Morgunblaðið - 24.09.1987, Qupperneq 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1987
i
Viktor Arnar Ingólfsson
astir urðu í undanrás handrita-
samkeppninnar er Viktor Arnar
Ingólfsson sá eini sem áður hefur
birt verk sín opinberlega. Arið 1978
kom út eftir hann skáldsagan
Dauðasök, 1982 kom skáldsagan
Heitur snjór og í fyrra var hann einn
þeirra sem áttu smásögu í safnbók
sem út kom að lokinni smásagna-
samkeppni Listhátíðar í Reykjavík.
Viktor er tæknifræðingur í fullu
starfi hjá Vegagerð ríkisins, en
hvenær sinnir hann þá ritstörfum?
„Ég hef það fyrir reglu að skrifa
að minnsta kosti tvær síður á hveij-
um degi. Ég hef mikla trú á ögun
og það skiptir ekki öllu máli hvort
þessar síður eru nothæfar eða ekki,
en ég sezt við skriftir eftir vinnutíma
og um helgar. Það á vel við mig að
vinna svona, ég sakna þess ekki að
geta ekki helgað mig ritstörfum ein-
göngu. Með því að hafa þennan
hátt á er ég til dæmis ekki háður
því að selja allt sem ég skrifa. Ég
get leyft mér að vinna úr hugmynd
og fá hana til að ganga upp, en
fleygja henni síðan ef ég er ekki
sáttur við árangurinn."
„Hefurðu verið mikið við skriftir
síðan skáldsagan kom út?“
„Það má segja að ég hafi sinnt
þeim linnulítið allar götur síðan, en
það þýðir þó ekki að ég eigi birgðir
af óbirtum handritum, því að mikið
af þessum tíma hefur farið í það að
lesa sér til, og þá ekki sízt um vinnu-
brögð rithöfunda og ýmiss konar
framkvæmdaatriði. Eftir að seinni
bókin kom út ákvað ég að gera mér
grein fyrir því hveijir annmarkar
mínir sem rithöfundar væru og einn-
ig að læra hvernig ætti að byggja
upp ritverk. Það er til aragrúi af
bókum um vinnubrögð af þessu tagi
Vilborg Einarsdóttir
Handrita-
vinnan
heillar mig
mest
„Frásögnin er mögnuð og mynd-
ræn og tillagan býður upp á bæði
dramatíska og sálræna úrvinnslu,"
er umsögn íslenzku dómnefndarinn-
ar um tillögu Vilborgar Einarsdótt-
ur. Vilborg hefur verið blaðamaður
við Morgunblaðið undanfarin Qögur
ár, en veturinn eftir að hún lauk
stúdentsprófí frá MA var hún kenn-
ari austur á fjörðum. Hún hefur víða
farið og bjó m.a. með foreldrum
sínum í Uruguay, Brasilíu og á
Möltu en fluttist heim þegar hún
byijaði í menntaskóla.
„Nei, ég ætlaði aldrei að leggja
íyrir mig kennslu," segir Vilborg,
„en við ákváðum það, vinkona mín
og ég, að gera eitthvað að loknu
stúdentsprófí sem við mundum aldr-
ei gera síðar í lífínu og það var að
Morgunblaðið/RAX
fara að kenna og flytjast út á land.
Þetta var skemmtilegur tími og lær-
dómsríkur, ekki sízt fyrir mig sem
aldrei hafði haft náin kynni af börn-
um. Ég er einbirni og það var gaman
að vera allt í einu orðin hálfgerð
mamma tuttugu og íjögurra sex ára
krakka. En ég ætlaði mér alltaf að
verða blaðamaður og til að búa mig
undir það innritaðist ég síðan í
stjómmálafræði í háskólanum. Það
var haustið eftir að ég byijaði á
Morgunblaðinu og ég var ákveðin í
því að vinna með skólanum. Það kom
fljótlega í ljós að það var ekki hægt
að þjóna tveimur herrum og ég tók
starfíð fram yfir skólann. Nú langar
mig ekkert til þess að fara í stjóm-
málafræði, enda er ég þeirrar
skoðunar að fjölmiðlun læri maður
fyrst og fremst af reynslunni. Ef ég
væri á leiðinni í nám núna þá veldi
ég frekar ljósmyndun. Ég fékk nefni-
lega ljósmyndadellu fyrir nokkrum
árum og hún kom í kjölfar þess að
vinna með Ijósmyndurunum á Morg-
unblaðinu. Hugmyndin að kvik-
myndahandriti kom á vissan hátt í
framhaldi af ljósmynduninni — á
tímabili fór ég mikið út á Reykjanes
til að taka myndir ásamt besta vini
mínum, Kristjáni Friðrikssyni, og
Morgfunblaðið/RAX
og ég tel mig hafa haft gagn af
slíkum lestri. Auk þess hef ég að
sjálfsögðu lesið mikið af skáldskap,
ekki sízt sakamálasögur sem ég vil
nú kalla mitt svið. Ég hef talið mig
hafa gagn af þessum lestri, t.d. var
ég búinn að lesa mikið um smá-
sagnagerð áður en ég sendi inn sögu
í smásagnakeppni Listahátíðar. Nú
á næstunni fer ég á námskeið í gerð
kvikmyndahandrita og þessa stynd-
ina er ég að búa mig undir það. Ég
hef komizt að þeirri niðurstöðu að
skáldsagnaformið henti mér ekki
bezt og það hefur orðið til þess að
nú hef ég mestan áhuga á því að
starfa við kvikmyndir, þ.e. að segja
að skrifa kvikmyndahandrit. Ég á
auðvelt með að fá hugmyndir en ég
á í meiri erfiðleikum með að gæða
þær lífi, það er að segja ég hef ekki
mikið fyrir því að búa til beinagrind
en þegar komið er að því að setja
kjöt utan á beinin fer málið að vand-
ast. Það er vandamál sem höfundur
kvikmyndahandrits stendur ekki
frammi fyrir nema að litlu leyti."
