Morgunblaðið - 17.11.1987, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 17.11.1987, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1987 25 Er raforka úr vatasföllum ogjarðvarma líkleg útflutn- ingsvara? Nokkrir fræði- menn fjaUa um þá spumingu á síðum Morgun- blaðsins í dag. Meðfylgjandi teikning sýnir að hugmynd- in kitlar einnig hugmynda- flug starfsmanna blaðsins (Teikning Morgunblaðið/ GÓJ). Skotlands um Færeyjar áætlast alls um 1400 milljónir Bandaríkjadoll- ara eða um 52 milljarðar króna á núverandi verðlagi. Hér er því um mjög kostnaðarsamar framkvæmd- ir að ræða, sem krefjast flókinna samninga og er þess ekki að vænta að framkvæmdum við sæstreng milli íslands og Skotlands og hlut- aðeigandi virkjanir gæti verið lokið fyrr en í fyrsta lagi 5—10 árum eftir að endanleg ákvörðun er tekin í framhaldi af tímafrekum samning- um og nauðsynlegri fjáröflun á lánsfjármörkuðum erlendis. íslensk raforka tekur því vart land á Bretlandi fyrr en undir alda- mót, jafnvel þótt ráðagerðum í þá átt gangi allt í haginn. „Afar ólíklegnr möguleiki“ segir Jakob Björnsson, orkumálastjóri Orkuútflutningur getur verið mögulegur af tæknilegum ástæðum innan 10-15 ára. Viss tækniþróun í gerð strengja þarf að vísu til að koma, en ég held að menn séu sam- mála um, að það verkefni er leysanlegt á tiltölulega fáum árum, ef þurfa þykir, það er ef fjárhags- legar forsendur knýja á um slíka lausn. Orkuútflutningur er hins vegar alls ekki líklegur af fjárhagslegum ástæðum, nema markaðsaðstæður breytist verulega. Til dæmis ef veruleg andstaða kemur í veg fyrir byggingu nýrra kjamorkuvera eða hertar kröfur gerðu orku frá þeim miklu dýrari en hún er núna. Ef hvorugt af þessu gerist er orkuút- Aðalsteinn Guðjónsson flutningur ekki líklegur í nánustu framtíð af fjárhagslegum ástæðum. Athuganir, sem gerðar hafa verið, sýna, að kostnaðarverð íslenskrar raforku, kominnar til Skotlands, er mjög svipað og framleiðslukostnað- ur raforku í kola- eða kjamorku- stöðvum þar. Fjárhagslegur ávinningur við orkuútflutning til Skotlands er því ekki fyrir hendi, eins og er. Flutningslína, ef til kæmi, myndi lögð eftir Færeyjahrygg og síðan yfir djúpri rennu milli Færeyja og Skotlands, sem er um 1100 metrar á dýpt. Það er tvöfalt dýpi á við það sem svona strengur hefur verið dýpst lagður hingað til. Það er eng- inn strengur til í heiminum í dag sem myndi þola þetta dýpi. Streng- ur, sem flytja á raforku frá íslandi til Skotlands, verður að þola að hanga á meira dýpi, þegar hann er lagður, og síðan að þola meiri þrýsting. Þetta hvortveggja er talið leysanlegt en það tekur einhver ár að þróa og pmfa slíkan streng. í það verður naumast lagt nema fjár- hagsleg hvatning sé fyrir hendi, það er að flutningur orkunnar þyki fjár- hagslega álitlegur. Það er því ekki líklegt að þetta gerist nema að það verði veruieg breyting á afstöðu stjómvalda og almennings í Bret- landi og víðar til kola- og kjamorku- rafstöðva. Vert er að hyggja að enn einum fleti þessa máls. Nýbúið er að leggja strengi milli Frakklands og Bret- lands sem geta flutt 2000 MW eða 2 GW. Það er vitað að Frakkar sitja inni með mjög mikla umfram-raf- orku. Þeir selja nú þegar raforku til Ítalíu, V-Þýzkalands og Sviss og þeir búa sig undir að selja hana til Bretlands. Ekki er líklegt að þessi staða breytist á næstu 10 ámm. Ef Bretar kjósa að flytja inn raf- orku í stómm stfl þá eiga þeir fleiri kosta völ en að flytja hana frá ís- landi. Og Frakkar hafa sett sér það markmið að flytja út orku sem sam- svarar u.