Morgunblaðið - 10.09.1987, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 10.09.1987, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1987 55 Minning Ingvar Arnarson Fæddur 15. maí 1970 Dáinn 6. september 1987 Hann Ingvar er dáinn, lét lífíð í hörmulegu bílslysi á sunnudags- morguninn, staðreynd sem erfítt er að sætta sig við. Á sorgarstundu, þegar ungur maður, sem virðist eiga framtíðina bjarta fyrir sér, er hrifínn burt frá ástvinum, eru margar spurningar sem leita á hug- ann, en fátt um svör. Fyrir u.þ.b. tíu árum flutti Ingvar með fjölskyldu sinni í Laugarnes- hverfíð og varð Hanna Kristín, systir hans, fljótt vinkona mín. Ég fór því að venja komur mínar á heimili þeirra og veitti strax eftir- tekt litla bróður hennar Hönnu, honum Ingvari, sem þá var aðeins sjö ára gamall. Á þeim árum var maður nú ekkert að veita svona smásnáðum mikla eftirtekt, en það gegndi Sðru máli með hann Ingvar. Fljótlega sé ég að þar var á ferð- inni óvenjulega sjálfstæður og vel gerður strákur, sem ég leit á alla tíð sem jafnaldra minn. Hann hafði svo einlæga og eðlilega framkomu og bjó yfír svo miklum persónutöfr- um, að maður komst ekki hjá því aðveita honum athygli. I gegnum árin hef ég átt með honum margar skemmtilegar stundir, þegar við ræddum saman um alit milii himins og jarðar, og alltaf var stutt í brosið hjá honum. Það var hægt að tala um alla hluti við Ingvar, hann var einn af þeim sem ávallt var hægt að leita til og alltaf var reiðubúinn að rétta hjálp- arhönd. Ingvar sagði mér kvöldið áður en hann lést að nú væri hann ný- byrjaður að Iæra hárgreiðslu og líkaði stórvel, og einnig væri hann búinn að kaupa sér bíl, svo nú gæti hann aldeilis „rússað" um bæinn. Hann var ekki sá sami litli strákur sem ég hafði fyrst kynnst fyrir tíu árum, heldur var hann orð- inn stór og myndarlegur ungur maður, en með sama góða hjarta- lagið og áður, sæll og ánægður með lífíð og tilveruna. Nokkrum klukku- stundum síðar var hann allur. Á þessari sorgarstundu sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur til Rúnu, Ása, Hönnu Kristínar, Dagmar og annarra ástvina hans. Ingvar Arnarson var sérstakur drengur sem ég mun ævinlega vera þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast. Við sem eftir lifunrmunum ávallt eiga eftir minninguna um góðan dreng. Anna Sigríður Örlygsdóttir í dag kveðjum við einn besta vin okkar, Ingvar Arnarson. Ingvar flutti hingað í hverfið 1978 og Iágu leiðir okkar saman í Laugarnesskólanum ári síðar. Við vorum síðan öll saman í bekk út grunnskólann. Á þessum árum mynduðum við vissan kjarna sem átti eftir að hald- ast óbreyttur, því þegar leiðir okkar skildu eftir 9. bekkinn og við fórum í sitthvorn skólann, héldum við enn hópinn. Það voru margar góðar stundir sem við áttumsaman sem aldrei munu gleymast og skrítið er til þess að hugsa að þessar góðu stundir munu aldrei endurtaka sig, heldur aðeins lifa í endurminning- unni. Síðasta kvöldið okkar með Ingv- ari er ógleymanlegt, hann var svo hress og kátur eins og vanalega og talaði um hvað tilveran bæri björt núna. Það er alveg ótrúlegt hvað