Morgunblaðið - 17.11.1987, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 17.11.1987, Blaðsíða 69
Verðjöfnunarsjóður fiskiðnaðar- ins var stofnaður árið 1969 og hefur það hlutverk að draga úr áhrifum verðsveiflna er verða kunna á af- urðum fiskiðnaðarins. Sveiflujöfnun af þessu tagi er mikilvæg. Þau markmið sem lögin settu starfsemi sjóðsins í upphafi eru enn í fullu gildi. Meirihluti nefndar, er endur- skoðaði sjóðakerfi sjávarútvegsins, komst að þeirri niðurstöðu haustið 1986, að sjóðurinn hefði yfírleitt þjónað því hlutverki sem honum var ætlað að gegna og að hann gæti einnig framvegis gert gagn með því að draga úr sveiflum í afkomu. Hinu er ekki að neita að núverandi skipulag er nokkuð þungt í vöfum, ekki síst í þeim greinum, sem fjöldi útflytjenda er mikill. Áhrif sjóðsins á fískverð eru heldur ekki augljós þegar ekkert lágmarksverð er ákveðið. Hvað sem því líður er erf- itt að halda uppi starfsemi sjóðsins á grundvelli núverandi skipulags þegar meirihluti hagsmunaaðila í greininni er andvígur honum. í ljósi þessa er nauðsynlegt að fram fari endurmat á starfsemi hans og verði þá sérstaklega kannað hvort unnt sé að ná upphaflegum markmiðum hans með öðrum hætti en núgild- andi lög kveða á um. Þar kemur margt til greina svo sem sjóðsmynd- un bundin einstökum fyrirtækjum. Þessar hugmyndir þurfa þó nánari umfjöllun á næstunni áður en grip- ið verður til róttækra breytinga. Síðustu misserin hefur mikið umrót verið í verðlagningu fersk- físks hér innanlands. í fyrravetur voru sett lög um uppboðsmarkað fyrir sjávarafla. Gilda lögin í þtjú ár í tilraunaskyni. Uppboðsmarkað- ir hafa verið settir á stofn í Reykjavík, Hafnarfirði, á Suður- nesjum og Akureyri. Hefur verðlag á þessum mörkuðum verið mjög hátt og er óhugsandi að sala á svo litlu magni geti verið leiðandi fyrir alla aðra verðlagningu. í starfs- áætlun ríkisstjómarinnar er kveðið á um að undirbúnar skuli reglur til frambúðar um starfsemi fískmark- aða til að taka við þegar gildistíma núverandi laga lýkur. Uppboðs- markaðir fyrir ferskan físk er mjög róttæk nýjung. Áhrif þeirra eru alls ekki að fullu komin í ljós. Má þar nefna áhrif markaðanna á útflutn- ing ísfisks, byggðaþróun, þróun fiskvinnslu, fískverð o.fl. Telja verð- ur rétt að fá lengri reynslu af starfsemi markaðanna áður en mótaðar verða reglur um framtíð- arskipan þessara mála. Lög um Verðlagsráð sjávarútvegsins gefa möguleika á því að ráðið ákveði ftjálst fiskverð. Til þess þarf þó hveiju sinni samkomulag allra aðila í ráðinu. í starfsáætlun ríkisstjóm- arinnar er kveðið á um að stefna skuli að lagabreyt.ingum um þetta efni, þannig að gefa megi fískverð ftjálst með yfímefndarákvörðun ef ekki næst um það samkomulag í ráðinu sjálfu. í vor var verð á bol- físki í fyrsta skipti gefíð frjálst og hefur reynsla smátt og smátt feng- ist af því fyrirkomulagi. Ávallt mátti.búast við miklum byijunar- örðugleikum samfara þessari breytingu. Þeir hafa þó orðið meiri en menn gerðu ráð fyrir og hefur það leitt til þess að meirihluti aðila