þ.b. 50 TWh, sem samsvar- ar því „magni ódýrrar" raforku sem líklegt er talið að framleiða megi hér á landi bæði úr vatnsafli og jarðvarma. Stærð þess mögulega í framleiðslu ódýrrar raforku er hér varlega áætluð og ber að skoða með nokkmm fyrirvara. Útflutningur á raforku héðan er því mjög ólíklegur í næstu framtíð nema að til komi einhver ófyrirséð meginbreyting í þessum efnum, t.d. að Frakkar yrðu að loka öllum sínum kjamorkurafstöðvum, en 65% raforku framleiddrar í Frakk- landi kemur úr slíkum stöðvum. Stefna franskra stjómvalda hefur hinsvegar verið sú að bæta við slíkum stöðvum, þó þeir þurfi ekki á þeim halda til að mæta raforku- eftirspum innanlands, til þess að halda franska kjamorkuiðnaðinum gangandi, það er iðnaðinum sem framleiðir búnað í þessar stöðvar. Hversu lengi sú verður raunin er umdeilanlegt. Það er vitað að franska raforku- félagið, sem er ríkisrekið, er þegar í miklum fjárhagsörðugleikum og þessvegna meðal annars er Frökk- um brýn nauðsyn á að selja raforku til útlanda til að bæta fjárhagsleg-a afkomu þess. Þeir eru því líklegir til að bjóða ódýra raforku næstu árin. Orkuútflutningur héðan er því afar ólíklegur í náinni framtíð, fyrst og fremst af fjárhagslegum ástæð- um. Þorsteinn Sigfinnsson „Raforkufyrir- tækin sjálf ábyrg fyrir rannsóknum, undirbúningi og framkvæmdum“ segir Aðalsteinn Guð- johnsen, rafmagnsstjóri Tækni til raforkuflutnings um sæstrengi milli landa er þekkt. Hún á að duga til þessa flutnings þrátt fyrir farartálma og miklar vega- lengdir. Tæknivandinn liggur því ekki í sjálfum orkuflutningnum, fremur í erfiðri aðstöðu til framkvæmda á opnu hafí. Mikið starf er hins vegar óunnið, þar til unnt verður að gera nægi- lega traustar áætlanir um kostnað við framkvæmdir. Og svo geta hreinar tæknibyltingar gerbreytt öllum forsendum. Kostnað við sjálfa mannvirkja- gerðina kann að verða unnt að reikna með nægjanlegri nákvæmni. En ég óttast meira vandann við að ná sæmilegu rekstraröryggi með löngum sæstreng og þar með tryggri afhendingu orkunnar. Kostnaður við það gæti orðið gífur- legur. Samningar um orkusölu af þessu tagi yrðu vandasamir, enda um samkeppni við aðra orku í Evrópu að ræða. Ef nýting íslenska vatns- aflsins ætti að verða góð þyrftu samningar að vera fastir og tii langs tíma. En orkuverðið yrði þeim mun lægra. Útflutningur eða nýting innan- lands? Ég tel okkur bæði rétt og skylt að athuga möguleika á raforkusölu til Vestur-Evrópu mjög vandlega. En ég er andvígur því að þær athuganir verði til að draga úr eða telja fyrir stómýtingu vatnsafls til orkufreks iðnaðar innanlands. Þar finnst mér að taka þurfi til höndum og ekki hika við að laða hingað erlent áhættufjármagn, jafnvel