Morgunblaðið - 10.09.1987, Blaðsíða 64
^
MORGUNBLAÐIÐ, PIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1987
-Í
KNATTSPYRNA / EVROPUKEPPNIN
A heimavelli!
Morgunblaðiö/Einar Falur
Skagamenn leika á heimavelli á þriðjudaginn gegn Kalmar FF í Evrópukeppni bikarhafa. Hér eru þeir Sigurður Lárusson
og Birkir Kristjánsson I baráttu við Valsmanninn Sigurjón Kristjánsson.
Skagamenn leika heima
gegn Kalmar FF.
AKURNESINGAR œtla að nota
heimavöllinn fyrir væntanlegan
Evrópubikaríeik gegn Kalmar
FF þriðjudaginn 15 september
n.k. en eins og kunnugt er hafa
flestir Evrópuleikir liðsins fariö
frarn á Laugardalsvellinum á
undanförnum árum.
w
Astæða þessarar breytingar er
sú að í sfðustu leikjum Iiðsins
hefur lítil aðsókn verið að í
Reykjavík og eins er það svo að
Skagamönnum
finnst tími til komin
að leika á heimavelli
sínum að n£ju en
það hafa þeir einu
sinni áður gert gegn norska liðinu
Brann fyrir réttum áratug.
FráJóni
Gunnlaugssyni
áAkranesi
Þessi leikur verður tímamótaleikur
fyrir Akurnesinga því hann verður
sá nfuhundraðasti frá því íþrótta-
bandalag Akranes var stofnað
1946. Leikurinn verður 27. Evrópu-
leikur Akraness og hefur ekkert
íslenskt lið leikið fleiri leiki á þeim
vettvangi.
Undirbúningur fyrir leikinn á Akra-
nesi 15 september n.k. er nú að
fullu hafinn og verða gerðar lítils-
háttar lagfæringar á vallaraðstöðu
og eins standa nú yfir framkvæmd-
ir við gerð félagsaðstöðu við íþrótta-
völlinn sem er eign Knattspyrnufé-
lags ÍA og Sundfélags Akraness.
Þetta er 80 fermetra húsnæði á
annarri hæð í hinni nýju íþróttamið-
stöð sem er nú að rísa við íþrótta-
völlinn og hafa fjölmargir félagar
unnið við framkvæmdir á undanf-
örnum dögum og er stefnt að því
að ljúka þeim og taka aðstöðuna í
notkun þegar leikurinn við Kalmar
FF fer fram.
Þe^ar þessari framkvæmd er lokið
má segja að stórkostlegar breyting-
ar hafi orðið á allri aðstöðu knatt-
spyrnufólks á Akranesi. Eins og
kunnugt er af fréttum var í sumar
lokið við umfangsmiklar fram-
kvæmdir við gerð knattspyrnuvalla
og lætur nærri að til sé um 25000
fermetrar af grasvöllum á íþrótta-
svæðinu. Mikið hefur verið unnin í
sjálfboðaliðsvinnu. Knattspyrnu-
menn á Akranesi vonast til að
heimamenn fjölmenni á leikinn og
styðj'i við bakið á strákunum í erfið-
um leik.
¦ KARL-HEINZ Rwnmenigge
ákvað í gær að ganga að tilboði
Servette í Sviss. Hann gerir ráð
fyrir að byrja að leika með liðinu
um miðjan næsta mánuð. Rummen-
igge meiddist fyrir sex mánuðum
°S þegar Inter keypti Belgann Enzo
Scifo var ekki lengur þörf fyrir fyrr-
um fyrirliða þýska landsliðsins.
Rummenigger er 32 ára, lék 95
landsleiki og Inter greiddi Bayern
um 160 milljónir íslenskra króna
fyrir þremur árum fyrir kappann.
Rummenigge var knattspyrnumað-
ur Evrópu 1980 og 1981, en hann
er þriðji leikmaðurinn, sem fer frá
Italíu til Sviss á þessu tímabili.
Giancarlo Antognoni fór til
Lausanne og Marco Tardelli til
St. GaUen.