í Verðlagsráði telur nú rétt að taka á ný upp ákvörðun lágmarksverðs. Eflaust hefði mátt undirbúa breyt- ingar betur og virðist hafa skort þolinmæði og samningslipurð. í ljósi nýfenginnar reynslu verður að fara fram umræða um hvort endurskoða þurfi fyrirætlanir ríkisstjómarinnar í þessu efni. Sú þróun sem hefur orðið í sjáv- arútvegi hefur leitt til aukinnar verðmætasköpunar og vöruþróun- ar. Aukið athafnafrelsi leiðir óneit- anlega til litríkara atvinnulífs en ekki ætíð til hámarkshagkvæmni. Þannig hefur t.d. í kjölfar upp- boðsmarkaða á físki fjölgað smáum sjálfstæðum fiskverkendum á höf- uðborgarsvæðinu. Vafasamt er að slík starfsemi sé þjóðhagslega hag- kvæm eða æskileg. Það sem hefur skilað mestum árangri er þó án efa aflakvótakerfíð, sem sparar millj- arða í rekstrarkostnað og óþarfa fjárfestingu við að ná takmörkuðum heildarafla. Ef við berum gæfu til að halda áfram á þeirri braut, er ég sannfærður um að hagkvæmni MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1987 69 í veiðum mun aukast enn meir, og svigrúm skapast fyrir aðrar breyt- ingar í vinnslu og viðskiptum með sjávarfang. 3. Menntun, rannsóknir o.fl. Eins og drepið hefur verið á hér á þessum vettvangi áður hefur lengi ríkt tómlæti um menntunarmál í sjávarútvegi. Af þeim ástæðum var skipuð nefnd á vegum menntamála- ráðherra og sjávarútvegsráðherra árið 1986 sem gera skyldi tillögur um sameiningu Stýrimannaskólans, Vélskólans og Fiskvinnsluskólans í einn sjávarútvegsskóla. Sjávarút- vegsráðuneytið mun leggja áherslu á að þessu starfí verði haldið áfram í samvinnu við menntamálaráðu- neytið. Það er umhugsunarefni að á sama tíma og óheimilt er að skera hár eða tengja rafljós nema hafa tilskilin próf og réttindi, eru engar faglegar lágmarkskröfur gerðar til flestra þeirra sem starfa við fisk- vinnslu, sem er þó okkar undir- stöðuatvinnuvegur. Fyrir tveimur árum var Starfsfræðslunefnd físk- vinnslunnar komið á fót. Skyldi hún annast eftirmenntunamámskeið fyrir fiskvinnslufólk, sem leitt gætu til launahækkunar og meira at- vinnuöryggis. Nú hafa yfír þijú þúsund manns lokið þessum nám- skeiðum. Verkamannasambandið telur að þau hafi haft mikla þýðingu fyrir fiskvinnslufólk og Vinnuveit- endasambandið hefur látið í ljós að þau hafí leitt til framleiðniaukning- ar. I haust var tekið upp það nýmæli að skipuleggja og halda sérstök námskeið fyrir verkstjóra í fískvinnslu og hafa fyrstu tvö nám- skeiðin þegar verið haldin. Endur- menntunarmálin verða ekki rekin til lengdar með þessum hætti. Þau þurfa að skipa veglegan sess í vænt- anlegum sjávarútvegsskóla. Rannsóknir á ástandi fiskstofna eru án efa homsteinn fískveiði- stefnunnar. Þrátt fyrir ágreining um aðferðir við stjóm fiskveiða em flestir sammála því að taka beri fullt tillit til ráðlegginga Hafrann- sóknastofnunar um hámarksafla. Fullyrða má að möguleikar vísinda- manna okkar til að meta af nákvæmni ástand sjávar og fisk- stofna eru nú meiri en áður. Undanfarið hafa atvinnuvegimir í vaxandi mæli borið kostnað af hag- nýtum