir
skeri sig úr. Einnig þykja úrslitin
athyglisverð vegna þeirrar vísbend-
ingar sem þau gefa um lögþings-
kosningamar í Færeyjum á næsta
ári. Allt bendir nefnilega til að land-
stjómarmeirihlutinn falli. Verði
niðurstaðan hin sama og á þriðju-
dag fær landstjómin einungis 15
þingmenn af 32.
Javnaðarflokkunnn
kemur manni að
Færeyjum, frá Snorra Halldórssyni, fréttaritara Morgnnblaðsins.
ÓLI Breckmann er vinsælasti
stjórnmálamaður Færeyinga. Á
því leikur enginn vafi! Þetta er
fullljóst eftir kosningarnar til
danska Þjóðþingsins á þriðjudag.
Fólkaflokkurinn kom einum
manni að, Óla Breckmann sem
fékk einnig flest persónubundin
atkvæði og Javnaðarflokkurinn
einum, Atla Dam lögmanni.
Þó að Pauli Ellefsen frá Sam-
bandsflokknum fengi næst flest
persónubundin atkvæði nægði það
ekki til þess að flokkur hans kæmi
manni að. Flokkur hans, Tjóðveldis-
flokkurinn, beið mikinn ósigur í
kosningunum, fékk einungis um
það bil 3.500 atkvæði. Sigurvegari
kosninganna hlýtur að teljast
Fólkaflokkurinn sem fékk 6.403
atkvæði eða 29 prósent atkvæða.
Javnaðarflokkurinn fékk 5.482 at-
kvæði og Sambandsflokkurinn
5.326 atkvæði.
Atli Dam lögmaður Færeyinga
var mjög ánægður með niðurstöð-
una og sagði Færeyinga hafa sýnt
þann ótvíræða vilja að flokkur sinn
kæmist á Þjóðþingið. Spumingin
er nú hvort Atli Dam sjálfur eða
annar maður á lista Javnaðar-
flokksins, Jakúp Lindenskov sem
áður hefur verið á þingi, tekur
sæti á hinu nýkjöma Þjóðþingi.
Atli vildi ekki taka afstöðu til þessa
máls að kvöldi kosningadagsins og
sagði flokkinn myndu gera það.
TEYGJUfí 0G ÞfíEK W GÓÐAR AÐSTÆÐUfí
MEÐ VIÐUfíKENNDUM KENNUfíUM
K0MA ÞÉfí ÍFÍNTF0RM
Á SKEMMTILEGAN HÁTT
Haustnámskeiðin hefjast 14. september. - Fjörugar hópæfingar (og núna sérstakir hjónatímar)
fyrir hresst fólk á öllum aldri, morgun, kvölds og um miðjan dag.
Minnum á leikhornið okkar og einnig er gæsluvöllur við Gullteig,opinn kl. 9:30-12 og 13:30-17.
Innritun er hafin í símum 687801 og 687701 frá kl. 10-19 alla daga nema sunnudaga.