Morgunblaðið - 17.11.1987, Page 42

Morgunblaðið - 17.11.1987, Page 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1987 t Ástkær sonur okkar og bróðir, JÓNBJÖRN MAGNÚSSON, Gljúfraseli 2, andaðist f Borgarspítalanum aðfaranótt laugardagsins 14. nóv- ember. Magnús Þ. Hilmarsson, Hilmar Magnússon, Anna Þ. Ingólfsdóttir, Ingólfur Magnússon. Minning: Margrét Jónsdóttir frá Sauðhúsvelli t Konan mín, móðir, tengdamóðir og amma, ESTER SIGHVATSDÓTTIR, Blöndubakka 3, Reykjavfk, andaðist sunnudaginn 15. nóvember í Landspítalanum. Kristján Jónsson, María Kristjánsdóttir, Jón Kristjánsson, Ingibjörg Hjaltadóttir, Sighvatur Kristjánsson, Ingigerður Sigmundsdóttir, Helgi Kristjánsson, Edda Guðmundsdóttir, og barnabörn. t Móðir okkar, ANNA KRISTMUNDSDÓTTIR, Hjarðarhaga 44, andaðist á heimili sínu aðfaranótt 16. nóvember. Gústaf Jóhannesson, Ingibjörg Jóhannesdóttir. t Eiginmaður minn, PÁLMI SVEINSSON, Eyjabakka 3, andaðist þann 16. nóvember í Landspítalanum. Fyrir hönd aðstandenda, Guðlaug Magnúsdóttir. t Eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir, ÞORLÁKUR BJÖRNSSON frá Eyjarhólum í Mýrdal, andaðist í sjúkrahúsinu á Selfossi 14. nóvember sl. Jarðarförin verður auglýst síöar. Inglbjörg Indriðadóttir, börn og tengdabörn. Fædd 3. júní 1897 Dáin 3. nóvember 1987 Þú lítur hin öldnu Eyjafjöll í æðra heimi þau ljóma þau faldar, þau krýnir hin mjúka mjöll og morgunsöngvarnir hljóma. Þín sveit vefur örmum þinn ytri hjúp þar ilmar, þar blómgast hún moldin gljúp. Við helgisöng harmamir dvína þér háröðlar voldugir skína. (Sigfús Elíasson) Þetta ljóð orti afi minn í minn- ingu föðurbróður míns, Jóns Jóns- sonar frá Ásólfsskála, er hann lést árið 1969. Fegurð þessa ljóðs fær mig knúinn til að helga það einnig minningu föðursystur minnar og uppeldismóður, Margrétar Jóns- dóttur frá Sauðhúsvelli í Vestur- Eyjafjallahreppi, sem sl. laugardag var til moldar borin frá Ásólfsskála- kirkju. Margrét fæddist hinn 3. júní 1897 að Efri-Hól undir Vestur- Eyjaijöllum. Hún var elst þrettán systkina. Foreldrar hennar voru hjónin Þorbjörg Bjamadóttir, fædd 1877 að Gíslakoti í Austur-Eyja- fjallahreppi, og Jón Pálsson frá Fit, fæddur 1872. Margrét fluttist fljót- lega með foreldrum sínum að Efri-Holtum og ólst þar upp J)ar til 1914, er jjölskyldan flutti að Asólfs- skála. Þessi ár vann hún að almennum sveitastörfum eins og títt var á þessum árum uns hún kynntist kærleiksmanninum Sig- urði Guðjónssyni frá Vestur-Holt- um, fæddum 1896, er hún síðar giftist. Á þessum árum voru búferla- flutningar fólks algengir í leit að atvinnu og framtíð. Eftir 1920 fluttu þau til Vestmannaeyja, þar sem þau bjuggu um nokkurra ára skeið. Þar fæddust tvö elstu böm þeirra, Guðjón og Þóra. Árið 1928 sagði átthagaástin til sín og flutti fjölskyldan í sveitina sína að nýju að bænum Sauðhúsvelli, þar sem þau stofnuðu sveitabúskap. Hvers þau Margrét og Sigurður væntu af líflnu skal ósagt látið, en eitt er víst að lífsbaráttan var hörð eins Góðir skór á frábæru verði Litir: Blátt, brúnt, svart og rúskinn Verð kr. 1.292,- Sendum í póstkröfu samdægurs. Skóhöllin Austurstræti 6 Laugavegi 89, Laugavegi 11 Reykjavíkurvegi 50 og hjá flestum á þessum árum. Bömunum fjölgaði. Við bættust Magnús sem lést á fyrsta aldurs- ári, þá Jóna, Magnús og Sigmar, en síðast Einar sem lést þriggja ára árið 1944. Enda þótt efnahagurinn hafí ekki verið sá er nútíminn