Morgunblaðið - 10.09.1987, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 10.09.1987, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1987 53 Minning: Edda Björnsdóttir augnlæknir Edda Björnsdóttir augnlæknir er látin, langt um aldur fram, einung- is fímmtug að aldri. Hún var gáfuð og glæsileg, þróttmikil og þrautseig svo af bar. Edda var dóttir hjón- anna Björns Sigurðssonar læknis og Unu Jóhannesdóttur. Björn faðir hennar dó einnig ungur frá hálfn- uðu geysimerku ævistarfi, en hann var án efa einn fremsti visindamað- ur í læknastétt sem íslendingar hafa eignast. Una lifir dóttur sína. Námsferill Eddu var glæsilegur. Hún lauk stúdentsprófí frá Mennta- skólanum í Reykjavík, innritaðist í nám í læknisfræði við Háskóla Is- lands en hvarf síðan frá námi og flutti með eiginmanni sínum, Leifi Björnssyni lækni, vestur til Banda- ríkjanna, þar sem hann hóf sérnám. Þau eignuðust þrjú börn, Árna, Björn og Helgu. Leifur og Edda skildu og hún fluttist með börnin aftur til Islands og hóf að nýju nám í læknisfræði við háskólann árið 1964 og útskrifaðist sem kandidat í læknisfræði árið 1970. Hún stund- aði síðan framhaldsnám í augn- læknisfræði við Moorfields Eye Hospital í Lundúnum, en sú stofnun mun ein sú virtasta í augnlækninum í Bretlandi. Hún hóf störf sem sér- fræðingur á Landakotsspítala árið 1979 og vann þar til dauðadags. Ég kynntist Eddu lítillega sem námsmanni, þegar hún hóf nám _að nýju við læknadeild Háskóla ís- lands. Það sást fljótt að þar fór óvenju dugleg og metnaðarfull ung kona, sem sinnti erfíðu námi og börnum af stakri kostgæfni. Ég kynntist Eddu aftur nánar þegar hún hóf störf á Landakots- spítala skömmu á eftir mér árið 1979. Við starfsbræður hennar sáum fljótt að hún hafði alla þá eiginleika sem prýða mega góðan lækni. Hún var vel menntuð, greind og nákvæm í störfum sínum. Dug- leg var hún og ósérhlífín svo af bar, enda störfum hlaðin fljótlega eftir að hún hóf vinnu sem augn- læknir. Hún var óvenju góður félagi, skemmtileg, hugmyndarík og yfírleitt hrókur alls fagnaðar. Þær eru ófáar minningarnar frá kaffistofunni þar sem allt milli him- ins og jarðar var rætt. En starfsævin varð stutt. Fyrir allmörgum árum veiktist hún af þeim sjúkdómi sem að lokum varð henni að aldurtila. Hún barðist við sjúkdóm sinn af óvenju miklu hugrekki, kvartaði aldrei og vann meðan nokkurt þrek var eftir eða þar til hún var lögð inn á Landa- kotsspítala í síðasta sinn. Þar lést hún hinn 5. september sl. Ég sakna sárt góðs vinar. Dýpri harmur er kveðinn að móður henn- ar, börnum og systkinum. En minningin um óvenju merka konu lifir. Ég votta ættingjum mína dýpstu samúð. Ásgeir Jónsson Löngu og ströngu stríði er lokið. Lengi hefur verið ljóst, að það gæti ekki farið nema á einn veg, reyndar svo, að við hlutum að horfa í forundran á baráttu- og viðnáms- þrek hennar. Hvað eftir annað virtist sem hún hlyti að verða ofur- liði borin, en aftur og aftur reis hún upp; aftur og aftur var hún komin á fulla ferð í starfí og stússi, stað- ráðin í að lúka fyrst þessu, svo hinu áður en ... rétt eins og fjallgöngu- maður, sem setur sér að ná nýju og nýju kennileiti unz hann stendur á efsta tindi. Þessi barátta var táknræn fyrir líf -þessarar stoltu, hnarreistu og sterku konu. Þannig var hún, þegar við kynntumst henni fyrst í þriðja bekk Menntaskólans í Reykjavík, yngstu bekkjarsysturinni, sem var fljót