Morgunblaðið - 10.09.1987, Blaðsíða 19
I
ÍFÍTÍIM'írrcríTP ot OTTn/T'TTTTtyTMrFT mcn TCfVTTOCjr'VT.ír
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1987
færi og þar leikur hann sjaldan
sjálfa laglínuna. Verkaskrá bassa
annars vegar og svo fiðlu, píanós
og sellós er auðvitað ekki sambæri-
leg. Allir kontrabassaleikarar gera
töluvert af því að umskrifa verk
annarra hljóðfæra fyrir bassa, svo
sem fíðlu, selló og líka raddir.
Síðari ár eru tónskáld farin að
veita bassa meiri athygli og það
er heilmikið til af nútímaverkum
fyrir bassa. Framtíð hljóðfærisins
er því mikið undir nútímatónskáld-
um komin, þó bassaverk hafí alltaf
verið til, eins og sést á efnis-
skránni."
Þú kaust að fara í framhalds-
nám til Parísar, væntanlega ekki
út í bláinn og hvemig gengur nám-
ið þar fyrir sig?
„Valið stóð milli London og
Parísar. London er dýr og eins er
mikil hefð í Frakklandi fyrir
kontrabassa sem einleikshljóðfæri.
í París var kennari sem freistaði
mín mjög, Jean-Marac Rollez, sem
ég þekkti af plötum. Það varð úr
að við drifum okkur þijú saman í
tónlistarnám til Parísar um miðjan
vetur. Á þeim tíma var ekki um
það að ræða að byija í tónlistar-
háskólanum, svo við fórum fyrst í
annan skóla, École Norínale de
Musique de Paris.
Það voru feikileg viðbrigði að
koma út, algjört áfall. Þrátt fyrir
menntaskólafrönskuna, fór mikill
tími í að ná tökum á málinu og
svo bara að komast inn í lífið og
tilveruna þama, læra á hvemig
hlutimir ganga fyrir sig. Það var
allt framandi, kennslan og allt fyr-
irkomulagið í skólunum.
Haustið eftir tók ég inntökupróf
inn í tónlistarháskólann, Conserva-
toire National Superieur de
Musique de Paris. Það var býsna
strembið, en gekk samt fyrir
heppni. Það vom fjórir teknir inn
af milli þijátíu og fjörtíu, sem
reyndu, en það eru líka sérstök
sæti fyrir útlendinga. Prófíð skipt-
ist í tvennt. í fyrri umferð átti að
hafa tvö klassísk verk tilbúin, síðan
var dregið um og annað þeirra
spilað. Ef þessi umferð skilaði
manni áfram, þá var manni úthlut-
að nútímaverki, frönsku og átti að
flytja það eftir mánuð. í minn hlut
kom verk eftir franskt samtíma-
tónskáld, Henry Challan.
Þrátt fyrir hálfs árs aðlögun-
artíma, reyndist mér fyrsti vetur-
inn erfiður. Málið var enn stirt og
svo var ýmislegt í skólanum, sem
flæktist fyrir m ér. Frakkar hafa
til dæmis annað tónheymarkerfí
en við og mér fannst mikið torf
að komast inn í það. Það var því
nóg að gera.
Eg komst að hjá Rollez, eins og
mig hafði langað. Hann er 55 ára,
ungur í anda og mjög fær tónlistar-
maður. Hann hefur gefíð út plötur,
spilað vítt og breitt um heiminn
og haldið námskeið. Við erum ólík-
ir og ekki alltaf sammála, en þá
eru málin bara rædd. í Frakklandi
er rótgróin virðing fyrir kennurum
og þó ég sé búin að vera hjá kenn-
ara mínum í nokkur ár, þá þéra
ég hann alltaf og kennarar eru
ávarpaðir sem herra eða frú.
Kennslan er mjög hefðbundin og
skólinn allur fastmótaður. í skólan-
um eru 1200 nemendur, bæði í
ballett og tónlist, en húsið, sem
hefur hýst skólann í 150 ár, er að
springa utan af starfseminni. Eftir
um fimm ár flytur hann út að
nýja vísindasafninu, La Villette.
Það verður mikil bylting.
