Morgunblaðið - 24.09.1987, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1987
Sjávarútvegssýningin:
Sala og viðskipti nema
tugum milljóna króna
SALA og viðskipti á íslenzku
sjávarútvegssýninguimi, sem
lauk i gær, hafa farið fram úr
björtustu vonum sýnenda og
skipuleggjenda sýningarinnar.
Einstaka fyrirtæki hafa selt bún-
að fyrir milljónir króna, önnur
hafa fengið pantanir langt um-
fram það, sem reiknað var með.
Varlega áætlað mun veltan á
sjávarútsýninguni nema hundr-
uðum milljóna. Megnið af
mögulegu sýningarplássi á næstu
sýningu eftir þijú ár er þegar
upppantað. Þegar sýningunni
lauk í gær voru gestir orðnir um
15 þúsund.
Jósafat Hinriksson hefur sýnt
toghlera og annan búnað á 38 sjáv-
arútvegssýningum. Hann segir að
hann hafí aldrei áður náð öðrum
eins árangri. Hann seldi um 20 pör
af toghlerum á sýningunni, yfír 200
tonn af stáli, og reiknar með að
sýningin færi honum sölu á um 400
tonnum til viðbótar. Megnið af hler-
unum hefur hann selt til útlanda.
DNG seldi tölvufæravindur fyrir
um 10 milljónir króna, en Kristján
Jóhannesson, framkvæmdastjóri
fyrirtækisins, sagði I samtali við
Morgunblaðið að ekki hefði verið
reiknað með að selja færavindur
beint á sýningunni. „Þetta er meiri
háttar," sagði hann í samtali við
Mogunblaðið, „ég hef aldrei tekið
þátt í jafn árangursríkri sýngingu
og þessari."
Samband íslenzkra samvinnufé-
laga kynnti meðal annars lyftara
frá Lansing á sýningunni. Þrír slíkir
voru til sýnis, en alls voru seldir
lyftarar fyrir rúmar 10 milljónir
króna. Guðjón H. Hauksson, sölu-
stjóri búnaðardeildar SÍS, sagðist
hafa verið á mörgum sýningum
áður, en aldrei hefði verið um beina
sölu tælqa að ræða fyrr en nú.
„Það er ekkert hik á mönnum, nú
vita þeir hvað þeir ætla að kaupa
og gera það strax," sagði hann.
Erlendir sýnendur hafa verið
mjög ánægðir og er danski hópurinn
gott dæmi um það. Jan F. Ander-
sen, fulltrúi danska útflutningsr-
áðsins, sagði árangurinn hafa farið
fram úr björtustu vonum hópsins.
Einstök fyrirtæki hefðu náð ein-
stökum árangri og önnur góðum.
Niels Johstad Möller og Öm Þor-
láksson, sem báðir flytja inn ýmsan
búnað fyrir sjávarútveg frá Dan-
mörku, sögðust hafa selt mikið,
mun meira en reiknað hefði verið
með.
Pat Foster, framkvæmdastjóri
sýningarinnar, sagði aðsókn hafa
verið með miklum ágætum svo og
árangur sýnenda. Selt hefði verið
fyrir verulegar upphæðir og veltan
væri með eindæmum. Þegar hefði
megnið af plássi á næstu sýningu
verið selt.
Sjá ennfremur viðtöl á
miðopnu.
VEÐURHORFUR í DAG, 24.09.87
YFIRLIT á hádegi f gær: Hæðarhryggur að þokast austur yfir landið.
SPÁ: f dag verður norðan- eða norðaustanátt á landinu, víðast
kaldi, en stinningskaldi á stöku stað. Norðantil á Vestfjörðum og
á annesjum norðanlands verða slydduél og 2ja—5 stiga hiti, skúrir
og 5—8 stiga hiti austanlands, en nokkuð bjart veður og allt að
10 stiga hiti sunnanlands og við Faxaflóa.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA
FÖSTUDAGUR og LAUGARDAGUR: Fremur hæg breytileg átt og
bjart veður víðast hvar. Fram eftir föstudegi verður þó norðvestan-
átt með skúrum við norðausturströndina, en á laugardag fer að
þykkna upp með suðvestanátt á Vestfjörðum. Hiti 7—11 stig um
sunnanvert landið en 4—8 stig norðanlands að deginum, víða
hætt við næturfrosti.
TÁKN: x Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- 10 Hitastig: 10 gráður á Celsíus
Heióskírt V stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. • V * V Skúrir El Þoka
Léttskýjað / / / / / / / Rigning
A** / / / * / * ? 9 5 Þokumóða Súld
Skyjað / * / * Slydda / * / # * * oo 4 Mistur Skafrenningur
Alskýjað * * * * Snjókoma * * # K Þrumuveður
Sifl
C 4 w
w
VEÐUR VIÐA UM HEIM
kl. 12:00 i gœr að ísl. tíma
hhl veóur
Akureyri 6 rigning
Reykjavlk 8 skýjað
Bergen 12 akúrir
Heltlnkl 12 þokumóða
Jan Mayen 6 úrk.ígrennd
Kaupmannah. 13 akýjað
Naraaareauaq 4 rignlng
Nuuk 4 rignlng
Oaló 14 akýjað
Stokkhólmur 15 akýjað
Þórahðfn 11 akúrir
Algarve , 24 akýjeð
Amaterdam 18 hálfakýjað
Aþena 28 léttakýjað
Barcelona 28 léttakýjað
Beriln 18 rignlng
Chlcago 10 helðsklrt
Feneyjar vantar
Frankfurt 18 rignlng
Glaagow 16 skýjað
Hamborg 16 rignlng
Laa Palmaa 27 Mttakýjað
London 18 hálfakýjað
LoaAngelea 21 þrumuveður
Lúxemborg 17 rignlng
Madr.'d 24 akýjað
Malaga 26 léttskýjað
Mallorca 28 láttakýjað
Montreal 11 þokumóða
NewYork vantar
Paria 18 skýjað
Róm 27 þokumóða
Vln 24 Mttakýjað
Waahlngton 16 léttskýjað
Wlnnlpeg 11 Mttakýjað
Morgunbladið/BB
Frá vinstri Garðar Garðarsson lögmaður Útvegsbankans, Björg-
vin Jónsson skrifari fógeta, Guðmundur Hauksson bankastjóri
Útvegsbankans og Jón Eysteinsson bæjarfógeti.