að sýna og sanna, að hún var engra eftirbátur, hvorki í lærdómi né leik. Það var frá öndverðu ljóst, ekki aðeins vegna eðlis Eddu Björns- dóttur, heldur og þess uppeldis, stuðnings og þeirrar hvatningar, sem hún naut heima fyrir, að hún mundi halda áfram námi að loknu stúdentsprófi, sem á þeim árum var fyrirsjáanlegur lokapunktur á námsferli flestra stúlkna. Þá var háskólanám ennþá munaður og ekki námslánum fyrir að fara. Við vissum, að hún sótti í báðar ættir menntunar- og menningarlegan metnað, og fundum, að þar átti hún sterkan og örvandi bakhjall til stórra átaka. Leið hennar í lækna- defld Háskóla íslands var því eðlileg og sjálfsögð. Enda þótt hjúskapur og barn- eignir yrðu fljótlega aðalverkefni flestra okkar stelpnanna urðum við all undrandi þegar Edda var allt í einu kominn í hóp eiginkvenna og ungamæðra og búin að leggja lækn- isfræðina á hilluna eftir að hafa lokið prófí í 1. hluta þessa erfiða náms. Hinsvegar kom það okkur ekkert á óvart, eftir að ljóst varð að eiginmaður hennar vildi setjast að í Bandaríkjunum, að hún skyldi koma heim og hefja námið á ný, þó svo að hún hefði þá þrjú börn um að hugsa. Sú ákvörðun hennar var vissulega umdeild, því svo sann- aralega var tíðarandinn konum ekki uppörvandi til slíkra verka. Þá þótti sjálfsagt, að ungar konur legðu á sig strangan vinnudag auk heimilis- starfa meðan eiginmenn þeirra stunduðu háskólanám, en allt annar handleggur ef þeim datt í hug að gera það sama til þess að öðlast slika menntun sjálfar. En myndin sem Edda hafði dregið upp fyrir okkur af lífí sínu sem læknisfrú á bandarísku vísu, hæfði á engan hátt þessari stórlyndu og sterku konu, fyrir utan að hún gat hvergi hugsað sér að búa nema á íslandi. Við höfðum líka alltaf vitað og Minning: Elín Jörgensen Fædd 10. nóvember 1924 Dáin31.ágústl987 Elín Jörgensen nágrannakona mín er látin. Er þetta satt? Þannig er gangur lífsins, en samt vill eng- inn trúa. Við Ella kynntumst fyrst árið 1963, en það ár fluttum við fjöl- skyldan í húsið Bogahlíð 18. Þar bjó hún þá með tveimur börnum sínum, Sigríði og Kristni Kristins- börnum, en stuttu síðar giftist hún Guðmundi Bergþórssyni og eignuð- ust þau tvíburana Halldór og Stefánn. Samgangur var mikill á milli barnanna okkar svo það fór ekki hjá því að við hefðum samband hvor við aðra, enda reyndist hún okkur öllum vel. Þessi glaða og góða kona skilur eftir margar minn- ingar. Þau voru svo samrýnd hjónin og oft var glatt á hjalla, enda ber heimilið þess merki að vel var um allt hugsað og með miklum glæsi- brag. Starfskröftum sínum utan heimilis eyddi Ella lengst af við vinnu í Hlíðaskóla, og gerði það hana mjög meðvitaða um börnin í hverfínu, sem hún unni mjög. Samt vann hún líka mörg ár við hlið manns síns, sem hægri hönd hans í hans lífstíðarstarfi, og var það þeim báðum til mikillar gleði í lífinu. Alltaf voru þau tilbúin að hjálpa náunganum og er mér hvað minnis- stæðast er ég sjálf átti um sárt að binda árið 1980, en þá var ekki legið á liði sínu, með öllum þeim innileik sem hægt er að hugsa sér, og vil ég sérstaklega þakka alla þá góðvild. Vegir Guðs eru órannsakanlegir og nú er hún horfín á vit æðri starfa. Ég sendi fjölskyldu hennar mínar innilegustu samúðarkveðjur — blessuð sé minning hennar. Björg Ella stjúpmóðir okkar er látin eftir erfíða sjúkdómsbaráttu, sem hún háði af ótrúlegu þreki og þraut- seigju. Elín Jörgensen