Morgunblaðið - 17.11.1987, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.11.1987, Blaðsíða 1
88 SIÐUR B 11 ffmnaiHilMfr STOFNAÐ 1913 261. tbl. 75.árg. ÞRIÐJUDAGUR 17. NOVEMBER 1987 Prentsmiðja Morgnnblaðsins Svíþjóð: Níu láta lífið og hundrað slas- ast í lestarslysi Alvarlegasta lestarslys landsins í fjölda ára Stokkhólmi, frá Erik Liden, fréttaritara Morgunblaðsins. AÐ MINNSTA kosti niu manns létu lífið og 100 slösuðust þegar tvær hraðlestir skullu saman skammt frá Gautaborg og kvikn- aði i þeim við áreksturinn. Þetta er alvarlegasta lestarslys i Sviþjóð um árabil Löngu eftir að komið var á slys- stað hömuðust björgunarsveitir enn við að bjarga 10 manns, sem voru inniluktir í annarri lestinni. Ekki var ljóst þegar blaðið fór í prentun hversu mörgum tókst að bjarga. „Þetta var eins og helvíti. Þegar við komum að lestunum var fólk að klöngrast út úr afvelta vögnun- um og dynurinn var ærandi," sagði lögregluþjónninn Lennart Ander- son. „Hitinn var ægilegur og við gátum ekki komist inn í vagnanna vegna eiturgufa, sem sífellt bárust frá eldinum." Slysið átti sér stað þegar hrað- lest milli Stokkhólms og Gautaborg- ar rakst á aðra á sama spori, sem var á leið úr öfugri átt, um 20 km austur af Gautaborg. Björgunarmönnum tókst með miklu snarræði að bjarga fjölmörg- um innilokuðum farþegum og 20 sjúkrabílar höfðu ekki undan að flytga slasaða á sjúkrahús. „Það Grænland: Moses Olsen knúinn til afsagnar Nuuk, frá Nils Jorgen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. MOSES Olsen, sá meðlimur grænlensku landsstjórnarinnar, sem ábyrgur er fyrir sjávarút- vegs- og iðnaðarmálum, var í gær knúinn til afsagnar. Neydd- ist hann til þess að biðja um leyfi frá og með 1. desember nk. Af- sögnina má rekja til þess að hann var staðinn að ósannindum um lántökur í krafti embættis síns. Lánið, sem um ræðir, var tekið í Danmörku og hljóðaði upp á 240 milljónir danskra króna. Þá peninga átti að nota sem lausafé fyrir sölu- samband landsstjómarinnar, Royal Greenland. Fram kom fyrir nokkru að lánið hafði verið tekið án samþykkis landsstjómarinnar allrar. í fyrstu sagði Olsen að lánið hefði verið tek- ið af undirmönnum sínum meðan hann var í leyfí, en síðar kom í ljós að hann hafði undirritað lánsbeiðn- ina. Það var að kröfu allra flokka, bæði í stjóm og stjómarandstöðu, sem Olsen féllst á afsögn sína. voru veinandi böm og alblóðugt fólk út um allt þegar við komum á vettvang," sagði björgunarmaður- inn Ralph Simonsen. Að sögn talsmanns sænsku jám- brautanna voru um 250 manns í lestunum þegar þær rákust á. Hann sagði að enn væri of snemmt að segja til um hvað hefði valdið því að lestimar voru á sama spori. ijgga Björgunarmenn á slysstað í gær. Reuter Leiðtogafundurinn í Washington: Gorbachev hyggst tilkynna brottför Rússa úr Afganistan • ■■ M th 1 V -V Q /-v .. ■ ■■ • a—■ m . segir vestur-þýska blaðið Siiddeutsche Zeitung Bonn og Genf, Reuter. VESTUR-ÞÝSKA dagblaðið Siiddeutsche Zeitung skýrði í gær frá þvi að Mikhail Gorbachev, Sovétleiðtogi, hefði sagt leppsijórninni i Afganistan að búa sig undir brottför Rauða hersins frá Afganistan. Að sögn blaðsins sem gefið er út í Miinchen kom þetta fram á fundi þeirra Gorbachev og NajibuIIah, leiðtoga kommúnistastjórnarinnar í Kabúl, höfuðborgar Afganistan. í blaðinu sagði enn fremur að Gorbachev myndi nota tækifærið á leiðtogafundi risaveldanna í Washington dagana 7.