Ég lauk svo burtfararprófi í júní
1986. Prófíð felst í að spila 40
mín. efnisskrá og allir mega koma,
sem vilja. í bandarískum tónlistar-
skólum er helzta hindrunin að
komast inn í skólana, en sá sem
er einu sinni kominn inn, verður
útskrifaður á endanum. í þessum
skóla eru hins vegar dæmi um að
nemendur séu felldir á burtfarar-
prófí, svo maður andar ekki léttar,
fyrr en það er yfirstaðið.
Ég tók svo inntökupróf í einleik-
aradeildina í sama skóla. Námið
nú beinist eingöngu að hljóðfær-
inu. Ætli ég eigi ekki IV2 ár eftir.
Mér fínnst skrítið, hvað fáir
koma til Frakklands í tónlist-
amám. Það er erfiðara að byija
þama en á ýmsum öðmm stöðum,
en eftir á að hyggja, þá er það
fullkomlega þess virði. í París er
heilmikið um að vera í tónlist, mik-
ið af góðum tónlistarmönnum og
öll heimsfrægu nöfnin fara þama
um. Frakkar eru líka opnir fyrir
nútímatónlist og styðja hana vel.“
Hvað viltu segja um efnisskrána
þína á morgun?
„Verkin em aðallega rómantísk,
nema eitt nútímaverk. Ég hef æft
mörg þeirra með kennara minum
í vetur, og svo hef ég æft með
Brynju Guttormsdóttur í sumar.
Sú samvinna hefur verið einkar
ánægjuleg. Verkin em ýmist samin
fyrir kontrabassa eða em umritan-
ir. Ég valdi þau með það í huga, að
í þeim kæmu fram sem flestar hlið-
ar hljóðfærisins, þau sýndu hvemig
er hægt að tjá sig með því. Það
er tími til kominn að kynna bas-
sann hér .. .“
TEXTI: SIGRÚN
DAVÍÐSDÓTTIR
I-
i—irq
VIDEO CASSETTE
RECORDER
HR-D210E v..s
• „ _ READY
V/F^Siqsl-ein
PROÍtfiAM
UMBOÐSAÐILAR
AKUREYRI: HLJOMDEILD KEA. HLJÓMVER
HUSAVÍK: KF. ÞINGEYINGA, RADÍÓVER
NESKAUPSTAÐUR:BÚLAND
REYÐARFJÖRÐUR: MYNDBANDALEIGAN
EGILSSTAÐIR: KF HERAÐSBÚA
SEYÐISFJÖRÐUR: KF HÉRAÐSBÚA
DJÚPIVOGUR: KASK
HÖFN: KASK
VÍK: KF. SKAFTFELLINGA
HVOLSVÖLLUR: KF RANGÆINGA
HELLA: VIDEÓLEIGAN
SELFOSS: MM BÚÐIN
ÞORLÁKSHÖFN: RÁS
KEFLAVlK: HLJÓMVAL
Ég vel JVC myndbandstækið
vegna gæða þess.
Með afspilun og upptöku á
JVC HR-D210 tækinu fást
bestu myndgæði sem ég hef séð.
JVC er brautryðjandi í
nýjungum,þróun og þjónustu.
JVC er traust vörumerki.
kr41.700-
I 'St.gr.verö
FACO HF LAUÚAVEÖI89
Nákvæmur leiðarvísir
á íslensku fylgir
JVC HR-D210 myndbandstækinu
VESTMANNAEYJAR: SJONVER
HAFNARFJÖRÐUR: RADiÓRÖST
AKRANES: SKAGARADÍÓ
BORGARNES: KF. BORGFIRDINGA
STYKKISHÓLMUR: HÚSIÐ
GRUNDARFJÖRÐUR: GUÐNI E. HALLGRÍMSSON
HELLISSANDUR: BLÓMSTURVELLIR
ÍSAFJÖRÐUR: PÓLLINN
BÚÐARDALUR: ASUBÚÐ
BORÐEYRI: KF. HRÚTFIRÐINGA
BLÖNDUÓS: KF. HÚNVETNINGA
SAUÐÁRKRÖKUR: HEGRI
SIGLUFJÖRÐUR: AÐALBÚDIN
ÓLAFSFJÖRÐUR: VALBERG
DALVlK: ELEKTRÓ