hét hún fullu nafni, fædd í Reykjavík 10. nóvem- ber 1924. Og í Reykjavík ólst hún upp og átti þar lengstum heima. Með fyrri manni sínum átti hún tvö börn, Sigríði og Kristin. Hún giftist föður okkar, Guðmundi Bergþórssyni fyrir rúmum tveimur áratugum, og þau eignuðust 2 drengi, tvíbura, Stefán og Halldór, og ólu þau þessi 4 börn upp í einum systkinahópi. Við komum oft til Ellu okkar og pabba og áttum hjá þeim marga glaða stund. Og þær stundir eru okkur afar dýrmætar og gleymast ekki. Alltaf tók hún okkur tveimur höndum, og við fundum ekki annað en að í henni ættum við aðra móður. Þetta glaða og bjarta viðmót varð okkur þeim mun meira vert, þar sem við fengum þá fremur not- ið föður okkar og heimilis hans. Og með þessum fáu línum viljum fundið að hún ætlaði sér annað hlut- skipti, að hún vildi verða læknir sjálf og það góður læknir. Hún hætti heldur ekki fyrr en því takmarki var náð; vann að því eins og hún vann á veggjunum, sem hún braut niður í húsinu sínu á Smáragötunni, þegar hún var að gera það upp. Varð þá ýmislegt undan að láta og kannski ýmsu að fórna, sem henni var óljúft, en stefnan hafði verið mörkuð og ekki aftur snúið. í augum Eddu voru erfíðleikarnir hvatning til átaka, til þess eins að sigrast á þeim. Vol og víl voru henni lítt að skapi, enda kvartaði hún aldrei og miklaðist aldrei af því sem hún gerði. „Ég hef bara puðað eins og aðrir," sagði hún, þegar á hana var borið lof í lokaprófshófínu henn- ar, sem hún hafði undirbúið í skothvelli um leið og hún saumaði sér nýjan samkvæmiskjól. Hvoru- tveggja var henni næsta lítið mál að drífa af. En svo bætti hún við: „Þetta er bara spurning um hvers- konar puð maður eyðir ævinni í." En það varð ekki öllum jafn mik- ið úr sínu puði og Eddu; flestir hefðu þurft amk. tvö líf til að af- kasta því sem hún gerði. Margs er að minnast þegar horft er um öxl, ekki sízt frá mennta- skólaárunum, þar sem við fylgd- umst að fjórar í 5. bekk inn í annan af tveimur stærðfræðideildarbekkj- um og eignuðumst þar að vinum og félögum stóran hóp góðra og skemmtilegra stráka. Þar var oft glatt á hjalla og átti Edda sinn stóra þátt þar í, því hún var sú sem kunni alla stúdentasöngvana og vissi frá eldri frændum og vinum þeirra, hvernig glaðir stúdentar og heims- menn haga sér á góðri stund. Þannig hefur hún líka sett svip sinn á árganginn okkar, MR-'55, á árlegum samverustundum hans, þar sem hún lét sig aldrei vanta. Þessi hópur kveður hana með þakk- læti og mikilli eftirsjá. Við munum ætíð minnast Eddu sem skólafélagans og konunnar sem sífellt leitaði á brattann; sem ódeig réðist á hverja hindrun; sem aldrei hvikaði frá settu marki; kon- unnar, sem þurfti líka marga hildi að heyja og sýndi í lokarimmunni við ósigrandi andstæðing fádæma úthald og hetjulund. Elskulegum börnum hennar, móður og ættingjum öðrum sendum við innilegustu samúðarkveðjur. Guðrún Jónsdóttir, Steinunn Lárusdóttir, Margrét Heinreksdóttir. við tjá þakklæti okkar bræðra fyr- ir, að Ella skyldi leyfa okkur að njóta örlætis hjarta síns og ríku- legra mannkosta. Það er okkur ómetanlegt að mega minnast margra bjartra stunda í návist þess- arar góðhjörtuðu og elskulegu konu. Líf farmannskonunnar er ekki ávallt léttbært, og stundum verður biðin nokkuð löng. En Ella okkar stóðst öll erfiðu prófín, og vissulega var það henni mikiö gleðiofni, þegar faðir okkar kom alkominn í land. Ella vann líka sjálf iöngum utan heimilis, og þar rækti hún störf sín af samvizkusemi og irúmennsku svo sem endra nær. Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (Valdimar Briem) Elín Jörgensen verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag. Blessuð sé minning hennar. ÖIi, Steini og Beggi. Nokkur kveðjuorð frá augn- deild Landakotsspítala Augndeild var formlega stofnuð við Landakotsspítala 1969 og með aukinni starfsemi og tilkomu göngudeildar augndeildar árið 1973 var fyrsti aðstoðarlæknirinn ráðinn til eins árs. Það var Edda Björns- dóttir, læknir, sem var að hefja sérnám í augnlækningum. Vann hún jöfnum höndum inni á skurðar- og legudeild og á göngudeildinni, nýkomin frá hálfs árs námskeiði í augnlækningum á Moorfíelds Eye Hospital í London. Árin 1975 til 1977 var hún aftur aðstoðarlæknir augndeildarinar eftir kandidatsár á öðrum deildum. Á Moorfíelds Eye Hospital hafði hún kynnst nokkrum þekktustu augnlæknum heims og má þar fremstan telja mr. Noel Rice, sem hefur heimsótt hana árlega og síðast nú í júlí. Urðu þessi góðu kynni til þess, að hún réðst sem aðstoðarlæknir að Moorfíelds til eins árs haustið 1977 og var jafn- framt starfandi við Institute of Ophthalmology í London. Kom hún þangað frá Svíþjóð þar sem hún hafði verið aðstoðarlæknir á aujrn- deild í Vánersborg um sumarið, eftir að hún hætti á augndeildinni hér. Edda fékk sérfræðiviðurkenn- ingu í augnlækningum í mars 1979 og hefur síðan verið einn af augn- læknum Landakotsspítala. Jafn- framt vinnunni á sjúkrahúsinu stundaði hún glákusjúklinga á göngudeild augndeildar og rak eig- in stofu. Ennfremur fór hún reglu- legar augnlækningaferðir til Borgarness allt til síðastliðins vor og í allmörg ár einnig til Selfoss. Frá 1982 var hún ráðgefandi augn- læknir á Landspítala. Hún var fulltrúi Augnlæknafélags íslands í stjórn Ljóstæknifélagsins. Árið 1975 veiktist hún af meini því, sem varð henni að aldurtila, en lét ekki bilbug á sér fínna og var í fullu starfí þar til í árslok 1985 að hún varð að hætta skurðstofu- vinnu. Stofu sinni hélt hún opinni á meðan stætt var og einnig göngu- deildarvinnu fram á sl. vor. Eddu er sárt saknað af okkur kollegum og öðru samstarfsfólki, en kjarkur hennar og dugnaður verður okkur minnisstæður og til eftirbreytni ólifuð ár. Fjölskyldu hennar vottum við djúpa samúð. Fyrir hönd augndeildar Landa- kotsspítala, Hörður Þorleifsson t Eiginmaöur minn, faðir minn og afi, JÓN HILMAR JÓNSSON, fyrrverandi formaöur Sjómannafélags Reykjavfkur, verður jarðsettur frá Fossvogskapellu föstudaginn 11. september nk. kl. 10.30. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir. Þeir sem vildu minnast hans vinsamlegast látið Slysavarnafélag íslands njóta þess. Sigurlaug Jónsdóttir, Jón Hilmar Jónsson, Gunnar Jónsson, Ragnar Jónsson, Hilmar Jónsson. t FRIÐRIKA S. FRIÐRIKSDÓTTIR, áður Hafnargötu 41, Keflavík, lést á Hrafnistu, Hafnarfiröi, þriðjudaginn 8. september. Lára Janusdóttir, Guðlaugur B. Þórðarson. t Eiginkona mín, móöir, tengdamóðir og amma, MÁLFRÍÐUR JENSDÓTTIR, Kölduklnn 10, Hafnarfirði, verður jarðsungin föstudaginn 11. september kl. 15.00 frá Hafnar- fjarðarkirkju. Þeim sem vildu minnast hennar er vinsamlegst bent á að láta líknarstofnanir njóta þess. Gíslf Emilson, Heiðar Gíslason, Stefanfa Vfglundsdóttir, Fríða Kristfn Heiðarsdóttii.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.