Morgunblaðið - 17.11.1987, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 17.11.1987, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1987 7 Mæðgurnar séra Dalla Þórðardóttir, séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir og Yrsa Þórðardóttir. Morgunblaðið/Ámi Sæbcrg Séra Yrsa Þórðardóttir, herra Sigurður Guðmundsson, settur biskup, og séra Auður Eir Vilhjálms- dóttir. Fyrir aftan þau standa Dalla Þórðardóttir, séra Hanna María Pétursdóttir, séra Miyako Þórðarson og séra Hjalti Guðmundsson. Þriðja konan úr sömu fjölskyldu prestvígð SETTUR biskup yfir íslandi, herra Sigurður Guðmundsson, vigði Yrsu Þórðardóttur að Hálsi i Fnjóskadal í Dómkikjunni i Reykjavík sunnudaginn 15. nóv- ember. Yrsa er dóttir séra Auðar Eirar Vilhjálmsdóttur, sem fyrst íslenskra kvenna var vígð prest- ur fyrir 13 árum, og systir Döllu Þórðardóttur, sem var vígð árið 1981 og var önnur konan sem hlaut prestvígslu á íslandi. Móðir Yrsu, séra Auður Eir Vil- hjálmsdóttir prestur í Þykkvabæ í Rangárvallasýslu, lýsti vígslu Yrsu og vígsluvottar voru þær séra Dalla Þórðardóttir, prestur í Miklabæ í Skagafirði, séra Hanna María Pét- ursdóttir, áður prestur að Hálsi í Fnjóskadal og nú kennari í Lýð- háskólanum Skálholti og séra Miyako Þórðarson, prestur heym- leysingja, auk Auðar. Séra Hjalti Guðmundsson þjónaði fyrir altari ásamt biskupi, Dómkórinn söng og organleikari var Guðni Þ. Guð- mundsson. Að sögn Bemharðs Guðmunds- sonar, fréttafulltrúa biskups, hafa tíu konur verið vígðar prestar hér á landi, en prestar eru nú 120. Hann sagði einnig í samtali við Morgunblaðið að búast megi við að kvenprestum fyölgi frekar á næst- unni því 7 konur sem hefðu guð- fræðimenntun væm enn óvígðar. Sex konur hefðu útskrifast frá guð- fræðideild á þessu ári en aðeins 5 karlar, og um þriðjungur stúdenta við deildina væm konur. HinEinuSönnu FkÖNSKUSMÁBRAUÐ Hin einu sönnu Frönsku smábrauð fást með 20%kynningarafslætti þennan mánuð.Hafir þú ekki bragðað þau áður er þess vegna upplagt að gera það nú. Ljúffengu Frönsku smábrauðin frá Myllunni eru í bláutn, hvítum og rauöum pokum í frystiborðum verslananna. Frönsk smábrauð setja skemmtilegan svip á hvaða máltíð sem er. Þau fást bæði gróf og fín og eru auðvitað sykurlaus. BRAUÐ HF. - SÍMI 83277 P. S. Gott ráð: Að gefnit tilejni mcelum við með að þú takir tvo poka, einn er svo lygi/ega fljótur að klárast.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.