rannsóknum. Rekstur Hafrannsóknastofnunar er lang- stærsti kostnaðarliður á fjárlögum á sviði sjávarútvegsráðuneytisins. Skipulag þessara rannsókna og fjármögnun skiptir þvf miklu máli. Sú spuming hlýtur að vakna hvort sjávarútvegurinn eigi ekki að leggja fram fé til aukinna rannsókna, þannig að tryggt verði að við séum í fremstu röð á sviði sjávarrann- sókna. Verulegt fjármagn vantar til að svo geti talist'. Fyrirkomulag þeirra greiðslna hlýtur þó að verða með öðrum hætti í sjávarútvegi en öðmm atvinnugreinum, enda bein- ast rannsóknimar að sameiginlegri auðlind og því sjaldnast hægt að benda á að þær nýtist einu fyrir- tæki öðmm fremur. Mengun hafsins af olíu, msli og geislavirkum efnum er vaxandi vandamál. Nýleg frétt í sjónvarpi um plastúrgang á fjömm sýndi á sláandi hátt að við emm langt frá þvi að vera til fyrirmyndar varðandi losun sorps frá fískiskipum. Dauði Eystrasaltsins og síhrakandi ástand lífríkis í Norðursjó em víti til vam- aðar. Við höfum sérstöðu sem mun e.t.v. leiða til hækkandi verðs á íslenskum sjávarafurðum ef við höldum vöku okkar. Á nýafstöðnum fundi sjávarútvegsráðherra Norður- landanna var samþykkt ályktun um mengun sjávar. Ráðherramir lýstu þar áhyggjum yfír mengun hafsins sem m.a. orsakast af afrennsli hættulegra efna, úrgangi sem er hent og brennslu úrgangsefna á hafi úti. Ennfremur er lagt hart að breskum stjómvöldum að hætta við áætlun um endurvinnslustöð fyrir kjamorkuúrgang í Dounreay í Skotlandi og verður því komið form- lega á framfæri. Sérstök ástæða er til að fylgjast mjög vandlega með þróun mála í Dounreay af hálfu íslenskra stjómvalda. Það er slá- andi staðreynd að fjarlægð til íslands frá væntanlegri endur- vinnslustöð er mun minni en til flestra þeirra ríkja er losna vilja við kjamorkuúrgang í fyrirhugaða stöð. 4. Nýjar greinar og fullnýting afla Oft eru erfíðleikar uppspretta nýjunga og framfara. Þegar þreng- ir að hefðbundinni starfsemi em menn neyddir til að leita nýrra úr- ræða. Þannig er ljóst að veiðitak- markanir síðustu ára hafa beint og óbeint stuðlað að bættum gæðum og þróun ýmissa nýjunga í sjávarút- vegij Hvarf síldarinnar leiddi til loðnuveiða í upphafí síðasta áratug- ar. Takmarkanir á þorskveiði urðu hvatning til meiri karfa- og ufsa- veiði. Á síðustu árum hefur kvóta- kerfíð augljóslega beint mörgum í úthafsrækjuveiðar. Ennfremur eru hörpudisk- og langlúruveiðar og nú síðast veiðar á kúfisk og gulllaxi tilkomnar af svipuðum ástæðum. Nú fara fram athyglisverðar til- raunaveiðar og tilraunasala á beitukóngi, igulkeijum og sæbjúg- um og lofa allar þessar tilraunir góðu. Með þessu móti hefur sjávar- útvegurinn haldið stöðu sinni sem helsta uppspretta hagvaxtar fyrir veiðitakmarkanir á okkar helstu botnfisktegundum. Áfram verður að halda af fullum krafti við rannsóknir og tilraunir með veiðar og vinnslu tegnnda sem ekki eru nýttar í dag. Mikilvægt er að fínna leiðir til að gera verð- mæti úr þeim úrgangi sem til fellur við vinnslu á helstu nytjafiskum okkar. Hér má fyrst nefna úrgang frá frystitogurum, sem