-10. desember til þess að tilkynna brottflutn- ing heijanna. „Byltingin hlýtur að vera undir það búin að veija sjálfa sig,“ er Gorbachev sagður hafa tjáð Naji- bullah. Nú er um 115.000 manna sovéskt herlið í Afganistan, en Sov- étríkin gerðu innrás í landið á jólum 1979. Talið er að um þriðjungur þjóðarinnar hafi flúið í útlegð, en þrátt fyrir að Sameinuðu þjóðimar hafi hvað eftir annað krafist þess að Rauði herinn snúi inn fyrir landa- mæri Sovétríkjanna hafa Kremlar- bændur skellt skollaeyrum við þeim kröfum til þessa. Talið er að nú þegar ráði afganskir frelsishermenn yfir stærri hluta Afganistan og Reuter Þotu hvolfdi í flugtaki Þotu af gerðinni DC-9 í eigu flugfélagsins Continental Airlines hvolfdi í flugtaki frá Stapleton-flugvellinum í Denver í Colorado í Bandarikjunum á sunnudag með þeim afleiðingum að 26 manns af 71, sem um borð voru, biðu bana. Á myndinni má sjá björgun- armenn að störfum í flakinu en fimm stundir tók að ná þeim út, sem komust lífs af. Sjá „Farþegamir héngu á hvolfi í sætunum“ á bls. 34. fleiri þegnum en Kabúl-stjómin og Sovétmenn. Að því er ónafngreindir Sovét- menn í Kabúl herma hefur ákvörð- unin um brottkvaðningu herliðsins þegar verið tekin. „Við munum fara héðan skjótar en margir Vestur- landabúar halda — og einnig [skjótar] en sumir hér f Kabúl vildu.“ Enn er þó ekki ljóst hvemig og hvenær Rauði herinn hefði sig á brott úr landinu ef til kæmi. Frá Genf koma þær fregnir að bandarískir og sovéskir samninga- menn séu í þann veginn að ganga frá sáttmála þeim, um upprætingu skamm- og meðaldrægra kjam- orkuflauga, er leiðtogar risaveld- anna hyggjast undirrita í Washington í næsta mánuði. Er jafnvel rætt um að samkomulag náist í dag. Max Kampelman og Yuli Vorontsov, aðalsamningamenn ríkjanna, hafa báðir sagst vera þess fullvissir að búið verði að ganga frá lausum endum fyrir leiðtogafund- inn. Helst mun standa á samkomu- lagi um hvemig sannreyna megi að staðið sé við gerða samninga. Slík ákvæði hafa verið Bandaríkjun- um sérstakt kappsmál, þar sem þeir segja Sovétmenn ekki hafa staðið við fyrri samninga. Vonast er til þess að sáttmáli þessi verði undanfari annarra samninga um 50% fækkun lang- drægra kjamorkuflauga. Upphaf- lega ætluðu samninganefndimar að ræða þau mál samhliða þessum nú, en ákveðið var að slá því á frest þar til búið væri að ganga frá um- ræddum samningi um skamm- og meðaldrægar flaugar. Vopnasöluhneykslið í Frakklandi: Mitterrand segist alsaklaus af áburði París, Reuter. FRANCOIS Mitterrand, Frakk- landsforseti, varpaði i gær af sér allri ábyrgð af ólöglegri vopnasölu til írans. Undanfarið hefur Mitter- rand verið sakaður um að hafa látið vopnasöluna viðgangast þrátt fyrir vitneskju um hana frá 1984. Samkvæmt leyniskýrslu, sem var lekið til franskra blaða fyrir tveimur vikum, seldi franskt fyrirtæki ógrynni af skotfærum til írans frá 1983 til 1986. Þetta var í stjómartíð sósíal- istaflokks Mitterrands og þrátt fyrir að hann hafi vitað um söluna var ekkert að gert, sagði í skýrslunni. Forstjóri fyrirtækisins hefur játað að hann hafi lagt hluta ágóðans í kosn- ingasjóð sósíalista. Þetta var í fyrsta sinn sem Mit- terrand ræddi málið opinberlega og játaði hann m.a. að yfirmaður leyni- þjónustunnar hefði sagt sér frá orðrómi um ólögmæta vopnasölu til írans, en sagði það ekki í sínum verkahring að rannsaka orðróma. Mitterrand vildi ekki segja hvort hann hygðist bjóða sig fram í forseta- kosningunum á næsta ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.