verulega eign erlendra fyrirtækja, til þess að auka hér fjölbreytni í iðnaði. Þess verður þó að gæta, að raforkuverð til almennings hækki ekki af þessum sökum — helst lækki. Varnaðarorð Við lesum þessa dagana yfírlýs- ingar á Alþingi — og upphrópanir í fjölmiðlum: „Ríkið yfírtók 8 millj- arða skuldasúpu af orkugeiranum." „Raforkuverðið í landinu er falsað." „Skuldasöfnunum orkufyrirtækja 9 milljarðar á 10 árurn." Vegna stórframkvæmda á raf- orkusviði í framtíðinni, hvort heldur þær verða vegna almennrar notkun- ar, orkufreks iðnaðar í landinu eða raforkusölu til Vestur-Evrópu, eru vamarorð mín þessi: Gerið raforkufyrirtækin sjálf ábyrg fyrir rannsóknum, undirbún- ingi og framkvæmdum. Látið ekki pólitískar nefndir og ríkissjóð leggja út í ný „byggðalínu"- eða „Kröflu- ævintýri". Mikinn hluta af milljarða-skulda- súpunni tók ríkissjóður nefnilega ekki „af orkugeiranum", því síður „af orkufyrirtækjum", heldur „af sjálfu sér“. Ríkið sjálft ákvað skuldasöfnunina að langmestu leyti. Það átti því súpuna frá upphafí. Egill B. Hreinsson „Rannsóknarátak nauðsynlegt“ sagði dr. Þorsteinn I. Sigfússon, eðlisfræðingur hjá Raunvísindastofnun Sala raforku frá Islandi með notkun sæstrengs er ekki ný hug- mynd en skýtur nú upp kollinum á tímum mikilla uppgötvana í eðlis- fræði, er leitt gætu til nýrrar flutningatækni fyrir rafstraum. Varðandi möguleikann á notkun ofurleiðandi strengja er ljóst, að gífurleg vinna og rannsóknastarf- semi er framundan áður en hægt verður að fullyrða um það, hvort notkun ofurleiðara í sæstrengi verð- ur gerleg. Eitt helsta vandamál varðandi fjöldaframleiðslu á hinum nýju ofurleiðurum er hversu óstöð- ugir þeir eru; margir þeirra þola t.d. illa hátt rakastig. Enn sem komið er hafa ekki verið þróaðir ofurleiðarar sem þola nægilega há- an hita til að nýta megi í sæstrengi. Þá má benda á, að kostnaður við efni gerð úr nýjum háhita ofurleið- urum verður væntanlega mjög mikill í upphafí, þar sem greiða þarf niður umfangsmikinn þróunar- kostnað. Ofurleiðarar til flutnings á rafstraumi með sæstrengjum verða að mínum dómi ekki fáanleg- ir og_ fullreyndir fyrr en á næstu öld. Ég vil því leyfa mér að segja, að miðað við venjulegan afskrift- artíma sæstrengs eins og nú er rætt um, sé í raun ekki ástæða til þess að fresta. lagningu vegna þró- unarinnar á sviði ofurleiðaratækni. Frestun nú er miklu fremur nauð- synleg vegna ónógrar þekkingar á öðrum sviðum eins og ég mun reyna að lýsa nánar. Varðandi tap á venjulegum leið- urum má nefna að þróun á sviði jafnstraumstækni gerir kleift að minnka verulega orkutapið í flutn- ingi rafstraums. Líklegt er því að jafnstraumstækni yrði heppilegasta aðferðin við flutning raforku til meginlands Evrópu. Lagning ís- landsstrengsins yrði umfangsmesta verkefni af þessu tagi er lagt hefur verið út í í heiminum og mörgum grundvallarspurningum ósvarað um það. Lagningin sjálf yrði þannig rannsóknaverkefni út af fyrir sig. Hins vegar er líklegt að þær þjóðir og þau fyrirtæki er að baki slíks verkefnis stæðu, yrðu í krafti þekk- ingar sinnar leiðandi í slflcri tækni um nokkra framtíð. Það