Morgunblaðið - 10.09.1987, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 10.09.1987, Blaðsíða 50
IS 50 MORGUNBLAÐIÐ, FTMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1987 Kartöflumarkaðurinn og hrammur Grænmetisverslunar landbúnaðarins eftírEinar Pál Svavarsson Undanfarnar vikur hafa kartöfl- ur og málefni kartöfluframleiðenda verið nokkuð til umræðu, og hefur athyglin oftar en ekki beinst að pökkunar- og dreifíngarfyrirtækinu Þykkvabæjarkartöflur hf. En það fyrirtæki er hlutafélag, og hefur verið Ieiðandi í að efla gæði kartöfl- unnar og gera hana að vöru sem er boðleg neytendum. Að öðru jöfnu væri ekki ástæða til að skrifa blaðagrein þó að minnst sé á kartöflur. En þar sem tveir stjórnarmenn í samkeppnisfyrir- tæki Þykkvabæjarkartaflna hf., þeir Páll Guðbrandsson og Tryggvi Skjaldarson hjá Ágæti, hafa ítrekað verið með vafasamar yfirlýsingar í garð fyrirtækisins, þykir ástæða til þess að gera nokkra grein fyrir samkeppnisstöðu fyrirtækja á kart- öflumarkaðnum ogþeirri þróun sem átti sér stað eftir að dreifing og verslun með grænmeti var gefín frjáls. En þeir Páll og Tryggvi eru jafhframt sjálfskipaðir talsmenn þess hóps framleiðenda sem berst nú fyrir endurreisn einokunar. Alþingi sagði frelsi en framkvæmdavaldid einokun Með búvörulögunum árið 1985 var sala á kartöflum gefin frjáls. Áður hafði einokunarfyrirtæki framleiðenda, Grænmetisverslun landbúnaðarins, fengið að leika lausum hala við að misbjóða fólki í matmálstímum um langt árabil. Vegna einokunarstöðu fyrirtækis- ins þurftu stjórnendur þess aldrei að hlusta á kröfur neytenda um aukin gæði, né heldur kröfur kaup- manna um aukna þjónustu. Þeir skilgreindu sjálfir markaðinn út frá kartöflubirgðum aðstandenda fyrir- tækisins og þjónustuna út frá sinni eigin fjárfestingar- og hagræð- ingarpólitík. Eftir gildistöku laganna réðust mörg fyrirtæki í þá starfsemi að dreifa kartöflum. Má þar nefna fyr- irtæki eins og Mata, Banana, Þykkvabæjarkartöflur og Sölufélag garðyrkjumanna, að ógleymdu því fyrirtæki sem framleiðendurnir Páll Guðbrandsson og Tryggvi Skjaldar- son eru í málsvari fyrir, Ágæti. Síðar hafa önnur bæst í hópinn eins og Eyfirska kartöflusalan, Öngull og ýmis önnur fyrirtæki. Þar að auki hófu nokkrar verslanir sjálf- stæð viðskipti við framleiðendur. Þá hafa fjölmargir framleiðendur selt uppskeru sína með ýmsum hætti.til neytenda og er svo enn í dag. Þessir viðskiptahættir tíðkast enn og munu eðlilega halda áfram svo lengi sem menn rækta kartöflur á fslandi. Við þetta er að sjálfsögðu ekkert að athuga, nema síður sé, þar sem neytendum hefur þannig gefist kostur á ódýrari vöru og frjálsræði ríkir. Sjálfsagt hafa flestir af fremstu talsmönnum frelsis í viðskiptahátt- um úr hópi þingmanna, og vara- þingmanna, litið á búvörulögin sem tákn um árangur sem beindist í frjálsræðisátt. Að minnsta kosti var búið að aflétta einokun. Þegar svo handauppréttingunni var lokið tóku ný verkefni við, og eðlilega var framkvæmdavaldinu falin fram- kvæmd laganna. En framkvæmda- valdið í þessum lögum samanstend- ur ekki af réttsýnum embættismönnum sem bera hag allra þegna landsins fyrir brjósti. Nei, framkvæmdavaldið í þessum lögum er samansafn af ríkisreknum og ríkisstyrktum landbúnaðarhags- munasamtökum sem ekki heita Landbúnaðarráðuneytið. Við gildistöku laganna varð Grænmetisverslun landbúnaðarins hálfgerður vandræðagripur sem „framkvæmdavaldið" stóð uppi með. Ekki aðeins vegna þeirrar slæmu imyndar sem fyrirtækið hafði í hugum neytenda, heldur og vegna þess að nú þurfti Græn- metisverslun landbúnaðarins að temja sér vinnubrögð sem voru ólík öðru sem þetta ólánsama einokun- arfyrirtæki hafði áður fengist við. Vinnubrögð frjálsra viðskiptahátta. Auðvitað dóu menn ekki ráða- lausir. Með miklum bægslagangi í fjöl- miðlurn tókst að