Morgunblaðið - 17.11.1987, Blaðsíða 70
70
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1987
Ráðstefna um byggðamál
Hefur byggða-
stefnan brugðizt?
Rætt við formann Byggðastof nunar og fram-
kvæmdastjóra Sambands íslenzkra sveitarfélaga
Byggðastofnun og Samband
íslenzkra sveitarfélaga efndu til
'ráðstefnu um byggðamál á Sel-
fossi siðastliðinn föstudag og
laugardag. Ráðstefnan bar yfir-
skriftina: „Hefur byggðastefnan
brugðizt“? Fréttamaður leitaði
álits Stefáns Guðmundssonar,
alþingisrnanns og formanns
stjórnar Byggðastofnunar, og
Magnúsar Guðjónssonar, fram-
kvæmdastjóra Sambands is-
lenzkra sveitarfélaga, um
aðdraganda og viðfangsefni ráð-
stefnunnar.
* * *
Stefán Guðmundsson sagði
Byggðastofnun og Samband
íslenzkra sveitarfélaga hafa undir-
búið og boðað til ráðstefnu um
byggðamál á síðastliðnu vori. Hætt
var við þá ráðstefnu vegna ónógrar
þátttöku. Þessa ráðstefnu, sem
haldin er undir yfirskriftinni hefur
byggðastefnan brugðizt, sækja
hinsvegar um 170 fulltrúar sveitar-
stjóma víðsvegar af landinu.
Hér hafa verið flutt mörg og
merkileg erindi, sagði Stefán, um
byggðaþróun og byggðastefnu. Ég
vil sérstaklega nefna erindi Inga
Bjömssonar, framkvæmdastjóra
Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar, um
nýjungar í atvinnulífí landsbyggð-
arinnar. Störf þessa félags sýna
okkur ljóslega, hvað hægt er að
gera, ef menn eru vakandi fyrir
Lærið í USA
Pacific Lutheran University (PLU) er staðsettur f
Tacoma, 60 km suður af Seattle á norðvesturströnd
Bandaríkjanna.
Skólinn var stofnaður af skandinavískum innflytjendum árið 1890
og hefur ávallt haldið sambandi við Noröurlöndin. Yfir 60 skand-
inavar stunda nú nám við PLU.
Námiö inniheldur m.a. listir, viðskipti, hjúkrun, kennaramenntun,
fjölmiólafræöi og íþróttir.
Fulltrúi frá PLU mun halda 3 fræöslufundi á íslandi.
Á Hótel Esju:
Þriðjudaginn 17. nóvember
Miðvikudaginn 18. nóvember
Á Hótel KEA, Akureyri:
Fimmtudaginn 19. nóvember
Fundirnir verða allir haldnir kl. 20.00.
Allir velkomnir.
PACIFIC UJTHERAN UNIVERSITY
TACOMA, WA 98447.
SACHS KÚPPLINGAR
SACHS
ORIGINALiSjTEILE
-kúpplingar og pressur í allar
helstu gerðir fólks- og vöru-
bíla.
-Orginal vestur þýsk gæði.
ÚTSÖLUSTAÐIR:
Helstu verkstæði og bifreiðaumboð.
HEILDSÖLUBIRGÐIR OG EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI.
1 JÓHANN ÓLAFSS0N & CO. HF.
43 SUNDABORG 13-104 REYKJAVÍK - SÍMI 688588
þessum málum. Einnig fannst mér
áhugavert að hlusta á Hauk
Ágústsson, formann Menningar-
samtaka Norðlendinga, þar sem
hann áréttar gildi hverskonar
menningarstarfs í stijálbýli sem
veigamikils þáttar í því að festa
byggð í landinu öllu.
Spumingu ráðstefnunnar, hefur
byggðastefnan brugðizt, vil ég
svara svo, að byggðastefnan hefur
ekki brugðizt í sjálfu sér. Hinsvegar
má alltaf betur gera. Höfuðatvinnu-
greinar landsbyggðarinnar, bæði
landbúnaður og sjávarútvegur, hafa
átt við mikinn vanda að stríða, auk
þess sem atvinnu- og þjóðlífsþróun
hefur um margt verið strjálbýli
óhagstæð. Án vamaraðgerða, sem
beitt hefur verið, hefði staðan orðið
enn verri. En betur má ef duga skal.
