Morgunblaðið - 24.09.1987, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 24.09.1987, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1987 Háreysti og hávaðasýki eftir Steingrím Gaut Kristjánsson Uppreisn á Isaf irði Alkunna er að á sínum tíma var höfðað opinbert mál á hendur Skúla Thoroddsen sýslumanni, m.a. fyrir meintar ávirðingar hans við rannsókn á dauða Salómons Jónssonar 21. desember 1891. Sig- urður nokkur Jóhannsson var hafður í haldi í fangahúsinu á ísafírði, grunaður um víg Salóm- ons. Ljóslaus var Sigurður mestan þann tíma sem hann sat inni, en sýslumaður skýrði svo frá að hann hefði svipt Sigurð ljósi sökum þess að hann hefði kveðið rímur svo hátt að fólk í næstu húsum kvart- aði undan því. Að sjálfsögðu var sýslumaður að lokum sýknaður með öllu af ákæru fyrir þessar sakargift sem aðrar. Sveinbjöm Egilsson segir frá því í æviminningum sínum að hann var á fískiskútunni Fremad frá ísafírði vorið 1893. Var sá siður á því skipi, sem þreytti hann mjög, að skipstjóri sat sjáifur langtímum saman við stýrið og hásetar í kring- um hann og sungu eða kváðu rímur rétt yfír höfði hans á frívaktinni. Af þessum sökum varð honum ekki svefnsamt, en um það þagði hann. Varð honum út af þessu og öðru hugsað til veru sinnar á hinu góða skipi Lock Lomond þar sem reglusemi var í besta lagi og agi góður. Menningarbylting Á þessum tíma og lengi síðan höfðu menn fá tækifæri til að hlýða á sönglist eða aðra tóniist en kveð- andi kvæðamanna, og sömuleiðis veittust fá önnur tækifæri til að hrella samborgarana með herfí- legri tónlist. Síðan komu til sögunnar grammofónar og útvarp um 1930. Eftir það hefur tónlist verið daglegt brauð þjóðarinnar, fögur og ófögur, sígild tónlist og dægurtónlist, æðri tónlist, alþýðu- tónlist og iðnaðartónlist. Rímna- kveðskapur lagðist af, og langir tímar liðu þar til þjóðin fann aftur sinn rétta tón. Á 6. áratugnum kom til sögunn- ar nýr lífsstíll undir vörumerkinu Rock n’Roll ásamt byltingu í hljóm- flutningstækni. Ókleift reyndist að samþýða hinn nýja sið íslenskum þjóðháttum, og var hann því inn- leiddur hrár og óþýddur. Nokkur hluti æskulýðsins tók fagnaðarer- indinu opnum örmum, og innlend dægurlagahefð, sem þróast hafði frá tilkomu útvarpsins að mestu á grundvelli þýskrar og norskrar sönghefðar, fór sömu leið og rímumar. Hávaðasýki Um 1960 fór að bera á einkenni- legum sjúkleika hjá bömum og unglingum, sem lýsti sér í því að þau gátu hvorki lært né sofíð án þess að hafa opið útvarpstæki nærri sér, og þótt skömm sé frá að segja, var það ekki ríkisútvarp- ið sem heillaði svo hlustir bam- anna, heldur útvarp Bandaríkja- hers í Keflavík. Af rokki tók við diskó, pönk, popp o.g.frv. — afurð- ir bandarískrar stóriðju — og náðu fótfestu á markaðnum með segul- bandatækninni jafnframt banda- rískum kvikmyndum og sjónvarps- þáttum. Poppiðjan varð ein af ábatasömustu atvinnugreinum þjóðarinnar. Popphljómsveitir lögðu undir sig skemmtistaðina og veitingahúsin, og hávaðinn frá þeim tók fyrir samræður á þessum stöðum. Langferðabílar urðu vett- vangur söngskemmtana ásamt verksmiðjum og fiskiðjuverum. Rútubílasöngur lagðist af. Með kynslóðaskiptum á vinnumarkaðn- um og á öðrum vettvangi þjóðlífs- ins fækkaði griðastöðum. Strætisvagnastjórar fylgdu í kjöl- far langferðabílstjóranna. Fata- kaupmenn og hljómplötusalar við Lækjartorg og Laugaveg tóku að flytja sjálfvalda tónlist fyrir vegfa- rendur frá morgni til kvölds með ákafa sem ekki verður jafnað til annars en atgangs trúboða með þá heilögu köllun að boða heiðingj- um fagnaðarerindið. Kveður svo rammt að sums staðar á þessum slóðum að þijár verslanir keppast við að flytja hver sinn konsertinn á sama götuhominu, og verður af þessu ferlegur gnýr, því að þótt söngskráin sé nálega sú sama