henda yfír 60% af þyngd þess afla sem þeir draga úr sjó, og einnig úrgang frá skelfiskverksmiðjum, sem er meira en 2/3 af innvigtuðum afla. Sá hluti aflans sem fleygt er í dag getur orðið undirstaða mikillar verðmæta- sköpunar. Sem dæmi má nefna að verð á lifur og lýsi hefur hækkað mjög upp á síðkastið. Hins vegar hefur verið vandamál að útvega nægjanlegt hráefni fyrir lýsis- og lifrarvinnslu. Erfítt er að fá sjómenn til að hirða lifur. Hér þarf að verða breyting á, því miklum verðmætum er kastað á glæ. Af þessum ástæð- um hefur sjávarútvegsráðuneytið nýlega falið Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins að gera hagkvæmni- athugun á rekstri sérstaks verk- smiðjuskips er hefði það hlutverk að safna lifur og öðrum úrgangi frá skipum á miðunum. Ef slíkt fyrir- tæki kæmist á laggirnar mundi sá rekstur án efa tengjast að einhveiju leyti framleiðslu lífefna og annarra þátta sem stuðlað gætu að upp- byggingu líftækniiðnaðar hér á landi. Nú hillir undir lok samstarfs- verkefnis helstu rannsóknarstofn- ana landsins í líftækni. Niðurstöður virðast benda til að mestir mögu- leikar séu á sviði fiskiðnaðar, bæði hvað snertir notkun líftæknilegra aðferða og vinnslu lífefna úr fískúr- gangi. í athugun er stofnun fyrir- tækis er sjái um rannsóknir, ráðgjöf og framleiðslutilraunir í líftækni. Slík starfsemi er án efa til þess fallin að efla sjávarútveginn. Fyrir næsta þing Norðurlanda- ráðs verður af hálfu ráðherranefnd- ar ráðsins lögð fram sérstök áætlun um samstarf í líftækni. íslendingar hafa lagt mikla áherslu á málið og haft þar frumkvæði. Hefur undir- búningur staðið í heilt ár með þátttöku íslenskra vísindamanna. Áætlunin tekur til Qölmargra þátta vísinda og atvinnulífs og ætti tvímælalaust að geta orðið lyfti- stöng fyrir (slenskan sjávarútveg. Áætlað er að á næstu fímm árum muni Norðurlandaráð leggja tæp- lega 250 m. dkr. til þessa verkefnis og einstök ríki meira en þrefalt hærri mótframlög. Samanlagt verð- ur því varið til þessa verkefnis fjárhæð er samsvarar nálægt 6 milljörðum ísl. kr., sem sýnir vel hve miklu fé þarf að veija til rann- sókna á nýjum sviðum ef tryggja á árangur. Sl. vor skipaði Rannsóknaráð ríkisins starfshóp til athugunar á tæknibreytingum i fískiðnaði. Starfshópurinn skilaði skýrslu sinni í júní sl. og í framhaldi af þvf sam- þykkti sextugasti fundur Rann- sóknaráðs ríkisins áskorun til ríkisstjómarinnar um átak til tækniframfara f fískiðnaði. Sjávar- útvegsráðuneytið hefur í samvinnu við Rannsóknaráð, Rannsókna- stofnun fiskiðnaðarins og helstu aðila í fiskiðnaði hafíð könnun á því hvemig best megi taka til hend- inni á þessu sviði. Áhersla hefur verið lögð á að fá fram sjónarmið atvinnugreinarinnar, þannig að tryggt_ sé að starfið verði mark- visst. Áhuginn og hreyfíaflið í slíku þróunarstarfí verður að koma frá fyrirtækjum i greininni, þó að stjómvöld greiði fyrir og samræmi aðgerðirnar. 