Morgunblaðið - 17.11.1987, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.11.1987, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1987 Danska stúlkan enn ófundin ENN hefur ekkert spurst til dönsku stúlkunnar Piu Jespers- en, sem strauk héðan i júli í sumar. Hún varð 16 ára þann 12. nóvember, en hún hafði sagt föð- ur sinum að hún ætlaði sér að Samhjálparhópur krabbameins- sjúklinga: Erindi um streitu ANNAR fundur samhjálparhóps krabbameinssjúklinga verður haldinn i safnaðarheimili Lang- holtskirkju í Sólheimum 13, í kvöld, 17. nóvember, kl. 20.00. Á fundinum flytur Ingólfur S. Sveinsson geðlæknir erindi um streitu og svarar fyrirspurnum. Á eftir verða umræður um áfram- haldandi starfsemi samtakanna og önnur mál er varða félagið. VEÐUR sveljast erlendis þar til hún yrði sjálfráða. Eins og sagt var frá í Morgun- blaðinu strauk stúlkan héðan þann 1. júlí. Skömmu síðar kom í ljós að móðurbróðir hennar, sem er búsettur í Noregi, hafði aðstoðað hana og borgað fyrir hana flugfar- seðil. Stúlkan hringdi í föður sinn í Danmörku, neitaði að gefa upp dvalarstað, en sagðist ætla að dvelja erlendis þangað til hún yrði 16 ára, sem var á fimmtudag í síðustu viku. Ekkert hefur þó til hennar spurst síðan. Hjalti Zóphóníasson, skrifstofu- stjóri í dómsmálaráðuneytinu, sagði að lögreglan í Osló og Tönsberg væri að rannsaka málið, því jafnvel þótt stúlkan væri nú sjálfráða, þá væri það lögbrot hjá móðurbróður hennar að halda henni frá löglegum forráðamanni. Þá hefðu borist ásakanir um önnur brot frændans gegn stúlkunni, en ekki væri vitað hvort þær ættu við rök að styðjast. íslensk yfirvöld hefðu gert athuga- semdir við seinagang Norðmanna við rannsókn málsins og vonandi skýrðist það innan tíðar. «'L Morgunblaðið/Árni Sæberg Loðnuveiðiskipið Hilmir SU 171 í höfn í Reykjavík sl. sunnudag. Loðnuveiðin: 92.595 tonn höfðu veiðst á miðnætti í fyrrinótt LOÐNUVEIÐISKIPIN voru á miðnætti i fyrrinótt búin að til- kynna um löndun á 92.595 tonnum frá upphafi vertíðar. Skipin fóru út í gærmorgun eftir sólarhringsbrælu á miðunum. Hrafn GK tilkynnti um 500 tonn / DAG kl. 12.00:, / / / Heímild: Veðurstofa islands (Byggt á veðurspá W. 16.15 i gær) til Bolungarvíkur sl. föstudag og sl. laugardag tilkynntu eftirtalin skip um afla: Víkurberg GK 560 tonn til Bolungarvíkur, Sighvatur Bjamason VE 700 tonn til Vest- mannaeyja, Bergur VE 530 tonn til Bolungarvíkur, Skarðsvík SH 640 tonn til Siglufjarðar, Jón Finns- son RE 1150 tonn til Siglufjarðar, Þórshamar GK 570 tonn til Bolung- arvíkur, Hrafn GK 650 tonn til Grindavíkur, Hilmir SU 1050 tonn til Reykjavíkur, Hilmir II SU 500 tonn til Reykjavíkur, Kap II VE 710 tonn til Vest.mannaeyja, Víkingur AK 1330 tonn til Akraness, Bjarai Ólafsson AK 1150 tonn til Akra- ness, Fífíll GK 640 tonn til Siglu- fjarðar og Gísli Ámi RE 600 tonn til Siglufjarðar. Eftirtalin skip tilkynntu um afla sl. sunnudag: Magnús NK 500 tonn til Siglufjarðar, Guðmundur VE 900 tonn til Vestmannaeyja, Börkur NK 600 tonn til Neskaupstaðar, Harpa GK 450 tonn til Bolungarvíkur, Gígja VE 750 tonn til Vestmanna- eyja, Keflvíkingur KE 150 tonn til Bolungarvíkur, Eldborg HF 1300 tonn til Eskifjarðar, Jón Kjartans- son 1000 tonn til Eskifjarðar, Öm KE 640 tonn til Krossaness, Grind- víkingur GK 800 tonn til Grinda- víkur, Guðmundur Ólafur ÓF 200 tonn til Bolungarvíkur og Rauðsey AK 200 tonn til Bolungarvíkur. Steinunn Sigurðardóttir