er flutningurinn ekki samhæfður. Þjóðnýting' vitleysunnar og nýfijálshyggjan Loks hjó sá er hlífa skyldi. Sjálft Ríkisútvarpið setti á stofn sérstaka deild sem nær eingöngu flytur af- urðir bandarísks afþreyingariðnað- ar í formi tónlistar eða meira og minna vel lukkaða eftirlíkingu hennar. Á eftir fylgdi skriða út- varpsstöðva, sem allar virðast hafa sem næst sömu dagskrá, aðallega auglýsingar og dægurtónlist, með ótrúlega fábreyttu lagavali. Þar með virtust flestar skorður brostn- ar og nú er svo komið að útvarps- tónlist ómar stöðugt í matvöru- verslunum, veitingastofum, skrifstofum, opinbemm afgreiðslu- stofíiunum, og jafnvel í sjálfu stjómarráðinu. Sé ástandið fárán- legt í höfuðborginni, tekur þó út yfír í dreifbýlinu, sem ekki má láta á sannast að það fylgist ekki með. Á Akranesfeijunni eiga farþegar þess kost að hlýða á tvær útvarps- stöðvar og sjónvarp samtímis þegar verst lætur. Utan Reykjavík- ur gefa jafnvel 1. flokks matsölu- hús viðskiptamönnum sínum engin grið. Þannig hefur gestgjöfum landsbyggðarinnar tekist að skjóta starfsbræðmm sínum í höfuð- staðnum ref fyrir rass. Hávaðamengnn Þar sem iðnaðarmenn em að störfum utan verkstæða bera þeir sumir hveijir með sér öflug hljóm- flutningstæki og útvarpstæki, og sama er að segja um vinnuflokka á vegum borgarinnar. Hið sér- kennilega við þennan þátt hins nýja siðar er að tækin em stillt svo hátt að mönnum er ekki vært í heilum hverfum. Hinu sama gegnir um þann kynlega sið bíleig- enda að stilla hljómflutningstæki bfla sinna svo hátt sem verða má meðan þeir em að þrífa þá og ditta að þeim heima við hús sín. Á síðastliðnu sumri keyrði um þverbak á höfuðborgarsvæðinu um það leyti sem nýfíjálshyggjan var að vinna sína fyrstu sigra á sviði menningarinnar í formi „ftjálsra" útvarpsstöðva. í heila viku var flutt popptónlist í tjaldi við háskólann á „norrænni menningarhátíð“ svo að gestum á Hótel Garði varð ekki sveftisamt fremur en íbúum ná- lægra hverfa og lögreglan hafði ekki við að svara í síma. Á afínæli borgarinnar var haldin rokkhátíð á Amarhóli og kvað svo rammt að háreystinni að Hafnfírð- ingar kvörtuðu undan því við lögreglu að þeir gætu ekki svæft böm sín fyrir henni. Að fá að deyja I friði Sjálfsagt er óþarfi að eyða fleiri orðum í að lýsa ástandinu, svo vel sem það má vera kunnugt öllum þeim sem hafa óskerta heym. Ég get þó ekki staðist þá freistingu að segja frá einu atviki sem lýsir því hversu fjarstæðukennda og fáránlega mynd hinir nýju siðir geta tekið á sig. Lengi hefur tíðkast að sjúkling- ar á sjúkrahúsum fengju hlustun- artæki til að þeir gætu hlustað á útvarp án þess að trufla aðra sjúkl- inga. Þetta fyrirkomulag hefur nú allt gengið úr skorðum með til- komu sjónvarps og útbreiðslu hávaðasýkinnar. Gamall vinur minn lagðist á sjúkrahús fyrir nokkru misserum, og reyndist það hans banalega. Áður en sjúkdómurinn hafði lagt hann að fullu í rúmið missti hann sjón, en hafði þó fótavist. Eitt sinn er ég heimsótti þennan vin minn kom ég að honum þar sem hann sat í setustofu deildarinnar leiður og sárgramur, en honum hafði verið komið fyrir þama í stól und- ir hátalara. Ruddaleg rokktónlist glumdi yfír honum án þess að hann gæti rönd við reist. Engin tiitök voru að skrúfa fyrir tækið þar sem því var stjómað annarsstaðar frá. Þetta var mikill tónlistarunnandi sem átti gott hljómplötusafn og hafði yndi af, en hann hafði ekki lært að meta þá tónlist sem stöð- ugt glumdi í eyrum hans síðustu dagana sem hann lifði. Bakgrunnshávaði Það er mála sannast að mörgum fellur afar illa að vera neyddur til að hafa þá tónlist, sem hinar nýju útvarpsstöðvar flytja, stöðugt í eyrum. Mörgum þykir tónlistarval þeirra með ólíkindum einhæft og í eyrum sumra hljómar flutningur- inn eins og sami söngvarinn sé