* * *
Magnús Guðjónsson sagði til-
gang ráðstefnunnar að fá fram
Magnús Guðjónsson, fram-
kvæmdastjóri Sambands
íslenzkra sveitarfélaga.
umræður og skoða byggðamál og
stöðu landsbyggðar, utan höfuð-
borgarsvæðis, frá sem flestum
sjónarhomum, sem og hvert stefndi
í byggðamálum.
Eg vil sérstaklega víkja að því
sem fram kom hér í morgun um
starfsemi Iðnþróunarfélags Eyja-
ijarðar. Reynslan er ólygnust. Það
fordæmi sem Eyfírðingar hafa gef-
ið er mjög merkilegt og leiðbeinandi
fyrir önnur byggðarlög, þótt að-
stæður séu að vísu mismunandi að
þessu leyti í landinu.
Þú spyrð mig, hvort byggða-
stefnan hafí bmgðizt, sagði
Magnús. Þá er kanski rétt að hug-
Stefán Guðmundsson, formaður
stjórnar Byggðastofnunar
leiða: Hefur verið hér byggðastefna
og þá hver hún hafí verið. Hér hafa
komið fram skiptar skoðanir um
þetta efni, hvort hér hafí verið
nokkur byggðasteftia er rísi undir
því heiti. Sumir tala um stefnuleysi
í byggðamálum. Aðrir segja að
byggðastefnan hafí forðað enn verri
stöðu strjálbýlis, jafnvel gefíð góða
raun á vissum tímabilum, þótt aftur
hafí sigið á ógæfuhlið.
Fram hjá því verður samt ekki
horft, að mjög margir, sem hér
hafa látið í sér heyra, telja að að-
gerðir stjómvalda í þessa veru hafí
verið ómarkvissar og að mörgu leyti
bmgðizt.
Ljósm. Morgunblaðsins/Sig. Jónsson
Eitthundrað og sjötíu sveitarstjórnamenn og áhugafólk um byggðamál sóttu ráðstefnu Byggðastofnun-
ar og Sambands islenzkra sveitarfélaga um byggðamál siðastliðinn föstudag og laugardag. Hér sést
hluti ráðstefnugesta.
Menning og listir:
„Lyftistöng mann-
lífs á hverjum staö“
— sagði Haukur Agústsson f ormaður MEN OR
„Við vitum að þegar lífsaf-
koma er orðin örugg og þakið
yfir höfuðið er fengið fer maður-
inn að þarfnast þeirra þátta, sem
aðgreina hann frá dýrum merk-
urinnar. Hann þarfnast menn-
ingar, lista, fagurra hluta,
sköpunar og eigin þátttöku í
þessum greinum og tækifæri til
að njóta þeirra.“
Þannig komst Haukur Ágústs-
son, formaður Menningarsam-
taka Norðlendinga, að orði í
erindi á ráðstefnu Byggðastofn-
unar og Sambands íslenzkra
sveitarfélaga um byggðamál á
Selfossi um helgina.
„Þama er komið að einum helzta
þættinum í því, hvers vegna menn
flytja úr byggðum, þar sem afkoma
þeirra er góð og ekkert virðist
skorta í efnalegu tilliti; það er van-
mat á gildi félags- og menningarlífs
og þeim skorti, sem þar af kemur,
á tækifærum til þess að njóta menn-
ingar og lista. Raur.ar koma fleiri
atriði til, svo sem aðstaða til skóla-
göngu og í því sambandi gæði skóla
og þeirrar menntunar, sem þeir
veita, og þá sér í lagi á grunnskóla-
stigi,“ sagði Haukur Ágústsson.
Fyrirlesari lagði áherzlu á það
aðdráttarafl sem menningarríkt
byggðarlag hefur út á við. „Það er
blátt áfram arðbært að leggja fé í
félagsstarfsemi og listir og hlú að
þeim. Ánægðir, starfsglaðir og vak-
andi íbúar era mesti auður hvers
byggðarlags, því að í þeim er upp-
spretta framfara og vaxandi
velmegunar,“ sagði hann.