hlutirnir eru fljótir að gerast. Ein- mitt þegar allt gengur svo vel er klippt á. Við munum sakna Ingvars sárt, það verður erfítt að sætta sig við tilveruna í framtíðinni án hans. Minning hans lifír að eilífu. Við vottum hans nánustu samúð okkar. Þeir deyja ungir sem guðirnir elska. Gunna og Hrefna Það er með hryggum huga að við tökum okkur penna í hönd til þess að kveðja góðan vin okkar, Ingvar Arnarson. Ingvar var næstelstur þriggja systkina, og þótt við hefðum stutt kynni af honum áttum við mjög skemmtilegar stundir saman og alltaf var hann jafn kátur og hress. Ingvar var aðeins sautján ára er hann lést af slysförum. Hugur Ingv- ars stefndi til frekara náms og var hann ætíð bjartsýnn á framtíðina. Fyrir valinu varð hárskeraiðn, þó að margt annað hafí komið til greina. Hann var sérlega gjafmildur og hugsaði mikið um að þeim sem voru í kringum hann liði vel. Svona reiðarslag eins og dauði ungs manns, sem manni fínnst að eigi alla framtíð fyrir sér, er eitt af því óskiljanlega. Við huggum okkur við það, að Guð sætti okkur með tímanum við að sjá hann aldr- ei framar í þessu lífi. Að leiðarlokum viljum við þakka Ingvari fyrir góða vináttu og tryggð sem aldrei brást. Við biðjum góðan Guð að styrkja Rúnu, Hönnu Kristínu, Dagmar, Ásmund og aðra aðstandendur. Blessuð sé minning hans. Laugi, Jóhanna og Þóra. Sunnudaginn 6. september síðastliðinn barst okkur sú hræði- lega frétt að okkar kæri vinur og félagi, Ingvar Arnarson, hefði látist af slysförum. Viljum við minnast hans hér með fáeinum orðum. Ósjálfrátt koma upp í hugann allar þær ánægjustundir sem við áttum saman með Ingvari. Hann var ávallt léttur í lund og ósjálfrátt hreifst maður af glaðværð hans. Sorglegt er til þess að hugsa, að hann hafi svo ungur verið hrifinn á brott úr þessum heimi en við huggum okkur við það að einhvern tímann, einhvers staðar, munum við hitta hann aftur. Minning hans mun ávallt Iifa í hugum okkar. Við yottum foreldr- um hans, þeim Ása og Rúnu, systrum hans, Hönnu Kristínu og Dagmar litlu, okkar dypstu samúð. Megi Guð styrkja þau í þeirra miklu sorg. Nonni, Siggi, Sverrir, Gaui, Marta og Arni. Sunnudaginn 6. september bár- ust okkur þau sorglegu tíðindi að vinur okkar og félagi, Ingvar Arn- arson, hefði látist af slysförum þá um morguninn. Við sem vorum vinir hans allar götur síðan í barnaskóla viljum nú' á þessari stundu kveðja hann og þakka þær mörgu og góðu stundir er við áttum saman. Ingvar var sá er við leituðum til qg treystum jafnt í sorg sem gleði. Ósjaldan var það Ingvar sem átti upphafíð að okkar mestu gleðistundum. Þegar dauðinn knýr svo snögg- lega að dyrum kemur rót á hugann, minningar og löngu liðnir atburðir rifjast upp og fylla að hluta það mikla skarð sem okkar ástkæri vin- ur skilur eftir sig í vinahópi sínum. Minningin um þennan góða dreng mun lifa í hjörtum okkar um ókom- in ár. Foreldrum hans, þeim Ása og Rúnu, og systrum hans, Hönnu Kristínu og Dagmar litlu, vottum við okkar dýpstu samúð í sorg þeirra. Skorri, Andri, Ingi, Ásgeir og Rikki Kaldal. Gísli Þorsteinsson frá Laufási - Minning Fæddur 23. júní 