Morgunblaðið - 10.09.1987, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 10.09.1987, Blaðsíða 68
Frcuntíð ER VID SKEIFUNA aaua í^Í3fe> $ SUZUKI 1 |lfo*$tiitfrl*frife FDfMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1987 VERÐ í LAUSASÖLU 55 KR. Húsnæðismálastjórn: Breytingar á lánakerfinu HÚSNÆÐISMÁLASTJÓRN af- greiddi á aukaf undi í gær tillögu um breytingar á húsnæðislána- kerfinu. Samkvæmt tillögu húsnæðis- málastjórnar verður hugsanlega hægt að takmarka lán til umsækj- enda ef þeir eiga fleiri en eina íbúð fyrir eða ef efnahagsaðstæður þykja gefa tilefni til þess. Ekki náðist full samstaða um þessa til- lögu í stjórninni oggreiddu fulltrúar Alþýðubandaiags, Kvennalista og VSÍ atkvæði gegn henni. Félags- málaráðherra mun fjalla um þetta mál á ríkisstjórnarfundi í dag. Hassinnan úr bangsa MAÐUR var handtekinn á þriðju- dag eftir að f ljós kom að hann hafði sent 500 grönun af hassi til landsins frá Amsterdam. Hass- ið hafi hann falið innan { leik- fangabangsa. Það var böggull frá Amsterdam sem vakti athygli tollvarða í póst- húsinu í Armúla í Reykjavík. Innihald böggulsins var sakleysis- ifcHegur leikfangabangsi,- sem við nánari skoðun reyndist úttroðinn af hassi, alls um 500 grömm. Akveðið var að bíða átekta þar til sendingarinnar væri vitjað í póst- húsi Hafnfirðinga. Það gerðist síðdegis á þriðjudag og var maður- inn, sem er á þrítugsaldri, þá handtekinn. Hann hefur játað að hafa komið hassinu fyrir f bangsan- um og sent hann til iandsins. Áætlað verð hassins hér á landi er um hálf milljón króna. Sigrifagnað íslenska landsliðið í knattspyrnu sigraði það norska 2:1 á Laug- Norðmenn sitja á botninum. Á mynd Bjarna Eiríkssonar fagna ardalsvelli í gærkvöldi i Evrópukeppninni í knattspyrnu. Við íslensku leikmennirnir sigrinum innilega í búningsklcfanura. sigurinn færðist íslenska liðið upp í fjórða sæti 3. riðils en Nánar um leikinn/65, 66 og 67. Morgunblaðið/Sverrir Leikfangabangsinn og óvenju- legt innihald hans. Mikill samdráttur í flakasölu á Bandaríkjamarkaði: Erum að glata mikilvæg- um viðskiptasamböndum - segja forsvarsmenn íslensku sölufyrirtækjanna MIKILL samdráttur hefur orðið í sölu íslenskra fiskflaka á Bandarikjamarkaði að undan- förnu og að sögn forstjóra islensku sölufyrirtækjanna <-v<-'ggJa, Coldwater og Iceland Seaf ood Corporation, eru íslend- ingar á góðri leið með að glata mikilvægum viðskiptasambönd- um vestra ef ekki verður breyt- ing til batnaðar á næstu vikum og mánuðum. Samdrátturinn stafar fyrst og fremst af minnk- andi framleiðslu á flökum fyrir Bandaríkjamarkað, en sá fram- leiðslusamdráttur er aftur rakinn til mikils skorts á vinnu- afli í frystihúsunum. Hjá Iceland Seafood Corporation, dótturfyrirtækis SÍS, minnkaði heildarsöluverðmæti í ágústmánuði um 5% í dollurum talið miðað við sama mánuð í fyrra, en að magni til varð samdrátturinn um 15%. Að sögn Eysteins Helgasonar, for- stjóra, hefur samdráttur í þorsk- flökum það sem af er árinu orðið um 14% að magni til miðað við sama tíma í fyrra. Eysteinn sagði að staðan væri nú að verða mjög alvarleg, sérstaklega gagnvart þorskflökunum, og ef svo færi fram Steingrímur Hermannsson um bandarísku ráðuneytin: Utanríkisráðuneytið óánægt með meðferð viðskiptaráðuneytísins Frá Jóni Ásgeiri Sigurðwyni, fréttaritara STEINGRÍMUR Hermannsson utanrikisráðherra mætti ekki á viðræðufund með Bandarikja- mönnum f Ottawa i gærmorg- un, þegar f Ijós kom að þar voru mættir fulltruar