¦ GUÐMUNDUR Baldursson,
sem hefur leikið með Breiðablik í
2. deildinni í sumar, fer til Möltu
eftir helgi, en þar hefur hann leikið
undanfarin tvö keppnistímabil með
1. deildarliðinu Senglea. Guðmund-
ur mun samt ekki leika með sínu
gamla félagi, heldur fer hann til
Hibernians, sem er í úrvalsdeild-
inni. Hibernians er eitt besta liðið
á Möltu og sló Fram út úr Evrópu-
keppni bikarhafa 1971.
¦ FRANK Upton hefur fram-
lengt samning sinn við 1. deildarlið
ÍBK. Upton tók við sökkvandi skipi,
en kom því á flot aftur og Keflvík-
ingar sluppu við fall. Keflvíkingar
eru fyrstir til að ráða þjálfara fyrir
næsta tímabil, en gera má ráð fyr-
ir nokkrum breytingum hjá sumum
félögum.
¦ SIGURÐUR Magnússon,
framkvæmdastjóri ÍSÍ, og Astbjörg
Gunnarsdóttir sóttu fyrir skömmu
ráðstefhu í Osló þar sem fjallað var
um almenningsíþróttir undir kjör-
orðunum „gerum óvirka virka". 130
fulltrúar víðs vegar að voru á ráð-
stefhunni og vakti viðamikið starf
ÍSÍ mikla athygli.
¦ STÖÐ2hefurísumarsýntfrá
stórmótum í golfi víða um heim við
miklar vinsældir þeirra fjölmörgu
sem sem áhuga hafa á golfíþrótt-
inni. Framkvæmdastjóri GR,
Björgólfur Lúðvíksson, hefur ver-
ið kynnir í þessum vinsælu þáttum
og staðið sig mjög vel. Hann segir
skemmtilegar sögur um hina
fræknu kylfinga sem birtast á
skjánum auk þess sem hann lýsir
keppninni. Nú hefur heyrst að for-
ráðamenn Stððvar 2 ætli að tátca
þessa skemmtilegu þætti af dag-
skrá í vetur. Vonandi sjá mennirnir
að sér þannig að við getum áfram
fylgst með bestu kylfingum heims
f golfleik á skjánum hjá þeim Heimi
Karlssyni og Björgólfi.
Sigurður Magnússon, framkvæmdastjóri ÍSÍ, var fundarstjóri einn morguninn
á ráðstefnu um almenningsíþróttir, sem haldin var í Osló. Hann situr hér á
milli norsku hlaupadrottningarinnar Greta Waits og George Allan, framkvæmda-
stjóra fþróttaráðs Bandaríkjaforseta.
NUTIMAFIMLEIKAR
IMámskeið hér á landi
Morgunblaðiö/Bjarni
Barabro Carli og Josefa Anderson ræðast hér við á námskeiðinu.
FIMELIKASAMBAND Islands
stendur nú fyrir námskeiöi í
nútímaf imleikum sem œtlað er
þjálfurum, dómurum og iðk-
endum. Kennarar á námskeið-
inu eru frá Svíþjóð.
Námskeiðið er haldið að tilstuðl-
an íþróttasambands íslands,
sem í ár varð 75 ára og fékk að
gjöf frá íþróttasambandi Svíþjóðar
boð um að senda hingað til íands
þjálfara ásamt fimleikastúlku til að
halda námskeið. ¦
Þessi gjöf er FSÍ kærkomin og er
það von stjórnar að námskeið þetta
geti orðið til þess að vekja áhuga
fimleíkafólks, þjálfara og stjórn-
enda félaga á þessari fallegu grein
fimleikanna.
Mikill áhugi hefur verið fyrir nám-
skeiði þessu og eru þátttakendur á
aldrinum 7 ára og eldri. Námskeið-
ið hófst 1. september og lýkur nú
um næstu helgi.
Að sögn Birnu Björnsdóttur hjá ESÍ
hefur námskeiðið verið mjög vel
Morgunblaöið/Bjarni
Frá námskeiði FSÍ í nútímafimleikum. Josefa Anderson leiðbeinir hér ungum
stúlkum á námskeiðinu sem nú stendur yfir.
lukkað. „Við erum með þessu að
kynna nútímafímleika hér á landi
og vonandi verður framhald á, þetta
er bara byrjunin," sagði Birna.
Kennar á námskeiðinu er Barbro
Carli sem er mjög góður leiðbein-
andi og er starfandi íþróttakennari
í íþróttaháskóla í Svíþjóð. Henni til
aðstoðar er fimleikastúlkan Josefa
Andérson. *"""