Thor Vilhjálmsson Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs: VEÐURHORFUR í DAG, 17.11.87 YFIRLIT á hódegi f gœr: Um 300 km suður af Ingólfshöfða er 980 millibara lægð sem þokast austur og grynnist og 1017 millibara hæð er yfir Grænlandi. Um 900 km suösuðaustur af Hvarfi er vax- andi 978 millibara lægð á hægri hreyfingu norðaustur. SPÁ: í dag verður austankaldi fram eftir degi, síðan vaxandi aust- an- og suðaustanátt suðvestanlands. Skýjað verður víðast hvar og smáskúrir með suöaustur og austurströndinni. Fer að rigna suð- vestanlands annað kvöld. Hiti 3—6 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA MIÐVIKUDAGUR: Suðlæg eða suðaustiæg átt og fremur hlýtt. Skúrir um sunnan- og vestanvert landið en þurrt að mestu norðan- lands. FIMMTUDAGUR: Gengur í norðaustanátt með óljum og heldur kólnandi veðri um norðvestanvert landið, en breytileg átt og skúr- ir austanlands. TÁKN: x Norðan, 4 vindstig: ^ Vindörin sýnir vind- Q Hitastig: 10 gráður á Celsíus *^^» Heiðskirt ▼ stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. •> *t> III Skúrir / Él Léttskýjað / / / / / / / Rigning Þoka HálfBkýjað / / / * / * 5 5 5 Þokumóða Súld Skýjað / * / * Slydda / * / oo 4 Mistur Skafrenningur JjjHjH^ Alskýjað * * * * Snjókoma # * # K Þrumuveður Vfk VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hhl veftur Akureyri 4 rlgnlng Reykjavik 2 skýjað Bergen 8 rigning Helsinkl 0 þokumóða Jan Mayen 0 skýjað Kaupmannah. 8 rignlng Narssarssuaq +4 alskýjað Nuuk +7 léttskýjað Osló 5 rignlng Stokkhólmur 8 skýjað Þórshöfn 8 alskýjað Algarve 18 skýjað Amsterdam 12 skýjað Aþena 21 skýjað Barcelona 17 léttskýjað Bertín 8 rlgning Chlcago 13 alskýjað Feneyjar 10 skýjað Frankfurt 12 skúr Qlasgow 10 rigning Hamborg 10 rlgnlng Las Palmas 22 alskýjað London 12 hélfskýjað Los Angeles 11 léttskýjað Lúxemborg 12 skýjað Madríd 11 mistur Malaga 18 léttskýjað Mallorca 18 léttskýjað Montreal +1 skýjað NewYork B léttskýjað Parls 14 léttskýjað Róm vantar Vln 3 rlgnlng Washlngton 4 þokumóða Winnlpeg 0 skýjað Valencia 18 helðaklrt Bækur Steinunnar og Thors frá íslandi SKÁLDSÖGURNAR, „Tímaþjóf- urinn" eftir Steinunni Sigurðard- óttur og „Grámosinn glóir“ eftir Thor Vilhjálsson er framlag ís- lands til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs árið 1988. Dómnefndin kemur sama í Þórs- höfn í Færeyjum 26. janúar næstkomandi og ákveður hver hljóti verðlaunin. Afhending þeirra fer fram á 36. þingi Norðurlandaráðs í Konserthúsinu í Osló i byijun mars. Verðlaunin eru dkr. 125.000 eða um ísl.kr. 710.000. Formaður dómnefndar er Jóhann Hjálmarsson skáld en auk hans sit- ur Sveinn Einarsson rithöfundur og leikstjóri í nefndinni fyrir hönd ís- lands. Þorlakur Björnsson frá Evjarhólum látinn ÞORLÁKUR Bjömsson, frá Eyjar- hólum i Mýrdal, lést sl. laugardag. Þorlákur fæddist á Varmá í Mos- fellsveit 23. desember 1899 en ólst upp í Drangshlíð undir Eyjaflöllum. Hann stundaði sjómennsku á ensk- um, þýskum og fslenskum togurum og vann í eitt ár við landbúnaðar- störf í Danmörku. Þorlákur keypti jörðina Eyjarhóla í Mýrdal og stund- aði þar búskap og jafnframt dýra- lækningar fyrir Mýrdælinga og fleiri enda þótt hann væri ómenntaður á því sviði. Þorlákur var kunnur hesta- maður. Hann gegndi mörgum trúnaðarstörfum fyrir Dyrhólahrepp. Árið 1974 hætti hann búskap og flutti til Selfoss. Þorlákur Bjömsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.