Morgunblaðið - 17.11.1987, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1987
38
r
„Garnir raktar úr þingkonunum" var yfírskrift eins dagskrárliðs á landsfundi Kvennalistans.
Landsfundur Kvennalistans um helgina;
Fórum með gott vega-
nesti af þessum fundi
- segir Kristín Halldórsdóttir þingmaður Kvennalistans
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Litli leikhópurinn tróð upp á landsfundi Kvennalistans með leikri-
tið Þjóðarkakan. Þótt leikaramir væru imgir að árum tóku þeir á
stjóramálunum á hressilegan hátt eins og sést á landsfundargestum.
ÉG var óskaplega ánægð með
þennan fund og fannst hann
virkilega gefandi og góður og
held að hann hafi verkað vel
og eins og tíl var ætlast,“ sagði
Kristín Halldórsdóttir þing-
maður Kvennalistans þegar
hún var spurð um landsfund
Kvennalistans sem haldinn var
um síðustu helgi. Kristin sagði
að þessi landsfundur hefði i
rauninni verið líkari ráðstefnu
en landsfundi stjórnmálaflokks
þvi ekki hefði þurft að eyða
tima í valdabaráttu og kosning-
ar og pólítisk dægurmál hefðu
litið verið rædd.
Kristín sagði að niðurstaða
fundarins hefði helst verið sú að
samtökin væru á réttri braut. „Ég
held að við höfum farið með gott
veganesti af þessum fundi. Við
Qölluðum töluvert um stöðu okkar
núna eftir þau tímamót sem urðu
við síðustu kosningar og við það
að stækka þingflokkinn og hafa
kvennalista í öllum kjördæmum.
Þetta er fyrsti landsfundur eftir
að öll kjördæmi eru komin inn í
myndina. A fundinum voru öll
kjördæmi með sitt innlegg og full-
trúar þeirra töluðu um atvinnu-
ástand og aðstæður almennt."
—Á fundinum virtist koma
fram ótti um að konumar.sem
sitja á þingi myndu ij'arlægjast
almennar flokkskonur við það að
starfa á Alþingi.
„Þetta er okkur alltaf um-
hugsunarefni. Við höfum svo
gjörólíkt skipulag og vinnubrögð
miðað við aðra flokka og leggjum
mikið upp úr því sem kallað er
grasrótarskipulag þar sem allar
konur eru jafnvirkar og hafí jafna
möguleika á áhrifum. En við það
að þurfa að hafa eina stofnun,
þingflokkinn sem gengur inn í
ákveðið skipulag sem er á Al-
þingi, þá hljóta þingkonumar að
hafa ákveðna sérstöðu því þær
em þar af leiðandi á kafí í kerf-
inu. Það er mjög mikið mál hjá
okkur að sú sérstaða verði ekki
til þess að þingkonur lendi á ein-
hveijum sér palli og verði sérstakt
fyrirbrigði innan Kvennalistans.
Það er rétt að sú spuming hef-
ur heyrst innan Kvennalistans
hvort við eyðum ekki tíma okkar
um of I að Qalla um öll mál á
Alþingi, þar sem við hljótum að
leggja mesta áherslu á mál sem
lúta að bættum hag kvenna og
bama. Við hinsvegar lítum flestar
svo á að við séum komnar í þessa
pólitík til að auka við hana og
bæta hana vonandi, því við viljum
leggja að mörkum ný viðhorf og
ný sjónarmið og þau eiga rétt á
sér í öllum málum. Það er okkar
reynsla inni á þingi að í mjög
mörgum málaflokkum er reyndar
hægt að bæta einhverju nýju við
og varpa nýju ljósi á hlutina með
því að horfa á þá með augum
kvenna." ■
—Þið hafíð kvartað yfír því að
flölmiðlar sinni ykkur ekki nægi-
lega mikið en samt var blaða-
mönnum vísað út af landsfundin-
um þegar ræða átti pólítísk mál.
Er ekki fólgin í þessu mótsögn?
„Það getur vel verið en það er
oft erfítt að vega og meta hvað
er rétt í þessu efni. Ástæðan, í
því sérstaka tilfelli þegar ræða
átti stjómmálaályktunina, var sú,
að fenginni reynslu, að konur eru
hræddar við að tjá sig ef þær vita
af fjölmiðlum nálægt, sem er auð-
vitað í mótsögn við að við viljum
gjaman láta segja frá því sem við
erum að gera. En við óttuðumst
það í þessu tilviki að minna yrði
um þau tjáskipti sem við þurftum
að fá Um þetta málefni ef konur
vissu af fulltrúum fjölmiðla í saln-
um. Og okkur var mikið í mun
að konur færu ekki óánægðar af
fundi vegna þess að þær þyrðu
ekki að segja það sem þær
meintu," sagði Kristín Halldórs-
dóttir.