„Hveijir eru eftirlætishöfundar
þínir?"
„Ég er mjög hrifinn af P.D. James
og Sjöwall og Wahlöö. Þetta eru
höfundar sem skrifa sakamálasögur
þar sem spennan er ekki aðalatriði
heldur sjálf leikfléttan, en það eru
einmitt slík vinnubrögð sem ég hef
að leiðarljósi. Þá byijar höfundurinn
á því að „fremja glæpinn“ og snýr
sér síðan að því að fletta ofan af
honum.“
„Tillaga þín gerði ráð fyrir þátta-
röð. Býstu við því að hún verði að
veurleika?“
„Auðvitað geri ég mér vonir um
það en enn er ekki ljóst hvort af því
verður. Hins vegar má segja að við
Anna Heiður Oddsdóttir og Michael Dean Ford.
Morjfunblaðið/Emilía
Rætt við sigurvegara I samkeppni
um sjónvarpshandrit
Af þeim höfundum sem hlutskarp-
. heilsteyptar og skýrt fram settar, auk þess að efnis-
valið sjálft vekur áhuga og lýsir hugmyndaauðgi höfunda,"
segir í niðurstöðu íslenzku dómnefndarinnar í undanrás
Evrópusamkeppni um sjónvarpshandrit ungra höfunda. 27
íslenzk drög að handritum bárust og þær þrjár hugmyndir
sem valdar voru til þátttöku í úrslitakeppni þar sem niður-
stöður verða kynntar i Genf í desemberbyijun voru Engin
spor eftir Viktor Arnar Ingólfsson, Heimkoma eftir Önnu
Heiði Oddsdóttur og Michael Dean Ford og Steinbarn eft-
ir Vilborgu Einarsdóttur. I niðurstöðu íslenzku dómnefnd-
arinnar, sem skipuð var Agli Eðvarðssyni, Stefáni
Baldurssyni og Steinunni Sigurðardóttur, segir ennfremur:
„Eftir tillögunum að dæma virðist höfundum treystandi til
að fylgja tillögunum eftir og fullmóta þær, enda eru þær
unnar af vandvirkni og kunnáttu.
En hveijir eru þessir ungu höfundar sem nú kveða sér
hljóðs með þessum hætti, hvað hafa þeir gert og hvað eru
þeir að gera?
einu sinni varð honum það á orði að
á tilteknum stað þar væri alveg upp-
lagt að taka tiltekna tegund af
kvikmynd. Þá fæddist þessi hug-
mynd enda á sú kvikmynd sem ég
hef í huga að gerast við Reykjanes-
vita og þar í nágrenninu, eða réttara
sagt á stað sem líkist því umhverfi."
„Hefurðu komið nálægt kvik-
myndun.“
„Ég hef fylgzt talsvert sem blaða-
maður með gerð margra kvikmynda
sem fram hafa komið hér á íslandi
síðustu árin og á vini sem vinna
mikið við kvikmyndir. Þannig hef
ég haft tækifæri til að fylgjast með
kvikmyndun stig af stigi og þá hef
ég ekki sízt haft gaman af að lesa
og gagnrýna handrit. Reyndar verð
ég að viðurkenna að það er einmitt
handritavinnan sem heillar mig mest
í sambandi við kvikmyndagerð. Ég
velti tillögunni að Steinbarni lengi
fyrir mér áður en ég fór að setja
hana á blað og naut dyggilegs stuðn-
ings vinar míns við það. Þetta var
mjög skemmtileg vinna og þá ekki
sízt að hafa það á tilfinningunni að
vera ekki bundinn við orðið eins og
oft er þegar maður er að semja
texta. Svona texta er ekki hægt að
semja öðruvísi en að hugsa mikið
myndrænt samtímis."
„Hvað um framhaldið?"
„Það liggur ekki fyrir á þessari
stundu hvort Ríkisútvarpið ætlar nað
nýta sér þessar hugmyndir sem vald-
ar voru til þátttöku í Evrópukeppn-
inni en auðvitað vona ég að svo
verði. En hvað sem því líður þá ætla
ég að fullgera þetta handrit, ég
ætla sannarlega ekki að sitja uppi
með fímm síðna grind.“
Hef mikla
trú á ögun
Hugmyiidaauðgi,
vandvirkni
ogkunnátta