190l> Dáinn 10. júlí 1987 Laugardaginn 18. júlí var móður- bróðir minn, Gísli Þorsteinsson, jarðsettur frá Landakirkju í Vest- mannaeyjum. Eftir langa sjúkra- legu var dauðinn honum kærkomin líkn. Gísli var fæddur 23. júní 1906 og var þriðji í röðinni af tólf börnum hjónanna í Laufási. Ekki átti Gísli kost á að ganga menntaveginn, en var vel sjálf- menntaður og vel talandi á nokkur erlend tungumál. Hann var mjög listhneigður, málaði og teiknaði mikið, en var lítið fyrir að flíka því. Gísli bjó alla sína ævi hér í Eyjum, að frátöldum nokkrum árum sem hann var í Reykjavík. Gísli var einn af stofnendum og aðaleigendum Fiskiðjunnar hf. og bar hann hag fyrirtækisins mjög fyrir brjósti til hinstu stundar. Gísli kvæntist Ráðhildi Árnadótt- ur en þau slitu samvistir. Þeim varð ekki barna auðið en áttu kjörson, Gísla Má, sem er verkfræðingur að mennt, hann er kvæntur Sigrúnu Valbergsdóttur og eiga þau tvö börn, Kára og Völu. Gísli var sérstaklega barngóður maður og nutu litlu frændsystkinin hér í Eyjum þess, því ég held að nú seinni árin hafí samvistirnar við litlu frændsystkinin verið hans bestu stundir. Hann gat setið tímum saman og teiknað fyrir þau eða sagt þeim sðgur svo unun var að. Nú hefur frændi minn verið lagð- ur til hvíldar við hlið foreldra sinna sem hann ætíð mat svo mikils. Megi hann hvfla í friði. Elinborg Jónsdóttir Mig langar í nokkrum fátækleg- um orðum að minnast Gísla Þor- steinssonar frá Laufási í Vestmannaeyjum, sem andaðist í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 10. júlí síðastliðinn. Hafði Gísli um nokkurt skeið háð vonlausa baráttu við sjúk- dóm sinn, svo fráfall hans kom ekki á óvart, en þó er það svo að þegar gamall og góður vinur hverf- ur á braut, er sæti háns orðið autt Minning: Halldóra J. Kjerúlf Fædd 8. desember 1901 Dáin31.ágústl987 Samferðakona mín, Halldóra, lést í Sjúkrahúsi Akraness að kvöldi hins 31. ágúst sl. eftir stutta legu þar. Fundum okkar bar fyrst saman er ég og fjölskylda mín fluttumst að Reykholti, Borgarfírði árið 1967. Þessi virðulega og fallega kona starfaði við Héraðsskólann í Reyk- holti. Starf hennar var tvíþætt; annars vegar smurði hún hinn svo- kallaða kvöldskammt sem nemend- ur fengu með sér á herbergin, og hins vegar stjórnaði hún ræstingu á heimavist og í skólanum. Þessi störf vann hún af slíkri natni og umhyggju að hver sá sem fylgdist með hlaut að dást að henni. Hún gaf sér ætíð góðan tíma til mmmmmmmmmSSSSmSSSSSmmmmm^SmmmmM að spjalla við nemendur og veit ég að margir þeirra litu á hana sem góða og umhyggjusama ömmu. Veturinn 1971 hætti hún starfí sínu við skólann sökum heilsubrests. En þrátt fyrir að hún hætti að starfa við skólann hitti ég hana og elsku- legan eiginmann hennar oft á heimili þeirra. Ætíð var mér og mínum vel fagnað þar og ekki síst börnunum mínum. Þrátt fyrir van- heilsu var hún ætíð létt í lund og viðræðugóð. Hún hafði yndi af að láta hugann reika til liðinna tfma og rifja upp samskipti sín við sam- ferðafólkið, einkum í Eyjafírði, en þar eyddi hún æskuárunum. Einnig hafði hún gaman af að fylgjast með afkomendum sínum, en