Skoðanakönnun DV á fylgi flokkanna:
Sjálfstæðisflokkur og Fram-
sóknarflokkur auka fylgi sitt
Úr umferðinni í Reykjavík
mánuddaginn 15. nóvember 1987
Árekstrar bifreiða: 5.
Samtals 30 kærur fyrir umferðarlagabrot á sunnudag.
Radarmæling: 11 kærðir.
Um miðnætti aðfaranótt sunnudags mældist 21 árs gamall ökumað-
ur aka norður Reykjanesbraut að Elliðaárbrúm með 127 km/klst.
hraða og reyndist áberandi ölvaður við aksturinn. Hann var sviptur
ökuréttindum á staðnum að sjálfsögðu.
Kl. 22.00 var 22 ára gamall ökumaður mældur aka bifreið sinni
með 118 km/klst hraða suður Höfðabakka. Hann var færður á lög-
reglustöð og bifreið hans tekin af honum vegna gruns um ölvun við
akstur. Leyfílegur hámarkshraði á Höfðabakka er 50 km/klst.
Annar ökumaður sem reyndist aka of hratt um Höfðabakka mældist
á 96 km/klst. hraða.
Á Kringlumýrarbraut komu 6 bifreiðir inn í radargeislann og hrað-
inn 86-102 km/klst. í Ártúnsbrekku var kært fyrir 91 og 93
km/klst. hraða. Á Elliðavogi fyrir 94 km/klst hraða og á Kleppsvegi
80 km/klst. hraða.
Klippt voru númer af 6 bifreiðum fyrir vanrækslu á að færa til skoð-
unar.
1 ökumaður fannst réttindalaus í sunnudagsumferðinni og 4 öku-
menn grunaðir um ölvun við akstur.
Samtals var 16 ökumönnum tekið blóð um helgina til alkóhólsrann-
sóknar.
Frétt frá lögreglunni í Reykjavík
Konur taki höndum sam-
an á eigin forsendum
Sjálfstæðisflokkur og Fram-
sóknarflokkur hafa aukið fylgi
sitt meðal kjósenda frá síðustu
kosningum, ef marka má niður-
stöðu skoðanakönnunar, sem DV
gerði um sfðustu helgi, og sama
L við um Samtök um kvennalista.
Alþýðubandalagið hefur hins
vegar tapað fylgi og sömu sögu
er að segja af Alþýðuflokki og
Borgaraflokki. Þá næði Stefán
Valgeirsson ekki kjöri nú.
Urtakið í könnun DV var 600
manns og var skipt jafnt milli kynja
og milli höfuðborgarsvæðis og
landsbyggðar. Spurt var hvaða lista
fólk kysi, ef þingkosningar færu
fram nú. Niðurstaðan varð sú, að
Sjálfstæðisflokkur, Framsóknar-
flokkur og Samtök um kvennalista
bættu við sig fylgi, en aðrir töpuðu.
Ef aðeins eru teknir þeir sem af-
stöðu tóku verður skiptingin þessi
(úrslit kosninga innan sviga):
Alþýðuflokkur 11,1% (15,2%),
Framsóknarflokkur 29,1% (18,9%),
Bandalag jafnaðarmanna 0,0%
(0,2%), Sjálfstæðisflokkur 33,2%
(27,2%), Alþýðubandalag 7,3%
(13,3%), Flokkur mannsins 0,8%
(1,6%), Stefán Valgeirsson 0,0%
(1,2%), Borgaraflokkur 5,5%
(10,9%), Samtök um kvennalista
12,3% (10,1%), Þjóðarflokkur 0,8%
(1,3%).
niðurstöðu yrðu sem hér segir
(staða í þinginu nú innan sviga):
Alþýðuflokkur 7 (10), Framsókn-
arflokkur 19 (13), Sjálfstæðisflokk-
ur 22 (18), Alþýðubandalag 4 (8),
Borgaraflokkur 3 (7), Samtök um
kvennalista 8 (6), Stefán Valgeirs-
son næði ekki kjöri.
Um 25,5% aðspurðra voru óá-
kveðnir og 8,2% vildu ekki svara.
Fyrirlestur
um Þórshanann
Fuglavemdarfélag íslands
byijar í kvöld, þriðjudag, hið al-
menna fræðslustarf sitt. Verður
þá fyrsti fræðslufundurinn í
Norræna húsinu á þessum vetri
og hefst hann kl. 20.30.
Dr. Kristinn Skarphéðinsson
fuglafræðingur flytur fyrirlestur á
fundinum og ætlar hann að segja
frá Þórshananum. Dr. Kristinn
verður með eitthvað af litskyggnum
með sér til að bregða upp á sýning-
artjald.
