Morgunblaðið - 10.09.1987, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 10.09.1987, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1987 65 KNATTSPYRNA / LANDSLIÐIÐ Bjarni Sigurðsson virtist eiga að hafa möguleika á að halda skotinu sem hann varði er Norðmenn skoruðu. Fyrir utan fáein atvik sem hann virkaði utan við sig var Bjarni öruggur, hirti fyrirgjafir Norðmanna af miklu ör- yggi og varði einu sinni mjög vel af stuttu færi. í% ,,v M Gunnar Gíslason var fastur fyrir sem aftasti maður í vörn- inni, ákveðinn og fylginn sér. Lék mjög vel í heildina, vann flest ef ekki öll návígi og var öryggið uppmálað. Sævar Jónsson lék mjög vel í vörninni. Var öruggur í öllum sínum aðgerðum og gaf aldrei þumlung eftir, hvorki í skallaeinvígjum eða í baráttu á jörðu niðri. Gífurlega sterkur leikmaður. Sennilega einn hans besti landsleikur fyrr og síðar. ^^y^im Atli Eðvaldsson var mjög sterkur eins og Sævar. Unun var að sjá hvernig hann vann hvert skallaeinvígið af öðru og einnig var hann mjög sterkur á „gólfinu" — baráttan og krafturinn var slík að það var engu líkara en Jóhannes bróðir hans væri þar á ferð- inni. Ekki leiðum að líkjast! Ólafur Þórðarson barðist af miklum krafti að vanda, oft heldur mikið af kappi en forsjá. Hann „seldi" sig nokkuð oft í varnarhlutverk- inu til að byrja með, virkaði taugaóstyrk- ur, en átti góða spretti sóknarlega séð. Sigurður Jónsson lék að nýju sem miðjutengiliður, en hef- ur oftast náð sér betur á strik. Gaf þó ekkert eftir og átti góða sprettC en fékk gult spjald fyrir óþarfa. Spyrnti boltan- um hátt í loft upp er dómarinn dæmdi á hann. Viðar Þorkelsson stóð sig vel í varnarhlutverki sem útliggj- andi tengiliður vinstra megin, en í sóknaraðgerðunum var hann heldur rag- ur. Slapp þó vel frá leiknum þegar á heildina er litið. Ragnar Margeirsson hélt boltanum vel, vann vel fyrir liðið og átti sendinguna á Pétur Pétursson er hann skoraði fyrra markið. Ragnar var ekki verulega áberandi en gerði þó góða hluti. Hann fór út af á 79. mín. fyrir Pétur Arnþórsson. Pétur Ormslev var lengi að finna sig í leiknum en eftir að hann fór í gang lék hann mjög vel. Pétur sýndi fádæma yfirvegum og ör- yggi er hann skoraði sigurmarkið — gaf sér góðan tíma og árangurinn varð eftir því. Eftirminnilegt sem tryggði eftir- minnilegan sigur. Pétur Pétursson bregst aldrei í landsleik. Baráttuvilji Péturs var mikill að vanda, hann var á ferðinni allan tímann, fylgdi vel aftur og var fljótur fram aftur. Pétur skoraði glæsilegt mark og sendi síðan fallega á nafha sinn Ormslev er hann gerði sigur- markið. Guðmundur Torf ason átti stórleik í síðustu viku gegn Austur- Þjóðverjum þannig að kröfurnar voru miklar nú. Guðmundur var ekki eins áberandi og þá, en vann þó vel. Kom vel til baka eins og Pétur en fékk ekki úr miklu að moða frammi. Pétur Arnþórsson lék síðustu ellefu mínúturnar í stað Ragnars Margeirssonar. Hafði engin áhrif á leikinn en sýndi þó að þar er mikill baráttumaður á ferð. 1...... i • • * - > ¦' *'.' \- KNATTSPYRNA / EVROPUKEPPNI LANDSLIÐA Sovétmenn örugg- ir í úrslitakeppnina SOVÉTMENN tryggðu sér sœti í úrslitakeppni Evrópumótsins í knattspyrnu er þeir gerðu jafntefli, 1:1, gegn Frökkum í Moskvu ígœrkvöldi. Sovét- menn hafa því hlotið 10 stig í riðlinum og er ekkert lið sem getur náð þeim að stigum. . Alexei Mikailichenko skoraði jöfnunarmark Sovétmann þegar stundarfjórðungur var til leiksloka. Jose Toure skoraði fyrir Frakka strax á 13. mínútu með hörkuskalla eftir sendingu frá Manuel Amoros. Evrópumeistararnir frá því 1984, Frakkar, verða því að sitja heima er úrslitakeppnin fer fram í Vestur- Þýskalandi í júní á næsta ári. Þeir hafa aðeins hlotið 5 stig úr sex leikj- um. Sovétmenn hafa 10 stig og Austur-Þjóðverjar eru í öðru sæti með 6 stig eftir 5 leiki. Frakkar voru sterkari í fyrri hálf- leik en Sovétmenn í þeim seinni þrátt fyrir að Igor Belanov, knatt- spyrnumaður Evrópu, yrði að fara af leikvelli í upphafi seinni hálfleiks vegna meiðsla. írarefstlr írar tryggðu sér efsta sæti í 7. riðli Evrópukeppninnar með 2:1 sigri á Luxemborgurum í Dublin í gær- kvöldi. Luxemborgarar náðu óvænt forystu í leiknum með marki Armin Kring á 29. mínútu. Frank Staple- ton jafnaði fyrir íra þremur mínút- um síðar og Paul McGrath skoraði svo sigurmarkið á 76. mínútu. írar voru mun