Morgunblaðið - 17.11.1987, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 17.11.1987, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1987 13 Milli hafs og jökuls Békmenntlr Erlendur Jónsson SKAFTFELLINGUR. 5. árg. 232 bls. Ritstjóri Friðjón Guðröðar- son. Útgefandi Austur-Skafta- fellssýsla. 1987. »Úr einu héraði koma margir dugandi embættisjnenn, öðru mörg skáld og hinu þriðja margir hag- leiksmenn á verklegu sviði,« segir Páll Þorsteinsson í þætti um Helga Arason á Fagurhólsmýri, einn þeirra sem smíðuðu og settu upp heimarafstöðvar við bæi í Skafta- Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Baldur Óskarsson: DÖGGSKÁL í HÖNDUM. Ljóðhús 1987. í Döggskál í höndum er Baldur Óskarsson einkum í hlutverki athug- andans og skoðandans. Hann yrkir um skáld, tónskáld og myndlistar- menn, endurvekur ljóð, tóna og myndir. Einnigþýðirhann ljóð skálda frá ýmsum löndum, fomskáld og samtímaskáld. Með þessu er Baldur að játa skyld- leika við menn orða, tóna og lita, benda á mikilvægi þeirra og votta þeim virðingu sína. En það eitt er honum ekki nóg. Hann verður að gæða ljóð sín lífi. Og það gerir hann eftir bestu getu, að vísu með misjöfn- um árangri eins og fleiri, en þegar vel tekst lítur dæmið þannig út: Kæri Páll, í dag var ég að skoða eyjuna þína, víðan sjáinn fellssýslum f árdaga rafvæðingar. Störf Helga mega vel teljast tækni- afrek á sínum tíma ef hliðsjón er höfð af tækjakosti og aðstæðum. Ef einhvetjum leikur forvitni á að vita hvemig Helgi fór að þessu má fræðast um það í öðmm þætti í þessum Skaftfellingi. Þann þátt rit- ar Sigurður Bjömsson á Kvískeijum og gerir hann þar glögga grein fyr- ir aðferðum og vinnubrögðum Helga. Má sú tæknisaga heita merkileg þegar öllu er'á botninn hvolft. Ströndin góðu koma þama inn í dæmið; þaðan fékk margur hagleiksmaðurinn smíðaefni — tré Eitt slíkra ljóða sem ofangreind orð eiga við er Innar: Andvaka maður myrkur, lýsandi hvel undirskinið blámi og blettað rauðu Nú lyftist hönd mín loks - andvaka maður myrkrið það skal deyja Þetta vildi ég kalla bjartsýnisljóð. Mörg ljóðanna í Döggskál í höndum vitna um fagnaðarkennda lífsskynj- un, þrá. Þýðingamar em unnar af hagleik og áhersla lögð á vandað og nokkuð og jám. En ströndin höfðu sem kunnugt er sínar ljósu og dökku hliðar. Þau vom ekki jafngóð frá allra sjónarmiði séð. Við sjómönn- um þeim, sem bmtu skip sín við sandana, blasti allt annað en gott. Friðón Guðröðarson leitast við að setja sig í spor þeirra í þættinum Á strandfjöru. Friðjón minnir á að þá fyrst, er strandmönnum hafi tekist að bjarga sér á land, sem tókst þó ekki nærri alltaf, hafí þeir oft og tíðum átt eftir það sem erfiðast var; »að komast yfir ósa jökulánna . . . Þeir sem unnu sigur á hvom- tveggja áttu svo eftir margra Baldur Óskarsson upphafíð mál. Þessi aðferð gerir kínversku ljóðin eilítið stirðlegri en við eigum að venjast af þýðendum. En þar með er ekki sagt að hættir Baldurs séu rangir, flestar þýðingar úr kínversku em þegar á allt er lit- ið aðeins stælingar. Hljómur orða, hrynjandi setninga Friðjón Guðröðarson kílómetra „eyðimerkurgöngu" heim að bæjum.« En hættur leynast þama víðar en við hafnlausa ströndina. Óvíða sýnast öfgar náttúmnnar vera mót- sagnakenndari en í Austur-Skafta- fellsýslu. Heimamenn kunna að forðast háskann eins og lesa má um í þætti Bjama Sigurðssonar, Svaðilför Öræfínga og Hannesar á Núpstað. Einhvem veginn slampað- ist allt þó teflt væri á tæpasta vað. Öðm máli gegndi um ókunnuga, að ekki sé talað um útlendinga. Ragnar Stefánsson segir í þættin- um, Slysið á Vatnajökii 1953 frá breskum stúdentum sem enduðu ævina í Öræfajökulsgöngu. Þeir vom þangað komnir til náms og rannsókna. Eri seiðmagn náttúr- unnar er samt við sig. Fararstjórinn lét ekki hörmuleg örlög félaga sinna aftra sér frá að vitja Skaftafells aftur og aftur. Og þakklæti sitt til heimamanna tjáði hann síðar með því að láta son sinn heita í höfuðið á Ragnari. Af fjölda annarra þátta í þessum