telur viðunandi, brást ekki dugnaðurinn við að vinna allt það sem tilheyrir hinni íslensku sveit. Húsin er þau hjónin reistu og fallega heimilið þeirra að Sauðhúsvelli bám glöggt vitni um bjartsýni, vandvirkni og smekkvísi. Hjónaband þeirra var farsælt í um flmmtíu ár, þar til Sigurður lést árið 1970. Eftir fráfall móður minnar varð ég svo gæfusamur að fá að njóta uppeldis á Sauðhúsvelli. Var það mér ungu bami mikill skóli að fá þá umhyggju, ástúð og aga sem var í fyrirrúmi á því heimili. Að sjálfsögðu kom það ekki síður í hlut mömmu, en svo kallaði ég hana ætíð, að veita mér innsýn í skóla lífsins. Mamma dró fram bók og upplýsti lítinn dreng um merkingu stafa og talna og var það góður vegvisir til framtíðarinnar sem vissulega ber að þakka. En mömmu var margt til lista lagt. Hún var líka alltaf eitthvað að gera milli þess er hún gekk til útiverka af ósérhlífni. Hún var einkar lagin við sauma og prjónaskap og voru þær af fjölbreyttasta tagi flíkumar er unnar voru í hennar gjörvilegum höndum. Allt sem laut að matar- gerð og húshaldi vann hún af sérstökum glæsileik, hún lagði alúð og natni í öll sín verk, aðeins það besta var nógu gott. Mamma var glöð í góðra vina hópi, hæglát og hlý kynni voru ríkjandi í lundarfari hennar. Hún gat verið dómhörð en fór oftast ekki hátt með skoðanir sínar, en samt gat hún komið manni til að hugsa, flnna til og taka af- stöðu. Eins og ráða má af framansögðu var hún forkur dugleg og óneitan- lega var borin virðing fyrir slíkri konu. Mamma hefur með árunum átt við heilsubrest að stríða. 16. apríl sl. gerði meinsemdin vart við sig fyrir alvöru. Upp frá því lá hún meðvitundarlítil á Landspítalanum og auðséð var hvert stefndi. Hún lést þriðjudaginn 3. nóvember sl. á 91. aldursári. Nú að leiðarlokum vil ég þakka mömmu fyrir vináttu og umhyggju sem hún sýndi mér og fjölskyldu minni alla tíð. Afkom- endum hennar, systkinum og vinum er hér vottuð dýpsta samúð. Þorberg Ólafsson Grein þessi átti að birtast í blaðinu sl. laugardag en vegna mistaka við vinnslu blaðsins varð greinin eftir. Blaðið biður höf- und og aðstandendur afsökunar á þessum mistökum. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KATRÍN HILDIBRANDSDÓTTIR, lést 13. nóvember á Garðvangi, Garði. Haraldur Hinriksson, Guðrún S. Jónasdóttir, Grétar Hinriksson, Sjöfn Georgsdóttir, Júlfus Hinriksson, Margrót Ágústa Kristjánsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn, sonur, faðir, tengdafaðir og afi, JÓN INGI RÓSANTSSON klæðskeri, Bogahlfð 22, Reykjavfk, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag, þriðjudaginn 17. nóvember, kl. 13.30. Guðbjörg Pálsdóttir, Þórunn Jónsdóttir, Þórlaug Jónsdóttir, Stefán Svavarsson, Óskar Jónsson, Ingveldur H. Aðalsteinsdóttir, Ingibjörg Jónsdóttir, Friðrik Kristjánsson, Þórunn Marfa Jónsdóttir og barnabörn. t Utför móður okkar, GUÐRÍÐAR PÉTURSDÓTTUR, Sandholti 17, Ólafsvfk, fer fram frá Ólafsvíkurkirkju þann 18. nóvember kl. 14.00. Blóm og kransar afþakkað, en þeim sem vilja minnast hennar er vinsamlegast bent á Ólafsvíkurkirkju eða slysavarnadeildina Sumargjöf. Aðalsteina Sumarliðadóttir, Guðni Sumarliðason. t Eiginmaöur minn og faðir, ÓLAFUR ÓFEIGSSON, fyrrverandi skipstjóri, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 17. nóvember kl. 10.30. Danfelína Sveinbjörnsdóttir, Hrafnhildur Ólafsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.