stöðugt að syngja sama lagið í sama hljómfalli og með sömu ann- arlegu raddbeitingunni. Mörgum mislíkar að ríkisvaldið skuli ganga í lið með gróðaöflum í að setja erlenda iðnaðarafurð í sæti þjóð- legrar tónlistar. Mörgum kynslóðum Islendinga hefur verið innrætt virðing fyrir þjóðlegum verðmætum og sjálf- stæðishugsjón, jafnt á sviði menningar sem á öðrum sviðum. Þessu fólki fellur ekki að hvarvetna glymji framandi tónlist, öll flutt á sama erlenda málinu eins og ný- fengið sjálfstæði væri jafnharðan að engu orðið. Margir telja sig geta haft nokkra ánægju af einstökum verkum hinna nýju tónlistargreina en felia sig ekki við að hafa tónlist af þessu tagi stöðugt í eyrum. Þá er farið að bera á því að fólk sem ekkert hafði við popptónlist að athuga áður sé onðið dauðleitt á síbylj- unni. Einkum á þetta við á vinnu- stöðum þar sem músikin blandast stöðugt við hávaða í vélum og tækjum. Mörgum fínnst sér mis- boðið með því að aðrir telji sig hafa rétt til að halda yfír þeim hljómleika að eigin geðþótta, hvort sem áheyrandanum líkar betur eða verr. Popptónlist lætur í margra eyrum sem óþægilegur og þreyt- andi hávaði, jafnvel þótt hún sé ekki mjög hávær. Eru þá einungis ótaldir þeir sem eru orðnir sljóir fyrir hávaðanum, þeir sem eru haldnir hávaðasýki, sem lýsir sér í því að þeir þola ekki þögn, þeir sem hafa sanna gleði af tónlistinni og þeir sem hafa þá köllun að flylja samborg- urum sínum fagnaðarerindi hins nýja siðar, hvort sem þeim líkar betur eða verr. Um hlutföll hóp- anna getur enginn sagt með vissu, en hvemig sem þeim er varið verða þeir að búa saman. Viðbrögð almenning-s Ekki hefur þess orðið vart að menn hafí snúist hart til vamar gegn þessari hávaðamengun. Eitt af þjóðareinkennum íslendinga virðist vera hversu seinþreyttir þeir era til vandræða og hversu auðmjúklega þeir taka við öllum siðskiptum. Viðbrögð Sveinbjamar Egilssonar við rímnakveðandinni er gott dæmi um hið fyrmeftida. íijytiVr.'OiSt lilMtíd Steingrímur Gautur Kristjánsson „Það sama fólk, sem sagt er horfa á bláar ofbeldismyndir og ekki hlusta á annað en pönk og rokk, fyllir leikhús og óperuhús kvöld eftir kvöld þótt fjarri fari því að allt sé léttmeti sem leikhúsin sýna. Vandaðar kvikmyndir frá Frakklandi, Rúss- landi og Japan vekja slíkan áhuga á kvik- myndahátíðum að aðgöngumiðar seljast upp á sumar sýningar löngu fyrir sýningar- dag. Það er svo eins og hver önnur bábilja ef menn halda að ekki þýði að flytja lag í út- varp nema með enskum texta.“ Stutt er síðan þjóðfélag íslendinga varð borgríki og mönnum hefur gengið illa að venjast við umgengn- ishætti þéttbýlis. Frá sjónarmiði margra táknaði hemám landsins og eftirvarandi umsvif heija Breta og Bandaríkja- manna lausn úr fátæktarbasli. Menning þessara þjóða tengdist þannig frelsishugmyndum fólks. Margir virðast gera sér í hugarlund að samvinna við þær á sviði vamar- mála hljóti að leiða af sér samskon- ar viðskipti í menningarmálum eða að hin framandlega tónlist og ann- að henni tengt sé óhjákvæmilegur fylgifiskur velmegunar og fram- fara, en þetta er auðvitað hin mesta fyrra. Brengluð heimsmynd Nábýlið við Breta og Banda- ríkjamenn og náin samvinna við þessar þjóðir á ýmsum sviðum hafa raglað heimsmynd margra Islendinga svo að þeir hyggja að heimurinn sé nálega allur einskon- ar heimsveldi þessara þjóða, einkum á sviði menningar, eða að heimurinn skiptist alfarið í tvo helminga þar sem þessar þjóðir ráði lögum og lofum í „hinum ftjálsa heimi". Ut frá þessum hugs- unarhætti ímynda menn sér að ástand mála á Islandi sé í eðlilegu samræmi við það sem annarsstaðar gerist. Ekkert er þó JQær sanni. Þeir sem eitthvað hafa borið sig um erlendis með opin augu og eyra vita að þetta er vægast sagt mikil einföldun. Það er rétt að bandarísk