þeir eru orðnir margir. Hún fylgdist vel með dægurmálum líðandi stundar. Að leiðarlokum vil ég og fjöl-, skylda mín þakka henni samfylgd- ina og votta þér, Andrés minn, og fjölskyldu þinni innilega samúð okk- ar. Blessuð sé minning Halldóru. Sigríður Bjarnadóttir og við fínnum betur en ella hvaða sess hann skipaði í raun og veru í daglegu lífí okkar. Gísli fæddist 23. júni 1906 í Vestmannaeyjum, sonur hjónanna Þorsteins Jónssonar útvegsbónda og Elínborgar Gísladóttur, er um langan aldur bjuggu að Laufási í Vestmannaeyjum. Olst hann upp í stórum systkinahópi á heimili mik- illa umsvifa, sem hús útvegsbónd- ans var á þeim árum. . Gísli kvæntist árið 1940 Ráðhildi Arnadóttur og tóku þau kjörson, Gísla Má, síðar rafmagnsverkfræð- ing er nú býr í Reykjavík. Þau slitu samvistum. Gísla mun lengst verða minnst fyrir þátt hans í atvinnuuppbygg- ingu Vestmannaeyja, byltingunni sem varð í vinnslu sjávarafurða frá einhæfri söltun yfír f margslungna hraðfrystingu. Gömlu krærnar urðu að víkja fyrir stórvirkum fískiðju- verum. Vestmannaeyjar breyttust úr verstöð í iðnaðarbæ, er nú veitti fleiri höndum atvinnu með meira öryggi en áður var. Gísli starfaði lengi sem verkstjóri í Hraðfrystistöð Vestmannaeyja, hjá Einari Sigurðssyni, einum af brautryðjendum hraðfrystiiðnaðar á íslandi, og þegar Einar flutti til Reykjavíkur, tók Gísli við rekstri hennar ásamt félögum sínum, þeim Ágústi Matthíassyni og Þorsteini Sigurðssyni. Síðar byggðu þeir fé- lagar eigið fyrirtæki, Fiskiðjuna, á sanduppfyllingu þar sem gömlu krærnar stóðu áður. Á þessum árum var Fiskiðjan með myndarleg- ustu frystihúsum landsins og lengst af í hópi þeirra afkastamestu. Kynni mín af Gísla byrjuðu fyrir alvöru árið 1953, þá er hann dubb- aði mig, skólastrákinn, upp í aðstoðarverkstjóra með þeim Jó- hanni Guðmundssyni og Björgvin Pálssyni yfirverkstjóra. Þetta voru erfíð en einstaklega skemmtileg ár. Það nánast flaut fískur út úr öllum gáttum og þrátt fyrir langan vinnu- dag var alltaf tími til að slá á létta strengi og var Gísli þar fremstur í flokki. Gísli hafði skemmtilega kímnig- áfu, var mjög fróður og víðlesinn. Fylgdist hann ávallt vel með öllum nýjungum í fískvinnslu og var ávallt tilbúinn að reyna eitthvað nýtt. Hugmyndaauðgi hans var ein- stök og átti hann einkar gott með að koma hugmyndum sínum í fram- færi, enda slyngur teiknari. Gísli málaði töluvert í frístundum sínum » °g "gSa margar góðar myndir eft- ir hann. Var hann mjög gagnrýninn á myndir sínar, þær voru ekki falar og erfítt reyndist að fá hann til að sýna þær opinberlega. Hann var að þessu aðeins fyrir sig eins og hann sagði gjarnan. Það var mjög gott að eiga Gísla fyrir vin. Hann var alltaf þarna. Það var alltaf hægt að ganga að honum vísum. Það var einstaklega notalegt að setjast niður og spjalla við hann. Iðulega kom hann á óvart með vangaveltum sfnum og fékk mann til að hugsa. Ekkert var hon- um óviðkomandi. Vil ég þakka þessar stundir, vin- áttu hans og tryggð. Magnús Bjarnason Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rít- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.