Morgunblaðið - 24.09.1987, Side 37

Morgunblaðið - 24.09.1987, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1987 37 Norman Bremner, Arthur Buchen, umboðsmaður Hampiðjunnar i Skotlandi og Andrew Bremner á fisk- markaðnum í Hafnarfirði. Gylfi Hallgrímsson, sölumaður og Gunnar Svavarsson, forstjóri Hampiðjunnar. Morgunblaðið/Bjami Beztasýmngí heiminum í ár -segir Guðmundur Gunnarsson, sölustjóri hjá Hampiðjunni HAMPIÐJAN hefur tekið þátt í sýningum viða um heim í ára- bil og er einnig á sýningunni nú. Guðmundur Gunnarsson, sölustjóri fyrirtækisins, segir þessa sýningu sérstaklega vel heppnaða. Hún sé í alla staði hin glæsilegasta. Mikið af áhugasömu fólki hafi komið. „Þetta er örugglega bezta sjáv- arútvegssýningin í ár,“ sagði Guðmundur. Hampiðjan deilir bás með DNG tölvuvindunni og eru báðir aðilar ánægðir með gang mála. Kristján E. Jóhannesson, framkvæmda- stjóri DNG, segir að sala á sýningunni hafi gengið mjög vel og allt að 50 tölvuvindur seljist. Hampiðjan kynnir flestar fram- leiðsluvörur sínar, en Guðmundur Gunnarsson sagði, að nú væri svo komið að eftirspum væri meiri en afkastageta Hampiðjunnar og því hefði væntanlegum viðskiptavin- um verið gerð grein fyrir því að á þessu stigi væri ekki hægt að verða við óskum þeirra um kaup á veiðarfærum, en unnið væri að aukinni afkastagetu. Það væri gott að hafa mikið að gera, en þáð væri slæmt að geta ekki sinnt óskum allra. Nú væri áherzlan lögð á að sinna föstum og eldri viðskiptavinum eins og unnt væri. „Það hefur verið mikil umferð um básinn hjá okkur, bæði íslend- ingar og útlendingar. Myndbandið okkar með neðansjávarmyndum frá veiðarfærarannsóknum með Bjama Sæmundssyni í samvinnu okkar, Hafrannsóknastofnunar og Netagerðar Vestfjarða hefur vakið vemlega athygli. Þessi tækni til að fylgjast með hegðun veiðarfæra með neðansjávarmyndavélum og í veiðarfæratönkum hlýtur að vera upphafið að því, að við getum framleitt betri veiðarfæri," sagði Guðmundur. Hampiðjan hefur á síðustu ámm náð nokkurri fóstfestu á skozka markaðnum fyrir dagranótartóg. Sá árangur hefur náðst með sam- vinnu við feðgana Andrew og Norman Bremner, sem eiga og stjóma dragnótarbátnum Boy Andrew. Þeir hafa undanfarin ár verið aflahæstitr dragnótarbáta í Skotlandi og hafa notað tógin frá Hampiðjunni í fjögur ár. Þeir vom staddir hér á landi meðan á sýn- ingunni stóð. Andrew Bremner sagði í samtali við Morgunblaðið, að Hampiðjan hefði á sínum tíma óskað eftir því að þeir reyndu tóg- ið, en áður hefðu þeir notað dönsk og skozk tóg. Hampiðjutógið væri greinilega endingarbetra en önnur tóg á markaðnum og því notuðu þeir það eingöngu nú og aðrir bátar fylgdu í kjölfarið. „Við höf- um átt mjög ánægjuleg samskipti við Hampiðjuna. Þeir era til fyrir- myndar hvað varðar þjónustu og viðskipti, em beztir í bransanum,“ sagði Andrew Bremner. Pólstækni: „Seljum í raun bætta nýtingu og spamað“ Morgunblaðið/Bjami ■a og Albrecht Harten, borgar- ivarútvegssýningunni. „ÞAÐ er í raun og veru tvennt, sem sala okkar á ýmsum tækjum og búnaði byggist á. Það er bætt hráefnisnýting og bætt vinnu- aflsnýting. í hvoru tveggja til- fellinu færa lausnir okkar viðskiptavinum mögulega tekju- aukningu og minni launakostnað. Megin takmark okkar er að auka hagnað viðskiptavina okkar,“ sagði Ásgeir Erling Gunnarsson, framkvæmdastjóri Pólstækni hf. Á sjávarútvegssýningunni, sem stóð yfir í þessari viku sýndi Póls- tækni meðal annars ýmsan sjálf- virknibúðnað fyrir rækjuvinnslu, sem fyrirtækið segir opna nýjar leiðir til bættrar nýtingar á hráefni og vinnuafli svo sem sjálfvirka vigt- un í poka, vélanýtingakerfi og nýja hreinsunarvél fyrir rækju, sem flokkar hana eftir lit. Fyrir rækju- togara kynnir Pólstækni meðal annars nýjar gerðir sjálfvirkra skipavoga ásamt hugbúnaði fyrir framleiðslueftirlit. Fyrir fiystihúsin var kynnt Pólsvogakerfí með tíma- skráningu og tilheyrandi hugbúnaði og auk þess bónuskerfí fyrir AT og eða PC-tölvur og aðrar sambæri- legar tölvur og ný afkastamikla samvalsvél. „Við emm með ákveðið verkefni í gangi fyrir vinnslu á rækja og njótum þar vel staðsetningar okkar í vöggu rækjuvinnslunnar, ísafirði. Við eigum ennfremur mjög gott samstarf við Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins, en verkefnið felst í því að auka hráefnisnýtingu og draga úr þörfinni fyrir vinnuafl, sem nú er af skornum skammti. Við höfum þegar sett upp vinnslu- kerfí í Rækjuvinnslunni Bakka í Hnífsdal, sem eykur nýtingu rækj- unnar um 1 til 3%. Rannsóknar- stofnun fiskiðnaðarins hefur reiknbað út, að með aukningu nýt- ingar um 1% megi auka tekjur rækjuvinnslunnar um 160 milljónir króna á ári. Miðað við heildarverð- mæti rækjuvinnslu í landinu nú, má ætla að auka megi tekjumar um allt að einn milljarð með bættri nýtingu hráefnis og sparnaði í launakostnaði," sagði Ásgeir Erling Gunnarsson. Ásgeir sagði ennfremur, að tækniþróun fyrirtækisins hefði staðið yfir í allnokkur ár og miðazt við að bæta hráefnisnýtingu í frysti- húsum fyrst i stað. Síðan hefði áherzlan verið lögð á lausnir fyrir frystiskipin og loks á þessu ári og því síðasta hefði fyrirtækið snúið sér að rækjunni, en markmiðið væri í öllum tilfellum hið sama; bætt nýting hráefnis og spamaður á vinnuafli. Nú væm stjómendur fyrirtækisins farnir að finna fyrir eftirspuminum frá fyrstihúsunum eftir næstu kynslóð lausna, sjálf- virkum voga- og pökkunarbúnaði. Morgunblaðið/Bjami Ágúst Ágústsson, starfsmaður Pólstækni við rækjuflokkunarvél í sýningarbás fyrirtæksins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.