betri og áttu mörg hættuleg marktækifæri. „Þetta var leikur hinna glötuðu marktæki- færa," sagði Jack Charlton, þjálfari íra, eftir leikinn. Staðan f riðlinum eftir leikinn í gær er þessi: írland.............................7 3 8 1 8:5 9 Búlgarfa.........................5 3 2 0 10:3 8 Belgia.............................5 2 8 0 13:4 7 Skotland.........................S 12 2 4:5 4 Luxemborg......................6 0 0 6 2:20 0 •JPNÉ Símamynd/Reuter Liam Brady, leikmaður írska landsliðsins, leikur hér á Theo Malget, leik- mann Lúxemborgar-liðsins, á Lansdowne-leikvanginum í Dublin í gærkvöldi. Fyrstl sigur Finna Finnar gerðu sér lítið fyrir og unnu Tékka sannfærandi, 3:0, í Helsinki í gærkvöldi. Leikurinn var liður í 6. riðli Evrópukeppninnar. Þetta var fyrsti sigur Finna í keppninni og kom hann full seint til að þeir eygi möguleika í úrslitakeppnina. Tékkar voru betri til að byrja með eða allt þar til Ari Hjelm skoraði fyrir Finna á 29. mínútu. Finnar fór sfðan á kostum f sfðari hálfleik með Aki Lahtinen sem besta mann. Ismo Lius skoraði annað markið með skalla á 72. mínútu og siðan innsiglaði Petri Tiainen sigurinn með marki átta mínútum fyrir leiks- lok. Finnski landsliðsþjálfarinn Martti Kuusela, sem hættir með landsliðið eftir þetta tímabil, sagði að Finnar hafi spilað einn sinn besta leik í langan tfma. Wales slgraðl Danmörku Wales skaust f efsta sæti 6. riðils Evrópukeppninnar með því að sigra Danmörku, 1:0, í Cardiff í gær- kvöidi. Mark Hughes skoraði sigurmarkið á 19. mínútu leiksins. Mark Hughes átti mjög góðan leik og skoraði nú loks mark fyrir lands- liðið; hans fyrsta með liðinu f tvö ár og á Wales nú möguleika á að komast í úrslitakeppni í fyrsta sinn í 30 ár. Wales var betra liðið í fyrri hálfleik en bakkaði í þeim seinni. Þá sóttu Danir án afláts en tókst ekki að skora og má þakka það stórgóðri markvörslu Neville Southall. Hann varði tvívegis meistaralega frá Pre- ben Elkjær og svo bjargað einu sinni á línu. Staðan f 6. riðli er þessi: Wales................................4 2 2 0 7:2 6 DanmSrk..........................5 2 2 1 3:2 6 Tékkóslóvakfa.................5 1 3 1 5:5 5 Finnland..........................6 1 1 4 4:10 3 VINATTULANDSLEIKIR Littbarski skoraði beint úr hornspyrnu! HM; ¦'• VESTUR-ÞJÓÐVERJAR unnu Englendinga 3:1 f vináttulands- leik í knattspyrnu í Dússeldorf ígœrkvöldi. Pierre Littbarski var hetja Vestur-Þjóðverja, skoraði tvö mörk. Leikurinn var mjög vel spilaður af beggja hálfu og mátti varla sjá að um æfingaleik væri að ræða. Vestur-Þjóðverjar voru sterkari í fyrri hálfleik og skoraði Littbarski tvö mörk á níu mínútum um miðjan fyrri hálfleik. Það FráJóhanni Inga í Þýskalandi og Reuter fyrra með þrumuskoti frá vítateig og það síðara beint úr hornspyrnu. Gary Lineker minnkaði muninn fyr- ir Englendinga rétt fyrir leikhlé eftir varnarmistök Vestur-Þjóð- verja. Englendingar sóttu meira í síðari hálfleik og kom Immel mark- vörður í veg fyrir að þeir skoruðu, hann varði oft meistaralega. Það var svo þvert á gang leiksins að varamaðurinn Wolfram Wuttke skoraði þriðja mark Vestur-Þjóð- verja með góðu skoti frá vítateig þegar sjö mínútur voru til leiksloka. Fimm þúsund Englendignar voru á meðal 50.000 áhorfenda á leikvang- inum í Dilsseldorf. Skotar unnu Ungveija Skotar unnu Ungverja 2:0 í æfinga- landsleik f knattspyrnu í Glasgow í gærkvöldi. Það var framherjinn Ally McCoist sem skoraði bæði mörk heimamanna. McCoist skoraði sitt fyrsta mark fyrir Skotalnd á 35. mínútu með skoti sem fór undir Petet Disztl, markvörð. Síðan skoraði hann aftur á 61. mfnútu með þrumuskoti frá vítateig. Sigur Skota var sanngjarn og hefði getað orðið enn stærri. HANDKNATTLEIKUR Júgóslavinn ráðinn í gærdag Handknattleikssambandið réð í gær Júgóslavann Bradimir Slovko sem landsliðsþjálfara kvenna til eins árs. Hann kemur til landsins 1. október. Slovko hefur fengist við þjálfun í heimalandi sínu undanfarin 18 ár, en á sfnum keppnisferli lék hann hátt í 2Q0 LYFTINGAR Guðmundur setti _ íslandsmet Guðmundur Helgason, KR, setti í gærkvöldi ís- landsmet í 100 kg flokki ólympískra lyftinga, á innanfélagsmóti Ármanns, er hann lyfti samanlagt 347,5 kg. Þetta var fyrsta íslandsmetið í lyftingum í 3 ár. Gamla metið í flokknum átti Birgir Borgþórsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.