5. Framtíðarþróun — heildarsýn I drögum að fmmvarpi um stjóm fiskveiða, sem hér liggur frammi til umfjöllunar, er lagt til að físk- veiðistefnan verði mótuð til lengri tíma en áður. Sérfræðingar telja oft æskilegt að stefna við stjóm fiskveiða sé mótuð til enn lengri tíma eða 10—15 ára. Þá telja marg- ir fræðimenn að raunhæfasta lausnin við fiskveiðistjómun felist í að veiðileyfí verði seld. Veiðamar myndu þá að þeirra mati safnast smám saman til þeirra er útgerð reka með mestri hagkvæmni. í okk- ar fámenna landi höfðu við reynt að feta veginn milli hagkvæmnis- og réttlætissjónarmiða af fyllstu varfæmi. Þau sjónarmið er liggja að baki fræðilegum ályktunum um þetta efni munu þó án efa vega þyngra í framtíðinni þegar ákvarð- anir verða teknar um stjómun fiskveiða. Við stefnumótun í sjávarútvegi verðum við að hafa heildarsýn að leiðarljósi, þannig að takmarkaður afli skapi þjóðarbúinu sem mest verðmæti. I vaxandi mæli verðum við að horfa á sjávarútveg okkar í alþjóðlegu samhengi. Kemur þar margt til, svo sem samningar við nágrannaríkin um fískstofna er ganga milli hafsvæða, samkeppni á erlendum mörkuðum, barátta fyrir ótvíræðu forræði yfír auðlindum í lögsögu landsins, sbr. hvalamálið, mengun hafsins og strangari sér- kröfum markaða. Hér má nefna sem dæmi hringormamál f Þýska- landi, ýmsar kröfur Efnahags- bandalagsins og lagafrumvarp á Bandaríkjaþingi um eftirlit með inn- fluttum matvælum. Við verðum ætíð að hafa hugfast að fenginn afli skilar þjóðarbúinu engu fyrr en hann er seldur. Viðskiptavinurinn hefur alltaf síðasta orðið og getur hafnað vörunni á hvaða forsendum sem honum þóknast. Á nýafstaðinni ráðstefnu á veg- um Rannsóknaráðs rfkisins í tilefni 50 ár afmælis atvinnudeildar Há- skóla íslands var fjallað um sjávar- útveg undir yfirskriftinni „Frá sjávarútvegi til sjávarbúskapar". Þótt þýðing fiskeldis vaxi með hveiju ári er óralangt frá því að fískeldi jafnist á við fískveiðar á íslandsmiðum. Fiskimiðin kringum landið eru okkur gjöfulasta fískeld- isstöð. Skynsamleg veiðistjómun sem tryggir að nytjafiskar fái að vaxa í hagkvæma stærð er okkar arðsamasta fiskeldi. Hitt er um- hugsunarefni, hvaða áhrif aukið framboð eldisfisks hefur á sam- keppnisstöðu sjávarafurða á heimsmarkaði. Markaðsverð á ræktuðum físki hefur verið lægra en verð á físki sem veiddur er með hefðbundnum hætti. Við þurfum ætíð að fylgjast vel með þróuninni og nýta okkur þá miklu sérstöðu sem við höfum til að selja ómeng- aða gæðavöru. Góður árangur á nýafstaðinni sjávarútvegssýningu er dæmi um aðra vaxandi hliðargrein við sjávar- útveg, sem er útflutningur á búnaði og þekkingu. Er áformað að sýning sem þessi verði haldin hér reglulega á þriggja ára fresti. Þessi árangur sýnir ljóslega að starfsemi tengd sjávarútvegi á mesta framtíð fyrir sér hér á landi og getur orðið stærri þáttur atvinnulífsins. Lokaorð Sjávarútvegurinn hefur skilað almenningi miklum tekjuauka á undanfömum árum. Til þess að verða fær um það hefur greinin þurft að ganga f gegnum miklar breytingar. Eins og oft áður eru gerðar miklar kröfur til þessarar undirstöðu þjóðfélagsins. Kröfu- gerðin má hins vegar ekki verða svo