Morgunblaðið - 17.11.1987, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 17.11.1987, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1987 M Sigtryggur Sigurðsson og Bragi Hauksson unnu Sandgerðismótið Brids Arnór Ragnarsson Sigtryg-gnr Sigurðsson og Bragi Hauksson unnu brids- mótið sem Bridsfélagið Muninn í Sandgerði gekkst fyrir sl. laugardag. Háðu þeir harða keppni við nokkur pör en segja má að ein sex pör hafi átt möguleika á sigri þegar þijár umferðir voru eftir. Þeir félag- ar Bragi og Sigtryggur byrjuðu að spila saman i haust og hafa náð mjög góðum árangri í keppnum vetrarins. Mótið hófst liðlega kl. 10 á laugardagsmorguninn og voru 32 pör skráð til leiks. Endirinn varð þó sá að 30 pör spiluðu þar sem eitthvað var um að pör sem höfðu skráð sig mættu ekki. Þar á með- al voru spilarar frá Bridsfélagi Reykjavíkur. Er það mat undirrit- aðs að það sé lítilsvirðing við aðra spilara og ekki sízt við stjóm hins unga bridsfélags sem önnur brids- félög gætu tekið sér til fyrirmynd- ar fyrir kjark og áræði. Bragi og Sigtryggur byijuðu mótið mjög vel og voru komnir með yfír 100 stig yfír meðalskor eftir 9 umferðir. Staðan eftir 12 umferðir: Bragi — Sigtryggur 121 Lárus Hermannsson — Gunnar Þorkelsson 72 Ólafur Ingimundarson — Sverrir Jónsson 71 Matthías Þorvaldsson — Ragnar Hermannsson 71 Stefán Ragnarsson — Pétur Guðjónsson 56 Þegar mótið var liðlega hálfnað var heldur betur farið að hitna í kolunum og margir kallaðir. Staðan eftir 17 umferðir: Stefán Ragnarsson — Pétur Guðjónsson 100 Bragi Hauksson — Sigtryggur Sigurðsson 88 Matthías Þorvaldsson — Ragnar Hermannsson 87 Aðalsteinn Jörgensen — Ragnar Magnússon 80 Lárus Hermannsson — Gunnar Þorkelsson 77 Sverrir Jónsson — Ólafur Ingimundarson 71 Einar Jónsson — Rúnar Magnússon 63 Þessi pör að Lárusi/Gunnari og Sverri/Ólafí frátöldum áttu eftir að beijast um efstu sæti í lokaum- ferðunum. Einar Jónsson og Rúnar Magn- ússon skoruðu grimmt í síðari hluta mótsins. Þeir urðu þó fyrir því óláni að mæta úlfí í sauðar- gæru í 26. umferð sem trúlega kostaði þá sigur í mótinu. Bragi Hauksson. Sigtryggur Sigurðsson. Sigurvegararnir í Sandgerðismótinu sem fram fór sl. laugardag. Myndirnar eru ekki nýjar þar sem myndasmiðurinn gleymdi myndavélinni í önn dagsins. Úr því verður bætt þótt síðar verði. Morgunblaðið/Amór Lokastaðan: Sigtryggur Sigurðsson — Bragi Hauksson 152 Stefán Ragnarsson — Pétur Guðjónsson 150 Einar Jónsson — Rúnar Magnússon 143 Matthías Þorvaldsson — Ragnar Hermannsson 142 Aðalsteinn Jörgensen — Ragnar Magnússon 121 Lilja Einarsdóttir — Sævar Þorbjömsson 114 Ólafur Ingimundarson — Sverrir Jónsson 67 Armann J. Lárusson — Sigurður Siguijónsson 59 Mótið fór að mörgu leyti mjög vel fram. Því miður kom það þó upp í lokaumferðum mótsins að vín sázt á mönnum sem er alger- lega óþolandi. Keppnisstjóri og reiknimeistari var Ólafur Lárus- son. í mótslok afhenti formaður Munins í Sandgerði, Karl Einars- son, sigurvegurunum verðlaun sín og þakkaði fyrir komuna og skemmtilega og drengilega keppni. Eftirmáli Undirritaður hefír gert lítið af því, reyndar of lítið, að taka þátt í svokölluðum stórmótum enda verður hann víst að flokkast und- ir þann flokk spilara sem í daglegu tali eru kallaðir gutlarar. Hins vegar lenti ég í því tvívegis í mótinu í Sandgerði að mótheij- amir kunnu ekki þau kerfí sem þeir sögðust spila í upphafi leiks. Það er mitt mat að það sé grund- vallarskilyrði að spilarar kunni það kerfí sem þeir boða andstæð- ingunum að þeir spili. Verst er þó þegar sömu aðilar hagnast á því að segja rangt frá. Hér £ ég ekki við um einhveijar fyrirstöðu- sagnir á 4. eða 5. sagnstigi. Þar getur verið um flókna sagnröð að ræða. Hins vegar þegar samheiji getur ekki skýrt rétt frá fyrstu sögn þá ber að refsa viðkomandi. Ég hvet bridsspilara til að láta álit sitt í ljós hér f þættinum á þessu máli. UOSASTILLINGA- VERKSTÆÐI OSRAM bílperur WAGNER Ijósa samlokur Eigum fyrirliggjandi Ijósastillingatæki [1] JÓHANN ÓLAFSS0N & C0. HF. Sundaborg 13, simi 688588. fyrir herra Sendum i póstkröfu. RAMHAGERÐ1N HAFNARSTRÆTI 19 sImafi 17910& 12001 Nýir réttir Við á Sjanghæ höfumfengið til liðs við okkur gestakokk frá Kína. Hann hefur átt stóran þátt í því að gera nýja matseðilinn okkar fjölbreyttari og jafnvel enn vinsælli en áður. Zhao De Feng hefur sérhæft sig í réttum frá Peking. Ennfremur bjóðum við framandi rétti frá Indónesíu og Malaysíu. Verið velkomin Ihí Sjanghæ, Kínverska veitingahúsið, Laugavegi 28b, sími 16513. lh!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.