menn- ingaráhrif era mjög mikil og vaxandi um allan heim nú um stundir. Bandaríkjamenn hafa ver- ið forystuþjóð undanfama áratugi, ekki síst á sviði verktækni og vísinda. Tækniframfarir og nýj- ungar í framleiðsluháttum hafa jafnan fyrst haft í för með sér þjóð- háttabreytingar í Bandaríkjunum og breiðst út síðan til annarra þjóða. Iðnvæðing afþreyingarinnar á sér rætur í Bandaríkjunum og hefur breiðst þaðan um heiminn. Hinsvegar hafa þessi áhrif orðið með ýmsu móti. Meðal menningar- þjóða hefur verið tekið við hinum ýmsu greinum bandarískrar nútí- matónlistar með þeim hætti að hún hefur fengið sess við hlið þeirra sem fyrir vora, innlendra, erlendra og alþjóðlegra. Menn hafa sýnt hinni nýju tónlist áhuga á líkan hátt og t.d. suður-amerískri tónlist eða djasstonlist á sínum tímum. Síðan hafa menn tileinkað sér nýj- ungar með ýmsum hætti, en aðallega með því að fella hin nýju áhrif að alþýðlegri tónlistarhefð. Engin gróin menningarþjóð hefur afneitað þjóðlegri hefð til að taka við hinum nýja sið án aðlögunar. Á meginlandi Evrópu njóta Jacques Brel og Julio IglesiasV2 ekki síður vinsælda en Elvis Presley eða Mic- hael Jackson. í Danmörku era ekki aðeins haldnar árlegar rokkhátíðir við Hróarskeldu, heldur einnig kjötkveðjuhátíðir að brasilískum hætti með suður-amerískri tónlist í stærstu bæjunum ár hvert. Um þessar mundir nýtur tónlist, sem mótast hefur fyrir víxlverkun afrí- skrar hefðar og karabískrar, einna mestra vinsælda, en þess má vænta að áhrif hennar nái ekki gegnum menningarmúrinn hér fyrr en bandaríski iðnaðurinn hefur mark- aðssett þessa nýjung. Vinsældalistar einangr- unarinnar Margir íslendingar virðast álíta að aldalangri einangran þjóðarinnar sé nú farsællega lokið, en menning- arástandinu verður kannski best lýst með þvi að líkja þvi við það ef við hefðum á sinum tíma veitt Bretum leyfi til að athafna sig óhindrað í landhelgi okkar en varið hana af hörku fyrir öðrum. Á árunum kringum miðja öldina var hér mikið hlustað á evrópskar útvarpsstöðvar, einkum Radio Lux- embourg, og dró íslensk dans- og dægurtónlist nokkum dám af því. Nýlega kom fram að síðustu 25 árin hefur verið slík örtröð á stutt- bylgjum að vart hefur verið hægt með góðu móti að hlusta til gagns á útvarp utanlands frá, að minnsta kosti hér suð-vestanlands. Auk ríkisútvarpsins hefur til skamms tíma ekki boðist annar valkostur en útvarp Bandaríkjahers í Keflavík. Má þetta vera nokkur skýring á þeirri f urðulegu einangr- un og einhæfni sem orðið hefur hér á þessu tímabili.en hún virðist þeim mun furðulegri þegar þess er gætt að aldrei hefur íslensk æska not- ið betri tónlistarmenntunar en undanfarin ár, og aldrei hefur, þrátt fyrir allt, verið meiri gróska í tónlist hér, þótt þess gæti ekki í hinum nýju útvarpsstöðvum. Eftir þeim kynnum sem ég hef haft af ungu fólki fer því fjarri að tónlistarsmekkur þess sé jafn ein- hæfur og „vinsældalistar" út- varpsrásanna virðast benda til, en það menningaramhverfí sem yngri kynslóðimar hafa alist upp við hafa mótað þá hugmynd með þeim að einhæf síbylja sé eitthvað óhjá- kvæmilegt sem menn verði að sætta sig við eins og náttúrulögmál. Nýlendubragur o g nesjamennska Hinsvegar era víðar en á íslandi þær aðstæður að grandvelli þjóð- legrar menningar hefur verið raskað og þjóðir orðið auðveld bráð menningu nýlenduvelda, einkum Breta. Bandaríkjamenn hafa síðan á seinni tímum tekið við hlutverki Breta með nýstárlegum hætti. ís- lendingar virðast eiga fleira sam- eiginlegt með ýmsum nýfíjálsum þjóðum utan Evrópu en hinum grónu menningarþjóðum sem þeim era skyldastar. Hvergi hef ég orðið þess var, þar sem ég hef fariö, að hávær popptónlist hljómaði stöðugt á göngugötum og öðram verslunar- hztiiUi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.