mikil að stoðimar bresti. Fisk- vinnslan býr nú við taprekstur sem sýnir best að of langt hefur verið gengið. Við verðum því að ætlast til að kröfum verði stillt f hóf og sjávarútvegurinn fái starfsfrið. Að undanfömu hefur orðið mikil umræða um fískveiðistjómunina. Það er mjög eðlilegt að svo sé, enda miklir hagsmunir í húfí. Margt er sagt í hita leiksins og ýmsum fínnst að hallað sé réttu máli. Sem sjávar- útvegsráðherra má ég að sjálfsögðu búa við það að hlusta á alls konar fullyrðingar. Svo dæmi séu nefnd er því slegið fram að ég beijist fyr- ir því að smábátaútgerð verði lögð"» niður, hafi ávallt verið á móti frysti- togumm, hafí heimilað að setja upp rælquvinnslu á Suðumesjum á kostnað Vestfírðinga, haldi sérstak- lega með norðursvæði og breyti línum að eigin geðþótta til að hygla heimabyggð, vilji leggja niður út- gerð á höfuðborgarsvæðinu, bijóti lög á skelfiskframleiðendum, sé hallur undir sjónarmið útgerðar- manna og sjómanna og svo mætti lengi telja. Með þessu mega menn ekki skilja mig svo að ég sé að kvarta undan þvi að þessi mál séu rædd í einlægni og hreinskilni. Það er mikilvægara en allt annað og þótt talað sé út og suður um hin^ ýmsu mál, þá verður að sjálfsögðu að þola það. Það er eðli stjóm- málamanna að sett sé fram óvægin gagnrýni, en þeir sem standa utan þeirra ættu ef til vill á stundum að líta í eigin barm og spyija sjálfan sig, hvemig verði best haldið á hin- um ýmsu málum, þannig að almannahagur og jafnræði sé tryggt. Það leysir ekki þann vanda sem við stöndum frammi fyrir, að gera þeim aðilum upp skoðanir, sem. leggja sig fram um að tryggja heild- arhagsmuni í þessu erfiða máli. Sannleikurinn er sá, að margir þeirra sem stunda útgerð og fisk- vinnslu hafa farið ógætilega. Þeir geta ekki ætlast til þess að ógætni þeirra sé borin upp af meiri veiði eða gengið út frá því að hún komi um of niður á þeim, sem fyrir voru í greininni. Þeir sem hafa bæst við í smábátaflokkinn taka veiðimögu- leika frá þeim sem fyrir voru. Þeir sem hafa verið að fjárfesta í rækju- veiðum og rækjuvinnslu gera möguleika þeirra sem fyrir eru þrengri og þannig mætti lengi telja. Margir hveijir sjá ekki fram úr þessum erfiðleikum og kenna þá fiskveiðistjómuninni oft um. Þrátt fyrir þau vandkvæði sem óhjá- kvæmilega fylgja lausn þessara mála, em ekki aðrar raunhæfar hugmyndir í sjónmáli en þær sem frumvarpið, sem hér liggur frammi, byggir á. Þar em hins vegar mörg álitamál og öll leiðsögn í þvf sam- bandi er mikilvæg og það er nauðsynlegt fyrir Alþingi að fá sem gleggstar upplýsingar um skoðanir aðila í greininni. Fiskiþing hefur ávallt verið mikil- vægur vettvangur slfkra skoðana- skipta og ég vænti þess að á þinginu verði hreinskiptar umræður um stöðu mála og héðan verði afgreidd- ar glöggar ályktanir um það sem. fram hefur komið. Ég óska Fiskiþingi allra heilla f störfum og þakka gott samstarf við Fiskifélag Islands á undanfömum ámm. VZterkur og k_/ hagkvæmur auglýsingamiöill! i ftorgawlfrWiil)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.