Morgunblaðið - 17.11.1987, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 17.11.1987, Blaðsíða 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1987 fclk í fréttum VALGERÐUR TORFADÓTTIR HÖNNUÐUR Þarf ekkert að gera til að fylgjast með tísk- unni, hún er allstaðar ÍHallgerði og Langbrók standa um þessar mundir yfir sýningar tveggja fatahönnuða, þeirra Val- gerðar Torfadóttur og Sigrúnar Guðmundsdóttur. Fólk í fréttum ræddi við Valgerði en Sigrún Guðmundsdóttir var upptekin við að leggja síðustu hönd á bók sem kemur út nú fyrir jólin. Við báðum hana að segja okkur aðeins frá FAT-sýningunni. „FAT eru hagsmunasamtök fata- og textílhönnuða og voru stofnuð í júní 1986 og sýningin í Gamla Bíói í október var fýrsta samsýning okkar. Þar vorum við að kynna okkur og koma okkur á framfæri. Við erum 27 í samtök- unum, þar af einn karlmaður og störfum við allskyns hönnun." - Nú ert þú einnig textflhönnuð- ur, hvaða nám átt þú að baki? „Ég lærði saum og sníðagerð í Noregi í eitt ár og fór síðan í Myndlista- og Handíðaskólann og útskrifaðist úr textfldeild. Textíl- hönnuðir hanna ekkert endilega föt, það er svo ótalmargt annað sem þeir gera, til dæmis vegg- stykki og tauþrykk, en á það er lögð aðaláherslan. Ég notfæri mér tauþrykkið þegar ég hanna fatn- að.“ - Hvemig fínnst þér best að vinna? „Mér fínnst mjög þægilegt að vinna sjálfstætt, að vera minn eigin herra. Aftur á móti er örugg- lega mjög lærdómsríkt að hanna hjá fyrirtækjum, þar eru vissar kröfur um markað og annað slfkt. Núna er ég alveg frjáls með hvað ég geri, get selt það sem mig lang- ar til að selja. Ég hef nokkra fastaviðskiptavini, það fólk sem kemur og kaupir fatnað, það kem- ur yfirleitt aftur og aftur.“ — Hvað hannar þú helst? „Ég hanna helst kvenfatnað, kjóla, pils og allskyns fylgihluti með þeim en yfirhafnir hef ég ekki verið með því ég nota ein- göngu náttúruleg efni, mest bómull, gerfíefni taka ekki lit. Það hefur tekið tíma að fínna efni sem hentar vel, svo ég geti gert flíkina eins og ég vil sjálf. Þau efni er ég komin með, svo og fasta línu sem ég hanna eftir. Ég legg áherslu á að fötin séu þægileg og jafnframt því reyni ég að hafa þau svolítið sérstök." - Hvað ertu að gera um þessar mundir? „Núna er ég að hanna föt útfrá því sem ég er að sýna hér í Hall- gerði. Um síðustu helgi var hárgreiðslusýning í París sem Bára Kemp tók þátt í og módelin hennar voru í fötum eftir mig. Eftir FAT-sýninguna hefur mér verið boðið að taka að mér „free- lance“ verkefni og svo hef ég auðvitað fengið pantanir, þannig að það er ýmislegt að gerast. Nú stendur til að við komum upp nokkurs konar hönnunarmið- stöð og þá fer ég að hanna flíkur til að eiga í hana. Markmiðið með miðstöðinni er að við getum kom- ið fötunum okkar á framfæri, við þessir hönnuðir sem erum að beij- ast við hönnun hver í sínu homi, okkur fínnst fötin okkar dálítið sérstök og því viljum við ekki setja þau í hvaða búð sem er. í hönnunarmiðstöðinni mynd- um við skipta húsnæðinu niður, þannig að hver hefði sinn bás en við myndum reka miðstöðina sam- an. Okkur er nauðsyn að koma okkur á framfæri, sýningin í októ- ber var til dæmis mikil upplyfting fyrir okkur og hjálpaði til, sérstak- lega hjá okkur sem ekki erum þekkt. Við vissum ekki einu sinni af hvert öðru, svo að þetta er mjög til góðs.