við- skiptaráðuneytisins í Washing- ton. „Ég held að þeir í Washington gerí sér annað hvort ekki grein fyrir þvi hvað þetta mál er orðið alvarlegt eða að viðskiptaráðuneytinu hefur aftur tekist að halda málinu hjá sér," sagði Steingrímur Her- mannsson f viðtali við fréttarit- ara Morgunblaðsins. „Ingvi Ingvarsson sendiherra vakti að minni ósk athygli á því Morgunblað*iiu f Ottawa. að þetta mál gæti þróast í miklu stærra og erfiðara mál milli þjóð- anna, þannig að hvalveiðarnar væru nánast aukaatriði," sagði Steingrímur. „Ingvi vakti meðal annars athygíi á að samkvæmt skoðanakönnun hefur orðið veru- leg breyting á fylgi við veru varnarliðsins á íslandi." Þorsteinn Pálsson forsætisráð- herra hafði óskað eftir því að rætt yrði um utanríkismál í Ottawa, en Bandaríkjamenn voru einungis undir það búnir að ræða hvalveiðimál. Heimildir herma að Dr.Calio og félagar hafi lagt til að íslendingar leggi vísindaáæti- un sína fyrir vísindanefnd Al- þjóðahvalveiðiráðsins. Fróðir menn telja að sú málsmeðferð taki í það minnsta þrjá mánuði. „Við höfum fengið þær fréttir úr bandariska utanríkisráðuneyt- inu að þeir séu ákaflega óhressir með meðferð viðskiptaráðuneytis- ins á málinu. Af einhverjum ástæðum fer viðskiptaráðuneytið sínu fram á öllum fundum sem hafa verið haldnir," sagði Steingrímur Hermannsson. Utanríkisráðherra kvaðst reiðubúinn aðræða við Banda- ríkjamenn á íslandi, en minnti ennfremur á að hann hittir George Shultz utanríkisráðherra þegar þing Sameinuðu þjóðanna verður sett í New York síðar í mánuðin- um. Hann sagði að ekki hafi verið gerður baktjaldasamningur vegna hvalamálsins. „En þeir hafa hótað staðfest- ingarkæru og það alvarlegasta er að við höfum á tilfinningunni að þá muni Japanir ekki kaupa af okkur hvalkjötið. Það er í raun og veru það sem veldur okkur vandræðum. Ef við værum örygg- ir um að Japanir keyptu af okkur hvalkjötið, þá tel ég að við mynd- um ekki hika við veiðarnar," sagði Steingrímur Hermannsson utan- ríkisráðherra í Ottawa í gær. sem horfði myndi glatast að miklu leyti það starf sem unnið hefur verið í markaðsmálum í Banda- ríkjunum á undanförnum árum og áratugum. Hjá Coldwater, sölufyrirtæki Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, minnkaði heildarsöluverðmæti i ágústmánuði um 15% í dollurum talið miðað við sama mánuð í fyrra og um 34% að magni. Flakasalan var að magni til 49% minni en í ágúst í fyrra og um 35% minni að verðmæti. Magnús Gústafsson, for- stjóri Coldwater, sagði að ágúst- mánuður væri að vfsu alltaf versti 'mánuðurinn hvað sölu varðaði, og því ekki rétt að draga ályktun af einum mánuði. Ástandið væri þó engu að síður mjög alvarlegt og þróunin hefði verið í þessa átt allt frá síðustu áramótum. Fyrstu átta mánuði ársins hefði samdrátturinn í heildarsölu numið um 20% að magni til miðað við sama tíma í fyrra og um 4% að verðmæti í doll- urum talið. í flökunum hefði samdrátturinn verið 29% í magni og 13% í verðmætum. Aðspurður hvort einhver við- skiptasambönd hefðu þegar glatast yegna þessa skorts á hráefni frá íslandi sagði Magnús: „Með þessu framferði erum við þegar búnir að segja ýmsum viðskiptavinum okkar að við séum ekki eins áreiðanlegir og þeir héldu að við værum. Þetta þýðir ennfremur að við galopnum dyrnar fyrir þá sem hafa áhuga á að sinna þessum markaði og sjá framtíð í honum, sem til dæmis Kanadamenn virðast gera, enda leggja þeir mikla áherslu á þennan markað."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.