leysa vandamálið með ímyndina. Fyrirtækinu var gefíð nýtt nafh og nýtt merki hann- að. Ágæti skyldi það heita. Svo frábærlega var að þessu máli staðið frá hendi nýrra stjórnenda, að „Gamla grænmetið" hvarf nánast á einum sólarhring og hefur gengið um í sínum ágætu sparifötum upp frá þeim degi. Hitt vandamálið leysti „fram- kvæmdavaldið" með nokkrum þægilewgum aðgerðum, sem höfðu það markmið að styrkja samkeppn- isstöðu Ágætis umfram aðra, og gera það síðan að „frjálsu" einokun- arfyrirtæki undir stjórn framleið- enda. Framleiðenda sem fengju aftur það vald, sem nú er hjá neyt- endum, að skilgreina kartöflumark- aðinn. Sá markaður yrði upp frá þeirri stundu skilgreindur út frá birgðum þeirra sjálfra í kartöflu- geymslunum, en ekki út frá óskum og kröfum neytenda. En þörfín til þess að fá þetta vald yfír neytend- um, kaupmönnum, verslunum og dreifíngunni hefur verið eins og rauður þráður í allri umræðu þeirra Páls Guðbrandssonar og Tryggva Skjaldarsonar stjórnarmanna í Ágæti upp á siðkastið. Frjáls einokun Og hverjar voru svo hinar þægi- legu aðgerðir sem „framkvæmda- valdið" greip til? Hér verða aðeins tilgreindar fjórar mikilvægustu að- gerðirnar. í fyrsta lagi seldi „framkvæmda- valdið" Ágæti alla lausafjármuni Grænmetisverslunar landbúnaðar- ins á einhverja upphæð, sem enn er ekki búið að skilgreina, þrátt fyrir að 1. gjalddagi samkvæmt kaupsamningi hafi verið 1. febrúar sl. í öðrulagi seldi „framkvæmda- valdið" Ágæti 180 milljóna króna fasteign Grænmetisverslunar land- búnaðarins í Síðumúla 34 á 60 milljónir. Lánskjör og afborgunar- skilmálar eru í einu orði sagt með ólíkindum. I þriðja lagi yfirtók Ágæti alla sjóði Grænmetisverslunar land- búnaðarins. Samkvæmt búvörulögunuin eiga allar þær tekjur sem fást við sölu eða leigu umræddra lausafjármuna og fasteigna að renna í sérstakan sjóJ. Þessi sjóður á síðan að standa undir ýmiss konar rannsóknum á ræktun og meðferð grænmetis, og þar með kartöflum. í þeim sjóði eiga einnig að vera sjóðir Græn- metisverslunar landbúnaðarins. En þessi sjóður, sem í raun hefur mjög BALLETT KL ASSISKUR BALLETT Kennsla hefst 1. október.________ Námskeið fyrir byrjendur (ynfíst 5 ZI\ og framhalasneiuéhdur.________ Einnig býöur skólinn upp á kennslu í spænskum dönsum: FLAMENCO, JOTA, SEVILLANAS ofl. Kennslukerfi: ROYAL ACADEMY OF DANCING RUSSIANMETHOD Innrítun í síma 72154 kl/11 -19. Félag islenskra listdansara. BRLLETSKÓLI5IGPÍORP RRfílflnn SKÚLACÖTU 32-34 <i><!X> Einar Páll Svavarsson „Sjálfsagt hafa flestir af f remstu talsmönnum frelsis í viðskiptahátt- um úr hópi þingmanna, og varaþingmanna, litið á búvörulögin sem tákn um árangur sem beind- ist í frjálsræðisátt." umfangsmikinn tekjustofn, er ein- faldlega tómur og úr honum hefur aldrei veri úthlutað. I þennan sjóð hafa aldrei komið neinir peningar þrátt fyrir eftirgrennslan umsjónar- manna sjóðsins. Hvers vegna? Eru þessir fjármunir ef til vill að brenna upp 5 höndunum á Ágæti? Eru þeir ef til vill í skammtímanotkun til þess að styrkja samkeppnisstöðu Ágætis? Hver sem ástæðan er, þá er ljóst að með því að standa ekki skil á þessum fjármunum er Ágæti, fyrirtæki framleiðenda sjálfra, orðið ein meginhindrunin í eðlilegri fram- þróun rannsókna á þeirri fram- leiðslu sem félagsmenn fyrirtækis- ins leggja stund á. Enda öll orkan farið í að byggja upp „frjálst" einok- unarfyrirtæki. í fjórða lagi hefur Ágæti ekki þurft að standa skil á lögboðnum gjöldum, sem fyrirtækið hefur þó tekið af framleiðendum, í a.m.k. tvö ár. Sú skuld er talin vera á annan tug milljóna og öllum þeim, sem eiga að bera ábyrgð á innheimt: unni, virðist vera alveg sama. í þeirra huga er þetta aðeins liður í að styrkja samkeppnisstöðu Græn- metisverslunar landbúnaðarins/ Ágætis. Það væri eflaust athyglisvert að velta fyrir sér hvað 511 