er út af fyrir sig eftirsóknarverð staða. Nauðsynlegt verður að hefja umfangsmikla rannsóknastarfsemi áður en ráðist er í lagningu sæ- strengs til Evrópu. Rannsóknir á hafsbotninum á svæðinu milli ís- lands og Bretlandseyja yrðu að fara fram áður en unnt yrði að meta gjörvileika sæstrengs. í landinu er töluverð þekking á ýmsum þeim sviðum sem tengjast hafsbotns- rannsóknum og margir vísinda- menn hafa vakið athygli á nauðsyn rannsókna á landgrunni íslands. Þeim hefur hins vegar verið of lítið sinnt. Einnig má minna á að Al- þingi ályktaði fyrir nokkrum árum síðan um nauðsyn rannsóknaátaks á háhitasvæðum landsins. (Sjá þingskjal nr. 645, Sameinað þing 1982—83.) Töluverðar rannsóknir hafa þegar verið gerðar til undir- búnings vatnsaflsvirkjunum. Þær má enn efla. Öflun upplýsinga með rannsóknum af ýmsu tagi þarf að fara fram áður en ráðist er í verk- efni af þvi tagi sem hér um ræðir. Hér eru næg verkefni fyrir Orku- stofnun, Háskólann, Landsvirkjun o.fl. Rannsóknir af hagrænum toga þyrftu að bera saman hag íslend- inga af sölu raforku til orkufreks iðnaðar hér innanlands við sölu raf- orku til sams konar iðnaðar eða annarra nota í Evrópu. Leggja þyrfti mat á það hversu eftirsóknar- vert það er að nýta raforku í sérstökum orkufrekum iðnaði inn- anlands. Ég tel að rétt sé að skoða mjög gaumgæfilega möguleikann á sölu raforku með sæstreng. He§a þarf undirbúning rannsóknaátaks nú strax. Slíkt átak þyrfti að fara fram með tvennum hætti, tæknilegri og vísindalegri rannsóknastarfsemi og ekki síður ítarlegri úttekt á hag- kvæmni. Þess vegna væri eðlilegt að stjómvöld kappkostuðu að hefja undirbúning rannsóknaátaks á þessu sviði. „Orkuútflutning- ur tæknilega mögulegur“ sagði Egill B. Hreinsson, dósent í rafmagnsverk- fræði Orkulindir Islendínga bæði vatnsorka og jarðhiti eru með því mesta sem gerist í heiminum, ef miðað er við stærð okkar þjóðfé- lags, þótt miðað við orkunotkun annarra landa sé ekki um stórar tölur að ræða. Þær geta því haft afar mikla þýpingu fyrir efnahags- lega framtíð Islands, ef unnt er að markaðssetja orkuna og hefur það talsvert verið reynt með litlum ár- angri að undanfömu sem eitt af aðföngum til nýrra innlendra stór- iðjuvera. Hins vegar er orkuflutn- ingur og bein sala á raforku til Skotlands eftir sæstreng kostur sem minna hefur verið skoðaður bæði vegna þess að slíkt hefur varla til þessa verið talið framkvæman- legt og hagkvæmt, en einnig vegna þess að ýmsir hafa litið svo á að þá væri verið að selja óunnið hrá- efni beint úr landi. Benda má hins vegar á að raforkan er eitt full- komnasta form orkunnar, rafmagn má nota í hverskonar tilgangi, sem einmitt er ástæðan fyrir öðmm orkuformum (olía, kol, kjamorka) er jafnan breytt í raforku áður en til nýtingar orkunnar kemur. Áður er reynt er að svara spum- ingunni um hvort slíkt sé eða muni verða tæknilega framkvæmanlegt eða fjárhagslega hagkvæmt skulum við fyrst skoða þetta verkefni í sam- anburði við önnur verkefni og núverandi tæknistig á þessu sviði. Lagðir hafa verið sæstrengir víða í heiminum til flutnings raforku í stóram stfl og á jafn miklu