Hraðfrystihúsið Sjöstjarnan hf.
selt á nauðungaruppboði:
Útvegsbankinn borg-
aði 85 milljónir
Keflavfk.
Hraðfrystihúsið Sjöstjarnan
hf. í Ytri-Njarðvík var slegið
Útvegsbankanum hf. á 85 miljj-
ónir króna á nauðungarupp-
boði í gær. Fjórir aðilar buðu
í eignina, Fiskveiðisjóður 59
miiyónir, Nj arð víkurbær 71
miljjón, Olís 82 miiyónir og
Útvegsbankinn hf. sem bauð
hæst.
Fiystihúsið var veðsett á um
150 milljónir króna á 45 veðrétt-
um og er það svipuð upphæð og
brunabótamat hússins. Vélar og
tæki eru metin á 80 til 90 milljón-
ir og verðmæti Sjöstjömunnar því
alls um 240 milljónir. Guðmundur
Hauksson bankastjóri og Garðar
Garðarsson lögmaður Útvegs-
bankans óskuðu þegar eftir
lyklavöldum og umráðum yfír
eigninni. Þeir sögðu að ekkert
hefði verið ákveðið hvað gert yrði
við frystihúsið en töldu líklegt að
það yrði selt aftur.
Björgvin ólafsson fram-
kvæmdastjóri sagði að hjá fyrir-
tækinu væru nú starfandi um 25
manns. í sumar hefðu verið um
70 manns þegar mest hafði verið
og taldi hann að næsta skrefíð
yrði að segja þessu fólki upp.
- BB
Eskifjörður:
Jón Kjartansson sigldi
heim með af la sinn
Gat fengið 550
krónum meira
fyrir tonnið
í Krossanesi
LOÐNUSKIPIÐ Jón Kjartansson
SU 111 var væntanlegt til Eski-
fjarðar á miðnætti í nótt með
fullfermi eða um 1100 tonn af
loðnu. Loðnunni verður landað í
verksmiðju Hraðfrystihúss Eski-
fjarðar hf. sem mun borga 1.950
krónur fyrir tonnið. Jón sigldi
heim með aflann, þrátt fyrir það
að hann ætti kost á þvi að fá
2.500 krónur fyrir tonnið hjá
Krossanesverksmiðjunni.
Jón Kjartansson fór áleiðis á
loðnumiðin á laugardag sl. en þang-
að er um sólarhrings sigling.
Aðspurður um það, hvers vegna
siglt hefði verið með aflann til Eski-
fjarðar en ekki fenginn hærri
upphæð hjá Krossanesverksmiðj-
unni, sem einnig væri mun nær
miðunum, sagði Aðalsteinn Jóns-
son, útgerðarmaður Jóns Kjartans-
sonar, að ástæðan væri einfaldlega
sú að hann ætti bræðsluna á Eski-
fírði einnig, og að hana hefði vantað
verkefni. Aðalsteinn bjóst ekki við
því að sjómennimir væru óhressir
með þetta, enda hefði hið háa verð
í Krossanesi aðeins verið fyrir eina
löndun. „Eskifjörður er hins vegar
þeirra heimahöfn." Einn annar bát-
ur hefur hafíð veiðar frá Eskifirði
en það er Guðrún Þorkelsdóttir SU
211 sem einnig hélt á veiðar á laug-
ardag.
Reykjavík:
Öformlegur fundur um
lóðamál Sambandsins
DAVÍÐ Oddsson borgarstjóri og
Guðjón B. Ólafsson forstjóri
Sambands islenskra samvinnufé-
laga hafa ræðst við á óformleg-
um fundi um lóðamál
Sambandsins. Endanleg niður-
staða fékkst ekki en ákveðið
hefur verið að halda annan fund.
„Þetta var óformlegur fundur þar
sem við fómm yfír stöðuna og Guð-
jón ræddi hugmyndir Sambandsins
og ég ræddi hvað gæti komið til
greina innan borgarmarkanna,"
sagði Davíð. „Við ætlum sfðan að
skoða málið betur og tala aftur
saman."
Davíð sagði að hingað til hefði
Sambandið ekki rætt við borgar-
yfír-
völd en eingöngu kannað lóðir utan
borgarmarkanna vegna þess hvað
8ambandsmenn hafí stórt land í
huga. „Ég held að það sé sameigin-
legt sjónarmið okkar að menn eigi
að raeða saman áður en endanleg
ákvörðun er tekin. Borgin getur
alltaf komið til móts við aðila með
einhveijum hætti. Spumingin er
einungis hvort það sé nægjanlegt,"
sagði Davfð.