“ - Getur þú hugsað þér að vinna við eitthvað annað? „Nei, ég hef ætlað mér þetta lengi. Þegar ég byijaði í Mynd- listaskólanum var mér sagt að það kæmi fatahönnunardeild bráð- lega, en hún kom ekki svo að ég valdi textíldeildina í staðinn. Ég verið að vinna mig smátt og smátt að hönnun, það er ekki nema ár síðan ég sneri mér eingöngu að fatahönnun." - Hvaða liti notar þú helst? „Grunnlitina, ég vil hafa litina tæra. Einn lit hef ég alltaf notað í gegnum árin, en það er dumbra- uður. Þetta fer líka mikið eftir því hvað er í boði hveiju sinni því ég lita ekki grunninn sjálf, ein- ungis munstrin." - Fylgistu með tískunni, færðu hugmyndir þaðan? „Já auðvitað geri ég það, ég fæ hugmyndir út frá öllu. Tískan er alls staðar og maður fylgist ósjálfrátt með, þarf ekkert að reyna til þess. Og þá kemur hún fram í því sem maður er að gera.“ % Morgunblaðið/RAX „Ég reyni að hafa fötin sem ég hanna dálitið sérstök..." Valgerður Torfadóttir á sýningu sinni í Hallgerði. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Eiin Magnúsdóttir(t.v.), leiðbeinir einum nemanda sínum, Sigríði Kristjánsdóttur. ELÍN MAGNÚSDQTTIR Silkið er ein- stakt efni Myndlistakonan Elín Magnús- dóttir hélt forvitnilegt námskeið í Hlaðvarpanum á dögun- um. Þar kenndi hún silkimálun sem hún lærði í Hollandi fyrir þremur árum en kennir nú i fyrsta sinn hér. Elín' lauk námi í vor við Gerrit Rietveldt Akademíuna, þar sem hún lagði stund á leikmyndagerð og sviðsetningu með málun sem að- alfag. Hún leggur nær eingöngu stund á silkimálun núna en af hveiju silki? „Af því að ég hef dálæti á silki, það er einstakt efni. Ég hef gaman að vatnslitamálun og litimir sem eru notaðir á silki eru mjög líkir þeim. Astæðan fyrir því að ég held þetta námskeið er sú að ég hef áhuga á að miðla þessari tækni til annarra." Hefur silkimálun áður verið kennd hér á landi? „Já, en ekki með þeim litum sem ég nota, þetta eru 16 mjög fallegir litir sem blandast vel innbyrðis og eru fljótandi þannig að það er mjög gott að eiga við þá. Silkið vinnur með manni, því litirnir renna svo fljótt út í því og eru fljótir að þoma. Það er afar auðvelt að stjóma rennslinu á litunum því það er allt- af hægt að fara yfír aftur, að bæta og breyta. Því er auðvelt að læra að mála á silki." Starfar þú eingöngu við silkimálun? „Já sem stendur geri ég það en ég er listmálari og á nóg efni í sýningu sem ég ætla að halda í mars. Ég töluvert með akrýl og vatnslitum, teikna mikið, nota blek og þurrpastel og blanda gjarnan tækninni saman. Núna á næstunni hef ég í huga að mála myndverk á silki, myndverk sem hafa ekki það notagildi að bera þau á sér eins og maður ber slæður. Hingað til hef ég eingöngu málað slæður og mál- verk inn á milli." Tekur smátíma að fá tilfinninguna fyrir silk- inu Þar sem viðtalið var tekið á nám- skeiðinu fór ekki hjá því að Elín væri á þeytingi milli blaðamanns og nemenda, sem allir voru konur. Silkibútarnir sem blaðamaður sá voru afar skrautlegir og minntu sumir meira á málverk en slæður. Hvers konar verk eru nemendurnir að mála? „Þær eru að mála sitt fyrsta stykki og það verður að koma í ljós hver þróunin verður, þær eru enn að læra tæknina. Þetta er þriðji tíminn af fímm og þær gera tvö verk á þeim tíma. Fyrsta verkiðð tekur alltaf lengstan tíma, það tek- ur smátíma að fá tilfinninguna fyrir silkinu, því það vinnur svo mikið með manni.“ Er silkið ekki dýrt efni að vinna með? „Jú það hefur alltaf verið talið það. Núorðið er það kannski ekki svo dýrt, folk á Vesturlöndum er farið að nota það meira og þar af leiðandi eykst framboðið.“ Attu þér uppáhalds munstur? „Það get ég nú varla sagt, jú ef til vill fugla.“ En lit? „Gulan, annars er enginn litur án þess að hafa annan lit til að draga hann fram. Litir breytast mjög eftir því hvaða litir eru sam- an.“ ■Hvað tekur við að loknu þessu nám- skeiði? COSPER Fyrirgefðu, er þetta lestin til Árósa?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.