Morgunblaðið - 17.11.1987, Blaðsíða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1987
Stéttin deyr út nái
tillögurnar fram
— segir Arthur Bogason formaður
Landssambands smábátaeigenda
„Samstaða smábátaeigenda er
fullkomin gegn þeim hugmynd-
um sem uppi eru í sjávarútvegs-
ráðuneytinu varðandi framtíðar-
veiðar okkar manna. Ég vona að
ráðamenn vakni til skilnings á
því að þetta er ákaflega alvarlegt
mál og taki á því þegar það kem-
ur fyrir þingið,“ sagði Arthur
Bogason formaður Landssam-
bands smábátaeigenda í samtali
við Morgunblaðið.
Fjölmennur fundur var haldinn í
svæðisfélaginu Kletti sl. sunnudag
á Akureyri, en félagið nær allt frá
Ólafsfírði til Húsavíkur að Grímsey
meðtalinni. Auk trillukarla og for-
mannsins mættu á fundinn sveita-
stjómarmenn víðsvegar að af
Norðurlandi. Arthur sagði að smá-
bátasjómenn færu fram á að
handfæra- og línuveiðar smábáta
• yrðu gefnar fíjálsar og netaveiðar
smábáta yrðu settar undir sama
hatt og netaveiðar annarra báta,
það er að sóknarmarkið verði með
sama hætti og verið hefur undan-
farin tvö ár og að menn geti valið
sér aflamark út frá eigin veiði-
rejmslu sem þeir hafa aldrei getað
gert. Síðan vilja smábátasjómenn
sitja við sama borð og aðrir hvað
línuveiðar varðar og að sérveiðar
verði ekki bannaðar á banndögum
ef um þá verður að ræða.
Tillögumar ganga út á það að
skipta eigi smábátum upp í þrennt,
undir sex tonnum, 6 til 8 tonn og
8 til 10 tonn. „Verið er að bjóða
smábátum undir sex tonnum að
físka úr sameiginlegum heildar-
kvóta. Þá á hver að sælq'a sem
betur getur þangað til kvótinn er
búinn. Við höfum reynslu af þessu
kerfí og var hún afleit, þó ekki sé
sterkara til orða tekið og banna á
þessum bátum að stunda þorsk-
fískinetaveiðar, eins og það er
orðað. Þeir mega hver um sig ekki
veiða meira en 40 tonn á ári sem
myndi hafa það í för með sér að
atvinnumannastéttin myndi deyja
út. Talað er um að setja hina flokk-
ana í aflamark. Þeir mega ekki
velja sér sóknarmark. Talað er um
að samræma lög, en af hverju geta
þeir þá ekki gert eins og allir aðr-
ir, valið á milli sóknarmarks og
aflamarks. Við erum að reyna að
koma mönnum í skilning um að
eftir því sem settar eru strangari
hömlur á þessa litlu báta, þá minnk-
ar sú gamla hefð að róa eftir veðri.
Það verður farið að róa eftir pappír-
um og fínnst mér full ástæða til
að benda á að eftir að kvótakerfið
var tekið upp, hefur dauðaslysum
á smábátum fjölgað. Slysin eru
hinsvegar ekki í neinu samræmi við
fjölgun bátana og þetta eru ekki
óvanir menn sem eru að farast.
Þetta hafa verið þaulvanir menn á
góðum bátum,“ sagði Arthur.
Arthur sagði að lokum að ennþá
væru þetta aðeins tillögur í sjávar-
útvegsráðuneytinu, en smábátasjó-
menn treystu alfarið á að þingmenn
tækju málið upp á sína arma og
breyttu tillögunum þannig að hægt
væri að sætta sig við þær.
Samþykktin
Hér á eftir fer samþykkt fundar
smábátaeigenda á laugardaginn.
Fjölmennur fundur Félags smá-
bátaeigenda á Norðurlandi haldinn
á Akureyri 15.11. ’87 mótmælir
harðlega þeirri háskalegu aðför að
lífskjörum smábátaeigenda og at-
vinnulífí víða á landsbyggðinni sem
felst í 9. grein frumvarps til laga
um fískveiðistefnu.