sjávar- dýpi og um er að ræða milli íslands og Skotlands. Að sönnu er hér um - að ræða mun lengri vegalengd en annare staðar, en lengd strengsins milli íslands og Skotlands yrði um 950 km. Um 10 ára reynsla er kom- in á 120 km langan streng milli Noregs og Svíþjóðar (Skagerak) og nú er verið að leggja um 200 km langan streng milli Svíþjóðar og Finnlands. Áætlanir vora komnar á lokastig um lagningu 600 km langs strengs og flutning 2000 MW í Malaysíu þar sem einnig er um að ræða nýtingu fjarlægs vatnsafls á eynni Bomeo. Því verkefni hefur nú verið frestað, að sögn vegna núverandi lágs olíuverðs. Þó er nú verið að þróa framgerð (prototype) þess strengs hjá evrópskum strengjaframleiðendum. Einnig era uppi áætlanir um lagningu strengs á Hawaii-eyjum niður á mun meira dýpi (2000 m) en um er að ræða milli íslands og Skotlands. Aðrir strengir sem nú era í notkun era styttri. Hins vegar er komin mikil reynsla á orkuflutning yfír lengri vegalengdir með sömu tækni yfír land og orkutap á leiðinni er ekki vandamál í slíkum flutningum hvort sem er á landi eða á sjó. Þótt hér sé um að ræða lengra samband en annars staðar hefur verið ráðist í er spuming um hver áhrif lengdarinnar út af fyrir sig era. Fyrir liggur raunkostnaður við önnur sambönd og unnt er að gera kostnaðaráætlanir byggðar á hon- um ásamt framleiðslukostnaði strengja og áætluðum rekstrar- kostnaði. Spumingin er fyrst og fremst um óvissu í slíkum kostnað- aráætlunum, m.a. vegna takmark- aðrar þekkingar á aðstæðum í Norður-Atlantshafí hvað varðar veðráttu, ölduhæð o.þ.h. og sam- spil þessara þátta bæði við lagningu slíks strengs og viðhald. Þó má benda á aðstæður í Norðursjó (Ska- gerak) og samanburð á veðurlagi við Norður-Atlantshafið. Það má því telja nokkra vissu fyrir að þetta verkefni sé í dag vel tæknilega framkvæmanlegt miðað við núverandi tæknistig á þessu sviði. Fjárhagsleg hagkvæmni er hins vegar háð mun fleiri þáttum sem óvissa ríkir um. Þó má segja að kostnaðaráætlanir, sem taka mið af núverandi (þekktum) þáttum, benda til að orka frá strengnum, komin inn á breska raforkukerfíð, sé samkeppnisfær við orku frá kjarnorkuverum og kolaorkuverum. Hins vegar fer orkuverð byggt á kjarnorku vaxandi vegna aukinna mengunarvama og hefur það áhrif á hagkvæmnina okkur í hag. Því er að mínu mati mjög æski- legt að vekja athygli á þessum möguleika í Bretlandi og ekki endi- lega kappsmál fyrir íslendinga að eiga neinn hlut í strengnum, en gætu fjármagnað og haft atvinnu af byggingu virkjana um langa hríð. Spumingin er um áhuga breskra aðila í raun til kaupa á slíkri „hreinni" orku, sem gæti hægt á uppbyggingu kjamorkuvera þar heima fyrir og taka þátt í þeirri áhættu sem fylgir undirbúningi slíks framkvöðulsverkefnis. Hins vegar þurfum við íslendingar að kynna málið af festu í Bretlandi, en vera jafnframt í stakk búnir ti! að vega og meta sjálfír þær lausnir sem til greina koma varðandi út- færslu strengsins. Því tel ég nauðsynlegt að efla mjög rannsókn- ir og upplýsingasöfnun á vegum íslenskra stjómvalda varðandi þetta mál.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.