Morgunblaðið - 10.09.1987, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 10.09.1987, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ, PIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1987 57 Cybill Shepherd: Sveitastelpan sem varð gónvarpsstjarna Cybill Shepherd með mótleikaranum, Bruce Willis. Cybill Shepherd er ein vinsæl- asta sjónvarpsstjarnan í heiminum í dag fyrir ltik hennar sem Maddie Hayes í „Hasarleik". En lífíð hefur ekki alltaf verið dans á rósum hjá Cybill, og saga hennar er hálfgerð öskubuskusaga. Cybill var óþekkt sveitastelpa þegar hún var valin „Ungfrú tán- ingur" í borginni Memphis í Tennessee-fylki, aðeins 16 áragöm- ul. Eftir það varð hún vinsæl ljómyndafyrirsæta, og sem slík vakti hún athygli kvikmyndaleik- stjórans Peters Bogdanovich. Þegar hann sá andlit hennar á forsíðu tímaritsins „Glamour" þóttist hann hafa fundið réttu konuna L aðal- hlutverkið í mynd sinni „The Last Picture Show", og það var ekki að því að spyrja, myndin og Cybill slógu í gegn. og voru jafnvel til- nefnd til Oskarsverðlauna árið 1971. En samband Cybillar við Bogd- anovich átti eftir að verða henni örlagaríkt. Þau urðu ástfangin, og leikstjórinn yfirgaf eiginkonu sína og barn fyrir Cybill. Þetta þótti mikið hneyksli, og rógberar og slúð- urblöð í Hollywood kepptust við að ófrægja Cybill. Það var ekki til að hjálpa henni að tvær næstu myndir Bogdanovich - þar sem Cybill var í aðalhlutverkum - fengu lélega dóma og aðsókn, og var henni nú kennt um að hafa eyðilagt kvik- myndaferil hans, auk hjónabands- ins. Það skipti engu máli þó að henni tækist bærilega upp í mynd- inni „Taxi Driver", þar sem hún lék á móti Robert de Niro og Jodie Foster; hælbítar Hollywood-press- unnar héldu áfram að leggja Cybill í einelti, og einn gagnrýnandinn sagði að hún væri gjörsneydd öllum hæfileikum, og hefði jafn mikla kvikmyndastjörnutöfra og dauður hamstur. Eftir sjö ár var Cybill búin að fá sig fullsadda, kvaddi Bogdanovich og Hollywood, og fór aftur til heimaslóðanna í Memphis árið 1978. Þar lifði hún kyrrlátu lífí, giftist bílasalanum David Ford, og átti með honum eina dóttur. „Ég gat farið niður í bæ og keypt í matinn án þess að nokkur maður þekkti mig", segir Cybill um þetta tfmabil. Hún hafði þó alls ekki lagt stjörnudraumana á hilluna. Hún söng á skemmtistöðum og í sjúkra- húsum, og hún sótti námskeið í leikhúsfræðum. Hjónabandið entist í fjögur ár, og eftir skilnaðinn ákvað Cybill að reyna aftur fyrir sér í Hollywood, jafnvel þó að hún vissi að það yrði ekki auðvelt að fá þar nokkurs stað- ar inni. Henni tókst að fá hlutverk í sjónvarpsþættinum „The Yellow Rose", sem vakti enga sérstaka athygli, en þetta nægði Cybill þó AUTI MÚRVERKIÐ CybiU Shepherd með eiginmann- inum, Bruce Oppenheim. til að endurheimta sjálfstraustið. „Ég fékk hlutverkið af sjálfsdáðum, og fólk sá að ég var ekki bara vin- kona Peters Bogdanovich, heldur leikkona" segir hún. Það var svo árið 1986 sem Cy- bill fékk aðalhlutverkið í „Hasar- leik", á móti Bruce Willis, og sá þáttur sló heldur betur í gegn í Bandaríkjunum, og er nú enginn þáttur vinsælli á skerminum þar vestra, fyrir utan fyrirmyndaföður- inn Bill Cosby. Cybill er, samkvæmt nýlegri könnun, vinsælasta sjón- varpsleikkonan í Bandaríkjunum, og í annarri könnun var hún valin þokkafyllsta kona í heimi af lesend- um vikublaðs eins. Cybill lætur framann hins vegar ekki stíga sér til höfuðs, enda veit hún af biturri reynslu að frægðin getur verið fallvölt, og hún hefur engan áhuga á að lenda aftur milli tannanna á illkvittnum rógberum. Hún reynir að forðast skemmt- analíf Hollywood, og eyðir mestum tima sínum með eiginmanninum, lækninum Bruce Oppenheim, og dótturinni Clementine, sem nú er sjö ára gömul. Þau giftu sig í mars á þessu ári, og eiga von á tvíburum í október. COSPER (C1PIB 10S5& CosperI Þetta er nýja púsluspilið. RR BYGGINGAVÖRUR HE SUÐURLANDSBRAUT 4. SÍMI 33331. Nýkomin sending af v-þýsku skónum frá ARA Mikið úrval af leðurstígvélum, spariskóm og götuskóm í breiddum. Verðfrákr. 2.590 Póstsendum Skóverslun Skóverslun Domus Medica, s. 18519. Kringlunni, sími689212.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.