Þessi aðför kemur skýrt fram í
hugmyndum sjávarútvegsráðuneyt-
isins „um skipulag veiða báta undir
10 tonnum", dagsettum 23.10 ’87.
Fundurinn heitir því á þingmenn
þjóðarinnar, sveitastjómarmenn,
félagasamtöl og almenning að taka
höndum saman og veija landbyggð-
ina þeim alvarlegu áföllum af
atvinnuleysi og byggðaröskun sem
augljóslega dynja yfír ef 9. grein
frumvarpsins verður að lögum.
Teikning af nýrri Hríseyjarfeiju samkvæmt frumhugmynd frá Slippstöðinni á Akureyri. Mesta lengd
skipsins samkvæmt henni er 27,4 metrar en mesta breidd 8 metrar.
Hríseyingar athuga
smíði nýrrar feriu
HRÍSEYINGAR kanna nú mögu-
leika á smíði nýrrar og stærri
feiju í stað þeirrar núverandi,
Sævars, sem að sögn Guðjón
Björnssonar sveitarstjóra í
Hrisey er löngu hætt að anna
þörfinni fyrir fólks- og vöru-
flutninga til og frá eyjunni.
Slippstöðin á Akureyri hefur ný-
lokið fmmhönnun feiju eftir
hugmyndum Hríseyinga. „Við fór-
um til Akureyrar með eins konar
óskalista um hvemig ný feija ætti
að vera,“ sagði Guðjón. „Þeir unnu
eftir okkar hugmyndum og næst á
dagskrá hjá okkur er að tryggja
§ármögnun áður en ákveðið verður
hvort, hvenær og hvar nýtt skip
verður smíðað og að hve miklu leyti
við getum farið eftir þessari fmm-
hugmynd." Guðjón vildi ekki tjá sig
um áætlaðan kostnað við smíði feij-
unnar að öðm leyti en því að hann
næmi tugum milljóna.
Hugmynd Slippstöðvarmanna
gerir ráð fyrir sæti í sal fyrir 60
manns en alls verði hægt að flytja
á þriðja hundrað farþega í ferð. Þá
er gert ráð fyrir að auk vömflutn-
ingarýmis geti feijan flutt nokkra
bíla í hverri ferð en Sævar hefur
aðeins tekið einn og einn bíl í ferð
og þá á kostnað annarra flutninga.
Það sem af er þessu ári hefur
Hríseyjarfeijan þegar flutt 40 þús-
und farþega og 3200 tonn af vömm.
Hún er í eigu sveitarfélagsins og
fer 3-5 ferðir daglega milli Hríseyj-
ar og Árskógssands. „Feijan sem
við höfum núna hefur ekki undan
þörfinni fyrir flutninga. Það er að-
eins um tvennt að velja, stækka
feijuna eða draga úr flutningun-
um,“ sagði Guðjón Bjömsson.
„Næsta skref er að leita til fjárveit-
ingarvaldsins og reyna að fá aðstoð
þess annað hvort í formi láns eða
styrkja. Þegar fjármögnunin er
tryggð verður ákvörðun um fram-
haldið tekin."
Ólafsfirðingar senda forsætis-
ráðherra undirskriftalista
Krefjast þess að yf irvöld standi við
gefin fyrirheit um jarðgöng gegn-
um Olafsfjarðarmúla
Skúli Pálsson frá Ólafsfirði og
Halldór Blöndal alþingismaður
gengu í gær á fund Þorsteins
Pálssonar forsætisráðherra og
afhentu honum undirskriftalista
með nöfnum 698 Ólafsfirðinga
sem krefjast þess með undir-
skrift sinni að yfirvöld standi við
T I L S O L U
VERSLUNARHÚSNÆÐI
í verslunarmiðstöðinni Sunnuhlíð 12,
Akureyri:
H-hluti á 1. hæð. Verslunin er 76 fm að stærð og
henni fylgir 16 fm geymsla í kjallara og hluti í sameign.
M-hluti á 2. hæð. Verslunin er 115 fm að stærð og
henni fylgir 16 fm geymsla í kjallara svo og hluti í
sameign.
V-hluti á 2. hæð. Verslunin er 68 fm að stærð og
henni fylgir 16 fm geymsla í kjallara svo og hluti í
sameign.