Skaftfellingi langar mig að nefna Árið 1912 varð viðburðaríkt í Öræf- um eftir Bjama Sigurðsson. Bjami rekur í léttum dúr annál þess árs sem varð viðburðaríkt vegna sögu- legra prestskosninga með meim. Hermir Bjami meðal annars orð sem fólk lét sér um munn fara í kappræðum um menn og málefni í hita baráttunnar. í þættinum Utlir hestar og höf- undur þeirra segir Ragnheiður Viggósdóttir frá efnilegri listakonu sem féll frá ung að aldri en lét þó eftir sig ágæt verk. Margir okkar bestu myndlistarmanna fyrr og síðar hafa einmitt komið úr Skafta- fellssýslunum. Þá vil ég ekki láta hjá líða að nefna þáttinn Helgi f Bæ eftir þær Aðalheiði Geirsdóttur og Svein- björgu Eiríksdóttur. En þar segir frá manni sem stóð höllum fæti í lífsbaráttunni en lét þó ekki sitt eftir liggja að gera sér og öðmm lífið bærilegra. Hugðnæm frásögn. Skaftfellingur hefur nokkra sér- stöðu meðal héraðarita. Hann er í fyrsta lagi gefinn út af sýslunni og tengist því málefnum hennar með beinni hætti en önnur sambærileg rit. Til að mynda er í hveiju riti birtur nákvæmur samtímaannáll fyrir hvem hrepp sýslunnar. í öðm lagi er efni ritsins að langmestu leyti lagt til af héraðsbúum sjálfum. Er það því lofsverðara ef tillit er tekið til þess að Austur-Skaftafells- sýsla er í tölu fámennari byggðar- laga. Friðjón Guðröðarson upplýsir í formála að hann láti nú af rit- stjóm vegna brottfarar úr héraði. Ennfremur getur hann þess að áður en Skaftfellingur hóf göngu sína »var ekkert rit, blað né annað, gef- ið út í Austur-Skaftafellsýslu.« Friðjón hefur áður látið í ljós það álit að sýslumar skuli halda sjálf- stæði sínu sem sérstakar stjóm- sýslueiningar í samræmi við þá sögulegu og menningarlegu hefð sem þær hafa skapað sér með ald- anna rás. Áherslu á þá skoðun hefur hann ekki hvað síst lagt með fram- kvæði sínu að útgáfu þessa rits. Vonandi heldur Skaftfellingur áfram að koma út þó Friðjóns njóti ekki lengur við. fiðlutónn flettist upp á halanum í löngum sveig liðkar háls, reisir makka kvika að kvöldi hneig Dulcamara, mér datt í hug - eyja dáin Þetta ljóð er helgað málverki Pauls Klee: Insula Dulcamara. Nokkur ljóð sem ekki em beinlín- is tileinkuð skáldskap og listum em þó ekki síðri. Ég nefrii Umbúðir, Gamlan bónda, Draum, Kytm og Úthaf. Þrátt fyrir hið módemíska yfírbragð margra ljóða Baldurs Óskarssonar heyrist í þeim bergmál þjóðlegs kveðskapar. Baldur notar ljóðstafi víða og rímar jafnvel, en þó sparlega. Andblær Íiðins tíma verður líka ágengari í skáldskap hans. Hann dustar rykið af gömlum orðum og ljóðlínum. Hann getur orðið fomlegur í orðavali og hrynj- andi, samanber Innsiglingu. Svo getur hann líka sett upp ljóð sín í anda konkretista eins og stundum áður. Dæmi þess er Rex. Þetta fer ágætlega saman hjá skáldinu, verð- ur ekki andkannalegt. Arinað mál er það hvort Baldur Óskarsson bætir við sig sem skáld með ljóðun- um í Döggskál í höndum. Mér sýnist hann standa nokkuð í stað, en bestu ljóðin vitna um eðlilega og æskilega þróun. Baldur er meðal sérkennilegri skálda, ljóð hans inn- hverfari og torræðari en flestra annarra. Afstraktlist og nýstefna atómskáldakynslóðarinnar hefur sett mark sitt á skáldskap hans. Ljóð Baldurs Óskarssonar em myndræn og byggja vísvitandi á skírskotunum í myndir. En málið sjálft hefur orðið honum hvöt til að yrkja og hann freistar þess að færa út merkingarsvið þess. Hljóm- ur einstakra orða, hrynjandi setn- inga verða mikilvægari en það sem þær eiga að tjá. Ljóðið er ort Ijóðs- ins vegna. En varast ber einfaldanir því að þegar vel og oft er lesið uppljúkast þessi lokuðu ljóð. HVADA NYR BILL ER ÖRUGGASTA FJÁRFESTINGIN AD ÁLITIÞEKKTRA BÍLASALA? HVAÐA DEKK KAUPA ATVINNUBÍLSTJÓRAR? BllAR hækkudu MISMIKID EDAEKKERT 5. tölublað Bílsins er nýkomið á blað- sölustaði, fjölbreytt efni að vanda. (Ath! 4. tölublað seldist upp hjá útgefanda á 10 dögum). Áskriftasími er: 91 -82300 MMMÍMftttMni MNMHMHi Frjálstframtak
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.