QENQISSKRÁNINQ
Nr. 217. 16. nóvember 1987
Kr. Kr. Toll-
Eln. Kl. 09.16 IUup Sala 9*°®*
Dollari 37.52000 37,64000 38,12000
Sterlp. 65.40700 65,61600 64,96600
Kan. dollari 28,47100 28,56200 28.92300
Dönsk kr. 5.67950 5,69760 5,63840
Norsk kr. 5,79240 5,81090 5,84530
Sænsk kr. 6.09490 6,11440 6,10650
Fi. mark 8,93870 8,96720 8,92740
Fr. franki 6.47850 6.49920 6,46980
Belg. franki 1,04750 1,05080 1,03900
Sv. franki 26,54970 26,63760 26,32600
Holl. gyllini 19,40520 19.46730 19,25930
V-þ. mark 21.85400 21,92390 21,68060
ít. líra 0.02977 0,02987 0,02996
Austurr. sch. 3,12210 3,13210 3,08130
Port. escudo 0,27040 0,27130 0,27280
Sp. peseti 0.32500 0,32610 0,33230
Jap. yen 0.27341 0,27428 0,27151
írskt pund 58,21200 58,39800 57,80900
SDR (Sérst.) 50,05690 50,21700 50,06140
ECU, evr. m. 45,18350 45,32800 44,96060
Tollgengi fyrir nóvember er sölugengi 28. okt.
Sjálfvirkur símsvari gengisskráningar er
62 32 70.
- segir í stjórn-
málaályktun lands-
fundar Kvennalistans
í stjórnmálaályktun 5. lands-
fundar Kvennalistans segir að
samkeppnis- og eiginhagsmuna-
kerfi karlaveldisins sundri
konum, og er þeirri spurningu
beint til allra kvenna hvort ekki
sé kominn tími til að konur á
öllum sviðum þjóðlífsins taki
höndum saman á eigin forsend-
um.
í stjórnmálaályktuninni er því
beint til kvenna að eyða ekki orku
í að viðhalda kerfí sem sjálft nýtur
krafta þeirra en neitar að taka til-
lit til eiginleika þeirra og aðstæðna.
Síðan segir orðrétt: „Þau aumu kjör
sem konum eru búin, bitna ekki á
þeim einum, heldur á öllum, sem
þurfa á umönnun að halda. Þess
vegna er barátta kvenna ekki eigin-
hagsmunabarátta heldur í þágu
heildar. Konur hafa í vaxandi mæli
unnið að því að bæta kjör sín og
stöðu eftir hefðbundnum leiðum en
ekki haft erindi sem erfíði. Lærum
af reynslunni, höfnum hefðum sem
binda okkur í viðjar, troðum okkar
eigin slóð.“ Stjómmálaályktuninni
lýkur síðan á ljóði eftir Jórunni
Sörensen.
Fréttamönnum var vísað úr fund-
arsalnum meðan umræður um
stjómmálaályktunina fóm fram.
Einnig var fréttamanni vísað úr
salnum meðan gangur stjómar-
myndunarviðræðnanna var ræddur,
fyrr á fundinum.
Þingsæti í samræmi við þessa
Fiskverð á uppboðsmörkuAum 16. nóvember.
FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði
Hæata Lægsta Meðal- Magn Heildar-
verð verð verð (lestir) verð (kr.)
Þorskur 48,00 30,00 45,00 37,2 1.672.000
Ýsa 55,00 27,00 34,57 25,1 869.000
Karfi 25,00 19,00 20,57 2,2 45.500
Ufsi 30,00 16,00 27,17 4,0 109.500
Koli 41,00 37,00 40,62 5,7 231.500
Steinbítur 29,00 28,00 28,93 1,5 42.000
Langa 30,00 23,00 26,81 1,0 25.000
Samtals 40,05 77,435 3.120.980
í gær var aðallega selt úr Keili. f dag verða seld 20 tonn af
þorski, 14 af ýsu, 20 af karfa og 3 af öðru úr Sandfelli SU, Ingi-
björgu ST og Víði HF.
FAXAMARKAÐUR hf í Reykjavík
Ekki var boðið upp í gær. í dag verða seld 17 tonn af
þorski, 8 af karfa, 2 af ýsu og 1 af kola úr Ásgeiri.
FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA í Njarðvík
Hæsta Lægsta Meðal- Magn Helldar-
verð verð verð (lestir) verð (kr.)
Þorskur 45,50 30,00 41,46 24,0 995.040
Ýsa 50,50 40,00 48,42 12,2 590.724
Karfi 25,00 15,00 22,89 3.8 87.000
Steinbítur 30,50 15,00 29,54 2,0 59.080
Langa 27,50 27,50 27,50 1,8 49.500
Blálanga 32,50 15,00 28,00 1.0 28.000
Keila 15,60 12,00 13,79 4,3 59.280
Samtals 37,82 49,1 1.968.624
Selt var úr línu- og netabátum.í dag verður selt úr línu- og
netabátum frá Suðurnesjum.