X-hluti á 2. hæð. Verslunin er 78 fm að stærð og
henni fylgir 16 fm geymsla í kjallara svo og hluti í
sameign.
V- og X-hlutar eru samliggjandi og geta því verið
ein verslun.
Tilboðum máskila til Ragnars Steinbergssonar, hrl., Geisla-
götu5, Akureyri, símar24459og24150, semgefurallar
nánari upplýsingar.
gefin fyrirheit og láti hefjast
handa við gerð jarðganga gegn-
um Ólafsfjarðarmúla næsta
sumar. Að sögn þeirra Halldórs
og Skúla tók forsætisráðherra
erindinu vel.
Aðdraganda undirskriftarsöfn-
unarinnar má að sögn Halldórs
Blöndal rekja til þess að fyrir nokkr-
um árum var gerð svokölluð
Ó-vegaáætlun, sem í fólst áætlun
um úrbætur í vegagerð fyrir
Ólafsvíkurenni, Óshlíð og Ólafs-
íjarðarmúla. Ákveðið var að Múlinn
ræki lestina þar sem þar þyrfti
mestra framkvæmda við en brýnt
þótti að gera úrbætur á öllum þess-
um vegum vegna mikillar slysa-
hættu og til nauðsynlegra
samgöngubóta fyrir Bolvíkinga og
Ólafsfírðinga. Nú telst röðin komin
að Múlanum og varð það að sam-
komulagi í fjárveitinganefnd við
afgreiðslu vegalaga á síðasta þingi
að það fé, sem á vantaði í vegaáætl-
un til að standa straum af fram-
kvæmdum við gerð jarðganganna,
skyldi tekið að láni. Vegagerðinni
var falið að sjá um að eðlilegur
hraði haldist á framkvæmdum. „Nú
standa málin hins vegar þannig að
ef framkvæmdir eigi að hefjast
næsta sumar þarf Vegagerðin að
geta boðið verkið út á næstu vik-
um,“ sagði Halldór Blöndal, „þess
vegna þarf að taka ákvörðunina
núna, helst í vikunni."
Morgunblaðið/Bjami
Skúli Pálsson afhendir Þorsteini Pálssyni forsætisráðherra undir-
skriftarlista Ólafsfirðinga. Halldór Blöndal alþingismaður fylgist með.
Skúli Pálsson sagði að jarðgöng
gegnum Múlann væru alltaf ofar-
lega á baugi í viðræðum manna í
Ólafsfírði. I sumar hefði komið fram
ótti um að ekki verði staðið við
gefín loforð og að göngin væfu enn
langt undan. Skúli kvaðst hafa
fengið hugmyndina að undirskrifta-
söfnuninni á laugardag og fengið
til liðs við sig Guðrúnu Hlíf Lúðvíks-
dóttur og Hafdísi Kristjánsdóttur.
Þau hafi gengið í öll hús í plássinu,
seinni part laugardags og á sunnu-
dag og leitað eftir stuðningi fólks
eldra en 16 ára. Undirtektir hefðu
verið góðar og enginn skorast und-
an þátttöku.
Skúli sagði að vegurinn um Múl-
ann væri stórhættulegur, þar hefðu
orðið ijögur banaslys og fjöldi
manns slasast þar alvarlega, hann
sjálfur þeirra á meðal. Einnig féllu
tugir snjóflóða og aurskriða á veg-
inn á ári hveiju. „Það að ástandið
er þrátt fyrir allt ekki enn verra
en raun ber vitni má fyrst og fremst
þakka frábærri frammistöðu Vald-
imars Steingrímssonar hjá Vega-
gerðinni, “ sagði Skúli Pálsson.
Skúli sagði einnig að í hugum
heimamanna væri mikilvægt að
jarðgöngin yrðu tvær akreinar á
breidd. Áætlun gerði ráð fyrir að
þau yrðu einnar akreinar breið en
með útskotum svo að bílar gætu
mæst. Þó væru göngin hönnuð
þannig að litlu þyrfti að kosta til
við að gera þau í fullri breidd og
olafsfírðingar legðu áherslu á að
þannig yrði að málinu staðið.