þessi fyrir- greiðsla þýðir í fjármunum í heild- ina. En öll venjuleg fyrirtæki þurfa að sækja slíka fyrirgreiðslu til banka og fjárfestingarfyrirtækja. En Ágæti fær auðvitað frest á frest ofan vegna skulda til viðbótar við tuga milljóna króna gjafir og lán frá „framkvæmdavaldinu". En í þessu samhengi er málið ef til vill bara eðlilegt, því framkvæmdavald- ið er bara þeirra eigin samtök. Hér mætti auðvitað tína fleira til. Þó má ætla að þetta nægi til að varpa ljósi á þá gríðarlegu mis- munun sem „framkvæmdavaldið" vinnur að, þrátt fyrir göfug mark- mið löggjafans. Og það er einmitt þessi mismunun sem gerir það að verkum að fjöldi fyrirtækja, sem hófu dreifingu á kartöflum og grænmeti eftir gildistöku búvöru- laga, hefur nú hætt allri slíkri starfsemi. Rfkisstyrktur og ríkis- verndaður hrammur hinnar spari- klæddu Grænmetisverslunar landbúnaðarins hefur ýtt þeim út af markaðnum. Enda var skipulag þeirra samtaka sem standa að Ágæti, sem og skipulag fyrirtækis- ins, upphaflega sniðið að því markmiði að Agæti yrði „frjálst" einokunarfyrirtæki. Að setja sér markmið í sparifötunum? Aðspurður um hin nýju samtök matjurtaframleiðenda og fyrirtæki þeirra sagði Gestur Einarsson for- stjóri Ágætis í viðtali við búnaðar- blaðið Frey í nóvember 1986, að samþykktir þess væru sniðnar að þeim kröfum sem aðstæður krefð- ust. Enda væri dreifíng og mark- aðssetning orðin frjáls. Og á sama tíma gerði forstjórinn grein fyrir skipulagi samtakanna og fyrirtæk- isins (sem út af fyrir sig er mjög fróðleg lesning). Nú í júní sl. var hins vegar ákveð- ið að leggja sölusamtökin niður og stofna hlutafélag sem á að heita Ágæti. Aðspurður um ástæðuna sagði Eiríkur Tómasson lögfræð- ingur Ágætis í Helgarpóstinum 9. júlí 1987: „Eins og þetta var hjá Grænmetisversluninni var allt í lausu lofti. Sölusamtakaformið (sem Gestur hafði bent á að væri sérstaklega valið með tilliti til mark- aðsaðstæðna) gildir vel þegar um einkasölu eða einokun er að ræða, en þegar komin er hörð samkeppni þá gengur þetta losaralega form ekki upp." Tæplega verða orð þessara manna skilin á annan veg en að matjurtaframleiðendur hafí valið sér einokunarformið strax við stofn- un fyrirtækisins. Ástæðan er augljós, meiningin var aldrei að reka neitt annað en einokunarfyrir- tæki. Þessi skoðun hefur enda komið ítrekað fram hjá helstu tals- mönnum nýrrar einokunar í dag, stjórnarmönnunum í Ágæti þeim Páli Guðbrandssyni og Tryggva Skjaldarsyni. Neytendur eig-a síðasta orðið Af umræðunni hér að framan er augljóst að „framkvæmdavaldið" hefur gengið mjög vasklega fram í því að mismuna fyrirtækjum á markaðnum. Því fer ekki hjá því að það hvarfli stundum að fólki sem starfar við kartöflusölu, að ákvæði búvörulaganna um viðskiptafrelsi hafi einfaldlega verið grin. Að einu mennirnir, sem raunverulega hafi skilið lögin séu talsmenn einokunar- fyrirkomulagsins, eins og þeir Páll Guðbrandsson og Tryggvi Skjaldar- son. Þessu viljum við hjá Þykkvabæj- arkartöflum hf. hins vegar ekki trúa. Og fastlega má gera ráð fyrir að önnur þau fyrirtæki, sem hófu dreifíngu á kartöflum og grænmeti eftir að verslun með þessa fram- leiðslu var gefin frjáls, vilji heldúr ekki trúa þvf. Sú orka, sem þessi fyrirtæki, í samstarfi við marga dugmikla og áhugasama framleið- endur, hafa lagt í að auka gæði og úrval þessarar framleiðslu og gera hana að matvöru fyrir fólk, hefur skilað ómældum árangri. Það skiptir hins vegar engfu máli hvað „framkvæmdavald" landbún- aðarhagsmunasamtakanna gerir, né heldur fyrirtsekin og framleið- endurnir. Neytendur munu og eiga alltaf að hafa síðasta orðið. Höfundur er framkvæmdasljórí hjá Þykkvabæjarkartöflum hf. HARÐVIBARVAL Tarkett parket er með sterka lakkinu. HARÐVIÐARVAL HF KROKHALS! 4, SIMI 671010.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.