Morgunblaðið - 10.09.1987, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 10.09.1987, Blaðsíða 62
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1987 1^62 (ieiiAAiin Föku&kóli Jlla, < PllZ£)(^N09TAt| yjl&ggbu vib lolokk'ir'Cx-þcxrnQ , og Láiiu bi/inn \jorcx i gangi." r Ast er... 7-3i . . . að umbera hrotur hans. TM R«g. U.S. Pat Off—all right* r**«rv#d 9 1987 Loa Ang«l*» Timet SyndtC4t* Ég ætlaði bara að skemmta þessum heimilis- lausu frá Jeríkó með lúðrablæstri. Þá urðu þeir óðir og réðust á mig...! Með morgunkaffinu Já, þetta klæðir. Saumað- irðu þetta sjálf ...? HÖGNIHREKKVÍSI Laun sjómanna: Hver er sannleikurinn? Til Velvakanda. í sjónvarpsfrétt þeirri sem greindi frá því að sjómenn á Homa- firði gætu haft allt að 300 þúsund krónur á dag í einum róðri var hvergi getið þess kostnaðar sem reikna má með að fari í að afla hráefnisins. Kostnaðar var heldur ekki getið í fréttum af því að frystitogarar nyrðra öflðu sem svarar til 300—400 þúsund króna hásetahlut, eftir úthaldið sem var eitthvað um 24—26 dagar. Þetta telur formaður Sjómanna- sambands íslands skipta máli, _er hann svarar lesendabréfí frá „ís- lendingi" í Mbl. hinn 2. sept. sl. (form. svaraði þessu í Mbl. einum eða tveimur dögum síðar). Formaður Sjómannasambands- ins spyr einnig, hvort bréfritari hafí séð „9 tonn af slægðum þorski saman kominn í eina hrúgu," en formaðurinn telur að sjómaður þurfí að koma með um 9 tonn af fyrsta flokks þorski yfír daginn til að fá umrædda upphæð, þ.e. 300 þúsund krónur yfír daginn. Auðvitað hefur bréfritari séð 9 tonn af slægðum þorski í einni hrúgu. Hann hefur, eins og margir aðrir íslendingar, unnið sjálfur í fískvinnslu, einkum á yngri árum og fískvinnsla hefur lítið sem ekk- ert breyst síðan (því miður) að því er vinnsluaðferðir varðar. Hvemig einn sjómaður geti haft möguleika til að innbyrða slíkan afla? — í fréttinni var þess getið, að Homafjarðarsjómenn notuðu til veiða sjálfvirkar og tölvustýrðar handfærarúllur. Sennilega er það ein breytingin til batnaðar og þæg- inda í fískveiðum, og ekkert nema gott um það að segja. Hins vegar kemur hvergi fram í svari formanns Sjómannasam- bandsins, að hann mótmæli beint hinni umræddu sjónvarpsfrétt, en leitast við með óbeinum hætti að rengja frétt sjónvarpsins og telur hana furðufrétt, á sama hátt og „íslendingur" gerði í upphafí. Það er villandi, segir formaður Sjó- mannasambandsins, að slá upp einum og einum góðum túr, en sleppa veiðiferðum, sem em lakari. „Sjómennimir em í starfí sínu allt árið,“ segir hann ennfremur, ogþað séu árstekjumar sem verði að skoða, þegar laun sjómanna séu metin, eins og annarra launþega. Því er til að svara, að einn og einn „góður túr“ geftir venjulega árslaun venjulegs launþega í landinu, og hins vegar — sjómenn em, margir hvetjir, ekki við störf sín allt árið, eins og flestir launþeg- ar. Dæmi em einmitt um, að skipstjórar á góðum aflaskipum og sennilega flestum skipum og áhafn- ir þeirra skiptast á að fara í veiði- ferðir, margir vinna aðeins hálft árið. íslendingur Víkverji skrifar „þeirz ÁK'SÁPO AÐ SKIPTAST Á 3ÓLASJÓ‘Ft)M ÁR ■" Víkveiji sér ástæðu til að hrósa bæjarstjóra Akureyringa, Sigfúsi Jónssyni, fyrir að hann skuli á fundi sveitarstjómarmannaa nyrðra hafa neitað að greiða at- kvæði um tiltekna ályktun á þeirri forsendu að hún væri óskiljanleg. Dæmi úr ályktuninni, sem fylgdi frásögninni, og Sigfús mun hafa lesið yfír fundarmönnum, sýndi svart á hvítu, hvílíkt hrognamál var á þessari álytkun. Víkveiji þarf oft starfsins vegna að lesa yfír ályktanir alls konar og væri betur, að fleiri væm sem Sigf- ús og greiddu aðeins atkvæði um það sem skiljanlegt er. En það em ekki aðeins ályktanir, sem þessu markinu em brenndar. Alls konar skýrslur og þá ekki sízt frá opin- bemm aðilum em þannig skrifaðar, að þær em margar hveijar hrein móðgun við íslenzka tungu. Svíar bmgðu á það ráð að fá sérstaka kunnáttumenn í móðurmálinu til að fara yfir skrif opinberra sérfræð- inga og þýða þau yfír á mannamál svo boðskapur ráðamanna færi ekki fyrir ofan garð og neðan hjá al- menningi. Víkveija líst sýnu betur á þá aðferð Sigfúsar að láta sér- fræðingana sjálfa endurrita texta sinn þar til hann verður öllum skilj- anlegur. XXX Borgnesingar ætla senn að taka sér kaupstaðarréttindi. Þetta hafa fleiri gert á þessu ári, m.a. Mosfellssveitarmenn og breyttu þá nafninu í Mosfellsbæ. Víkveiji hefiir heyrt, að Borgnesingar hyggist einnig breyta nafni staðarins og nefna hann Borgamesbæ. Þetta finnst Víkveija óþarfí. í tilfelli Mos- fellssveitar var nafnbreyting með kaupstaðarréttindunum skiljanleg vegna breytingar frá sveit í bæ. I Borgamesi þarf ekkert slíkt. Það nafn stendúr eitt og sér fyrir hvers konar sveitarfélagi, sem það ber. Ætti að nægja að benda Borgnes- ingum á granna þeirra á Skagan- um, sem ekkert vilja vera nema Akumesingar, nema þegar knatt- spyman er annars vegar. Þá heita þeir Skagamenn. En aldrei hefur Víkveiji heyrt þá nefna sig Akur- nesbæinga. Víkveiji rak augun í frétt í Tímanum um rúllustigann í Kringlunni, þar sem því var meðal annars haldið fram að við íslending- ar værum óvanir hreyfanlegum stigum. Þessu til staðfestingar var bent á að iðulega myndaðist þvaga við stigann og fólk væri ragt við að stökkva á færibandið, eins og Tíminn tók til orða. Var á Tímanum að skilja, að við íslendingar værum langt á eftir öðrum þjóðum hvað kynni af rúllustigum varðar og hélt þó Víkveiji, að landar hans, sem flykkjast víða um heim hafí komist í tæri við slíka stiga erlendis, að minnsta kosti í verslanamiðstöðv- um. En það er víðar rúllustigi en í Kringlu. í Flugstöð Leifs Eiríksson- ar er slíkur stigi, og kemur Víkveija það helst í hug að þar væri hætta á ferðum, þegar menn koma úr utanlandsferðum í misjöfnu ástandi. Það getur verið erfítt að hitta á „færibandið" ef það er •skyndilega orðið tvöfalt af of mörg- um tvöföldum í flugvélinni. Nú en ef erfíðlega gengur að hitta þá má alltaf ganga hina hefðbundnu stiga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.